Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 79

Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 Z8 Borgarstjórn og hundalíf! Frá Guðleifu Sunnu Sævursdóttur: ÉG ER hundaeigandi í Reykjavík og í tilefni borgarstjórnarkosninga og mikillar umræðu um Geldinganes og afdrif þess er eitt og annað sem ég ætla að gera athugasemdir við og þætti vænt um að fá einhver svör frá þeim sem þetta varðar. Ég borga sérstakan skatt fyrir það að fá leyfi til að hafa hund sem er 9.800 kr. fyrir leyfið og svo 8.700 kr. árlega eftir það. Ég væri alveg sátt við það ef ég fengi meira á móti, t.d. í formi aðstöðu, en því miður er hún ekki góð. Þau svæði þar sem ég má leyfa hundinum mínum að hlaupa lausum eru samkvæmt reglugerð frá hundaeftirlitinu: Auð og óbyggð svæði fjarri íbúðarbyggð, Geirsnef og Geldinganes, en á hinu síðara á að fara að byggja og virðist það vera mikið bitbein R-listans og sjálfstæðismanna. Það sem mig langar að vita er að ef á að byggja á Geldinganesi, hvort sem það verður íbúðarbyggð eða at- hafnasvæði þá seljast lóðir vafalaust dýrt þar, hvað koma hundaleyfin til með að lækka mikið? Mikill missir verður að Geldinganesi fyrir hunda og eigendur þeirra, sem þykir gam- an að njóta útiveru frjálsir úti í náttúrunni en hafa kannski ekki aðstöðu til að keyra langt til að finna auð og óbyggð svæði fjarri íbúðar- byggð. Ég hef heyrt að það eigi að laga aðstöðuna á Geirsnefi og gleðst yfir því vegna þess að sá staður er hvorki hundum né möpnum bjóðandi, algjört drullufen. Ég lít hins vegar ekki svo á að lagfæring þar komi á nokkurn hátt í stað Geld- inganess vegna þess að það er löngu tímabært að gera eitthvað í því máli. Ef hundaleyfisgjöldin eiga ekki að lækka, hvað fá þá hundar og eigend- ur þeirra í staðinn? Samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu eru u.þ.b. 1.200 hundar á skrá í Reykajvík og fer þeim sífellt fjölg- andi. Þetta gera þá u.þ.b. 10.440.000 kr. á ári fyrir hundagjöldin (miðað við 1.200 x 8.700) og svo bætist við að ef hundurinn sleppur þá borgar eigandinn 6.500 kr. fyrir það en 13.000 kr. ef hundurinn er ekki með leyfi og reikna ég með því að það nái yfir kostnað við fóngunina. Það þarf ekki að segja mér að fyrir þessa upphæð, tæplega tíu og hálfa milljón króna á ári, sé ekki hægt að bæta aðstöðuna. Ég geri mér grein fyrir að eitthvað fer í ruslatunnur, endur- nýjun á þeim, tæmingu o.þ.h. en ég get ekki ímyndað mér að það sé mikið, því að á gönguferðum mínum um Grafarvoginn - ég þekki það ekki annars staðar - hef ég rekist á eina slíka en þær eru nú víst tvær er mér sagt. Þykir mér það ekki mikið í jafn fjölmennum bæjarhluta og Grafarvogi þar sem eru margir fal- legir göngustígar. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að hvergi annars staðar í heim- inum sé komið fram við hundaeig- endur með þeirri lítilsvirðingu sem oft vii'ðist tíðkast hér á landi. Ann- ars staðar virðast fleiri hafa gert sér grein fyrir að vel uppalinn hundur er yndislegur félagi þó að honum fylgi einnig mikil vinna ef vel á að vera. Vissulega eru svartir sauðir innan um dýraeigendur og þurfa margir að taka sig á, t.d. í sambandi við þrifnað og umhirðu við dýrin sín en meirihlutinn held ég nú að standi sig vel og við eigum heimtingu á að fá meira í staðinn fyrir þau gjöld sem við þurfum að gi'eiða. Ég held að við getum ekki metið til fulls mikilvægi þess að leyfa bömum að alast upp við og læra að umgang- ast dýr ef hægt er. Án þess að ég geti fært fram einhver læknisfræðileg rök þá kæmi mér ekki á óvart að vaxandi fjölda astma- og ofnæmissjúklinga mætti á einhvern hátt rekja til þess að mörg böm fá aldrei að umgangast dýr. Kynni barna af dýram hafa þó sjálfsagt aukist með tilkomu Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins en áður