Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KOSNINGAR ’98
Nýju fötin
keisarans
ER vorsólin búin að
eyða langtímaminni
Reykvíkinga um þær
aðgerðir sem dunið
hafa á Reykvíkingum á
þessu kjörtímabili?
Ætla t.d. íbúðareigend-
ur að verðlauna þetta
fólk í forystu borgar-
mála sem búið er að
,4ækka álögur um 26%
á fasteignagjöldum
með svokölluðu hol-
ræsagjaldi? Það þýðir
heil fasteignagjöld í
viðbót við þau fern sem
þið greidduð áður. Svo
er reynt að slá ryld í
Valdimar
Þórhallsson
augu fólks og segja að „börnin eigi
ekki að borga brúsann“. í því sam-
bandi langar mig að spyrja hvort
ekki eigi bara að staðgreiða alla
hluti hjá borginni. Kannski má
íbúðareigandi sem flytur úr borg-
inni senda inn rukkun fyrir fyrr-
greindum skítaskatti sem hann
ekki nýtir. Hvað með alla leigjend-
ur sem ekkert borga? Af mörgu er
3» taka varðandi öll þau gjöld sem
dunið hafa á borgarbúum á þessu
kjörtímabili og samt virðast margir
ætla að verðlauna R-listann með
atkvæði sínu, ef marka má
skoðanakannanir.
Skipulagsmál hafa
verið í ólestri svo um
munar. Nýbyggingar
hafa aukist hjá
nágrannasveitarfélögu-
unum hér í kring. Ibú-
ar gamalla hverfa hafa
lítið verið með í ráðum
varðandi breytingar á
skipulagi eldri hverfa.
Helstu stefnumál
borgarstjórnarflokks
þyrftu að vera þessi:
Niðurfelling hol-
ræsagjalds. Lækkun á
gjaldtöku á sundstöð-
um borgarinnar og
strætisvagnafargjöldum ásamt
ýmsum öðrum þjónustugjöldum.
Einsetning allra grunnskóla
Reykjavíkur næsta vetur. Stór-
aukið öryggi hjólreiðamanna með
lagningu hjólreiðabrauta víðsvegar
um bæinn og jafnframt að aðskilja
hjólreiðamenn, gagngandi vegfar-
endur og almenna umferð svo
öryggið verði sem best tryggt.
Nú eru margir grunnskólar
borgarinnai- einsetnir. Það eitt og
sér nægir ekki, því bömin eru oft
sjálfala eftir skólatíma, nema ef
foreldrar yngri barna (sem hafa
tök á því fjárhagslega) nýta sér
heilsdagsgæslu (ekki heilsdags-
skóla). Borgaryfírvöld eru jafn-
framt í vandræðum með starfsfólk
skóla vegna breyttra aðstæðna og
hrúgað er upp á það ræstingu jafn-
hliða umönnun barna, sem tæplega
fer saman. Kennarai’ vita oft ekki
hvernig þeir eiga að nýta tíma sinn
eftir hádegi þegar kennslu er oft-
ast lokið.
Við höfum dregist aftur úr
Mörg ný gjöld hafa
verið lögð á Reykvík-
inga á síðustu fjórum
árum. Valdimar
Þórhallsson nefnir
sérstaklega margum-
rætt holræsagjald.
mörgum Evrópu- og Asíuþjóðum í
menntun barna. Því þarf skólinn að
taka sig á og koma til móts við úti-
vinnandi foreldra, þannig að hann
verði athvarf fyrir böm eftir að
skóladegi lýkur.
Kæm Reykvíkingar, hugsum vel
um framtíð bæjarfélagsins og gef-
um ekki fallkandídötum áfram-
haldandi setu. Það veldur auknum
gjöldum á okkur öll eins og reynsl-
an hefur sýnt. Skilum annaðhvort
auðu eða setjum x við betri kost-
Höfundur er verslunarmaður.
