Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 78

Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 78
78 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sumarlína SVO-merkisins mynduð af franska ljósmyndaranum Camille Ljósmyndir/Camille Vivier Vivier. Golfar- inn Jordan ►MICHAEL Jordan er ekki alveg jafn lunkinn í golfinu og i körfuboltanum forðum _ daga en samt hefur honum ^ tekist að ná ágætis árangri í íþróttinni. Hann keppti sem áhugamaður á opnu móti at- vinnumanna LaSalIe-bankans í Chicago og var það fyrsta atvinnumannamótið sem hann tekur þátt I. Eins og sjá má á myndinni var hann ekki í sáttur við að missa marks í sjöttu holu. Quarashi gefur út smáskífu á mbi.is List og tíska saman Morgunblaðið/Árni Sæberg Quarashi-meðlimir og borgarstjóri voru samtaka í útgáfu „Stick’em Up“ í gær. QUARASHI ásamt Morgunblaðinu á Netinu, mbl.is, og Japis gaf út smá- skífu sveitarinnar á Netinu í gær og fór atburðurinn formlega fram á Hard Rock Café. Lagið Stick’em Up er gef- ið út á MP3-sniði, sem er vinælasta dreifmgarform tónlistar á Netinu í dag. Gestir mbl.is geta því endur- gjaldslaust sótt sér lagið, spilað á eig- in tölvu og jafnvel brennt á disk með geisladiskabrennara. Líka er hægt að sækja umslag smáskífimnai-, prenta út og setja í geisladiskahylki. Þetta er í fyrsta sinn sem útgáfu geisladisks er þannig háttað hér á landi. Merkileg tækni sem hjálpar Ingibjörg Sólrún varð sú fyrsta til að sækja lagið. Hún óskaði frum- kvöðlunum í Quarashi til hamingju með þetta framtak, „þessa nýju hlið á mjög merkilegri tækni sem á eftir að hjálpa grasrótarhljómsveitum að koma sér á framfæri án milliliða, og gefa fólki beinni aðgang að tónlist en verið hefur hingað til.“ Stefán Ingólfsson, samstarfsaðili Nýjung- í tónlistar- útgáfu Quarashi, segir þá félaga hafa lang- að til að gefa út smáskífu, en þær beri sig ekki kostnaðarlega lengur. Að gefa út eitt lag á Netinu sé leið- in til að gefa þeim sem síðar kaupi plötuna ókeypis sýnishorn. „Þessi miðill er einstakt tækifæri fyrir hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri á erlendum og inn- lendum markaði. Við völdum mbl.is því við vildum hefja þetta með traustum aðila, í samráði við hags- munasamtök tónlistarmanna og hafa þetta mjög jákvætt frá upp- hafi. Það er nauðsynlegt að gefa þessari útgáfu góða ímynd vegna sjóræningjaútgáfunnar." Formaður Félags tónskálda og textahöfunda, Magnús Kjartans- son, segir að hingað til hafí menn gefíð fólki kost á að heyra búta úr lögum á heimasíðum. „Þetta er hins vegar í fyrsta skipti að lag er hrein- lega gefið út opinberlega með þess- um hætti. Og ég fagna að það sé gert með jafn stórum og ábyggileg- um aðila eins og Morgunblaðinu. Þetta mun ugglaust verða miklu meira og það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig málum vindur fram.“ - Verða heilu diskarnir seldir á þennan hátt á Netinu í framtíðinni? „Tónlist, bókmenntir og fleiri listir sem henta Netinu verða þar til fyrir þá sem vilja. En aftur á móti er langt í það að fólk vilji sleppa þeirri skemmtun að fara í búðir. Þetta verður viðbót, og það er von okkar að á næstu árum verði þetta mest gert til kynningar og þannig kjörið tækifæri fyrir lista- menn að koma sér að, því milliliða- SÍÐASTI dagur tískuvikunnar í New York er í dag og þá verður kynnt sumarlína SVO, hönnuð af Lindu Björg Amadóttur sem ís- lenska tískufyrirtækið Crylab framleiðir. Sýningin verður haldin í 5.000 fermetra húsnæði Fantastic Planet og skipulögð í samvinnu við Steven Allen, umboðsaðiia SVO í Banda- ríkjunum og Japan. Fleiri merki sýna sumarlinu sem allar eiga það sameiginlegt að hönnuðir þeirra eru ungir, ferskir og vinna á gráa svæðinu milli listar og tísku, þótt þeir séu ólíkir þegar kemur að hugmynda- og fagurfræði. Við sýn- ingamar verða því tónlist, sögur, ljósmyndir, myndband og fleiri form listarinnar notuð til að koma fatnaðinum á framfæri. Uppsetning SVO-sýningarinnar er unnin í samvinnu við Gus Gus og verður sýningarstúlkunum sem ganga á hlaupabretti varpað upp á sýningartjald þar sem íslenskt um- hverfí og landslag verður bak- grunnurinn. Frægir plötusnúðar sjá um tónlistina og þannig verður list, tisku og dansmenningu gerð skil í þessari sórstöku sýningu. SVO hefur þegar fengið góðar viðtökur á Bandaríkjamarkaði og búist er við sterkum viðbrögðum kaupenda úr tískuheiminum. „Þeir kaupendur sem hafa verið að koma inn í tiskuvikunni hafa bmgðist mjög sterkt við h'nunni og fínnst hún alveg frábær,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir hjá Crylab. „Og eiginlega búumst við við sölusprengju í kjölfar sýning- vélin er stór, þung og fjárþurfí." iiijif IBI iTjBÉ Sumarlína SVO kynnt í New York

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.