Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 81 I DAG BRIDS Umsjón (iuAiniindur 1‘áll Arnurson SUÐUR fær út lauf- drottningu gegn fjórum spöðum. Hver er hættan í spilinu og hvemig á að bregðast við henni? Norður * 32 ¥ G97642 * Á3 * 873 Suður * ÁDG1095 ¥5 ♦ KD82 *Á4 Vörnin á slag á hjarta, annan á lauf og sennilega á trompkóng. Baráttan virðist snúast um það að gefa ekki slag á tígul. Sú áætlun blasir við að trompa tígul í blindum og fara svo í trompið; annað hvort svína drottning- unni, eða taka á ásinn og spila meira trompi. Þetta gæti dugað, en sú hætta er þó fyrir hendi að vöm- in nái að trompa tígul þegar hún kemst inn á spaðakóng. Til dæmis ef legan er þessu lík: Norður * 32 ¥ G97642 * Á3 * 873 Vestur *K6 ¥83 ♦ G754 * DG1095 Austur * 874 ¥ ÁKDIO * 1096 * K62 Suður * ÁDG1095 ¥5 ♦ KD82 *Á4 Segjum að sagnhafi drepi á laufás, taki AK í tígli og trompi þann þriðja og spili svo trompi. Þegar vestur kemst inn á trompkóng- inn, spilar hann tígli, sem austur trompar. Einn niður. Það má bregðast við þessari hótun með því að spila öllum tíglunum strax og henda tvisvar laufi úr borði! Vörnin fær þá vissulega slag á tígul, en engan á lauf, því sagn- hafi getur nú trompað lauffjarkann í borði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættannót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritslj (ffimbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunbiaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla ry/\ÁRA afmæli. 19. I Umaí sl. varð sjötug Hólmfríður Bjarnadóttir hárgreiðslumeistari. Hólmfríður tekur á móti gestum í samkomusalnum „Gullsmára", Gullsmára 13, Kópavogi, í dag, laug- ardaginn 23. maí, frá kl. 16-19. fT/\ÁRA afmæli. Á I Umorgun, sunnudag- inn 24. maí, verður sjötug Þorgerður Bergsdóttir, Höfðabraut 16, Akranesi. Hún og eiginmaður henn- ar, Hannes Á. Hjartarson, taka á móti gestum á af- mælisdaginn á milli kl. 15 og 18 í Félagsheimilinu Miðgarði, Innri-Akranes- hreppi. Með morgunkaffinu Áster.. ... tilfmning sem gerir þér kleift að brosa út aðeyrum. AF HVERJU eru þessi helmingi dýrari en hin? TM Refl U.S. Pat OB - U1 nghts (c) 1998 Lo« Angeles Tlmw Syndicate skÆk Bm.vjðn Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Madrid sem nú stendur yfir. Heimamaður- inn Miguel Illescas-Cor- doba (2.600) hafði hvítt og átti leik gegn Bandaríkja- manninum Alexander Yermolinsky (2.660) 37. Hxg6! _ Dbl+ 38. Kg2 (En alls ekki 38. Hgl?? Dxgl+ 39. Kxgl _ Rf3+ og hvíta drottningin fellur) 38. _ Re6 39. Hxg7+! _ Rxg7 40. fxg7 _ Kxg7 41. Dg5+ _ Kf8 42. Dh6+ _ Kg8 43. Dg5+ Kf8 44. Dh5 og svartur gafst upp. I dag hefst á Spáni einvígi þein-a Aleksei Shirovs og Vladímirs Kramn- iks um áskorun- arrétt á Gary Kasp- arov, stigahæsta skákmann heims. Kramnik er næst- stigahæstur, en Shirov hljóp í skarðið fyrir Ind- verjann Anand. Indverjinn vildi ekki ganga á bak skuldbindingum sínum við alþjóðaskáksambandið FIDE um að tefla ekki um heimsmeistaratitil í skák á annarra vegum. HOGNI HREKKVISI rTJún, ej'Ctféarfali afgrilLsósu." STJÖRIVUSPA eftir Frances Ilrakc J TVIBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú þolir ekki sóun af neinu tagi ogreynir að nýta allt til fulls. Sumum fínnst þú íhaldssamur en aðrir dá þennan eiginleika þinn. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að koma heimifinu í rétt horf og gæti þá ýmis- legt komið í leitirnar. Sjáðu til þess að aðrir hjálpi til. Naut (20. aprfl - 20. maí) Hleyptu þér út úr skelinni og leyfðu hæfileikum þínum að njóta sín. Það skaðar ekki að bregða aðeins á leik. Tvíburar (21. maí - 20. júnl) "A A Settu sjálfan þig í forgang núna og láttu það eftir þér að hvílast. Þú færð upp- hringingu frá gömlum félaga. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú kannt að koma fyrir þig orði en skalt ekki láta það stíga þér til höfuðs. Hvildu þig vel í fritíma þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) iW Það er efst á baugi hjá þér að rækta fjölskylduna. Ást- vinir eiga rómantíska stund saman í kvöld. Mdýja (23. ágúst - 22. september) L Það er erilsamt hjá þér og í mörg hom að líta. Samt hefðirðu gott af því að bregða þér af bæ í kvöld. ^ m (23. sept. - 22. október) A 4* Þú vilt rækta líkamann, en þarft að fara þér hægt í byrjun. