Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 58

Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 58
58 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 **---------------------- MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR ‘98 Spurt um siðferði MÉR er tregt tungu að hræra, svo mjög hef- ur reynsla síðustu vikna sært trú mína á siðferði samfélagsins sem ég bý í. Reynslan er einkar þungbær vegna þess að eitt þeiiTa mála sem hafa lýst upp baksviðið og opinberað vinnu- brögð fólks sem ég taldi virðingar vert er mér nátengt. Ég hef neyðst ,tjl.þess að horfast í augu við það að sannleikurinn er léttvægur fundinn en rangfærslur og beinar lygar helgaðar sem meðöl ef tilgangurinn er að endurheimta glötuð völd. Ég hef fylgst náið með aðfórinni að syni mínum Hrannari Birni Arn- arssyni og fjölskylduvini okkar Helga Hjörvar. Ég hef ákveðið að segja lesendum frá nokkrum þeirra púslubrota sem til mín hafa ratað og raðast upp í mynd af skipulagðri til- raun Sjáflstæðisflokksins til mann- orðsmorða í þeim tilgangi að ná völd- um í Reykjavík. Púsluspilið •k' í mars sl. frétti ég úr tveimur ólíkum áttum að fyrrverandi borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sveinn Andri Sveinsson lögfræðing- ur, væri að afla upplýsinga um fjár- mál Hrannars og Helga hjá opin- bei-um embættum og lögfræðing- um. Nokkru síðar voru þær fregnir látnar berast Hrannari að á fundi frambjóðenda D-listans hefði verið ákveðið að fara í aðgerð til að sverta myndina af þeim félögum. Heimild- j&Hrannars sögðu líka að einhverjir frambjóðendanna hefðu mótmælt þessari fyrirætlan. Þeirra viðvaran- ir máttu sín einskis. Nafnlausir pappírar settir í umferð I framhaldi af þessu fóru okkur að berast fregnir af einstakling- um sem gengju um borgina og sýndu fólki pappíra með margvís- legum ávirðingum á Hrannar og Helga. Ægði þar saman upp- lýsingum frá aðilunum sem Sveinn Andri hafði leitað til, rangtúlkunum á staðreyndum og bein- um lygum. Enginn var skrifaður fyrir þessum pappírum og þeir sem látnir voru lesa fengu ekki að taka með sér eintak, bara skoða. Þannig gekk þetta fyi-stu vikur „aðgerðar- innar“. Smátt og smátt fóru ein- staka efnisþættir ávirðinganna að berast okkur í fjölskyldunni. Mér varð þá Ijóst að í þessari aðgerð var einskis sviflst til þess að teikna upp mynd af syni mínum sem er í eðli sínu andstæðan við þann mann sem ég hef þekkt í 30 ár. Loks kom að því að skrifstofu Reykjavíkurlistans bárust eintök af óhróðursblöðunum. Sum þeirra höfðu þá legið hjá ein- hverjum fjölmiðlum án þess þeir teldu það hald i þeim að réttlætan- legt væri að taka til umfjöllunar, enda nafnlaus og enginn tiltækur talsmaður „upplýsinganna". Þolin- mæði þeirra sem stóðu að að- gerðinni virðist þarna hafa brostið, því í sömu vikunni og pappírarnir komust í hendur Reykjavíkur- listafólks, þ. á m. eitt skjal með net- fangi núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Jóhanns Birgissonar, opnuðu tveir lítt þekktir en nafngreindir einstak- lingar heimasíðu á netinu með „upp- lýsingunum". Þar með var búið að sprengja umfjöllunarefnið inn í fjölmiðlana og gefa út veiðileyfi á frambjóðendurna. Torti-yggninni var rækilega sáð, aðgerðarhluta A lokið og komið að því að fylgja mál- inu eftir á opinberum vettvangi - aðgerðarhluta B. Aðgerðarhluti Lögmálið úr sögunni um fjöðrina sem varð að fimm hænum virkaði vel í aðgerðarhluta B. í Morgun- blaðinu í dag, 21. maí, les ég að son- ur minn hafi hvorki meira né minna en fimmtán gjaldþrot á samvisk- unni! Þau voru þó lengst af bara fimm samkvæmt „hinum