Morgunblaðið - 17.12.1998, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Með gleðiraust
og helgum hljóm
TOIVLIST
Geisladiskar
JÓL, JÓL, SKÍNANDI SKÆR
Karlakór Reykjavikur. Stjórnandi:
Friðrik S. Kristinsson. Einsöngv-
arar: Björk Jónsdóttir (sópran),
Signý Sæmundsdóttir (sópran),
Óskar Pétursson (tenór).
Orgelleikari: Hörður Áskelsson.
Trompetleikarar: Ásgeir H.
Steingrímsson, Eiríkur Örn
Pálsson. Hljóðupptaka: Stúdíó
Stemma/ Hljóðmeistari: Sigurður
Rúnar Jónsson. 1998. Skífan ehf.
MEÐ gleðiraust og helgum
hljóm, fallegu og gömlu íslensku
þjóðlagi - einraddað og án und-
irleiks - hefst þessi ágæti
hljómdiskur með jólalögum og
lofsöngvum. Falleg byrjun á
ágætlega velheppnaðri jóla-
söngskrá. Karlakór Reykjavík-
ur sýnir hér enn og aftur að
hann er jafn góður í mildum og
fáguðum söng sem þróttmiklum,
gott jafnvægi milli radda - með
fallegum bassa, heildarhljómur-
inn oft líkur mögnuðu hljóðfæri.
Það er athyglisvert að tveir
bestu karlakórar landsins,
Karlakór Reykjavíkur og Fóst-
bræður, hafa báðir valið sér
unga og vel menntaða stjóm-
endur sem greinilega vinna
mjög gott starf, ekki aðeins
hvað snertir lagaval og sam-
setningu söngskrár, heldur
einnig það sem meira varðar,
mjög fallegan og sterkt mótaðan
söng. Karlakór Reykjavíkur
hefur ekki oft sungið með jafn
miklum og öguðum karakter og
allra síðustu árin undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar.
A þessum hljómdiski eru 17
lög, þekkt og góð - og ágætlega
niður raðað, sem fyrr segir.
Signý Sæmundsdóttir syngur
hér einsöng í Ave Maríu
Schuberts (nr. 6) gullfallega;
einnig í Friði á jörðu eftir Árna
Thorsteinsson (nr. 11). Björk
Jónsdótth' á hér mjög fínan ein-
söng í La Vergine degli Angeli
úr Valdi örlaganna (Verdi - nr.
7) og Ave Maríu Sigvalda
Kaldalóns (nr. 10). Það er full
ástæða til að vekja sérstaka at-
hygli á þessari hlédrægu en frá-
bæru söngkonu. Oskar Péturs-
son er einsöngvari í Allsherjar
Drottinn (Panis Angelicus eftir
Cesar Franck - nr. 15) og 0,
helga nótt (Adams - nr. 16).
Oskar syngur fallega og með
góðri tilfínningu. Og Hörður
Askelsson leikur fallega á orgel
(nema hvað!); og í síðasta lag-
inu, Nú gjaldi Guði þökk, bæt-
ast trompetleikaramir Asgeir
H. Steingrímsson og Eiríkur
Orn Pálsson í hópinn, og munar
um minna!
Hljóðmeistarinn Sigurður
Rúnar Jónsson (Stúdíó
Stemma) hefur einnig unnið hér
vel, allt vel hljómandi. Eindreg-
ið mælt með þessum jólaglaðn-
ingi!
Oddur Björnsson
Dauði og líf takast á
BÆKUR
Harnabók
LJÓNIÐ, NORNIN OG
SKÁPURINN
Höfundur: C.S. Lewis. Þýðing: Krist-
ín R. Thorlacius. Myndir: Pauline
Baynes. Prentvinnsla: Oddi hf. Útgef-
andi: Muninn bókaútgáfa. íslendinga-
sagnaútgáfan 1998. 142 síður.
SVO vinsæl er þessi bók, meðal
íslenzkra unglinga, að frá 1984 er
þetta fjórða sinn sem hún er rétt
fram, og spá mín er, að enn þurfí
prentvélar að snúast, því fá muni
færri en vilja. Svo er um sögur, þá
skáldfákurinn er tekinn til kost-
anna, og Lewis kann þá list, svo
Pegasus slær þann takt, með spori
sínu, að hjörtu taka að slá hraðar af
fögnuði.