Kosningaloforð
- aldarinnar
A OPNUM fundi í
Smáraskóla sl. laugar-
dag lýsti fyrsti maður á
K-Iistanum því yfir að
það væri „augljóst að
Kópavogskaupstaður
verður að ganga til
sérkjarasamninga við
sína starfsmenn og þá
er ég að tala um
leikskólakennara og
gmnnskólakennara og
aðra starfsmenn Kópa-
vogskaupstaðar". Að-
spurður um hvað hann
teldi að þetta gæti
'ííóstað stóð hann að
vonum á gati . Að-
Gestur
Valgarðsson
spurður um hvort hann hygðist þessu
bjóða 10%, 20%, 30% eða 40 pró- bara
senta hækkun kom þetta spaklega
svar frá oddvitanum!: „Hvað okkar
Sannleikurinn er sá,
segir Gestur Valgarðs-
son, að málatilbúnaður
Flosa er í besta falli
fímmaurabrandarar og
útúrsnúningur.
íiiik viH fá til þess að það verði
ánægt kemur í ljós í þeim viðræð-
um.“ Ekki vil ég vera ósanngjarn
við Flosa, hann er samt í nógu
vondu máli að standa við orð sín ef
á reynir, og ég segi því sem svo að
starfsfólkið verði þokkalega ánægt
með 30% launahækkun. Bæjar-
starfsmennirnir era á 19. hundrað.
Ekki era allir í fullu starfi en engu
að síður má ætla að meðalárslaunin
með launatengdum gjöldum séu
um 1.200 þús. krónur. 30% af 1.200
þúsundum era krónur 360 þúsund.
3fj0.000.00 x 1800 eru krónur
0§8.000.000.00 sexhundmðátta-
tíuogáttamilljónir í launahækkun á
ári. Þessi snillingur ætlar svo að
fella niður leikskólagjöld fyrir um
70 milljónir og taka samtímis til við
að greiða niður skuldir bæjarsjóðs.
Rétt er að benda Flosa á að fyrir
þennan hluta kosningaloforða hans
hægt að greiða niður allar
núverandi skuldir
Kópavogsbæjar á 7 ár-
um eða reisa 9 full-
komna leikskóla á einu
ári. Enn einn kosturinn
væri að byggja full-
búinn 500 nemenda
skóla og svona tvo til
þrjá leikskóla árlega.
Og nú spyr ég: Á þessi
drengur erindi í
áhrifastöðu? Nei! Þeir
sem gert hafa Flosa að
átrúnaðargoði sínu, þar
á meðal heimilisköttur
K-listans, Valþór
Hlöðversson, bera það
gjarnan fyrir sig að við
sé lítið að gera: „Flosi sé nú
Flosi...“ segja þeir í afsak-
andi tón. Sannleikurinn er auðvitað
sá að málatilbúnaður Flosa er í
besta falli fimmaurabrandarar og
útúrsnúningur á kostnað góðra
verka framsóknar- og sjálfstæðis-
fólks. Það sér það hver maður að
Flosi er lítið annað en belgur undir
gömul vín krata og komma -
skemmtikraftur en ekki sveitar-
stjórnarmaður. Og ég trúi því ekki
fyrr en ég tek á því að kvennalista-
konur vilji spyrða sig við þessa
revíu. Hugmyndafræði komma og
krata er gjaldþrota og á ekkert
skylt við kröfu kvenna um fullt
jafnrétti. Jafnréttisáætlun
Framsóknarflokksins sýnir svo
ekki verður um villst að hann vill
rétt kvenna til jafns við karla. Ég
skora því á konur að kynna sér
stefnumið framsóknarflokksins í
þessum efnum. Hansína Ásta er
glæsilegur fuOtrúi þess besta sem
barátta kvenna fyrir auknum rétt-
indum hefur fært okkur.
Höfundur er 5. muður á lista X-B í
Kópavogi.
Verkalýðs-
foringjar
á erfðafestu
I NYUTGEFNU
kosningariti J-listans í
Reykjanesbæ er viðtal
við Kristján Gunnars-
son verkalýðsforingja.
