Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ATVI NNU AUGLÝSINGAR
Heilsugæslustöðin Sólvangi
Hafnaifirði
Læknaritari
Læknaritari óskast til sumarafleysinga við
Heilsugæslustöðina Sólvangi sem fyrst.
Æskilegt er að umsækjandi hafi löggildingu
sem læknaritari og nokkra reynslu af tölvu-
vinnslu. Umsóknir berist sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
í síma 565 2600.
Laus skólastjórastaða
Við Grunnskólann í Mjóafjarðarhreppi er laus
til umsóknar staða skólastjóra frá og með
1. ágúst nk. með umsóknarfresti til 8. júní
1998.
Nánari upplýsingarveitirskólastjóri, Helga
Erlendsdóttir, í síma 476 0002.
Skólanefnd.
„Au pair"
í Luxemburg
Reglusöm stúlka óskast til að gæta tveggja
barna (3ja og 1 árs) og aðstoða við heimilisstörf
frá byrjun júní 1998. Þarf helst að vera 20 ára
eða eldri, sjálfstæð, með einhverja ensku- eða
þýskukunnáttu og ökuleyfi.
Uppl. gefur Stella Jóhannesdóttir í s. 553 3984.
Fasteignasala
— samningamaður
Umsvifamikil og traustfasteignasala óskar
eftir starfsmanni til að annast kaupsamnings-,
afsalsgerð o.fl. Æskilegt er að umsækjandi sé
lögfræðingurað mennteða hafi mikla reynslu
af samningagerð á fasteignasölu. Hugsanlegt
er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt sam-
hliða starfinu.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
28. maí, merktar: „F — 4756"
F élagsmálastofnun
Reykjavíkurborgai
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
— sóknarfólk
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga
á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði, Snorra-
braut 58, Reykjavík.
Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga
á dagvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir.
Sjúkraliðar og Sóknarfólk (með 100 st. nám-
skeið) óskast til sumarafleysinga við aðhlynn-
ingu.
Nánari upplýsingargefurforstöðumaður Ingi-
björg Bernhöft í síma 552 5811.
AOAUGLYSIIMGA
YMISLEGT
TIL 5GLU
Sýning Bjarna í Eden,
Hveragerði
Bjarni Jónsson listmálari sýnir litlar olíu- og
vatnslitamyndir dagana 18. maí til 1. júní.
Margar myndanna eru heimildamyndir um
íslenskt þjóðlíf til sjós og lands.
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarbraut
36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Breiðabólstaður 1, Steinstún, þingl. eig. Jón Halldór Malmquist og
ÞórhallurTrausti Steinsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar, fimmtudaginn 28. mai 1998 kl. 13.50.
Hof 1, Austurhús, þingl. eig. Ari Sigjón Magnússon, gerðarbeiðendur
Byggðastofnun og Landsbanki íslands, Hornafirði, ftmmtudaginn
28. maí 1998 kl. 14.30.
Hólabrekka, þingl. eig. Ari Guðni Hannesson og Anna Egilsdóttir,
gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunarog Lánasjóður
landbúnaðarins, fimmtudaginn 28. maí 1998 kl. 15.30.
Lambleiksstaðir, þingl. eig. Eyjólfur Kristjónsson, Sigrún Harpa Eiðs-
dóttir og Svanur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús-
næðisstofnunar, fimmtudaginn 28. maí 1998 kl. 13.40.
Tjarnarbrú 20, þingl. eig. Guðjón Benediktsson, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins og Húsbréfad. Húsnæðisst., fimmtudaginn 28.
maí 1998 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn á Höfn,
22. maí 1998.
TILKYNNINGAR
Skipulags
stofnun
Urðun sorps í gamla
flugvöllinn við Kópasker
Niðurstöður frumathugunar og
úrskurður skipulagsstjóra ríkisins
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðaö sam-
kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis-
áhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, urðun
sorps í gamla flugvöllinn við Kópasker, eins
og henni er lýst í frummatsskýrslu Öxarfjarðar-
hrepps.
Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.islag.is.
Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis-
ráðherra og er kærufresturtil 19. júní 1998.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Hafnarfjarðarbær
Skipulagsstjóri
Hafnarfjörður
Vellir, nýbyggingarsvæði, 1. áfangi
Nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar
í samræmi við gr. 25 í skipulagslögum nr. 73/
1997 er hér með auglýsttil kynningartillaga
skipulagshöfunda, Uti og inni teiknistofa arki-
tekta og landslagsarkitekta R.V. og Þ.H., dags.
4. maí 1998, að 1. áfanga deiliskipulags íbúða-
svæðis á Völlum, vestan Grísaness.
Á svæðinu er gert ráð fyrir 1. áfanga byggðar
á 123 íbúðum í fjölbýli, raðhúsum og einbýli,
í skólahverfi Valla í samræmi við aðalskipulag
Hafnarfjarðar 1995—2015 og aðrar skipulags-
áætlanir, sem kynntar hafa verið áður.
Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar 12. maí 1998 og liggur hún frammi
í afgreiðslu framkvæmda- og tæknisviðs í
Strandgötu 6,3. hæð, frá 22. maí til 19. iúní
1998.
Abendingum og athugasemdum skal skila
skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir
3. iúlí 1998.
Þeir, sem ekki gera athugasemd við tillöguna,
teljast samþykkir henni.
14. maí 1998.
Bæjarskipulag Hafnarfjarðar.
Útboð
Hitaveita Dalvíkur óskar eftir tilboðumj' pípur
og pípuefni fyrir dreifikerfi hitaveitu í Árskógs-
hreppi.
Útboðið nær til afhendingar á for-
einangruðum stálpípum, stærðir DN20-DN150,
samtals um 10.500 lengdarmetrar, ásamt lok-
um, þenslupúðum, samsetningarbúnaði o.fl.
Útboðið nær jafnframt til valkosts um að pípur
verði úr plasti (PEX).
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Dalvíkurbæjar, Ráðhúsinu á Dalvík og hjá
WVS-verkfræðiþjónustu, Lágmúla 5,7h, 108
Reykjavík, frá og með mánudeginum 25. maí
nk. kl. 14.00.
Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Dalvíkur-
bæjar eigi síðar en föstudaginn 5. júní nk. kl.
14.00 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Veitustjóri.
Garðeigendur
Trjáplöntur. Úrval trjáplantna, m.a. stór
heggur, birki og sígrænar plöntur.
Opið til kl. 21, sunnudaga til kl. 18.
Skuld, gróðrarstöð, Lynghvammi 4,
Hafnarfirði. Sími 565 1242.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
Dagsferðir:
Sunnudagur 24. maí
Kóngsvegur 2. áfangi.
Rauðavatn — Geitháls — Djúpi-
dalur. Skoðaðar stríðsminjar,
gamlir vegir og fleira. Brottför
frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1000/900.
Hvítasunnuferðir:
29. maí—1. júni Öræfajökull.
29. maí—1. júní Skaftafell — Ör-
æfi. 30. maí—1. júní Flatey á
Breiðafirði. 30. maí—1. júní
Básar. 30. maí—1. júní Fimm-
vörðuháls. 30. maí—1. júní
Snæfellsnes og Snæfellsjök-
ull.
Jeppadeild:
29. mai—1. júní Jeppaslóðir á
Snæfellsnesi. Jeppa- og
gönguferðir. Ferð fyrir alla
fjölskylduna. Þriðjudaginn 26.
maí.
Fundur hjá Jeppadeild á Dubl-
iners í Hafnarstræti. Allir sem
vilja kynnast starfi jeppadeildar
velkomnir.
Ferðaáætlun sumarsins fæst
á skrifstofu Útivistar
Á dagskrá sumarsins er fjöldi
ferða. Upplýsingar og þátttöku-
tilkynningar á skrifstofu Útivist-
ar. Á meðal ferða má nefna:
Gönguferðir um Laugaveginn
1.-5 júlí, 11.-15. júlí, 21.-26.
júlí, 4.-8. ágúst, 15. —19. ágúst.
Ferðir um Fimmvörðuháls, Þórs-
mörk og Skaftárhrepp.
Heimasíða: centrum.is/utivist
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Göngudagur Ferðafélagsins
í Hraunum sunnudaginn
24. maí. Göngudagur Ferða-
félagsins sem er hinn 20. f
röðinni verður að þessu sinni
í náttúrperlunni Hraunum og
nágrenni með skemmtilegum
gönguferðum fyrir alla. I boði
verða tvær gönguferðir:
Kl.10.30 Gjásel — Straums-
selsstígur — Þorbjarnarstað-
ir. Um 4—5 klst. ganga undir
leiðsögn Jónatans Garðarssonar
frá Umhverfis- og útivistarfélagi
Hafnarfjarðar. Brottförkl. 11.00
frá Rallykrossbrautinni við Krisu-
vikurveg.
Kl. 13.00 Straumur — Kúa-
rétt. Um 1,5-2 klst. fjölskyldu-
ganga. Brottför kl. 13.30 frá lista-
miðstöðinni Straumi.
Verð. 500 kr. fyrir fullorðna,
en frítt f. börn. Rútuferð er
fró BSÍ, austanmegin og
Mörkinni 6, en frítt ef komið
er á eigin vegum beint I
Straum. Allir fá merki göngu-
dagsins og í boði verða léttar
veitingar.
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Allir hjartanlega velkomnir.
Opið hús
fyrir nemendur
mína á Sogavegi
108, 2. hæð (fyrir
ofan Garðsapótek)
mánudags-
kvöldið 25. maí
kl. 20.00.
• Fræðsla.
• Hugleiðsla.
• Reikimeðferðir.
Guðrún Óladóttir,
reikimeistari,
sími 553 3934.
Nýja postulakirkjan,
Ármúla 23,
108 Reykjavík.
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.
Hákon Jóhannesson prestur
þjónar.
Verið hjartanlega velkomin í hús
Drottins.
-r