Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR c98 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 57 Hugsjónir, fólk og tilfínningar í MÍNUM huga snú- ast stjórnmál ekki bara um völd, fjármálastjórn og taeknilega forgangs- röðun verkefna. Stjórn- mál snúast um fólk, um virðingu okkar hvers fyrir öðru og um ábyrgð okkar hvers á öðru. Stjómmál snúast um hugsjónir, um möguleik- ana til þess að gera drauma okkar að veru- leika. Og stjórnmál snú- ast um tilfinningar, um það hvemig við getum í sameiningu stuðlað að vellíðan og velsæld fjöl- skyldna og einstaklinga í samfélaginu. Þess vegna ætti að- dragandi kosninga að vera frjór um- ræðuvettvangur þar sem hugsjónum er lýst og hugmyndir settar undir mæliker raunveruleikans, fólk ræðir opinskátt um óskir sínar, vandamál og tilfinningar, og frambjóðendur kynna sig og stefnumál sín af fullri virðingu hver fyrir öðrum. Ég hef frá upphafi litið á þátttöku í stjórnmálum sem tækifæri til þess að vinna hugmyndum og hugsjónum brautargengi og koma þeim í fram- kvæmd. Átök eru óhjákvæmileg í stjómmálum og geta verið hollur farvegur til að laga málefni að al- mannavilja og aðstæðum hverju sinni. Þau átök eiga hinsvegar ekki að snúast um einstakar persónur. Mér hugnast ekki sú aðferð í stjóm- málabaráttu að veitast að and- stæðingum sínum og koma á þá Með Reykjavíkur- listann í brúnni, segir Ingibjörg Sóirun Gísladóttir, verður siglingin enn glæstari næstu fjögur árin, til nýrrar aldar. höggi með neikvæðum áróðri. Þess vegna var það ákvörðun mín og félaga minna á Reykjavíkurlistanum, ákvörðun sem ekki varð haggað, að svara á engan hátt í sömu mynt þeg- ar ódrengilegar árásir hófust á til- tekna frambjóðendur á listanum. Reykjavík er í sterkri stöðu þegar Reykjavíkurlistinn skilar af sér eftir fyrsta kjörtímabil sitt. Stóru skipi hefur verið snúið í rétta átt og það er komið á góðan skrið. Með Reykja- víkurlistann í brúnni verður siglingin enn glæstari næstu fjögur árin, til nýrrar aldar. Ég lít á starf borgarstjóra sem spennandi framtíðarverkefni. Sá pólitíski vettvangur er mér að skapi. Sveitarstjómarmálin verða sífellt mikilvægari þáttur í lífi fólksins í borginni, og raunar allra lands- manna, vegna þess að sveitarstjórn- imar eru nú að taka við mikilvægum verkefnum úr höndum ríkisvaldsins. Nú þegai' höfum við tekist á hendur stjóm og rekstur grunnskólanna, og á næstu árum verða málefni fatlaðra einnig á vegum borgarstjómar. Um leið er það stað- reynd að hinum öflugu fyrirtækjum borgarinn- ar veitist tækifæri til að takast á við ný viðfangs- efni og verða aflvakar þróttmikillar atvinnu- starfsemi í Reykjavík. Ég hlakka til að vinna með félögum mínum að þeim áhugaverðu um- bótum sem framundan eru í þjónustu hinna kjörnu fulltrúa við um- bjóðendur sína, borgar- búa alla. Ég vil að á næstu fjórum árum verði samskonar umbætur og breyt- ingar í grunnskólunum og borgarþú- ar hafa fundið í leikskólamálum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Ég vil að hér risi tónlistar- og ráð- stefnuhús við gamla miðbæinn. Bygging þess og nýs stórhótels get- ur orðið upphafið að nýrri og öflugri sókn í atvinnumálum Reykvíkinga, og upphaf mikilla fjárfestinga við höfnina og í miðborginni. Ég vil að við ljúkum hreinsun strandlengjunnar og staðfestum það verk með því að opna ylströnd með baðaðstöðu fyrir borgarbúa í Naut- hólsvík. Að loknu þessu verki, sem líta má á sem framlag okkar til að bæta umhverfi upprennandi kynslóða, verður holræsagjaldið lækkað þannig að það standi einung- is undir rekstri fráveitunnar. Ég vil að borgarbúar njóti nýrra útisvistarsvæða við Esjuna, í Hvammsvík og á hinni fógru strönd Kjalarness. Um leið höldum við áfram að bæta næsta umhverfí okk- ar með göngubrúm, stígum, púttvöll- um og boltavöllum. Ég vil gera það að forgangsmáli gagnvart ríkisstjórninni að Sunda- braut verði lögð og ný samgöngu- mannvirki byggð til að greiða fyrir umferð í Grafarvogi, Árbæ, Selási og Breiðholti. Reykjavíkurborg stendur sterkt og getur gripið góð tækifæri þegar þau gefast. Þetta sýndum við á