Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 86

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 86
86 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nýlega fóru fram tökur á kvikmyndinni 101 Reykjavík á Snæfells- nesi. Þorlákur Einars- -----------------n---- son og Friðrik Orn fylgdust með. . HITINN var sumum ofviða og ^ leituðu þeir svölunar í Búða- höfn. Ljósmyndir/Friðrik Örn ÞYRLAN steypir sér fram af hengiflugi Snæfeilsjökuls, Svaðilför á Snæfellsifik”! ÞEGAR leikmannsaugað horfir á kvikmynd er það frek- ar grunlaust um allt það um- stang sem fylgir einni „ein- faldri“ kvikmyndatöku. Blaða- maður fékk á dögunum að kynnast öllu umstanginu er liann slóst í för með tökufólki kvikmyndarinnar 101 Reykja- vík á Snæfellsjökul. Ráfar um Snæfellsjökul Snæfellsjökull er býsna langt frá sögusviði kvikmyndarinnar sem gerist að mestu, eins og tit- illinn gefur til kynna, innan marka póstnúmersins. _ Atriðið sem tekið var á Snæ- fellsjökli er hvort tveggja í senn upphafs- og lokaatriði myndar- innar. Enga hliðstæðu þessa er að finna í skáldsögunni sjálfri eftir Hallgrím Helgason heldur er þetta skáldleg viðbót við hana í kvikmyndahandritinu. Svo engri hulu sé svipt af inni- haldi myndarinnar skal segja sem fæst um atriðið. Það skal þó sagt að í því ráfar aðalper- sónan Hlynur Björn, sem leik- inn er af Hilmi Snæ Guðnasyni, um Snæfellsjökul og hugsar sinn gang. Blautur og hrakinn - V Myndatökufólkið var ferjað upp á jökultopp á snjósleðum og kom upp búðum þar. Það mátti þó bíða daglangt meðan verið var að taka atriði úr lofti. Hilmir Snær fékk það kalda hlutskipti að ferðast í þyrlu og vera hent út hingað og þangað um jökul- inn til þess að ganga á honum í jakkafötum og blankskóm. Leik- listin er ekkert sældarlíf og tek- ur sinn toll því að þegar Ioks kom að nærmyndatökum á jök- ultoppnum var aðalleikarinn JMautur og hrakinn eftir erfíði ^ðagsins, veikur og vökvi lak úr eyrum hans. Erfíðið var þá rétt hafið því að hann þurfti sökum myndar- innar að leggjast aftur og aftur á ískaldan jökulinn og láta gervirigningu og manngerða snjóhríð dynja á sér. Þessu var Svo framhaldið til sólarlags en DANSKIR ferðalangar áðu við rætur Snæfellsjökuls grunlaus- um allt það umstang sem fram fór á tindinum. UMFANGSMIKILL tækjabúnaður þakti jökultoppinn. REBEKKA Austmann Ingimundardóttir hlúir að andlitsfarða aðal- Ieikarans, Hilmis Snæs Guðnasonar. VEÐRIÐ lék við fbúa Snæfellsness, unga sem aldna, daginn sem tökur fóru fram og notuðu margir tækifærið og léku sér á ströndinni á Búðum. þá var kvikmyndafólkinu veitt stutt hvíld þar til sól risi á ný og hægt væri að halda tökum áfram. Þor og þróttur Dugurinn keyrði þó þreytt fólkið áfram og hélt það aftur á jökulinn eldsnemma morguns enda þýðir ekkert droll í kvik- myndagerð enda er í þeim geira tími peningar með réttu. Blaða- maður dáðist að dug, þor og þrótti kvikmyndamannanna og LEIKSTJÓRINN Baltasar Kor- gerir ráð fyrir að hvfld þeirra sé mákur stígur um borð í þyrlu ljúf eftir erfiða tökudaga á ann- til að sljórna myndatöku. an mánuð.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.