en hann kom til sögunnar þekktu mörg borgarböm ekki hest frá kú. Að lokum vil ég hvetja aðra hundaeig- endur og dýravini til að láta í sér heyra og segja sína skoðun. Það hlýt- m- að vera hægt að gera betur. GUÐLEIF SUNNA SÆVARSDÓTTIR, Álfaborgum 15, Rvik. Réttarstaða ríkiseiidurskoðunar Frá Sigurði Georgssyni: AÐ undanförnu hefur ríkisendur- skoðandi, Sigurður Þórðarson, staðið í ströngu. Að beiðni Sverris Hermannssonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, gerði ríkisendurskoðandi sérstaka athug- un á risnu- og ferðakostnaði LI með það að markmiði að meta hvort kostnaður bankastjóranna þriggja væri í samræmi við reglur sem um þau efni gilda eða eru taldar eiga að gilda. Svo óheppilega vill til að ekki er að finna, svo óyggjandi sé, til- teknar reglur um risnu og ferða- kostnað bankastjóra. Þrátt fyrir það hefur ríkisendurskoðandi komist að þeirri niðurstöðu að Sverrir Her- mannsson hafi brotið reglur þær sem enginn veit hverjar eru og í sér- stökum viðtalsþætti í sjónvarpi hef- ur þessi maður fullyrt að Sverrir Hermannsson sé sekur maður. Skýi-ingum Sverris Hermannssonar á þeim atriðum sem ríkisendur- skoðandi telur áfátt hefur ríkisend- urskoðun hafnað án skýringa. Menn hljóta þvf að spyrja sem svo: „Er niðurstaða ríkisendurskoðanda fullnaðardómur í málinu, eða er ríkisendui'skoðun í þessu tilviki stjómvald, hvers niðurstöðu er unnt að skjóta til úrlausnar dómstóla." Að sjálfsögðu er svo skv. stjórnar- skrá og skyldu menn varast að álíta ályktun ríkisendurskoðanda fullnað- ardóm um málefnið. SIGURÐUR GEORGSSON, hæstaréttarlögmaður. Það sem er fallega hugsað er oft illa gert Frá Hallgrími Oddssyni: Á FJÖGURRA ára fresti skýtur upp stórkostlegu hitamáli okkar Reykvík- inga. Hverjir era bestir, spyi'jum við og fáum verður svarafátt. Menn skipta sér í fylkingar, troða á skoðun- um annarra, næla í sig barmmerki og spássera síðan hnarreistii' um göngugötur borgarinnar. Fyi-ir fjórum árum gekk ég sjálfur um götur bæjarins gersamlega alvit- ur um það sem var öllum fyrir bestu. Ég réðst á vini mína líkt og mannýgt naut og öskraði þar til blóðhleyptar æðarnar ætluðu út úr augunum á mér að hjartað væri vinstra megin og hugsjónin, fegurðin og ástin ættu rætur sínar að rekja til þessa undur- samlega líffæris. Með eld hins heita sannleika gekk ég til verks og kaus hinn nýkomna Reykjavíkurlista. Bauð ég svo öllum að gera slíkt hið sama. Það leið hins Frá Guðjóni Sigurðssyni: I MINUM huga snúast kosningar um málefni en ekki menn. Ég vil enn og aftur skrifa um málefni R-listans. Eg hef í mínum greinum gagmýnt R-listann fyrir svikin loforð. Enginn frá R-lista hefur hrakið það sem ég hef sett fram. Maður hlýtur að dæma flokka efth loforðum og hvemig þau loforð hafa verið efnd. Ég hef bent á loforð R-listans frá árinu 1994 um dagvistun, húsnæðismál, yfirbyggða innisundlaug, fjölnota innan- hússaðstöðu, tónlistarhús, atvinn- umál og fleira mætti telja. Nú hefur R-listinn birt stefnuski'á sína fyrir næsta kjörtímabil. Þar er dálkur um þjónustu við barnafjöl- skyldm- í fyriiTÚmi. Þar kemur m.a. vegar ekki langur tími þangað til bakþankarnh bönkuðu upp á og nú eftir 48 mánaða umhugsunartíma hef ég komist að þeirri niðurstöðu að til þess að stjórna jafn stóra fýrirtæki og Reykjavíkurborg er þurfi líkleg- ast að hugsa ofurlítið með höfðinu. Reykjavíkurlistinn ber að vísu hag okkar allra fyrir brjósti. Þeh' gáfu okkur jú falleg loforð - þótt litlar væra efndimar. Þeh' vildu hreina strandlengju - og lögðu á holræsa- skatt. Og þeir vildu skila okkur skuldlausum borgarsjóði - svo þeir bara yfirfærðu skuldirnar. Það er því með eftirsjá og harm í brjósti sem ég kveð minn yndislega fallega og örlítið barnalega heim og viðurkenni fyrir sjálfum mér sem öðram að það sem er fallega