Morgunblaðið - 17.12.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.12.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 288. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Breskar og bandarískar hersveitir gera loftárásir á skotmörk í Irak Clinton segir Iraka hafa fyrirgert lokatækifæri sínu Markmið árásanna að ráðast á skotmörk tengd kjarnorku-, sýkla- og efnavopnaframleiðslu Bagdad, Washington, London. Reuters. HERIR Bandaríkjanna og Bretlands hófu umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Irak klukkan tíu í gærkvöldi en fyrr um daginn höfðu vopna- eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna verið kallaðir heim þar sem þeir höfðu ekki fengið að sinna störfum sínum óáreitth-. í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti að markmið árásanna væri að ráðast á skotmörk er tengdust kjarnorku-, sýkla- og efnavopnafram- leiðslu Iraka sem og að draga úr getu þeirra til að ógna nágrannaríkjun- um. Þegar hætt hefði verið við árásir á Irak í síðasta mánuði hefði stjórn- völdum í Irak verið veitt tækifæri. Það tækifæri hefði ekki verið nýtt. Tony Blair, forsætisráðhen-a Bretlands, nefndi árásina „Aðgerð eyðimerkurref* í ávarpi sem hann flutti fyrir utan Downingstræti 10. „Við höfum fullreynt allar leiðir,“ sagði Blair. Þátt Breta í árásinni sagði hann veigamikinn og sakaði Saddam Hussein, forseta íraks, um „stöðugar lygar, undanbrögð og brot á gerðum samningsákvæðum". „Við áttum einskis annars kost en að láta vopnin tala,“ sagði Blair. Arásirnar væru gerðar til þess að minnka möguleika Saddams Husseins til að byggja upp vopna- búr gereyðingarvopna og beita þeim. Iraksforséti „ógnar öryggi heimsins," sagði Blair. Blair kallaði Saddam Hussein „raðbrotamann orða sinna“, en hann tók skýrt fram að Bretar ættu ekki í neinum erjum við írösku þjóðina og reyndu allt sem þeir gætu til að forðast að óbreyttir borgarar yrðu fyrir árásunum. Blair sagði að heimildir Iraka til að selja olíu til að fjármagna kaup á lyfjum og matvælum hefðu átt að duga fullkomlega til að halda hungri og hörmungum frá íbúum landsins, en það væri val stjórnarherranna í Bagdad að sinna ekki þörfum íbúanna heldur nota allt tiltækt fé til að reyna að byggja upp herstyrk sinn. Árásum lokið fyrir helgi? Tuttugu mínútur yfir níu í gærkvöldi voru loftvarnasírenur þeyttar í Bagdad og um hálftíma síðar hófu loftvarnabyssur skothríð upp í næturhimininn. í kjölfarið heyrðust háværar sprengingar. Heimildir sjónvarpsstöðvarinnar CNN herma að líklegt sé að árásirn- ar vari í 2-3 daga. Líklegt er talið að árásunum Ijúki fyrir helgi, enda tók Clinton fram í sjónvarpsávarpi sínu að tímasetning árásarinnar hefði meðal annars ráðist af því að föstu- mánuður múslima, ramadan, hæflst þá. Clinton sagði einnig í ávarpinu að tilgangur árásanna væri að verja bandaríska þjóðarhagsmuni, sem og hagsmuni þjóðanna í Miðaustur- löndum og öllum heiminum. Ekki megi leyfa Saddam Hussein að ógna nágrannaríkjum íraks með kjarn- orkuvopnum, eiturgasi eða sýkla- vopnum. Clinton sagði Saddam Hussein hafa tilkynnt fyrir sex vikum að hann myndi hætta öllu samstai-fl við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk þeirra væri að hafa eftirlit með því að Irak reyni ekki að byggja aftur upp ger- eyðingavopnabúr. „Alþjóðasam- félagið var í litlum vafa þá, og er ekki í neinum vafa í dag, að án virks eftirlits mun Saddam Hussein nota þessi hræðilegu vopn á ný,“ sagði Clinton. I október hefði öryggisráð SÞ samþykkt samhljóða fordæm- ingu á ákvörðunum Iraksstjórnar og krafíst þess að hún hlítti kröfum