Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 Fiskveiðiþjóðin, sem má ekki veiða í ÞESSARI grein ætla ég að lýsa skoðunum mínum á stjórnun fisk- veiða við ísland, og reyna að sann- færa lesendur um nauðsyn þess að hér verði skipt um ríkisstjórn. Eg er ekki að þessu vegna þess að ég geri mér miklar vonii- um árangur, því Islendingar virðast flestir trúa því að betra sé að vinna nokkrum klukkustundum lengur á hverjum degi í 50 ár en að hugsa rökrétt í hálftíma á fjögurra ára fresti. Eg er að skrifa þetta svo ég þurfi ekki að kvíða því, að sitja uppi með kvóta- laus barnabörn og engin svör við því af hverju ég og aðrir Islending- ar létum hirða af okkur einhver auðugustu fiskimið heims án þess að hreyfa mótmælum. Á meðan ekki voru settar tak- markanir á veiðar við ísland, gat hvaða íslendingur sem er keypt sér skip og byrjað að veiða fisk við strendur landsins. Þegar talið var að veiðamar væru farnar að stofna auðlindinni í hættu, ákvað ríkis- valdið að fara út í aðgerðir til að hindra það að fólk í sjávarútvegin- um útrýmdi fiskistofnunum við landið og rýi-ði þannig möguleika sína og annarra til að stunda þessar veiðar. Stjórnvöld ákváðu að fara út í tímabundnar aðgerðir sem tak- mörkuðu rétt útgerðarmanna til að stunda fiskveiðar, og tóku allan veiðirétt af almenningi. Það var því ákvörðun stjórnvalda að um nokk- urt skeið yrðu sumir jafnari en aðr- ir, í stað þess að ríkisvaldið gengi jafnt á fornan rétt allra lands- manna og afhenti hverjum Islend- ingi sinn hluta af aflaheimildunum. Slík jöfn skipting til allra lands- manna er eina réttlætanlega að- gerðin í svona stöðu, þegar tak- marka þarf rétt fólks svo það gangi ekki á rétt annarra, en miðstýrð mismunun varð að sjálfsögðu ofan á. Einhver gæti talið að útgerðar- menn hefðu átt rétt á bótum frá ríkinu vegna þeirrar skerðingar á Misvísandi umræða um „aukinn launamun kynjanna“ á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í OPINBERRI um- ræðu undanfarinna vikna um launamál kynjanna á Sjúkrahúsi Reylqavíkur virðast nokkur mikikvæg atriði hafa misfarist eða verið misskilin. Sem starfs- manni þeirrar nefndar sem vann tillögur að jafnréttisáætlun og greinargerð með henni, þykir mér rétt að leiðrétta og útskýra það sem helst hefur skolast til. Fyrst ber að nefna að jafnréttisnefnd SHR gerði enga ítarlega launakönnun sem staðið getur undir nafni, né heldur kannaði nefndin launamun kynja milli ára. Ekki vegna þess að viljann skorti, heldur leyfðu tíma- og fjárhagsrammi verksins það ekki. Þess í stað var ákveðið að skoða gögn úr launabók- haldi til að fá gróft yfirlit yfir heild- ar- og dagvinnulaun kynjanna. í því Sem starfsmanni nefndar sem vann til- lögur að jafnréttisáætl- un og greinargerð með henni, þykir Þorgerði Einarsdóttur rétt að leiðrétta og útskýra það sem helst hefur skolast til. skyni voru starfsheiti flokkuð í 7 starfsgreinaflokka, suma stóra og einsleita s.s. lækna og hjúkrunar- fræðinga, aðra minni og sundurleit- ari, svo sem flokkana „stoðþjónusta" og „tækni- og rannsóknarmenn“. Ekki var greint á milli stjórnunarstarfa og al- mennra starfa, ekki tekið tillit til innihalds starfa, _né heldur aldurs eða starfsaldurs. í gi-einargerð jafn- réttisnefndar ei-u allir þessir fyrir- varar rækilega tíundaðir og ekki dregnar ótímabærar ályktanir. A lokasprettinum bárust nefnd- inni upplýsingar um tímabilið 1993- 1997, byggðar á sömu starfsgreinaflokkun og að framan greinir. Ekki stóð til að vinna nánar úr þeim gögnum, þau voru afgreidd sem veganesti næstu nefnd- ar og var ekki um það ágreiningur. Það er mjög óraunhæft, að svo stöddu, að draga þær ályktanir af þessum gögnum að launamunur