Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 83

Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 83 FÓLK í FRÉTTUM F LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Bankamaður setur upp grímu Stöð 2 ►13.25 Leikstjórinn Delbert Mann hóf störf við sjónvarpið en komst um skeið í hóp útvalinna eftir snilldarverkið Marty, (‘55), sem færði honum, hand- ritshöfundinum Paddu Chayefsky og aðalstjörn- unni, Emest Borgnine, Óskarsverð- launin. Gæfan er hverful, Mann hélt það ekki út í 1. deildinni og hélt aftur á gamalkunnai- slóðir imbans, og er enn að, allroskinn. Lilja um vetur (Lily in Winter, ‘94), er nýjsta (síðasta?) mynd hans. Natalie Cole leikur bamfóstru sem fjrir mistök verður vitorðsmaður í glæpamáli. All Movie Guide gefur -k+lÆ. Fmmsýn- ing. Stöð 2 ►15.00 Hún er verri en vond, og venst ekki heldur, gaman- myndin Lilli (Junior, ‘94), þar sem jötunninn Arnold Schwarzenegger leikur óléttan karlmann. Þarfnast ekki frekari útsýringa. Fullkomin tímasóun. 'Æ Stöð 2 ►16.50 Kanadíska teikni- myndin Hnotubrjótsprinsinn (The Nutcracker Prince, ‘90), er byggð á ævintýri um spýtukarl í álögum. Ki- efer Sutherland, Peter O’Toole og fleiii kunnir leikarar eiga raddirn- ar. AMG: ★★‘/2. Sýn ►21.10 Gríman (The Mask, ‘94). Sjá umfjöllun í ramma. Sýn ►22.45 Bardaginn mikli (Quest, ‘96), er enn ein valhoppsmyndin með belgíska buffínu Jean Claude Van Damme. Hér setur hann sig í stell- ingar kvikmyndaskálds. Leikstýrir og skrifar handritið auk þess að bægslast fyrir framan tökuvélamar. Einkennalaus eins og allar hinar. ★ Stöð 2 ► Brennuvargur setur allt á annan endann í ástamálum nokk- urra smáborgara í Ástir brennu- vargs (A Pyromaniac’s Love Story, ‘95). Ebert segir að eini umtalsverði bmninn á þessum slóðum sé heila- bmni og myndin ætli aldrei að taka enda. Gefur ★★ Stöð 2 ►2.35 Hjónakomum í úti- legu er rænt af misindismanni í Ógnir að næturþeli (Terror in the Night, ‘93). Sögð byggð að ein- hverju leyti á sönnum atburðum. AMG gefur ★★I/z. Með Justin Bateman. Sæbjörn Valdimarsson Sýn ►21.10 Skemmtileg- asti trúður kvikmynd- anna um þessar mund- ir er Jim Carrey. Minnir á Jerry Lewis í háttum, er þó mun hressi- legri, þegar hann fær úr einhverju að moða, en myndh' hans hafa verið óheyrilega misjafnar. Gríman (The Mask, ‘94), er ein af þeim betri. Efnið gefur látbragðsleikaran- um frjálsar hendur og Carrey fær að fetta sig og bretta sem aldrei fyrr í hlutverki banka- blókarinnar Stanley. Sá er upp- burðarlítill og hræddur við kvenfólk, en dettur í lukkupott- inn þegar hann finnur grímu á fómum vegi. Setur hana upp, og hókus, pókus; gauðið breyt- ist í hinn frambærilegasta dáindismann. Carrey er óborg- anlegur og brellurnar mörkuðu tímamót 1994. í það heila tekið er myndin fínasta afþreying, skemmtilega vitlaus og óvits- munaleg á allan hátt. Þarna kemur einnig við sögu hin gull- fallega og hæfileikaríka Camer- on Diaz, fyrrverandi tískusýn- ingarstúlka, rasskellti Juliu Ro- berts á öllum sviðum í hinni of- metnu Brúðkaup besta vinar míns. Peter Riegert bregður mátulega mikið fyrir. ★★V2 Gömlu dansarnir í Hreyfílshúsinu í kvöld frá kl. 22.00. Félag harmonikkuunnenda www.mbl.is JB 0> QK1S. LAUGAVEGI 61 SÍMI 551 8001 Heimssýningin Expo 98 opnuð SPÆNSKA tenórnum José Carr- eras, portúgölsku söngkonunni Teresu Salgueiro og breska tónskáldinu Michael Nyman voru færð blóm á opnunarhátíð heims- sýningarinnar Expo 98 sem hald- in er í Lissabon í Portúgal að þessu sinni. Þema sýningarinnar er hafið en alls taka um 150 lönd og alþjóðlegar stofnanir þátt í heimssýningunni sem stendur frá 22. maí til 30. september. Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson halda uppi íjörinu á Mímisbar. Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Reiðnámskeið fyrir 10 til 15 ára Allt um hesta og hestamennsku. Dvalið er í viku á heimavist. Hestbak alla daga, kvöldvaka, sund, borðtennis, ratleikur, þrautreið og margt fleira!!! Upplýsingar og bókanir i Ð 897 1992 486 4444 og 567 1631. Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst! íT OfaiurgaRtm Smiðjuvegi 14, %ppavogi, sími 587 6080 I hvöld verður kántrítónlistin allsráðandi Kveðjum Viðar Jónsson að sinni Mætum öll í dúndurstuði J-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.