Þar segir að hann telji
áratugahefð þess að
verkalýðsfélagið eigi
mann í bæjarstjórn
mjög nauðsynlega og
nefnir í því sambandi
fyrrverandi formenn
þess þá Ragnar Guð-
leifsson og Karl Stein-
ar Guðnason. Undir-
ritaður telur verkalýðs-
foringjann vera á mikl-
um vílligötum í þessu
máli eins og mörgum
öðrum.
Verkalýðsforingjar era kjörnir
til að vinna að bættum hag og laun-
Ekki getur Kristján þó
státað af því, segir
Valur Guðmundsson,
að hafa unnið að
bættum hag og laun-
um verkafólks.
um verkafólks og ef þeir leggja sig
fram við það er sh'kt ærinn starfí.
Ekki getur Kristján þó státað af
slíku því margir samningar
verkafólks sem hann hefur samið
um eru vægast sagt með miklum
eindæmum, þótt víða væri leitað.
Igulkerja-
samningarnir
Mörgum era í fersku minni
samningamir sem hann gerði við
fyrirtækið Islensk ígulker. Þar
vora fótum troðin nánast öll áunnin
réttindi verkafólks með fulltingi
Kristjáns og co. og ef fólk dirfðist
að reyna að leita réttar síns þá var
því einfaldlega gefið á kjaftinn í
orðsins fyllstu merkingu án nokk-
urra afskipta verkalýðsfélagsins þó
stuðnings væri leitað. Þó skal sagt
honum til vorkunnar að hann einn
lá ekki hundflatur fyrir þessu fyrir-
tæki heldur flestir stjómendur
bæjarfélagsins sem dekraðu við
það á alla lund. Eigendur fyrirtæk-
Valur
Guðmundsson
isins yfirgáfu síðan
byggðarlagið fyrir-
varalaust og skildu allt
eftir í rúst, ógreidd
laun, gjöld og annað.
Flugleiðasamningar
I ársbyrjun 1996
þegar Flugleiðir
ákváðu að semja ekki
aftur við flugafgreiðsl-
una um starfsemi hlað-
deildai’ heldur vinna
það sjálfir með eigin
starfsólki þá þurfti að
semja að nýju við
starfsfólkið. Þá gerði
Kristján samning fyrir
hönd verkafólks án
nokkurs samráðs við okkur sem
unnum í hlaðdeild að undanskild-
um 2 starfsmönnum. Það var ekki
fyrr en 6 mánuðum seinna með
miklum eftirgangsmunum að við
fengum að vita um hvað var eigin-
lega samið. Þá kom í ljós að Krist-
ján og félagar höfðu fórnað nán-
anst öllum áunnum réttindum okk-
ar og lækkað laun okkar veralega
og þeim okkar sem ekki sættu sig
við þessa svikasamninga vai’ ein-
faldlega sagt að hypja sig. Þess má
geta að þessir tveir vinh’ hans
fengu umbun erfiðis síns með yfir-
mannastöðu stuttu síðar. Þai-na
tókst verkalýðsforingjanum og
stjórnmálamanninum á nokkrum
vikum að brjóta niður og eyði-
leggja mjög hagstæða og viðunandi
samninga sem hafði tekið Karl
Steinar Guðnason nær 20 ár að
byggja upp. Ekki að undra þó að
hann vilji nudda sér utan í fyrrver-
andi verkalýðsforingja sem þorðu
og vildu standa fast á rétti
verkafólks við miklu erfiðari
aðstæður en nú til dags. Þessir
menn unnu flest ef ekki öll þessi
störf af hugsjón og heiðarleika án
kröfu um eitthvað sjálfum sér til
handa. Störf Kristjáns Gunnars-
sonar að verkalýðsmálum hér í bæ
eru með slíkum eindæmum að
fáheyrt er.
Vonandi skoða bæjarbúar þau
mál vel áður en þeir greiða honum
atkvæði sitt í komandi sveitar-
stj órnarkosningum.
Höfundur er verknmaður.
Kemur menningin úr steypusilóum
byggingarrisa Kópavogs?