kynjanna hafi aukist innan starfsgreina eða milli þeirra. Helstu ástæður eni þessar: Kjarasamningar hafa verið gerðir á mismun- andi tímum fyrir mismunandi starfshópa og skekkja þeir mynd- ina. Annað sem máli skiptir er kerf- isbreyting sú sem átti sér stað á miðju tímabilinu með samruna Borgarspítala og Landakots. Deild- ir voru fluttar eða sameinaðar, sam- ræmd voru tvö ólík rekstrarfoi-m, (þar sem t.a.m. var eðlismunur á greiðslum til lækna), starfssvið ýmissa starfsmanna breyttist enda sýna gögnin að stærðarhlutföll starfsgreinaflokkanna hafa riðlast. Ekki er vitað hvort hlutfall yfir- manna og almennra starfsmanna er óbreytt innan hvers flokks. Þá má nefna að í litlum starfsgreinaflokk- um vegur hver einstaklingar þungt, þannig að aldur og starfsaldur í litl- um hópum getur haft áhrif. Til að gera langa sögu stutta: Samanburð- ur milli ára er hæpinn þegar ekki er tryggt að samsetning flokkanna sé sú sama fyrir og eftir kerfisbreyt- ingu. Það er þekkt fyrirbæri að í góðæri er hætta á að launamunur kynjanna aukist. Gögn frá Kjara- rannsóknarnefnd benda t.d. til að sundur hafi dregið með kynjunum meðal verkafólks. Það er tilfinning margra að launamunur kynja hafi einnig aukist annars staðar í sam- félaginu. Þá tilfinningu þarf hins vegar að rökstyðja með haldgóðum gögnum, annars er hætta á að mál- flutningurinn verði götóttur og þjóni ekki því markmiði sem honum vonandi er ætlað, þ.e. að styðja jafn- réttisbaráttu karla og kvenna. Höfundur vann að jafnréttisáætlun Sjúkrahúss Reykjavfkur. Þorgerður Einarsdóttir athafnafrelsi sem þeir hefðu orðið fyrir, ef ríkið hefði skipt afla- heimildum jafnt upp til almennings. Það var hinsvegar ljóst að þó að þeim og öðrum landsmönnum væri frjálst að veiða eins mikið og þeir vildu á meðan veiðarnar voru frjálsar, höfðu útgerð- armennirnir engan rétt umfram aðra lands- menn til þessara veiða. Aðstöðumunur og rétt- ur eru tveir ólíkir hlut- ir, og ef ríkið þyrfti að greiða skaðabætur í hvert sinn sem aðgerðir þess koma í veg fyrir að einhver nái að græða peninga á kostnað annarra, væri fjárhagur þess ansi bágborinn. Það er ljóst að ekkert bannar Alþingi að leggja af núverandi út- hlutunarkerfi. Það verður að teljast hæpið að útgerðarmenn eigi bót- arétt ef svo fer, og sá bótaréttur getur heldur aldrei verið næg ástæða til að halda áfram að brjóta almannarétt. Það réttlætir ekki þjófnað, þó þjófurinn sé búinn að skuldbinda sig gagnvart þeim sem þiggur þýfið. Þessi 260 þúsund manna þjóð getur ekki búið við það að nokkur hundruð milljarða ki-óna sameign hennar, langstærsta pen- ingalega verðmæti Islands, sé í höndum útvalins hóps sem á aðstöðu sína undir miskunnsemi stjórnmálamanna. Framkvæmdin á veiðigjaldskerf- inu sem ég sé fyrir mér er einfóld. Aflaheimildum hvers árs verður deilt niður á alla landsmenn sem hafa búið hér í a.m.k. 5 ár á síðustu 10 árum, og síðan verður fjármála- stofnunum frjálst að versla með framtíðarsamninga um kaup á veiðiréttindum og aðra fjárfest- ingakosti sem útgerðarmenn og al- menningur vilja hafa. Bandarískir bændur og viðskiptavinir þeirra hafa tryggt sig gegn skakkaföllum og verð- sveiflum með slíkum framtíðarsamningum í rúma öld, og fjármála- fyrirtæki landsins hafa á að skipa sívaxandi fjölda af fólki sem kann að stunda slík viðskipti. Þeir útgerðaimenn sem hafa staðið sig vel í núverandi kvótakerfi munu gera það áfram í þessu kerfi, þar sem þeir munu hafa kunnáttu sína, markaðstengsl og tækjabúnað fram yfm þá sem koma nýir inn í greinina. Nýir aðilar munu hinsvegar geta keypt aðgang að auðlindinni af réttum eigendum, en það geta þeir ekki í dag. Hugsjónasvikin hjá Sjálfstæðisflokknum eru