Morgunblaðið - 18.09.1999, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 18.09.1999, Qupperneq 78
78 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sumarlína SVO-merkisins mynduð af franska ljósmyndaranum Camille Ljósmyndir/Camille Vivier Vivier. Golfar- inn Jordan ►MICHAEL Jordan er ekki alveg jafn lunkinn í golfinu og i körfuboltanum forðum _ daga en samt hefur honum ^ tekist að ná ágætis árangri í íþróttinni. Hann keppti sem áhugamaður á opnu móti at- vinnumanna LaSalIe-bankans í Chicago og var það fyrsta atvinnumannamótið sem hann tekur þátt I. Eins og sjá má á myndinni var hann ekki í sáttur við að missa marks í sjöttu holu. Quarashi gefur út smáskífu á mbi.is List og tíska saman Morgunblaðið/Árni Sæberg Quarashi-meðlimir og borgarstjóri voru samtaka í útgáfu „Stick’em Up“ í gær. QUARASHI ásamt Morgunblaðinu á Netinu, mbl.is, og Japis gaf út smá- skífu sveitarinnar á Netinu í gær og fór atburðurinn formlega fram á Hard Rock Café. Lagið Stick’em Up er gef- ið út á MP3-sniði, sem er vinælasta dreifmgarform tónlistar á Netinu í dag. Gestir mbl.is geta því endur- gjaldslaust sótt sér lagið, spilað á eig- in tölvu og jafnvel brennt á disk með geisladiskabrennara. Líka er hægt að sækja umslag smáskífimnai-, prenta út og setja í geisladiskahylki. Þetta er í fyrsta sinn sem útgáfu geisladisks er þannig háttað hér á landi. Merkileg tækni sem hjálpar Ingibjörg Sólrún varð sú fyrsta til að sækja lagið. Hún óskaði frum- kvöðlunum í Quarashi til hamingju með þetta framtak, „þessa nýju hlið á mjög merkilegri tækni sem á eftir að hjálpa grasrótarhljómsveitum að koma sér á framfæri án milliliða, og gefa fólki beinni aðgang að tónlist en verið hefur hingað til.“ Stefán Ingólfsson, samstarfsaðili Nýjung- í tónlistar- útgáfu Quarashi, segir þá félaga hafa lang- að til að gefa út smáskífu, en þær beri sig ekki kostnaðarlega lengur. Að gefa út eitt lag á Netinu sé leið- in til að gefa þeim sem síðar kaupi plötuna ókeypis sýnishorn. „Þessi miðill er einstakt tækifæri fyrir hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri á erlendum og inn- lendum markaði. Við völdum mbl.is því við vildum hefja þetta með traustum aðila, í samráði við hags- munasamtök tónlistarmanna og hafa þetta mjög jákvætt frá upp- hafi. Það er nauðsynlegt að gefa þessari útgáfu góða ímynd vegna sjóræningjaútgáfunnar." Formaður Félags tónskálda og textahöfunda, Magnús Kjartans- son, segir að hingað til hafí menn gefíð fólki kost á að heyra búta úr lögum á heimasíðum. „Þetta er hins vegar í fyrsta skipti að lag er hrein- lega gefið út opinberlega með þess- um hætti. Og ég fagna að það sé gert með jafn stórum og ábyggileg- um aðila eins og Morgunblaðinu. Þetta mun ugglaust verða miklu meira og það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig málum vindur fram.“ - Verða heilu diskarnir seldir á þennan hátt á Netinu í framtíðinni? „Tónlist, bókmenntir og fleiri listir sem henta Netinu verða þar til fyrir þá sem vilja. En aftur á móti er langt í það að fólk vilji sleppa þeirri skemmtun að fara í búðir. Þetta verður viðbót, og það er von okkar að á næstu árum verði þetta mest gert til kynningar og þannig kjörið tækifæri fyrir lista- menn að koma sér að, því milliliða- SÍÐASTI dagur tískuvikunnar í New York er í dag og þá verður kynnt sumarlína SVO, hönnuð af Lindu Björg Amadóttur sem ís- lenska tískufyrirtækið Crylab framleiðir. Sýningin verður haldin í 5.000 fermetra húsnæði Fantastic Planet og skipulögð í samvinnu við Steven Allen, umboðsaðiia SVO í Banda- ríkjunum og Japan. Fleiri merki sýna sumarlinu sem allar eiga það sameiginlegt að hönnuðir þeirra eru ungir, ferskir og vinna á gráa svæðinu milli listar og tísku, þótt þeir séu ólíkir þegar kemur að hugmynda- og fagurfræði. Við sýn- ingamar verða því tónlist, sögur, ljósmyndir, myndband og fleiri form listarinnar notuð til að koma fatnaðinum á framfæri. Uppsetning SVO-sýningarinnar er unnin í samvinnu við Gus Gus og verður sýningarstúlkunum sem ganga á hlaupabretti varpað upp á sýningartjald þar sem íslenskt um- hverfí og landslag verður bak- grunnurinn. Frægir plötusnúðar sjá um tónlistina og þannig verður list, tisku og dansmenningu gerð skil í þessari sórstöku sýningu. SVO hefur þegar fengið góðar viðtökur á Bandaríkjamarkaði og búist er við sterkum viðbrögðum kaupenda úr tískuheiminum. „Þeir kaupendur sem hafa verið að koma inn í tiskuvikunni hafa bmgðist mjög sterkt við h'nunni og fínnst hún alveg frábær,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir hjá Crylab. „Og eiginlega búumst við við sölusprengju í kjölfar sýning- vélin er stór, þung og fjárþurfí." iiijif IBI iTjBÉ Sumarlína SVO kynnt í New York
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.