hugsað er því miður oft illa gert. fram sama dagvistartrygging og fyr- ir fjóram áram. Þar stendur einnig „10 nýir boltavellir í hverfum borgar- innar“. Þessi stefna var fyrir fjóram áram. Enn kemur sundlaugin á dag- ski’á og yfirbyggður knattspyrnuvöll- ur. Tónlistarhúsið er líka núna með. Þar sem Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri hefur ekki svarað þeim spurn- ingum og fullyrðingum mínum fer ég fram á að efsti maður á R-lista, Helgi HjörVar, svari mér, ásamt mörgum öðrum sem hafa spurt um þessi mál. Ef þetta era svik, er þá hægt að treysta nýju stefnuskránni hjá R- lista? Fáum þetta á hreint sem allra fyrst. GUÐJÓN SIGURÐSSON, Hátúni lOa, Rvík. „Af því bara“ Frá Emi Gunnlaugssyni: „NO comment" er svar sem menn beita nokkuð oft núorðið þegar flett hefur verið ofan af þeim gjörning- um þeirra sem ástæða þykir til að skammast sín fyr- ir. Lítil börn sem eru tiltölulega nýhætt að nota bleiu nota svipað viðkvæði ef þau gleyma sér og gera í buxumar. Sum börn fela sig í einhverju skoti eða bak við hurð og bíða þess að upp um þau komist en þetta þykir þeim að jafnaði hinn mesti glæpur á þessu þroskaferli sínu. Skömmin yf- ir gjörningnum er yfirleitt meiri en svo að óþægindin verði til þess að fá barnið til að tala - fyrr en farið er að svíða verulega. Forsvarsmenn íslenskra sjávarafurða hf. hafa ekki viljað tjá sig í fjölmiðlum um þær ásakanir fyrrverandi starfsmanna við verk- efni þeirra á Kamchatka að þeir hafi blekkt starfsmenn sína varðandi kjör þeirra vegna starfa við verk- efnið og segjast ekki sjá ástæðu til þess. Éða eins og það útleggst á smábarnamáli: „Af því bara“. Það verður fróðlegt að fylgjast með hve lengi yfirmenn Islenskra sjávaraf- urða hf. endast í blautum brókum á bak við hurð. Það getur líka sviðið í samviskuna en sumir eru lánsamir að vera ekki útbúnir slíkum að- skotahlutum. Höfundur er fyi-rverandi starfs- maður íslenskra sjávarafurða hf. ÖRN GUNNLAUGSSON, Lindasmára 79, Kópavogi. HALLGRÍMUR ODDSSON, Framnesvegi 11, Rvík. Spurt í vinsemd Nýju fötin keisarans Frá Gísla Ragnarssyni: ÞAÐ hefur Iengi tíðkast á íslandi að greiða lág laun fyrir kennslu barna og hjúkran sjúki'a. Óvíða starfa fleiri úr þessum stéttum en hjá Reykjavíkurborg og era konur þar í miídum meirihluta. Þegar R-listinn vann borgina fyrir fjórum árum héldu margir að nú yrði stefnu- breyting. Kvennalistakona, sem barist hafði fyrir því í ræðu og riti að hækka lægstu laun, tók við stjórnartaumunum. En hugsjónir hennar reyndust sen nýju fötin keisarans, aðeins blekking. Kennar- ar og heilbrigðisstéttir hafa staðið í hörðum vinnudeilum við borgar- stjórann og ekki náð miklum árangri, þrátt fyrir verkföll. Eftir- tektarvert er að Ingibjörg Sólrún taldi sig tilneydda til að rýra kjör ræstingarkvenna í skólanum. Ef- laust hefur henni þótt þessar konur hafa það of gott. Fullyrt er að launamunur karla og kvenna, sem starfa hjá Ingibjörgu Sólrúnu, hafi aukist á valdatíma hennar. Ingi- björg Sólrún hefur byggt leikskóla, því verður ekki neitað, en hún borg- ar gæslufólki sem þar starfar smán- arlaun. Nú er aftur komið að því að Reykjavík ákveði hverjir stjórni borginni næstu fjögur árin. Ég veit að margir létu blekkjast af Ingi- björgu Sólrúnu í síðustu kosning- um. Hún var skærasta stjarna Kvennalistans sem hafði beitt sér gegn stóriðju og fyrir því að lög- leiða lágmarkslaun. Þegar hún hafði náð völdum, virkjaði hún á Nesjavöllum sem var forsenda nýja álversins á Grundartanga og greið- ir konum í sinni þjónustu laun sem samsvara atvinnuleysisbótum. En hugsjónanekt hennar virðist ekki skipta máli. Nýju fötin keisarans duga enn vel. Samkvæmt skoðanakönnunum fær R-listinn meirihluta í kosningunum 23. maí. Aðeins yngstu kjósendurnir sjá í gegnum blekkinguna, alveg á sama hátt og í ævintýrinu. Fyrir fjórum árum fór Ingibjörg Sólrún fyrir skrautfylkingu í klæðum sem reyndust efnislaus. Enn í dag ríður hún í broddi fylkingar R-listans í nýjum skrautbúningi. Ég vona að fleiri en unga fólkið sjái að hún er nakin. GÍSLI RAGNARSSON, Aflagranda 27, Rvík. Dómgreind - dómgreindarleysi Frá Práni Sigti-yggssyni: „BLINDIR sjá! Blindir sjá!