Hér segir frá fjórum bömum:
Pétri, Súsönnu, Játvarði og Lúsíu,
sem send eru frá Lundúnum á
sveitasetur prófessors nokkurs. Það
er sem sé stríð, sú brjálsemistíð, er
fullorðnir eru að reyna að leysa
deilumál sín með vopnaskaki. Setur
prófessorsins er afskekkt, en slík
gersemi, að fólk þyrpist þangað, til
þess að fá að sjá lúin gólf og gamla
veggi. Auk fræðaþularins eru þar í
heimili ráðskona og þrjár vinnukon-
ur, þið skiljið allt með hefðarbrag
gærdagsins. Börnin koma auga á
gamlan skáp. Hann verður þeim
ekki aðeins leikfang, - felustaður,
heldur slíkur töfragripur, að helzt
er samlíkingar að leita í austur-
lenzkum teppum í Þúsund og einni
nótt. En stiklum nú gleitt. Börnin
komast, með hjálp skápsins, í
undraheim Jöðu drottningar, þar
sem eilífur vetur ríkir. Hún ekur
um á sleða sínum, nornar skömmin,
heldur öllu í dauðakrumlu sinni, -
ógnvekjandi flagð. Hún nær Ját-
varði, elur á Tyrkjasælu, til að
blekkja hann og villa dómgreind
hans. En börnin kynnast fleiru,
kynnast furðuverum úr hugarheimi
manna, eins og vini Lúsíu fánanum
Túmnusi; líka dulmögnum jarðar,
og ekki skal dýrunum gleymt. Þið
munið, þarna er snjór, og á slíkum
stöðum er ekki furðulegt að rekast
á jólasvein. Hann færir börnunum
gjafír, er reynast, síðar, gulli betri,
- lífgjafir.
Klakaböndin, er tjóðra Narníu
við illsku hinnar Hvítu drottningar,
þrá hin góðu öfl að slíta, grípa land-
ið í fangið og bera það út í sólskinið.
Það tekst, því ljónið Aslan kemur til
hjálpar. Nálægð þess vekur vor á
jörðu, - réttir Narníu sumarskrúð-
ann. Til þess þarf hann að gera
samning við Hvítu drottninguna, -
heita henni Játvarði, en fer í hans
stað, tekst á við dauðadrottninguna
og hefir sigur. Börnin ná heim í höll
prófessorsins, og hlé verður á sögu
um stund.
Þetta er ekki aðeins ævintýri til
skemmtunar, heldur starir sagan í
augu lesandans og spyr: „Ertu
herra þíns lífs eða hégómans
þrælj?“ Holl lesning, hverjum sem
er. Áminning um, að til sumars á
jörðu þarf að vinna, fólk að velja sér
vini í ljósuhlíðum tilverunnar.
Þýðing ákaflega ljúf, á fögru máli.
Myndir listagóðar. Prentverk vand-
að. Þökk fyrir skemmtilega bók.
Sig. Haukur
Skegg og skalli!
BÆKUR
Harnabók
INDJÁNINN í SKÁPNUM
Höfundur: Lynne Reid Banks.
Þýðing: Kristín R. Thorlacius.
Myndir: Robin Jacques. Prent-
vinnsla: Singapore. Útgefandi:
Muninn bókaútgáfa íslendinga-
sagnaútgáfan 1998. 166 síður.
Robert Schumann
TÖNLIST
Guislaplötur
FINNUR BJARNASON OG
GERRIT SCHUIL
Robert Schumann: 25 ljóðasöngvar:
Zwölf Gedichte op. 35, Liederkreis
op. 24, Fjórir söngvar við texta
Heinrichs Heines. Einsöngur:
Finnur Bjarnason. Píanóleikur:
Gerrit Schuil. Útgáfa: Mál og
menning MM 010. Lengd: 67’42.
Verð: kr. 1.999
HIN árstíðabundna geislaplötu-
útgáfa á klassískri tónlist á Islandi
stendur með miklum blóma, bæði
hvað varðar magn og gæði. Það
séríslenska fyrirbæri að útgefend-
ur bóka og geislaplatna taki mik-
inn fjörkipp vikurnar rétt fyrir jól
er að vísu mjög sérkennilegt og að
mörgu leyti óheppilegt bæði fyrir
útgáfufyrirtækin og flytjendur
tónlistarinnar. Þannig er það eig-
inlega fyrst og fremst undir að-
gangshörku og skrumi auglýsinga-
stofanna komið hvaða efni selst
fyrir jólin og hvað ekki. Hætta er á
því að margt úrvalsefni sem gefið
er út nái ekki athygli neytendanna
og verði hreinlega undir í sam-
keppninni. Og er það miður. Ekki
er úr vegi að benda útgefendum
hljómplatna á þá nokkuð augljósu
staðreynd að allir þeir tónlist-
arunnendur sem fá geislaplötu í
jólapakkann sinn eiga líka afmæl-
isdaga sem dreifast nokkuð jafnt
yfír árið!
