Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 86

Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 86
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HERBERT var í hljóðveri í London með Óskari Páli sem hljóðblandar nýju plötuna með honum. Safnplata með nokkrum nýjum lögum -Hvað hefur þú verið að fást við undanfarið, Her- bert? „Ég var að koma írá Bretlandi fyrir viku þar sem við Oskar Páll vorum að hljóðblanda lög af plötunum mín- um sem koma svo út á geisladiski sem verður eins- konar yfírlit yfir ferilinn minn. Sum lög verða í nýjum búningi, við gerð- um t.d. æðislega skemmtilega dans- blöndun af „Can’t Walk Away“ og síðan erum við að endurvinna fleiri lög eins og „Hollywood". Það er komin svo mikil tækni í dag að við erum svolítið að hræra í þessum gömlu lögum. Svo verð ég með þrjú til fjögur ný lög á plötunni líka.“ - Eru nýju lögin í svipuðum stíl og áður eða ertu að gera eitthvað nýtt? „Ætli ég sé ekki að verða meira í takt við tímann; nýju lögin eru í al- veg nýjum stíl og í anda þess sem er að gerast í tónlist í dag. Ég hef verið að vinna þau á tölvum með ungum plötusnúð sem heitir Vig- fús. Við sendum svo efnið til Bret- lands þar sem Óskar Páll hljóðblandar það. Ef ég ætti að skilgreina tónlistina nánar myndi ég segja að þetta væri melódísk hress danstónlist sem er unnin í tölvu.“ -Af hverju syngurðu á ensku, dreifir þú tónlistinni líka erlendis? „Mér finnst bara svo gaman að syngja á ensku og mér hefur geng- ið ágætlega með það hingað til. Svo tengist það örugglega því að þegar ég var að byrja í tónlist þá byrjaði ég á því að líkja eftir öðrum. Ég var alltaf að pæla í söngvurum eins og Rod Stewart til dæmis og Paul Young og þá var ég í því að líkja eftir því sem ég heyrði. Það var í raun og veru minn tónlistarskóli því ég varð fyrir allskonar áhrifum Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því að Herbert Guð- mundsson hóf litríkan feril sinn sem tón- listarmaður. Hann hefur gefíð út fímm sólóplötur og er nú að undirbúa útgáfu safnplötu sem mun geyma úrval laga hans í bland við nýtt efni. Birna Anna Björnsdóttir hitti Herbert og spurði hann um þetta nýja verkefni. og svo þroskaðist ég, fór að verða sjálfstæður og semja sjálfur. Langstærsti hluti þess sem ég hlustaði á var á ensku þannig að það lá einhvern- veginn beinast við að semja sjálfur á ensku. Svo er það auðvitað þannig að ef sú staða kæmi upp að maður kæmist inn á markað í útlönd- um, er gott að lög- in séu á ensku. En ég hef ekki mark- visst verið að reyna að komast inn á erlenda markaði, nýju plötuna er ég t.d. að gera eingöngu fyrir ísland." - Hvað kemur til að þú gefur út safnplötu núna? „Ég flutti til Svíþjóðar ‘93 með fjölskyldunni en við bjuggum þar í þrjú ár og rákum kaffihús og ís- gerð. Einn daginn var hríngt í mig þar sem ég stóð í búðinni með svuntuna framan á mér að laga ís og þá var það útvarpsmaður sem kynnti sig og spurði mig hvort ég vissi hvað lagið mitt væri orðið vinsælt. Ég spurði: „Lagið mitt, ha? Hvaða lag?“ Þá sagði hann að „Can’t Walk Away“ hefði verið spilað í einhverjum þætti, þar sem leikin var tónlist frá níunda ára- tugnum, og síðan þá hefði síminn ekki stoppað og allir væru að spyrja hvar hægt væri að fá þetta lag, en þá var það ófáanlegt því það var gefið út á vínilplötu á sínum tíma. Þegar ég kom heim ‘96 var svo ákveðið að endurútgefa plötuna á geisladiski. Þá byrjaði boltinn að rúlla og ég hef verið að spila mikið hér og þar, t.d. fyrir skóla og það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér. I kjölfarið á þeirri velgengni var ákveðið að gefa út safnplötu." Plata Herberts kemur út í haust en aðdáendur hans munu þó fá að heyra nýja efnið fyrr því það mun heyrast á útvarpsstöðvunum og jafnvel dansstöðunum í sumar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.