I UMRÆÐUM sem
fram hafa farið um
málefni Kópavogs nú
fyrir kosningar hafa
menningarmál verið of-
arlega á baugi. Núver-
andi meirihluti vill
eigna sér þau og telur
sig guðföður þeirra,
eins og ekkert hafí ver-
ið að gert fyrir þeirra
tíma. Þannig er það oft
með góða hluti, flestir
vildu þá Lilju kveðið
hafa. Það er hins vegar
umhugsunarefni á
hvern hátt núverandi
meirihluti með Gunnar
I. Birgisson fremstan í
flokki sýnir þá valdníðslu að láta
bæjarsjóð greiða hluta kosninga-
baráttu sinnar, fyrst með tónleika-
haldi og síðan skrautsýningu
flokksbróður síns og formanns
flokksins þar sem flokksformaður-
inn lýsir því yfir að hér sé verið að
byggja fyrir landið. Það skil ég
reyndar vel að hann vilji taka sér í
Birna
Sigurjónsdóttir
munn því ekki hefur
hann lagt byggingu
tónlistarhúss á
landsvísu það lið sem
bragð er að. Ég bið
fólk að skilja hér kjam-
ann frá hisminu.
Nú upp á síðkastið
hefur birst auglýsing í
Sjónvarpi þar sem einn
af okkar ágætu
óperusöngvurum lofar
menningu og gatna-
kerfi bæjarins. Sú
menning sem hér um
ræðir er ekki sprottin
út úr steinsteypusíló-
um byggingarrisanna.
Nei, hún grundvallast
á því blómlega menningarlífi sem
alltaf hefur verið undirtónn þessa
byggðarlags. Hér má t.d. nefna
merkt starf tónlistarskóla Kópa-
vogs, skólahfjómsveitar Kópavogs
og barnakórs Kársnesskóla svo
nokkuð sé nefnt. Erfitt á ég einnig
með að sjá að Gerðarsafn hefði
nokkurn tíma risið ef ekki hefði
Það þarf ekki mikið að
breytast í fylgi K-list-
ans, segir Birna Sigur-
jónsdóttir, svo hann
standi uppi sem sigur-
vegari kosninganna.
komið til hin höfðinglega gjöf
Gerðar Helgadóttur, listakonu. Ég
vil hins vegar ekki hafa mörg orð
um upphrópun óperusöngvarans
um ágæti gatnakerfis okkai’, hann
er nýfluttur í bæinn og hefur
sennilega ekki náð að aka um hann
allan, síst af öllu við núverandi
aðstæður.
í blaðinu Kópavogspóstinum, 8.
tbl. ‘98, er talað um lítinn áhuga á
kosningunum. Þetta hlýtur að eiga
við D-listamenn í Kópavogi, því
ekki á það við um Kópavogslist-
ann, lista jafnaðarmanna, félags-
hyggju og kvenfrelsis, sem býður
nú fram í Kópavogi í fyrsta sinn.
Kópavogslistinn hefur margt að
athuga við verk núverandi meiri-
hluta, einkum hvað varðar
skólamál, menntamál, umhverfis-
mál og félagsmál. Listinn vill gera
Kópavog að bæ fjölskyldunnar og
fagurs umhverfis, þar sem þess
verði gætt að mannlegt líf geti
blómstrað og dafnað. Ef marka má
nýlega skoðanakönnun um fylgi
listanna virðist mikill hluta Kópa-
vogsbúa á sömu skoðun. Munurinn
sem kemur fram í könnuninni er
ekki marktækur að mati þeirra
sem til þekkja. Það þarf því ekki
mikið að breytast í fylgi K-listans
svo hann standi uppi sem sigur-
vegari kosninganna. Heitum á
okkur að láta það verða að veru-
leika í kosningunum 23. maí. Fell-
um núverandi meirihluta í bæjar-
stjórn Kópavogs. Til þeirra góðu
verka heitir listinn á fulltingi þitt
lesandi góður.
Höfundur er nðstoðarskólastjóri og
í 8. sæti á K-listanum.