Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ sokkabuxur fást í öllum helstu stórmörkuðum Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. Skrifbord 27.400,- Fatlaður - hvað er nú það? SAMKVÆMT Orða- bók Menningai'sjóðs frá 1963 er fótluð mann- eskja sá eða sú „sem ber sýnileg merki sjúk- dóms eða meiðsla“. I út- gáfunni frá 1988 er sama skilgreining og síðan er bætt um betur og tvær nýjar skilgrein- ingar koma fram; „for- fallaður“ og „fjölfatlað- ur“. Sé flett upp orðinu „fótlun" kemur í ljós að það orð er ekki til í fyrri útgáfunni en í þeirri síð- ari er það sagt merkja „að vera fatlaður"! Sé flett í ensk-ís- lenskri orðabók, sem Margeir Steinar Karlsson ísafoldar- prentsmiðja gaf út 1976, kemur í ljós að orðið „handicap" er þýtt sem „hindrun" en orðið „disabled" er þýtt sem „óverkfær". Ensk-íslenska orðabókin sem Örn og Örlygur gáfu út 1984 þýðir orðið „handicap" sem „fótlun, ágalli, líkamslýti, hindrun, annmarki" og orðið „disable" sem „óvinnufær, fatlaður, bæklaður“. Astæða þess að ég byrja á því að sýna lesendum hvernig orðabækur skilgreina fötlun er sú að ég er nokkuð viss um að mjög margir vita ekki hvað þetta orð þýðir. En gefa þessar tilvitnanir rétta mynd? Eru t.d. allar fatlanir sýnilegar? Eru all- HSM pappírstætarar Leiðandi merki - Margar stærðir Þýzk gæði - Örugg framleiðsla HSM38G hsmIo m/vsk. 33.707 m/vsk. 52.544 m/vsk. 89.563 m/vsk. Kr. 123.685 m/vsk'. 'MgL)*. nsTvniDSsoN hf. Skipholti 33,105 Reykjavík, simi 533 3535 ir fatlaðir forfallaðir eða óvinnufærir? Þekkingarleysi/ fordómar? Kannski er í þessum tilvikum þekkingar- leysi um að kenna? Ef jafn virðulegar bækur og hér hefur verið vitn- að í nota slíkar skil- greiningar hverju er þá hægt að búast við af al- menningi? Það er endalaust hægt að velta sér upp úr spurn- ingum af þessu tagi. Allir vita að þekkingar- leysi. skapar fordóma og jafnvel hræðslu við hið óþekkta. Viðhorf fólks til fatlaðs einstak- lings getur oft verið æði misjafnt Um gífurlegt þekking- arleysi, segir Margeir Steinar Karlsson, og þar af leiðandi for- dóma gagnvart fötluðu fólki er að ræða. eins og gengur. Hið almenna viðhorf stafar að mínu mati fyrst og fremst af fordómum. Algengt er að fólk, af öllum stærðum og gerðum, jafnt böm sem fullorðnir, snúi sig næst- um því úr hálsliðnum við það eitt að horfa á eftir fótluðu fólki. Þannig lagað gerist t.d. oft í Kringlunni. Óvísindaleg athugun Sumarið 1993 fór ég til Englands í enskuskóla. Það var mjög gaman og lærdómsríkt og kynntist ég þar mörgu skemmtilegu og góðu fólki. Eg var eini fatlaði nemandinn í skólanum og af því tilefni ákvað ég að gera smá könnun á viðhorfi fólks í minn garð. Fólk sem ég hitti og spjallaði við spurði mig oft af hverju ég gengi um á hækjum. Sumum sagði ég sannleikann þ.e. að ég hefði fæðst tveimur og hálfum mánuði fyrir tímann og orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Öðrum svaraði ég því til að ég hefði lent í bílslysi. Þeir sem ég sagði sannleikann héldu yfirleitt sína leið eða sneru sér að öðru. Fæstir þeirra töluðu við mig aftur. En þeir sem ég sagði að ég hefði lent í bílslysi töluðu flestir ef ekki allir við mig aftur og voru góðir kunningjar mínir þann tíma sem ég dvaldi í Englandi. Þessa könnun hef ég einnig gert hér á íslandi, þegar ég hef hitt nýtt fólk, nær undantekningarlaust með sama árangri. Þetta þótti mér og þykir enn þann dag í dag alveg stórmerkileg- ar niðurstöður og hef auðvitað velt fyrir mér viðbrögðunum. Heldur fólk að þar sem ég hlaut þennan skaða í fæðingu sé augljóst að hann valdi því að ég geti ekki haldið uppi vitrænum samræðum? Væri meira „spennandi" ef ég hefði hlotið ör- kuml á fótum í bílslysi? Niðurstöð- urnar sýna að mínum dómi, svo ekki verður um villst, að um gífurlegt þekkingarleysi og þar af leiðandi fordóma gagnvart fötluðu fólki er að ræða. Er ekki kominn tími til þess að breyta viðhorfi og hugsun- arhætti þess fólks sem hugsar svona? Er ég annars flokks persóna af því fætur mínir eru ekki heil- brigðir? Hver getur dæmt um hvaða eiginleikar eða persónuein- kenni eru dýrmæt? Er e.t.v. hægt að meta manngildi eftir heilbrigði líkamans? Höfundur er bankastarfsmaður og í hópi sem fjallar um fordóma í verkefninu „Reykjanesbær á réttu róli“. OMEGA OMEGA-úrin eru enn í gangi frá síðustu öld Garðar Ólafsson úrsmiður Lækjartorgi, s. 551 0081. ® htff[ Síðumúla 37 S. 588-2800 -108 Reykjavik - Fax 588-2801
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.