Ein þeirra geislaplatna sem ég
óttast að fái ekki nægilega athygli í
darraðardansi jólagjafainn-
kaupanna er ný Schumann-plata
þeirra Finns Bjarnasonar og Ger-
rits Schuil.
Mig skortir eiginlega orð til að
lýsa hrifningu minni og aðdáun á
Finni Bjarnasyni og túlkun hans á
þessum snilldarlegu sönglögum
Finnur
Bjarnason
Roberts Schumanns. En Finnur
er ekki eini flytjandinn hér. Lítið
væri varið í góðan söngflutning á
ljóðasöngvum Schumanns ef pí-
anóleikurinn næði ekki að tjá það
sem tónskáldið ætlaði sér. Og það
gerir hann. Gerrit Schuil spilar
glæsilega píanóröddina með mik-
illi nærfærni og fáheyrðum glæsi-
brag. Milli einsöngvara og með-
leikara ríkir fullkomið jafnræði
eins og vera ber í þessum „pí-
anistísku" sönglögum - hvorugur
þeirra lítur á sig sem aðalmann.
En það besta við þetta allt er að
báðir flytjendur víkja fyrir mesta
snillingnum, tónskáldinu Robert
Schumann, sem er að sjálfsögðu í
aðaihlutverki á þessari plötu.
Þannig fara sannir listamenn að.
Óskandi væri að slíkur hugsunar-
háttur ríkti almennt í tónlistar-
geiranum.
Söngur Finns Bjarnasonar er
ákaflega sannfærandi. Hann hefur
óvenju hljómþýða rödd og tækni
sem að mínu áliti er mjög nærri því
fullkomna. Erfitt er að taka eitt
sönglag fram fyrir annað í þessu
sambandi. Það nærtækasta er ef til
vill að nefna lengsta lagið á plöt-
unni, hið magnaða og undurfallega
Stirb, Lieb’ und
Freud’ úr Zwölf Ged-
ichte op. 35 - (nr. 2) og
Mit Myrten und Rosen
(nr. 21) úr
Liederkreis. Þessi tvö
lög eru mér sérlega
minnisstæð, og ekki
síst fyrir snilldarlegt
píanóspil Schuils.
Sönglög Schumanns
eru vægast sagt
óskaplega rómantísk
bæði hvað varðar tón-
mál og texta. Flytj-
endum er mjög hætt
Gerrit við því að fara yfir
Schuil strikið, sérstaklega
þar sem textinn jaðrar
á stundum við að vera ansi væm-
inn (t.d. fyrrnefnt Stirb, Lieb’ und
Freud’!). Þeim Finni og Gerrit
Schuil tekst sem betur fer að lang-
mestu leyti að forðast gildrur yfir-
keyrðrar tilfinningasemi. Helst
mætti nefna Du bist wie eine
Blume (nr. 23) sem er alveg á
mörkunum. En auðvitað er þetta
bara tittlingaskítur gagnrýnand-
ans sem er hræddur við að vera
alltof jákvæður - að kunna ekki
annað en að hrósa.
Það sem skiptir miklu máli í
ljóðasöng, og auðvitað í öllum söng,
er textaframburðurinn. Framburð-
ur Finns er óaðfinnanlegur, gælt
er við hvert atkvæði á sama hátt og
gælt er við hvem tón. Hann á
sannarlega hrós skilið fyrir þennan
þátt í flutningnum.
Hljóðritun Hreins Valdimars-
sonar er mjög fín. Endurómurinn
og hljómrýmið er hæfílega mikið
og jafnvægið milli flytjenda ákjós-
anlegt.
Það er full ástæða til að óska
þeim Finni Bjarnasyni og Gerrit
Schuil til hamingju með vandaða
plötu.
Valdemar Pálsson
MÖGNUÐ ævintýi'asaga.
Hversu margt barnið hefir ekki
rætt við leikfang sitt, átt tal við
brúðu sína, - öllum drottningum
fegri, - nú, eða legginn sem bar þig
um grund og dal, á hýruspori inn í
undrahellinn, hellinn sem aðeins
barnssál getur gert? Á slík ævintýr
minnti þessi bók mig, bernskuna,
þegar dægi'in voru barmafull af sól-
skini, hvorki hríð né regn ... já, ekk-
ert gat í neinu um breytt, - angan
vorsins var með þig í fangi bæði í
draumi vöku og svefns. Og þó er
þetta ekki saga aftan úr grárri for-
tíð, því plastið er fundið upp, þá
hún gerist.
