Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 67

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 67*' fjölbreytni tegundanna og eflingar vistkerfanna. Sumir íslenskir stjómmálaflokkar tóku að glíma við hugtakið og tókst að lokum að snúa því upp á andskotann. Á íslensku varð sjálfbær þróun að „tæki“ til að stjóma náttúrunni. Alls staðar átti goðveran, íslandsmaðurinn, þrútin af peningahyggju að grípa inn í og stjóma eftir duttlungum sínum. Menn geta kúgað þjóðir og stjómað | fólki, breytt náttúmnni og þjösnast á henni, en þeir stjóma henni aldrei. Það gerir sívirknin. Um svipað leyti varð til hugtakið „endumýjanleg orka“. Vindur og vatn em endumýjanlegir orkugjaf- ar, það er óumdeilt. En sleggjusláttur Halldórs um að nýta endumýjanlega orkugjafa landsins er mikið klámhögg vegna „sóunar auðlinda sem eyðast og koma aldrei aftur“ svo notuð séu hans eigin orð. Virkjun sem spillir náttúmgæðum hvað þá náttúragersemum byggir ekki á sjálfbærri þróun og endur- nýjanleg orka verður umhverfisslys þegar við hana klístrast stórkostleg náttúmspjöll og mengandi stóriðja. í yfirvofandi þjóðarharmleik er margt að óttast. Svo dæmi sé tekið af risaálveri á Reyðarfirði myndi það ekki aðeins taka til sín allt vatnasvið stórfljótanna á Norðaust- urlandi þegar fram í sækir, breyta vatnafari ánna og hafa þar að auld áhrif á náttúrugersemar í Kreppu- tungu, í lindum Herðubreiðar og Hólmatungum og síðast en ekki síst makalausustu fossaröð í Evrópu þar sem Selfoss, Hafragilsfoss og sjálf- ur jötunninn Dettifoss falla. í Fljótsdal þornar fjöldi fossa, Dimmugljúfur, mestu gljúfur lands- ins, fyllast, helsta gróðurlendið austan Jökulsár á Fjöllum, Arnar- dalur, hverfur undir lón. Eyjabakk- ar, þar sem þúsundir heiðagæsa fella flugfjaðrir síðsumars en hreindýr prýða stóran hluta árs, I hverfa og stærsta villta víðerni í Evrópu eyðileggst; víðemi sem ætti að vera þjóðgarður um aldur og ævi ef hér ríkti lýðræði og náttúmvemd sem væri þjóðinni til sóma. Þetta eru aðeins nokkur en hörmuleg dæmi um „sóun auðlinda sem eyð- ast og koma aldrei aftur“. Og aftur til ræðu Halldórs: „Alþjóðlegur árangur í umhverfis- vemd er ekki síst undir því kominn að þjóðir finni leiðir sem sýna með afgerandi hætti að í sjálfbærri þróun og skynsamlegri nýtingu felist ekki fórn, heldur efnahagsleg- ur ávinningur. Þar verður at- vinnulífið að vera í fararbroddi." Skynsemi minni era takmörk sett og þó miklu fremur gáfum og þekk- ingu en eitthvað segir mér að í þess- ari umhverfisstefnu leynist kjarni málsins loksins laus við tvískinn- ung: Atvinnulífið og fyrirfram ákveðinn efnahagslegur ávinningur er gmndvöllur náttúrufóma. Sé þetta rétt þá stýra vangaveltur um hagkerfið og fullkomin óskhyggja um gróða afstöðu rfldsstjórnar Is- lands til náttúmfórna og „sjálf- bærrar þróunar". Náttúmskaði er einskis metinn. Til stendur að byggja hús og lóð vantar. Þess vegna sprengjum við Þjóðminjasafn íslands, Dómkirkjuna í Reykjavík eða Þjóðarbókhlöðu í loft upp, jöfn- um hauginn við jörðu og byggjum svo. Okkur bráðvantar lóð. Halldór Ásgrímsson er sá for- ystumaður í ríkisstjóm Islands þeg- ar frá er talinn iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, sem lengst hefur gengið í því að níða niður og út- hrópa náttúmverndara, ekki síst þá sem taka afstöðu gegn stóriðju, mengun og loftslagsbreytingum. Á sama tíma heldur hann ræður og segir: )rAð sjálfsögðu ber að taka mikið tillit til náttúmvemdar." Þetta er dularfyllsta tvöfeldni Framsóknarflokksins og mér gjör- samlega óskiljanleg, enda margt sem ég skil ekki í stóriðjuhörku, til- litsleysi og yfirgangi forystu þess flokks gagnvart náttúm og almenn- ingi. Óll hálendisfrumvörpin á Alþingi em fyrst og fremst samin og þving- uð fram fyrir stóriðju og námugröft á hálendi íslands. Kjami þeirra er: Miðstýring með skýru eignarhaldi. Til þessa hefur miðhálendið verið frumburðarréttur sérhvers íslend- ings. Hann verður afnuminn. Land- ið fær aðra ímynd og merkingu og þjóðin verður önnur en hingað til. Hún mun lengi minnast þeirra manna og flokka er afnema frum- burðarréttinn; dýmstu málefni sér- hvers manns. Hún mun dæma hart og deila af heift um landráð og um- hverfisglæpi. Látum þann harmleik ekki henda íslenska þjóð. Heimildir: „Energy Futures 1998“. Útg. The National Resource Defense Council and Uncommon Sense Inc. 1998 www.nrdc.org Gradel & Crutzen. Atmosphere, Climate and Change. ScL Am. Library. 1995 Halldór Ás- grímsson. „Auðlindanýting og umhverfisvemd í alþjóðlegu samhengi“. Ræða flutt á fundi VSÍ 7. maí 1998 Ármúla 13- Sími 575 1220 • Skiptlborð 575 1200 - Fax 568 3818 Verð aðeins frá kr. 1.235.314 HYunom - til frumtióar NÝR SENDIBÍLL Höfundur er náttúrufræðingur 'aiSKt ex heiíir jf f oúum oroo/oum í hverjum Delser pakka eru 8 mirmi pakkar í loftþéttum umbúðum. Þannig færðu alltaf ferskt, stökkt og brakandi kex þegar þig langar f gott saltkex. Ós saltaó ftalir koma til móts við þá sem kjósa saltíaust kex en vilja hafa það stökkt og bragðgott. Kryddaða kexið frá Delser er alveg sérlega ítalskt. Ólívu- og rósmarín kryddið gefur kexinu og uppáhaldsálegginu þínu alveg einstakt bragð. ítalska bragðið nýtur sfn einnig eitt og sér í stökku kexinu. JjöllreijH ej jersli — leint jrá óftalíu Framleitt á ftalíu. Drelfing Kexverksmiöjan 'trön.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.