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Leitaðu ráða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert að gera hreint fyrir þinum dyrum. Þér gengi það þó betur ef þú værir ákveðn- ari og hefðir meiri sjálfsaga. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Vinur þinn kemur eins og kallaður og lyftir þér upp svo um munar. Þú munt sjá allt í öðru Ijósi á eftir. Steingeit (22. des. -19. janúar) P Einhver hefur valdið þér sársauka svo það er skiljan- legt að þú sért leiður. Reyndu þó að fyrirgefa viðkomandi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Enginn leikm- sér með til- fmningar þínar, nema þú leyfir það. Hugsaðu málið í einrúmi og komdu því á hreint. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þótt þú hafir ákveðnum er- indum að sinna geturðu gef- ið þér tíma til að bregða á leik með félögunum. Stjörnnspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BREF TIL BLAÐSINS Til umhugsunar Frá Jóhanni Eiiikssyni: LENGI hefur undirritaður verið þeirrar skoðunar að íslendingar væru heiðnir. Þeir sem ekki trúa á álfa, trúa örugglega á tröll og eru almennt andsnúnir jafnrétti og bræðralagi og vilja hafa einræði. Þess vegna er næstum víst að R- listinn mun sigra í hönd farandi kosningum. Fólkið sem skipar list- ann vekur enga hrifningu, en það gerir ekkert til af því að sú sem fer fyrir er stórkona. Barátta D-listans ber merki um þennan geig, hinn illa grun og er vanmáttug og ein- kennist mest af kvarti, þótt undir leynist ýmis manneskjuleg viðhorf. Við sem höfum talið okkur verkalýðssinna munum svo sem ekki finna neinn sviða í hjartanu að loknum þessum kosningum, hvern- ig svo sem þær fara, enda hefur R- listinn ekki sýnt launafólki sér- staka velvild og reyndar hroka í skiptum við verkalýðsfélög. Við vit- um ekki með vissu hvort það er vinstri höndin sem stjórnar borg- inni okkar eða sú hægri. Um skeið hefur verkalýðshreyfingin barist við leiðan draug, sem er atvinnu- rekendur sem enga ábyrgð vilja taka á sínu verkafólki, en kalla það verktaka. Þannig er fólk svipt öll- um réttindum, sem verkalýðs- hreyfingin hefur barist fyrir. Meistari í þessum mannréttinda- brotum skipar þriðja sætið á R<- listanum. - Strikum hann út. JÓHANN EIRÍKSSON prentari. Starfsaðferðir KKI Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni: HRANNAR Hólm körfuknatt- leiksþjálfari ritar bréf til blaðsins þar sem hann gerir að umræðuefni starfsaðferðir KKI við ráðningu á landsliðsþjálfara kvenna. Sigurður Ingimundarson hefur verið lands- liðsþjálfari kvenna síðastliðin tvö ár og náð mjög góðum árangri með liðið og undir hans stjóm hefur það unnið tvö alþjóðleg mót. Því var mikill vilji innan stjómar KKI og kvennalandsliðsnefndar að ráða Sigurð til áframhaldandi starfa. Var kvennalandsliðsnefnd falið að leita eftir samningum við Sigurð snemma á þessu ári. Ekki er ástæða hér til að fara út í það í smáatriðum af hverju samningar tókust ekki. Síður dagblaðanna eru hús Álfatúni 37 í Kópavogi í dag, laugardaginn 23. maí kl. 13 -17 Mjög falleg og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í litlu ijölbýli. Innbyggður bí’lskúr. Samt. ÍIO fm. Á besta stað í Fossvogsdal, frábært útsýni, örstutt í skóla og leikskóla. Góðar innréttingar, gegnheil rauð eik á gólfum. Hagst. lán áhvílandi. Verð 10,6 mkr. Frosti og Auður bjóða ykkur velkomin. Nánari upplýsingar í síma 564-4116 og á internetinu: www.itn.is/alfatun37 ekki rétti vettvangurinn til þess. En eins og allir vita, þá þarf tvo til að semja. Hrannar segir foi-mann KKÍ hafa „sagt ýmislegt hefðbund- ið“ um eflingu kvennakörfuknatt- leiks. Það er auðvitað rétt. Ekki er farið í framkvæmdir án undan- genginnar umræðu. Á síðasta þingi KKI var samþykkt fram- kvæmdaáætlun undir formerkjun- um „Sókn í kvennakörfuknattleik". Hér er um mjög ítarlega fram- kvæmdaáætlun að ræða og bendi ég áhugasömum á að kynna sér hana. Samþykkti þingið að félögin og KKI leggi til 1,6 milljónir króna á næstu tveim árum í þetta verk- efni. PÉTUR HRAFN SIGURÐSSON Framkvæmdastjóri KKÍ. Lítið við í hina einu sönnu KöTaportsstemmningu Kolaportið er lítill bær með götustemmningu eins og hÚK* gerist best. Kaupmenn kalla á viðskiptavini, vinir hittast, tónlistarmenn taka lagið, stjórnmálahreyfingar dreifa bækl- ingum, börn selja gömlu leikföngin sín og fólk býður til sölu kompudót úr geymslunni. KOtAPORTIÐ Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-17:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.