kjörtímabilinu þegar ráðist var í smíði raforkuvers á Nesjavöllum sem byggt er 800 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Þessi fram- kvæmd gefur okkur möguleika á að halda áfram lækkun orkugjalda til hagsbóta fyrir fjölskyldur og fyrir- tæki. Hún leggur um leið nýjan grunn undir öfluga atvinnustarfsemi á Reykjavíkursvæðinu. Kjörorð Reykjavíkurlistans í þess- um kosningum - tii hamingju í Reykjavík er til þess ætlað að beina sjónum okkar að inntaki allrar stjórnmálabaráttu. Það er okkar verk að gera tillögur um það hvemig best megi skapa skilyrði til aukins þroska og hamingju allra í borginni. Um það snúast hugsjónir okkar, að því vill okkar fólk vinna með borgar- búum og í það verk göngum við af tilfinningahita: Til hamingju á kjör- degi! Höfundur er borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ráðstefna um markmið og þjónustu AA-samtaka AA-SAMTÖKIN á íslandi héldu 16. maí sl. 19. landsþjónusturáðstefnu sína á Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu 93 AA-félagar víðsvegar að af landinu. Unnið var í vinnuhópum með verkefnin: Markmið AA-samtakanna (í þjóðfélaginu), Þjónusta innan AA, AA-deildin og erfðavenjurnar, Kynn- ingar- og útgáfustarfsemi AA-sam- takanna og Málefna- og dagskrár- nefnd. Á íslandi í dag eru starfandi 277 AA-deildir ásamt 18 ís- lenskumælandi deildum starfandi er- lendis. í Reykjavík em 134 deildir, hver þessara deilda heldur einn fund á viku. Þá vom í boði AA-samtakanna tveir Færeyingar en AA-samtökin þar em í örum vexti. 1982 var fyrsta AA-deildin stofnuð í Fuglafirði af tveimur Færeyingum sem höfðu ver- ið í áfengismeðferð á íslandi. í dag eru starfandi 22 deildir í Færeyjum þar af 10 í Þórshöfn. Sj álfstæðisflokkurinn er traustsins verður í DAG er Reykvík- ingum gert að velja. Þeir era krafðir sagna um hvað skal verða um borgina næstu fjögur ár. Við metum fyrri störf þeirra flokka sem í framboði eru og spyrj- um um orð og efndir. Við skoðum einnig ólík- ar áherslur fram- boðanna og metum trúverðugleika þeirra flokka og frambjóðenda sem óska eftir stuðningi kjósenda. Traustur hópur og skýr stefna Stefna mín er skýr. Hún felur m.a. í sér lækkun skatta, framsækna fjölskyldustefnu, ábyrga fjármálastjóm, áherslu á öflugt skólastarf og kröftuga sókn í íbúða- og atvinnuþróun borgarinn- ar. Umfram allt verður að snúa frá þeirri stöðnun sem ríkt hefur í borginni undanfarin fjögur ár og tryggja að Reykjavík verði einstak- lingum, fjölskyldum og fyrirtækjum borg tækifæranna. Við vitum að velji borgarbúar þessa stefnu mun framtíðin í borginni verða björt. Við höfum einnig teflt fram í þessari kosningabaráttu öflugum og samstiOtum hópi frambjóðenda. Sá hópur er traustsins verður og mun sem heild vinna að málefnum borg- arinnar af heiðarleika og ábyrgð eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert í gegnum tíðina. Borgarbúar hafa getað treyst orðum okkar. Sem kjörnir fulltrúar borgarbúa höfum við talið það skyldu okkar og þannig munum við áfram starfa. Spyrjum um efndir loforða Undanfarin fjögur ár hefur R- listinn stýrt borginni. Hann gengur nú á fund kjósenda með sjálfshólið eitt í farteskinu. Fjög- urra ára gömul loforð hans era enn óefnd og borgin er að staðna. Eftir stendur R-listinn, hugsjónalítill, hlaðinn hentistefnu og hefur það markmið eitt að halda völdum. Hópur- inn að baki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur virðist hafa þann áhuga einan á borginni að góð staða þar geti hjálpað þeim við að ná óskyld- um markmiðum í landsmálum. Málefnin eru því vandlega falin fyrir kjósendum. Ég hef starfað í 12 ár að hags- munamálum ykkar borgarbúa. Eg veit sjálfur hverju vandaður mál- flutningur sérhvers borgarfulltrúa í meirihluta fær áorkað. Það er því alvarleg blekking R-listans að fela aðra frambjóðendur en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir kjósend- um. R-listinn ætlast til þess að kjós- endur geri upp hug sinn án þess að kynna fyrir þeim mennina eða málefnin. Slík vinnubrögð eru van- mat á dómgreind kjósenda í