grjóthörðu staðreyndum". Sannleikurinn er hins vegar sá að Hrannar er ábyrg- ur fyrir gjaldþroti eins fyrirtækis, þar sem samþykktar kröfur voru um hálf milljón en náði nauðasamn- ingum og afstýrði þannig gjaldþroti íyrirtækisins Arnarsson og Hjörvar og eigin bús. Gróa á Leiti vann meistaraverk með dyggri aðstoð fjölmiðla og vaskra „tengiliða milli stjómmála og fjölmiðla". Hún er merkileg frásögnin á bls. 14 í Morg- unblaðinu 21. maí af viðvikum Magnúsar Óskarssonar, fyrrum virðulegs borgarlögmanns. Eitt- hvað lítilsháttar vildi þessi aðdáandi og vinur Davíðs Oddssonar leggja fyrrum starfsmönnum Hrannars lið ef þeir teldu sig eiga sökött við hann. Samskiptin í borgarsamfélagi okkar eru sannarlega orðin flókin þegar þarf heilan hæstaréttarlög- mann til þess að útvega „netfang ritstjórnar Morgunblaðsins"! Sannleiksþjónandi netverjar? Netverjarnir tveir, Hlynur Jón og Gísli Björnsson, sem settu nöfn sín á heimasíðuna frægu „Sam- visku“ segjast hafa unnið hjá fyrr- um fyrirtæki Hrannars og Helga. Hlynur Jón segist aldrei hafa Kristfn Á. Ólafsdóttir kvittað fyrir neinar launagreiðslur „enda allt unnið svart“. Þetta full- yrðir hann þrátt fyrir að sjónvarps- stöð hafi sýnt á skjánum undirskrift hans sjálfs fýrir móttöku greiðslna frá Arnarssyni og Hjörvar. Gísli Bjömsson sagði í símtali við Hrann- ar, skömmu eftir að hann opnaði heimasíðuna, að hann hefði unnið hjá fyrirtæki þeirra Helga í bílskúr í austurbænum haustið 1988. Haustið 1988 var Hrannar við nám í Svíþjóð, fyrirtæki þeirra Helga ekki orðið til og þeir hafa aldrei rekið starfsemi í bílskúr. Hvorugur þeirra Ég hef ákveðið að segja lesendum frá nokkrum þeirra púslubrota sem til mín hafa ratað, segir Kristín Á. Ólafsdóttir, og raðast upp í mynd af skipulagðri tilraun Sjálfstæðisflokksins til mannorðsmorða í þeim tilgangi að ná völdum í Reykjavík. man eftir að hafa séð þennan „starfsmann" og engin gögn hafa fundist um störf hans hjá fyrirtæki þeirra. Árni Sigfússon borgar- stjóraframbjóðandi upplýsti hins vegar aðspurður í beinni útvarps- sendingu að hann kannaðist við Gísla Björnsson, hefði setið með honum „ásamt fleira góðu fólki“ fundi um fíkniefnavandann. Ég læt þessi púsl nægja þó fleiri séu tiltæk. Sum þeirra hafa komið frá grand- vöru sjálfstæðisfólki sem hafði óbeit á aðferðunum. Langstærstur hluti fylgjenda Sjálfstæðisflokksins er ærlegt fólk sem vill virða siðlegar reglur Iýðræðisríkis. Það fólk hefur ímigust á vinnubrögðum flokks- manna sinna í Reykjavík. Líðum ekki vinnubrögðin Ég skal ekki hafa mörg orð um líðan þeirra sem fyrir þessu urðu eða nánustu ástvina þeirra. Og ég óska þess ekki að þeir sem að þessu stóðu þurfi að reyna það á eigin ski-okki til þess að skilja. Ég bið þess að mitt fólk missi aldrei svo sjónar á siðgæðisvitanum að það leyfi sér þvílík verk. Það er fráleitt að reyna að réttlæta aðgerð sem þessa með því að segja „en svona er nú pólitíkin". Engum á að líðast það að eyðileggja lýðræðið með því að setja á það níðingsbrag. Mér er sárt um mannorð sonar míns og vinar okkar Helga Hjörvar. Hrannar hef- ur ævinlega verið stolt mitt, ekki síst nú þegar hann virðist ætla að koma heill á sálinni úr grjótkastinu án þess að missa sjónar á raunveru- legum mannlegum verðmætum. Hann hefur vissulega gert sín mistök í lífinu. Rót þeirra held ég að hafi helst verið ofurbjartsýni og hrekkleysi. Hann hafi ekki alltaf áttað sig á að „heimsins grjót svo hart og sárt“ væri honum nærri. En hann hefur verið maður til þess að takast á við vandamálin. Þeir Helgi hafa þurft að súpa biturt seyði af því að færast of mikið í