komin á það stig, segir Ari Eiríksson, að fólk þarf að kjósa vinstri flokka til að verja eigur sínar og almannarétt. Sjávarútvegurinn verður sæmilega eðlilegur atvinnurekstur, þar sem afskipti nTdsins verða bundin við Landhelgisgæsluna, Hafró og að- gerðir til að hjálpa einstökum byggðum og að takmarka aðgang útlendinga að greininni. Hinir löglærðu valdhafar þjóðar- innar hafa sagt að kerfi eins og þetta muni rústa sjávarútveginum. Þeir eru einnig á móti því að út- gerðaimenn greiði fyrir viðbót- araflaheimildir þegar fiskistofnar eins og Norðurlandssíldin rétta úr kútnum, og sú andstaða sýnh’ þeirra rétta eðli. Það er augljóst mál að fyrirtæki sem gengðr þokkalega þegar það fær að veiða þúsund tonn nánast ókeypis, tapar engu á að mega bjóða í viðbótar- kvóta. Afstaða ríkisstjórnarinnar stafar því ekki af umhyggju fyrir efnahagslegri velferð þjóðarinnar, eins og látið er í veðri vaka. Hún stafar annaðhvort af hreinni heimsku, eða að ríkisstjórnin ætlar sér að virða að engu fornan rétt al- mennings til veiða á fiskimiðunum og koma þeim fyrir fullt og allt 1 hendurnar á félagsmönnum LIU. Fyn-i ástæðan er ólíkleg, en þó aí'- sakanlegri en sú seinni. Það er erfitt að ímynda sér fyrirlitlegra ævistarf fyrir lögfræðing en að brjóta niður meginstoð almann- aréttar í landi sínu, og það er tíma- sóun að reyna að höfða til samvisku slíkra manna. Hér ríkir góðæri vegna lágs olíu- verðs, batnandi veiði og stóriðju- framkvæmda, en það verður fólki aldrei til góðs að hafa yfir sér vald- hafa sem vinna af fullum krafti gegn hagsmunum þess. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur aldrei sýnt í verki að hann beri neina stórkost- lega virðingu fyi-ir hugmyndum um einstaklingsfrelsi og ágæti frjáls markaðar, en nú eru hugsjónasvik- in hjá forystu hans komin á það stig að fólk þarf að fara að kjósa vinstri flokka til að verja eigur sínar og al- mannarétt. Ég mun seint verða sáttur við það öfugsnúna og illa hlutskipti, en áður en stjórnar- flokkarnir skipta um forystusveit og stefnu er ekki um annað að ræða. Þeir sem styðja þá sem nú stjórna, eru að taka þátt í að ræna börnin sín. fföfundur er verkfræðing-ur. Ari Eiríksson TILKYNNING UM SKRÁNINGU Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS LANDSBANKI ÍSLANDS HF. Útgáfudagur: Gjalddagi: Sölutímabil: Grunnvisitala: Einingar bréfa: Skráning: Upplýsingar og gögn: Söluaðiiar: Umsjón með útgáfu: Skattamál: kr. 1.500.000.000.- kr. eittþúsundogfimmhundruömilljónir 00/100 9. mars 1998 1. mars 2013 Frá 9. mars 1998 Nvt. 182,0 kr. 100.000 og kr. 1.000.000 Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréfin á skrá og verða þau skráð 27. maí 1998, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Bréfin hafa þegar verið skráð í kauphöllinni í Luxemburg (Luxembourg Stock Exchange). Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til \ skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Enskilda Debt Capital markets í London og Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skattaleg meðferð skuldabréfanna fer eftir gildandi skattalögum á íslandi á hverjum tíma. Landsbankanum ber að halda eftir staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts skv. l.mgr. 3.gr.laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Útgáfan og skuldabréfin lúta breskum lögum. Skuldabréfin eru skráö hjá Euroclear og eru pappírslaus. Viðskiptastofa Landsbankans heldur einnig eigendaskrá fyrir þá viöskiptavini sem ekki eru aðilar aö Euroclear. L Landsbanki íslands Austurstrætl 77,155 Reykjavík, sími 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.ls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.