“ margendurtók Helgi Hjörvar á Sýn í gærkvöldi, og ég lagði við hlustir. Var maðurinn loksins að færa okkur stóra-sannleikann? Því miður: Helgi setti upp lituð gleraugu og um leið varð deginum Ijósara að hans sýn var í gegnum litað gler. Þegar Helgi segir „blindir sjá!“, meinar hann hvað: „Siðblindir sjá.“ Staðfesting þessarar fullyrðingar birtist á síðum Morgunblaðsins í morgun, með ritsmíð fósturföður annars frambjóðanda R-listans, sem að undanförnu hefur verið í um- ræðunni manna á meðal vegna margra ára fjármálaóreiðu, eins og kunnugt er. Með ritsmíð sinni ætlar maðurinn að gefa uppeldissyninum aflausn og syndakvittun, eins og siðferðisvott- orð frá honum sé pappírsins virði. Enginn getur tekið mark á öðru eins bulli. Slóð fjármálaóreiðumanna, sem búa til ný og ný málamyndafyrir- tæki með nýjum nafnnúmeram, sem öll enda í fjárnámi og þar af leiðandi gjaldþrotum, lýsa óráðvendni og ævintýramennsku dómgreindar- lausra framapotara og fjárglæfram- anna. Þótt fósturfaðirinn hrópi „rógur - rógur“, treystir hann sér ekki til að vera málefnalegur og hrekja eitt einasta atriði þeirra ávirðinga, sem fóstursonurinn er bendlaður við. Þess í stað tekur hann að upphefja drenginn með stói'yi'tum einkunnum, eins og „mannkostamaður", „réttlæt- isunnandi" og „dugnaðarforkur". Er velsæmi fólgið í þessu? Eða ei' „brostin dómgreind" þar sem síst skyldi? ÞRÁINN SIGTRYGGSSOlí vélfræðingm'. Leikskólar eru ekki neyðarúrræði Frá Margréti Gestsdóttur: í KOSNINGABARÁTTU þeirri sem nú lýkur brátt hefur annar frambjóðendahópurinn haldið mjög á lofti fyrirheiti um greiðslur til foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnum sínum fyrstu árin. Greiðslunum er ætlað að gera slíka samveru að raunveru- legum valkosti við hlið dagvistar- kerfisins. Ekki er að efa að mein- ingin er góð en eftir samræður við nokkra foreldra þykir mér ástæða til að gera athugasemdi við þessa umfjöllun. Leikskólar eru ekki geymslu- staður sem fólk neyðist til að nota. Þeir eru fyrsta stig í skólagöngu barnanna okkar og börnin eiga rétt á að fá að njóta þess sem þar fer fram. Ég á tvö börn sem hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að menntast og þroskast undir handleiðslu fagfólks sem ég er ævinlega þakklát. Síst má þó skilja orð mín svo að ég sé með þeim að varpa rýrð ó okkur for- eldra barnanna eða aðra sem að þeim standa, við erum öll besta fólk og mikils virði í uppeldi barn- anna. En ég fullyrði að á leikskól- um landsins vinni vel menntað og gott fólk með mikla faglega þekk- ingu á öllu því sem að börnum lýt- ur. Af reynslu minni af leikskólan- um Hálsakoti við Hálsasel og reynslu margi-a annarra af ótál öðrum leikskólum fullyrði ég að á þeim fer fram fróbært starf sem öll börn ættu að fá að vera aðnjót- andi. Kjósi foreldrar að nýta sér fyrr- nefndar greiðslur er eðlilegt að tekjuminna foreldrið - langoftast móðirin - hætti að vinna úti og helgi sig heimili og börnum. Sú hugmynd að borga konum fyrir að halda sig heima svo að börnin þurfi ekki að fara á leikskóla er svo ákaflega á skjön við annað það sem er að gerast hjá okkur ungum konum nútímans að furðu má sæta að henni skuli vera haldið á lofti með þeim hætti sem gert er um þessar mundir. Væri ég leikskóla- kennari þætti mér einnig felast í henni mikil lítilsvirðing gagnvart starfi mínu. MARGRÉT GESTSDÓTTIR, Engjaseli 87, Reykjavi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.