Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp um breytingar á veiðistjórnun krókabáta skapar niikla óvissu Trillukarlar í tilvistarkreppu Afli sóknardagabáta ríflega þrefaldast á fiskveiðiárinu Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytta fiskveiðistjórnun hefur hleypt mikilli óvissu í útgerð krókabáta hér á landi. Samkvæmt frum- varpinu verður þorskafli svokallaðra sóknardagabáta á yfirstandandi fískveiðiári aukinn nokkuð frá því sem kveður á um í núgildandi lögum og sóknardögum fjölgað til muna. Sóknardagar verða hinsvegar felldir niður á næsta fiskveiðiári samkvæmt frumvarpinu. Smábátaeigendur segja að verði frumvarpið óbreytt að lögum marki það endalok smábátaútgerðar í landinu. Helgi Mar Arnason rakti þróun í veiði- stjórnun krókabáta síðustu ár og ræddi við trillukarla. HEILDARAFLI krókabáta í sókn- ardagakerfi ríflega þrefaldast á næsta fiskveiðiári frá því sem kveður á um í lögum um veiðar krókabáta nái írumvarp ríkisstjómarinnar um breytta fiskveiðistjórnun óbreytt fram að ganga. Tillögumar fela hins- vegar í sér að sóknardagakerfi krókabáta verði fellt niður á næsta fiskveiðiári og allir krókabátar gangi sjálfkrafa inni í aflamarkskerfið á næsta fiskveiðiári. Þá kæmi um 9 tonna viðmiðun að meðaltali á hvern bát sem nú er í sóknardagakerfí. Að svokölluðum þorskaflahá- marksbátum meðtöldum eru króka- bátar í heild nú 825 talsins og hefur þeim fækkað um fjórðung frá árinu 1994, m.a. vegna aðgerða Þróunar- sjóðs. Fiskveiðiárið 1995-6 voru bát- ar með krókaleyfi alls 1.082 en 1996- 7 voru þeir 1.009. Þorskaflahámarks- bátum hefur fækkað mest og eru þeir nú 497 talsins, en með tæp 92% aflaheimilda allra krókabáta. Af- gangurinn, eða um 8%, skiptist hins- vegar á milli 328 sóknardagabáta. Vorið 1996 tóku gildi hin svokölluðu krókabátalög. I lögunum voi-u krókabátum tryggð 13,9% af heildarþorskaflanum en þó aldrei minni afli en 21.500 tonn. Síðan þá hafa veiðiheimildir krókabáta aukist um ríflega 60% vegna þessarar hlut- fallstengingar eða í 34.375 tonn. Fiskveiðiárið 1996-7 var krókabátum í sóknardagakerfi úthlutað 84 sókn- ardögum samkvæmt lögunum. Afli bátanna fór vemlega fram úr viðmiðunum á fiskveiðiárinu og því leit út fyrir að sóknardagar á fisk- veiðiárinu 1997-8 myndi fækka sam- kvæmt því. Fyrir síðasta fiskveiðiár var þannig útlit fyrh- að sóknardagar í línu- og handfærakerfi yrðu 20 tals- ins en bátar í handfærakerfi fengju 26 daga. Samkomulag náðist hins- vegar milli Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegs- ráðuneytisins um nokkra fjölgun sóknardaga. Varð niðurstaðan sú að sóknardögum línu- og handfærabáta var fjölgað um 15 eða upp í 35 daga en sóknardögum handfærabáta um 14 eða upp í 40 daga. Áfram var þó gert ráð fyrir skerðingu daga í sam- ræmi við afla umfram viðmiðanir. Utlit fyrir 9 sóknardaga A síðasta fiskveiðiári nam afli sóknardagabáta í báðum kerfum samtals um 12.524 tonnum eða um 7.364 tonnum umfram áætlaðan heUdarafla bátanna. Því var enn útlit fyrir verulega fækkun sóknardaga. Samkvæmt núgUdandi lögum um veiðar sóknardagabáta í handfæra- kerfi skal sameiginlegur heildarafli bátanna vera samtals um 2.326 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildar- afli sóknardagabáta í svokölluðu línu- og handfærakerfi er samkvæmt lögunum um 444.8 tonn á fiskveiðiár- inu. Samtals er því heildarafli allra sóknardagabáta um 2.771 tonn. Nú eru samtals 277 sóknardagabátar í handfærakerfi en 51 í línu- og hand- færakerfi. Sjávarútvegsráðuneytið auglýsti því, í samræmi við gildandi reglugerð, skerðingu á sóknardögum í samræmi við umframafla og að þeir yrðu aðeins 9 í báðum kerfum á fisk- veiðiárinu 1998-9. Niðurstaðan var þó ekki endanleg og hófust enn viðræður milli ráðu- neytisins og Landssambands smábátaeigenda um hugsanlega fjölgun daga. Fulltrúar smábátaeig- enda hafa haldið fast við kröfu sína um 40 daga lágmarksfjölda sóknar- daga á næsta fískveiðári. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur ekki útilokað aukningu á fjölda sóknardaga en samkvæmt heimildum blaðsins hefur fjölgun sóknardaga verið háð þvi skilyrði að sett yrði þak á heildarafla hvers báts. Þrátt fyrir fjölmarga fundi hefur lítið þokast í samkomu- lagsátt í viðræðunum. Sóknardagafjöldinn þrefaldast Hið nýja frumvarp ríkisstjómar- innar um breytingar á lögum um fiskveiðistjórn sem lagt var fram í kjölfar dóms Hæstaréttar hefur hinsvegar breytt forsendum í viðræðum LS og sjávarútvegsráðu; neytisins um fjölgun sóknardaga. I frumvarpinu er kveðið á um að krókabátar verði færðir inn í afla- hlutdeildarkerfið að loknu aðlögun- artímabili sem stendur til loka fisk- veiðiársins. Samkvæmt bráða- birgðaákvæðum fá sóknardagabátar í handfærakerfi þannig úthlutað 32 sóknardögum á yfirstandandi fisk- veiðiári en sóknardagabátar í línu- og handfærakerfi 26 sóknardögum. Sóknardagarnir verða því meira en þrefalt fleiri miðað við það sem kveð- ur á um í núgildandi lögum. Til mótvægis við fjölgun sóknardaga kveður frumvarpið á um að sett verði 30 tonna hámark á þorskafla hvers báts á fiskveiðiárinu. Miðað við að 328 bátar verði í báðum sókn- ardagakerfum á fiskveiðiárinu og nýti hámarksafla sinn til fulls má reikna með að heildarþorskafli sókn- ardagabáta Verði samtals um 9.840 tonn á fiskveiðiárinu. Það er um 7.069 tonnum meiri afli en kveður á um í núgildandi lögum. 19 þúsund tonn af öðnim teg- undum en þorski í frumvarpi ríkisstjórnarinnar felst, eins og áður sagði, að sóknar- dagabátar gangi inni í aflamarks- kerfið að loknu yfírstandandi fisk- veiðiári. Verður þorskaflahlutdeild þeirra væntanlega um 9 tonn en þeim verður heimilt að eiga viðskipti með aflaheimildir við aðra báta inn- an krókabátakerfisins. Til þessa hafa krókabátar stundað frjálsa sókn í aðrar tegundir en þorsk. Ein veiga- mesta breytingin sem verður á veið- um krókabáta nái frumvarpið óbreytt fram að ganga verður sú að aukategundir, t.d. ýsa, ufsi og stein- bítur, verða bundnar í hlutdeild á næsta fiskveiðiári samkvæmt afla- reynslu. Lagt er til að við úthlutun verði miðað við aflareynslu síðustu þriggja almanaksára. Þegar einn mánuður var eftir af yfirstandandi almanaksári var heild- arafli allra krókabáta orðinn um 51.500 tonn, samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskistofu. Þar af nam þorskaflinn um 38.500 tonnum, sem er nánast sami þorskafli ef miðað er við sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Ysuafli krókabáta jókst hinsvegar um rúm 2 þúsund tonn á tímabilinu, er nú orðinn um 5.100 tonn. Þá hefur steinbítsaflinn aukist verulega, var um síðustu mánaðamót orðinn um 4.500 tonn, samanborið við um 3 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Ufsaafli krókabáta hefur hinsvegar aukist lítillega og er nú rétt íúm 2 þúsund tonn. Skelfilegar afleiðingar fyrir austfirska trillukarla Eins og fram hefur komið ríkir megn óánægja með fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjóm smábáta meðal trillukarla á Vestfjörðum. Gunnar Hjaltason, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, segir breytingarnar einnig hafa skelfileg- ai' afleiðingar fyrir smábátaútgerð fyrir austan nái frumvarpið fram að ganga í óbreyttri mynd. Með því sé fótunum algerlega kippt undan út- gerð sóknardagabáta og verulega þrengt að hagmunum þorskaflahá- marksbáta. Hann segist hinsvegar sannfærður um að gerðar verði gagngerar breytingar á frumvarpinu áður en það verði samþykkt í Alþingi. Ellegar sé smábátaútgerð á Islandi úr sögunni. Búseta á landsbyggðinni í húfi Ámi Jón Sigurðsson, trillukarl á Seyðisfirði, segir það ráðast af fram- vindu málsins næstu daga eða vikum hvort ennþá sé grundvöllur til bú- setu á landbyggðinni. Ef kvótasetja eigi alla smábáta, sé það hreinlega ávísun á að kvótinn verði kominn í eigu fárra stórútgerða innan skamms tíma. Hann segist sjálfur gera út trillu með 68 tonna þorskaflahámarki og sé þannig þokkalega settur í sjálfu sér. „Það kemur hinsvegar mjög illa niðui’ á trillum hér fyrir austan ef settur verður kvóti á aukategundir. Það hefur varla fengist steinbítur á slóðinni hér fyrir austan til fjölda ára og ýsuveiði verið léleg. Við höfum því nánast enga aflareynslu í þessum tegundum. Ef aukategundirnar verða kvótasettar sé ég fyrir mér að næsta skref verði að opna fyrir við- skipti upp í stóra kerfið því stefna