Ómar, snáði í 6. bekk, á afmæli.
Vinur hans Patrekur færir honum
plast-indjána að gjöf. Ekki merki-
leg gjöf í augum Ómars, kannske
ekki heldur baðherbergisskápurinn
er Gylfi, bróðir hans, færir honum.
Þetta var gamall skápur, lúinn, en
með ski'á, - aðeins lykilinn vantar.
Hann finnst þó í gömlu skríni heim-
ilisins, er móðir drengsins hafði
safnað lyklum í. Skrautlegri en allir
aðrir var hann, með undraskegg og
rauðan skúf, enda enginn venjuleg-
ur lykill, kominn til Englands frá
Flórens, sérsmíð skarthirzlu snáð-
ans.
Er afmælisgjafírnar þöfðu verið
bornar í svefnherbergi Ómars, tóku
töfrar ævintýris að ske: Plast-
indjáninn, lokaður inni í skap,
breytist í lifandi veru. Æsist nú
leikur allur, því að Litli-Boli,
indjáninn, gerist heimtufrekur við
„skapara“ sinn, krefst matar; hests;
vopna; brekáns; efnis í langskála,
og þar kemur sögu, fyrst allt var
látið eftir pjakki, að hann heimtar
að gerast foringi, og foringja hæfir
jú að hafa konu sér við hlið. Ómar
nálgast þetta undur af varfærni,
gerir tilraunir, kemst að því, að
seiðurinn nær aðeins til plasthluta,
því líka, að hann gat ákveðið sjálf-
ur, hvort hluturinn allur eða aðeins
brot hans hlaut líf. Já, í fyrstu bar
hann undrið, einn og óstuddur, en
sú kom stund, að hann trúir Patreki
fyiir leyndarmálinu. Sá heillast svo
af töfrunum, að hann heimtar að
eignast kúreka. Ekki eykur það
friðsæld á bæ, því þó saga sé ensk,
þá er hinum ameríska „sannleik"
trúað, að ekki séu hafandi í sama
herbergi indjáni og kúreki. Erjum
fylgja sár, og Tomma sjúkraliða er
þörf inn á sviðið.
Töfra seiðsins magnar höfundur
slíkum stílbrögðum, að þú sleppir
ekki bók, fyrr en lesin er öll. Þai'
kemur líka til, að þýðing Kristínar
er afburðagóð, hugsunin klædd í
sparibúning íslenzks máls, lestur-
inn eykur því smekk fyrir tungu-
taki. Myndir góðar.
Prentverk allt vel unnið. Ævin-
týrabók útgáfunni til sóma.
Sig. Haukur
Nýjar bækur
Ljóð og sögur Þorsteins
frá Hamri í einu bindi
• RITSAFN Þor-
steins frá Hamri er
heildarútgáfa á öllum
verkum hans. Ritsafn-
ið er m.a. gefið út í til-
efni af sextugsafmæli
skáldsins fyrr á þessu
ári, en jafnframt eru
fjörutíu ár liðin frá því
að Þorsteinn sendi frá
sér sína fyrstu Ijóða-
bók, í svörtum kufli.
I kynningu segir
m.a.: „Þorsteinn frá
Hamri er eitt af önd-
vegisskáldum þjóðar-
innar og fáum hefur
tekist eins vel og hon-
um að fella saman forna hefð ríms
og ljóðstafa og frelsi hins óbundna
máls. Ljóðstíll Þorsteins er sér-
stæður og persónulegur, í senn
Þorsteinn frá
Hamri
skáldsins.
Útgefandi er Iðunn. Ritsafn
hógvær og þróttmikill,
og mörg ljóða hans eru
fáguð listasmíð sem
hafa fundið samhljóm
með þjóðinni. Hér eru
saman komnar í einu
bindi allar ljóðabækur
skáldsins, þrettán að
tölu, en einnig skáld-
sögur hans þrjár, Him-
inbjargarsaga, Haust í
Skírisskógi og Mötull
konungur, og sögu-
þátturinn Hallgrímur
smali og húsfreyjan á
Bjargi."
Njörður P. Njarðvík
ritar formála um verk
ið er 673 bls., prentað í Prisma-
Prentbæ ehf. Verð: 6.980 kr.