Reykjavík. Stuðningsmenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks eiga ekki samleið með R-listanum R-listinn vanmetur ekki einungis dómgreind borgarbúa heldur gefur hann flokkunum fjóram sem upp- haflega stóðu að framboðinu fyrir fjóram áram langt nef. R-listinn býður nú fram sem sjálfstætt afl en hann var síðast borinn upp af Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Kvennalista. Komið hefur I ljós að flokksmenn þeirra eiga margir í erfiðleikum með að kjósa R-listann. Þetta á ekki síst við um alþýðu- flokksmenn, sem engan fram- bjóðanda eiga á R-listanum. Nú þegar hefur komið í ljós að virtir alþýðuflokksmenn eru að segja sig úr flokki sínum og ætla að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði. Auk þess bendir allt til að atkvæði kjó- senda Framsóknarflokksins í borg- arstjórnarkosningum verði beinlínis notuð til þess að draga úr áhrifum flokksins næsta vetur þegar framsóknarmenn mega búa sig unrk ir harða samkeppni við A-flokkana í komandi kosningabaráttu á landsvísu. Tvísýn barátta Baráttan um borgina er tvísýn. Hún er um leið sú mikilvægasta R-listinn ætlast til þess, segir Arni Sigfús- son, að kjósendur geri upp hug sinn án þess að kynna fyrir þeim mennina eða málefnin, - sem við höfum háð lengi. Þessar kosningar snúast um það hvaða hópi einstaklinga við treystum til að fara með málefni borgarinnar. Um leið og ég hvet ykkur öll til að nýta kosningaréttinn, bið ég ykkur um þann stuðning sem nauðsynleg- ur er til að D-listi sjálfstæðismanna sigri í dag og við getum saman hafið öfluga uppbyggingu til framtíðar í borginni okkar. Ég hef sagt að ég sé reiðubúinn að leggja pólitíska framy tíð míná að veði í þessari baráttu. Ég ætla að standa eða falla með sannfæringu minni. Kostirnir era skýrir. Höfundur er 1. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík. Árni Sigfússon Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lengi notið trausts fylgis í Hafn- arfirði. Á árunum 1962-1986 var hann lengst af forystuafl í bæjarstjórn eða hátt í aldarfjórðung í góðri samvinnu við fulltrúa Óháðra borgara. Á þessum árum tók Hafnarfjörður miklum stakkaskiptum. íbúa- tala nær tvöfaldaðist, heilu íbúðar- og at- vinnuhverfin risu af granni, hitaveita var lögð í bæinn, nær allar götur lagðar malbiki, skólar og dagheimili byggð sem og íbúðir fyrir aldraða og öryrkja, brotið blað í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og sú stefna mörkuð, að íþróttafélögin skyldu eiga og reka sín íþróttasvæði með stuðn- ingi bæjarins, hafin bygging sund- laugar í suðurbæ, ráðist í miklar framkvæmdir í suðurhöfninni, starfsemi Hafnarborgar hafin, átak gert í fegran bæjarins og margt fleira, sem of langt yrði hér upp að telja. Á sama tíma var fjárhagsstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar mjög sterk. Utsvör og fasteignagjöld voru þau lægstu, sem þekktust hjá sambærilegum sveitarfélögum. Samt vora skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í ársbyrjun 1986 aðeins um 60 milljónir króna, sem framreiknaðar til dagsins í dag eru rúmar 200 milljón- ir króna. Nú munu skuldirnar vera komn- ar hátt í 5.000 milljón- ir króna. Það skiptir íbúana miklu máli hverjir skipa bæjarstjórn á hverjum tíma og ekki síst hverjir hafa þar forystu. Framundan eru margvísleg verk- efni á sviði fram- kvæmda og þjónustu og síðast en ekki síst að reisa við mjög erf- iðan fjárhag bæjar- sjóðs. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lengi verið og er kjölfestan í íslenskum stjórnmálum, jafnt í landsmálum sem í sveitarstjórnum. Hafnfirskir sjálfstæðismenn vísa til stefnu Sjálfstæðisflokkurinn * hefur lengi verið og er kjölfestan í íslenskum stjórnmál- um, segir Árni Grétar Finnsson, jafnt í landsmálum sem í sveitarstjórnum. sinnar og verka og vænta því stuðnings Hafnfirðinga í komandi bæjarstjórnarkosningum og sanlú starfs um uppbyggingu byggðar- lagsins. Höfundur er fyrrverandi oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir —----------------------------------=i. Árni Grétar Finnssou
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.