fang fyrir bráð- um áratug, þegar þeir töldu að íyrir- tæki gæti staðið undir sér með sölu íslendingasagna, ljóða Jónasar Hall- grímssonar og Mannkynssögu AB. Mér þætti það áfall fyrir Reykvík- inga ef Sjálfstæðisflokkurinn næði völdum í Reykjavík eftir að hafa háð jafn mannfjandsamlega kosninga- baráttu og hann hefur gert. Erfiðast yrði þó að sætta sig við það til lang- frama ef vinnubrögð eins og þau sem við höfum orðið vitni að verða tekin góð og gild í samfélagi okkar. Hvar er þá komið siðferði okkar? Þjóðin hafnaði ófrægingarherferð í síðustu forsetakosningum. Það styrkir þá von að meirihluti Reykvíkinga eigi hjarta og heila sem sjá í gegnum gerningaveður. Höfundur er fv. borgarfulltrúi og móðir Hrannars Bjöms Arnarsson- ar. Eru kjósend ur fífl? Stjórnmálamenn í Hafnarfirði hafa litla trú á kjósendum. Þeir halda að kjósendur •jéu sem leiðitöm hjörð sauða sem láti bjóða sér hvað sem er. I framboði er fólk sem getur varla beðið eftir að komast höndum yf- ir óþrjótandi fjársjóði bæjarins. En það eru allir svo æstir í að komast til valda að menn (og konur) geta ekki starfað saman innan flokkanna. Allir flokkamir hér í Hafn- arfirði eru klofnir nema Framsóknarflokkurinn, sem sök- um smæðar sinnar á erfitt með að ifibfna! Ringulreiðin í stjórnmál- unum er yfirþyrmandi og verður kannski best lýst með orðum ungs krata í Firðinum, Ófeigs Friðrikssonar, að Hafnarfjörður væri eins og „litla Italía“! Því miður eru þetta orð að sönnu. Menn hafa beitt bolabrögðum til að komast að kjötkötlunum, flokkar hafa klofnað og dæmdir glæpamenn hafa komist til valda. I stjómartíð kratanna hefur orðið mikil uppbygging í Hafnarfirði, um það deilir enginn, en upp- Aj'ggingin hefur hins vegar orðið meiri en fólk kærir sig um. Versl- unarmiðstöð var reist þótt meira en helmingur bæjarbúa væri því andvígur. Þessi Kleina Hafnar- fjarðar hefur aldrei verið og mun aldrei verða neitt meira en draugaborg, sem gerir ekkert pnað en að sökkva Hafnarfirði dýpra í skuldafenið. Þegar Magnúsarnir tveir (Gunnarsson og Árnason) komust svo til valda vora þeir of uppteknir af því að draga upp skítugar staðreyndir úr valdatíð kratanna, að þeir gleymdu að stýra bænum. Jóhann Bergþórsson sprengdi svo meirihlutann þeg- ar hann fékk ekki bæjarverkfræðings- stöðuna sem búið var Sveinn B. að lofa honum. Nú er Þórarinsson svo komið að þessir sömu menn og hafa stjórnað þess- um skrípaleik biðla til ykkar, kjó- senda í Hafnarfirði, og biðja um traust til að stjórna bænum aftur. Guðmundur Árni, sá hinn sami og Tón-listinn, segir Sveinn B. Þórarinsson, er nýtt afl í Hafnarfirði. byggði Kleinuna (þ.e. Miðbæ eða Fjörð) stjórnar krötunum á bak við tjöldin með því að setja kon- una sína í framboð. Jóhann Bergþórsson, sem dæmdur var fyrir að standa ekki skil á virðis- aukaskatti, stendur að baki fram- boði Hafnarfjarðarlistans. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem gat ekki stjórnað bænum í fimm mínútur, seinast þegar hann fékk færi til, biður um annað tækifæri. Fjarð- arlistinn, sem sparkaði Magnúsi Jóni Árnasyni, segist vera „enn betri saman“. Framsókn, sem hefur ekki sést í Hafnarfirði í 30 ár, ætlar svo að redda málunum með andalækni í 2. sæti. Að sönnu er þörf hjálpar hins yfirskilvitlega til að bjarga fjármálunum í Hafn- arfirði! Hafnfirðingar! Treystið þið þessum flokkum? Treystið þið fólki, sem getur ekki einu sinni starfað saman innan flokkanna, til að vinna saman í bæjarstjórn? Tón-listinn er nýtt afl í Hafnarf- irði. Ungt og frískt fólk sem hyggst vinna gegn þeirri spillingu og óráðsíu sem ríkt hefur í