stjórnvalda hefur alltaf verið að koma öllum í sama útgerðarformið. Stór hluti trillukarla er kominn yfir miðjan aldur. Þegar þeir hætta út- gerð vilja þeir, eða nánustu aðstand- endur þeirra, gera sem mest verðmæti úr kvótanum. Það verður hinsvegar ekki trillukarlinn í næsta húsi sem kaupir kvótann, heldur stórútgerðir sem vilja og geta borgað fyrir hann nógu margar krónur. Þá er ekki aðeins verið að selja kvóta einstaklinga í hendur sægreifanna, heldur einnig framtíð ungra og duglegra manna sem vilja hefja útgerð," segir Ái'ni Jón. „Umræðan um þetta er reyndar orðin ofar mínum skilningi,“ segir Árni Jón ennfremur. „Þegar virtur háskólaprófessor heldur því fram að 1. grein fiskveiðistjórnunarlaganna sé nánast ómerk, vegna þess að ekki sé til skilgreining á eignarrétti þjóð- ar, er mér eiginlega öllum lokið. Ef ekki vildi svo til að ég er uppalinn á jörð sem þjóðin á, myndi ég að öllum líkindum trúa þessum orðum pró- fessorsins. Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann véfengja þann eig- aiTétt, það er að segja ef ríkið og þjóðin er sami hluturinn. Ríkið hefur undanfarið selt eignir sínar í stói'um stíl en ef eitthvað er að marka pró- fessorinn þá hefur ríkið verið að selja eignir sem það hefur aldrei átt. Frá mínum bæjardyrum grundvall- ast fiskveiðistjórnunarlögin á 1. greininni, það er að þjóðin eigi auðlindina. Annars hefði hún ekki staðið í mörgum þorskastríðum til að veija sinn hag.“ Margt sem orkar tvímælis Þórður Ólafsson, trillukarl á Grenivík, segir margt í frumvarpi ríkisstjórnarinnar orka tvímælis. Þannig eigi samkvæmt því nú í fyrsta skipti að útdeila veiðireynslu að meðaltali yfir einn hóp. Þórður segist hafa valið að gera út í línu- og handfærakerfi, enda hafi aflareynsla hans aðeins numið um 20 tonnum þegar honum var gert að velja á milli kerfanna. Hefði hann farið í þorskaflahámarkskerfið væri viðmiðunin nú komin hátt í 30 tonn, samkvæmt aukningu á þorskveiði- heimildum síðustu árin. Samkvæmt frumvarpinu fengi hann hinsvegar aðeins um 9 tonn á næsta fisk- veiðiári. „Þeir sem voru með minni reynslu en 9 tonn fá þannig viðbót en hinir sem voru með meii'i reynslu fá skerðingu að sama skapi.“ Þórður segist litla aflareynslu hafa í aukategundum verði þær kvóta- settar, enda hafi hann ekkert róið með línu síðastliðið sumar. „Vandinn er mun meiri en flestir gera sér gi'ein fyrir. Kvótakerfið í dag er ein rjúkandi rúst. Nærtækasta dæmið er hvemig er nú farið fyrir rækj- unni. Hún hefur verið kvótasett og þannig bundin í erfðafjötra. En rækjan tekur ekki tillit til þess. Hún hverfur af miðunum þó að hún sé veðsett og kvótasett," segir Þórður. Hefur ekki mikil áhrif á Grímseyinga „Ég held að frumvarpið hafi ekki mikið að segja fyrir smábátaútgerð í Grímsey, enda era þar flestir bátar á þorskaflahámarki og hafa þokkaleg- an kvóta,“ segh' Sæmundur Ólafs- son, trillukarl í Grímsey. Hann segir bátana hinsvegar hafa lélega afla- reynslu í aukategundum og því sjái trillukarlar í Grímsey ekki fram á að geta nýtt sér þær. „Ufsaveiði í kring- um eyjuna hrandi fyrir um fjóram áram en hafði verið mjög góð árin á undan. En það ríður engan bagga- mun fyrir okkur þó þessar tegundir verði kvótasettar því fyrir Norður- landi snúast okkar veiðar um þorsk og ekkert annað, ólíkt því sem gerist á Vestfjörðum þar sem þorskurinn hefur nánast verið aukafiskur hjá mörgum.“ Sæmundur segir að í tillögunum felist að nú megi smábátar veiða út- hlutaðan kvóta í net, í stað línu áður. „Það er stór kostur. Kostnaður við netaveiðar eru aðeins brot af kostnaði við línuveiðar og því verður útgerðin mun hagkvæmari en áður.“ Sæmundur bendir á að óljóst sé um það kveðið í frumvarpinu hver verði staða smábáta í aflamarkskerf- inu, verðj frumvarpið að lögum óbreytt. „í Grímsey eru tvær trillur á aflamarki og hafa þraukað í kerf- inu frá árinu 1984 í von um að staða þeirra verði leiðrétt eftir skerðingar sem þær hafa orðið fyrir. Nú sýnist mér að þessar trillur verði færðai' inn í þorskaflahámarkskerfið. Ef svo er fellur verðmæti á kvóta þeirra um helming. Það er ótækt að mínu mati,“ segir Sæmundur. feSE»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.