alþjóðasamfélagsins. Atta arabískar nágrannaþjóðir Iraka ályktuðu sam- eiginlega að kæmi til hernaðarað- gerða gegn Irak væri það algerlega á ábyi'gð Iraksstjómar, sagði Clint- on. „Ég ákvað þá að aflýsa árásinni eftir að flugvélar okkar voru þegar komnar á loft þar sem Saddam hafði látið undan kröfum okkar. Ég taldi að þá væri rétt að sýna biðlund og gefa Saddam eitt lokatækifæri til að sanna samstarfsvilja sinn,“ sagði Clinton. Irakar hefðu hins vegar fyrirgert því lokatækifæri. Bandaríkjamenn eru með 201 herflugvél, m.a. 15 sprengjuflugvél- ar af gerðinni B-52, og 22 herskip á Persaflóasvæðinu. Frakkar og Kínverjar fordæma árásina Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna sat á neyðarfundi til að ræða skýrslu Richards Butlers, yftrmanns vopna- eftirlitsnefndar SÞ, þegar fregnir af árásinni bárust. Rússar, Frakkar og Kínverjar, sem eiga fastafulltrúa í ráðinu, höfðu áður krafist þess að öryggisráðið yrði að samþykkja all- ar aðgerðir gegn Irak. Bandaríkja- menn og Bretar voru hins vegar þeirrar skoðunar að þeir gætu gripið til aðgerða á grundvelli fyrri yfirlýsinga ráðsins. Fjrrir fundinn hafði Nizar Hamdoon, sendiherra Iraka hjá SÞ, rætt við Kofí Annan, framkvæmda- stjóra SÞ og hvatt hann til gera allt „sem í valdi hans stæði“ til að koma í veg fyrir aðgerðir án samþykkis öiyggisráðsins. Upp úr fundinum slitnaði er frétt- ist af loftárásunum og var Annan þungur á brún er hann gekk af fundi. Neitaði hann að tjá sig við Reuters OFLUGAR sprengingar lýstu upp næturhimininn yfír Bagdad og víða mátti sjá reykbólstra stíga til himins. BILL Clinton Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði fréttamenn í Downingstræti. LIBANON Beirút* _ , ^Damaskus ÍSRAEL ' ■ ■■ ■' \ Jerúsalem * * Amman , SÝRLAND } V -T. c Arbil \ Mosul® • 36°N I R A K Bagdaa V r i, \ Teheran * I R A N 33N \ Sínaí JORDÁNIA .V \> Nasiriyah* SADI-ARABIA L Basra /kúVEIT Persaflói blaðamenn en Qin Huasen, sendi- herra Kína, sem greinilega var mik- ið niðri fyrir, sagði árásirnar á Irak vera óverjandi. „Valdbeitingin hefur alvarleg áhrif á framkvæmd álykt- ana öryggisráðsins og ógnar sömu- leiðis alþjóðlegu og svæðisbundnu öryggi,“ sagði Qin. í yfirlýsingu, sem ríkisstjórn Frakklands sendi frá sér í gærkvöldi, eru árásirnar fordæmdar harðlega og því lýst yfir að þær geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íraskan almenning. ■ Vopnaeftirlitsmennirnir/26 Atkvæða- greiðslu frestað Washington. Reuters. TIL STÓÐ að fulltrúadeild Bandaríkjaþings tæki í dag til umræðu hugsanlega málshöfðun á hendur Clinton, en dómsmála- nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti fyn- í vikunni fjögur ákæruatriði á hendur forsetan- um. Leiðtogar repúblikana sögðu hins vegar að til greina kæmi að fresta um sinn at- kvæðagreiðslu um málshöfðun vegna Iraksdeilunnar. „Það væri ankannalegt að halda atkvæðagreiðslu um máls- höfðun á sama tíma og verið er að gera loftárásir á Irak,“ sagði Henry Hyde, formaður dóms- málanefndarinnar að loknum fundi með leiðtogum repúblik- ana í gærkvöldi. Bob Livingston, verðandi for- seti fulltrúadeildarinnar, sagði á blaðamannafundi í nótt að at- kvæðagreiðslan „færi örugglega fram einhvern næstu daga“. Aðrir repúblikanai- héldu þó áfram gagnrýni sinni á forset- ann. „Það er vægast sagt grun- samlegt að svona skuli gerast samtímis og atkvæðagreiðsla um málshöfðun vofir yfir,“ sagði þingmaðurinn Bob Barr. Hyde sagðist hins vegar ekki trúa því að tímasetning árásanna hefði ráðist af þróun af mála í þinginu. ■ Ráðaleysi/24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.