Hafn- arfirði. Meðal þeirra úrræða sem Tón-listinn hyggst grípa til, kom- ist hann til valda, er að fá Keikó í Fjörðinn. Þannig skapist miklar tekjur vegna gífurlegs ferða- mannastraums. Tón-listafólk vill fleiri flotkvíar í höfnina. Tón- listamenn vilja innlima Álftanes í Hafnarfjörð til að fá meira bygg- ingarland. Það þekkja allir Hafn- firðingar, sem þurfa að sækja til Reykjavíkur, hversu langan tíma tekur að komast í gegnum Garða- bæ. Tón-listinn mun beita sér fyr- ir því að malbikað verði yfir Gbæ og búin til bílastæði fyrir Hafn- firðinga. Margar fleiri góðar hug- myndir brenna á Tón-listafólki. En aðalatriðið er að hrista þarf upp í pólitíkinni í Hafnarfirði. Það þarf að sýna þessum körlum að þeir komist ekki upp með hvað sem er, að kjósendum sé ekki sama. Það þarf að sýna stjórn- málamönnum í Hafnarfirði að kjósendur séu ekki fífl! x-I fyrir Tón-listann. Höfundur er nemi í húsgagnasmiði og stuðningsmaður Tón-listans í Hafnarfirði. Fátækra- gildruna burt! FYRIR mörgum vefst hvers vegna Launalistinn er að bjóða fram í borg- arstjómarkosningunum. Af hverju kýs þetta fólk bara ekki sinn sinn stóra glæsilega R-lista sælt og ánægt eins og flestir aðr- ir þar á bæ hljóta að vera í dag, spyrja margir. Við þessu er ekki til annað svar en það að við sem stöndum að Launa- listanum erum fólk sem er þeirrar skoðunar að félagslegra áherslna gæti ekki nægjanlega hjá R- listanum. Að það sé ekki í Magnús H. lagi að slátra leiguíbúð- Skarphéðinsson um Reykjavíkurborgar eins og ekk- ert sé og stofna utanum það hlutafélag sem heitir „Félagsíbúðir hf.“ og á að standa undir sér peninga- lega. Við erum þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg geti ekki og eigi ekki að læðast undan framfærslu- skyldu sinni við fátækari hluta íbúanna með einhveiju „bókhalds- fiffi“ eins og gert er með þessu. Megum við kannski búast við að sjá á næsta lqörtímabili ný fyrirtæki hjá Reykjavíkurborg eins og t.d. Öldrun- arþjónustu hf., eða Heimahjúkrun hf.? Það væri rökrétt framhald af Félagsibúðum hf. Við erum líka þeirrar skoðunar að það er ekkert sjálfsagt mál að 7 til 10% þegna borgarinnar séu og eigi að vera fastir í fátækragildrunni sem svo er kölluð. Það er yfirleitt fjölskyldu- fólk sem hefur mjög lágar tekjur og getur sér nánast enga björg veitt fyrst og fremst vegna lágra tekna. Þetta er landlægur ósómi sem allir siðmenntaðir menn verða að horfast í augu við. Þessvegna erum við þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að taka frumkvæði í því að hækka einhliða lægstu laun hjá borgar- starfsmönnum upp í 80 þúsund krónur á mánuði strax sem byijunarað- gerð í að losa þetta fólk úr þeirri gildru fátæktar og peningaleysis sem þjóðfélagið hefur boðið því upp á. Það hefur verið stefna allra stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í ára- tugi að laga þetta ófremdarástand, en allt kemur fyrir ekki. Alltaf er þetta fólk skilið eftir á algerlega óviðunandi launum að öllum samningum loknum. Þess vegna er eina leiðin að skera þessa fátækt neðanaf launastigunum eins og Roosevelt forseti gerði forð- um með lagaboði um lægstu laun. En það var einmitt sú tillaga sem þing- Reykj avíkurborg getur ekki, segir Magnús H. Skarp- héðinsson, læðst undan framfærslu- skyldu sinni við fátæk- ari hluta íbúanna. maðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir flutti á Alþingi 1987. Þá var nú hægt að hækka lægstu launin. Hvað hefur breyst síðan þá, kæra Ingi- björg? Höfundur er skólastjóri Sálar- rannsóknarskólans og í 1. sæti Launalistans í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.