Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptaráðherra segir sjálfstæði Fjárfestingarbankans tryggt Lagasetning um dreifða eignaraðild óþörf FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra er mjög ánægður með hvernig hefur tekist til með söluna á Fjár- festingarbanka at- vinnulífsins. „Þær hrakspár sem menn voru með í upphafi hafa ekki ræst. Okkur hefur tekist að tryggja dreifða sölu á bankanum til sterkra aðila sem eru starf- andi á þessum mark- aði. Okkur hefur einnig tekist að tryggja sjálfstæði bankans til framtíðar. Það þýðir að hann mun geta veitt öðrum bönkum harða samkeppni með þeim afleiðingum að vextir og kostnaður á fjármagnsmarkaðnum mun fara lækkandi. En það sem er einna mikilvægast í þessu öllu saman er að okkur hefur tekist að fá hærra verð fyrir bankann en nokkur þorði að vona í upphafi. Þessi sala og sú fyrri hefur skilað þjóðinni tæpum 15 milljörðum króna.“ Aðspurður hvort stjórnvöld muni setja lög til að dreifa eignar- aðild með bréf bank- ans á eftirmarkaði svaraði Finnur að hann telji að ekki þurfi að koma til þess. „Þegar þeir fjárfestar sem hafa keypt í bankanum eru skoð- aðir sést að þeir eru ótengdir og eru í sam- keppni hver við annan á öðrum sviðum. Þetta eru fyrst og fremst fagfjárfestar og ég held að þeir muni passa upp á það sjálfir að enginn einn fjárfestir verði ráð- andi í bankanum. Þegar reynslan af sambærilegri einkavæðingu ríkisstofnana er skoðuð í Danmörku og Sviþjóð kemur í ljós að dreifð eignaraðild hefur haldist á eftirmarkaði.“ Fjármagnsmarkaður á íslandi ekki nógu þróaður Þegar það spurðist út að ríkið ætlaði að selja hlut sinn í bankan- um kom upp orðrómur um að er- lendir fjárfestar sýndu bréfunum áhuga. Finnur telur að það hefði getað verið spennandi kostur að fá erlenda fjárfesta og fjármálastofn- anir inn í bankakerfið en það að engin formleg tilboð hafi borist í Fjárfestingarbankann sýni fyrst og fremst að íslenskur fjármagns- markaður er ekki enn orðinn nógu þróaður. „Erlendir fjárfestar sýna okkur ekki enn nægilega mikinn áhuga. En þróunin hér er hröð og það mun breytast í náinni framtíð. Það er að vísu ekki enn útséð með það að erlendir aðilar eigi eftir að koma inn í bankann á eftirmark- aði. Hvað erlendar fjármálastofn- anir varðar kjósa þær yfirleitt að kaupa ráðandi hlut en því var ekki að skipta núna þar sem við lögðum megináherslu á dreifða eignarað- ild.“ Þurfum stærri og öflugri banka Finnur segir að öll framgangan við sölu Fjárfestingarbankans sé glöggt og gott dæmi um vel heppnaða einkavæðingu. „Næsta skref er að leita hagræðingar- möguleika á markaðnum. Það er ljóst að við þurfum stærri og öfl- ugri banka en nú er. Það sést meðal annars á þeim vandræðum sem Landsbankinn lenti í við að greiða fyrir sameiningu SIF og IS. Vegna þess hve hið sameinaða fyrirtæki var stórt átti bankinn í erfiðleikum með að veita því þá þjónustu sem það þurfti vegna al- þjóðlegra skuldbindinga um hve bankar mega lána mikið út af eig- in fé sínu. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hér á landi eru orðin það stór að þau þurfa stærri banka til að geta sinnt þörfum þeirra. Því markmiði náum við með hagræð- ingu.“ Bjarni Ármannsson Ovissutíma- bilinu lokið Finnur Ingólfsson Forsætisráðherra um sölu FBA Anægður með að ná settum markmiðum „ÉG ER afar ánægður því ef allt fer fram sem horfir þá nást þau markmið sem við sett- um okkur, að fá fullt verð fyrir hlut ríkisins í bankanum,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra um þá ákvörðun fram- kvæmdanefndar urn einkavæðingu að taka tilboði fjárfesta í 51% hlut ríkisins í FBA. „Ég held að það sé mat manna að verðið sé gott fyrir ríkið,“ sagði hann. „Þetta þýðir að ríkið nær sínum markmiðum að selja 51% hlut sinn í bankanum á fullu verði,“ sagði Davíð. „Málið hefði getað þróast svo að í'íkið hefði verið með verðlitla vöru í sínum bréfum. I annan stað setti ríkið ákveðnar reglur um lágmarks eignadreifingu í þeim hluta, sem það seldi núna og ef ég skil þær fréttir rétt, sem borist hafa og menn hafa staðfest sjálfir, þá er eignadreifingin ennþá meiri en lágmarkskrafa ríkisins var. Þannig að það markmið hefur líka náðst miðað við þá stöðu sem upp var komin. Því má segja að öll þau markmið sem ríkið setti sér þegar við gripum inn í málið á sínum tíma hafi náðst og ég er afskaplega ánægður með það.“ Þekktir og reyndir fjárfestar Um þær athugasemdir, að hætta væri á að eignarhald dreifðist á færri hendur í eftirsölu hlutabréfa í FBA, sagði forsætisráðherra að rétt væri að átta sig á því að margir fjárfest- anna sem að kaupunum á FBA koma hefðu víð- tæka reynslu og væru þekktir fjárfestar. „Þetta höfum við séð í Islandsbanka og víða. Það er ekkert endilega fyrirséð að þessir aðil- ar muni láta frá sér sinn hlut og að hann muni þess vegna safn- ast á fárra manna hendur. Ég tel engar líkur á því sérstaklega í þessu dæmi en svona um almennt framhald þá held ég að menn eigi aðeins að huga að því og skoða það meðal annars í þinginu hvort rétt sé að setja reglur, sem ná megi sátt um, sem tryggi að eignarhald verði jafnan dreift. Ég er fylgjandi því,“ sagði Davíð. Ljóst væri að efna- hags- og viðskiptanefnd tæki það mál til skoðunar. „Þetta er mesta einkavæðing sem hefur verið farið í af hálfu rík- isins,“ sagði Davíð. „Við munum fylgjast með þróuninni á þessum markaði í framtíðinni en mér sýnist að eins og mál hafa þróast sé ólík- legt að eignaraðild færist á fárra hendur.“ Davíð sagðist ekki hafa orðið var við upphlaup á Alþingi eftir að niðurstaða um sölu bankaps lá fyrir þrátt fyrir hrakspár. „Ég held að menn sjái að það hefur ver- ið staðið skynsamlega að málum,“ sagði hann. Davíð Oddsson BJARNI Ármanns- son, forstjóri FBA, segist vera ánægður með að sala á hlut rík- isins skuli vera komin í höfn og að óvissutíma- bilinu sé lokið. Benti hann á að rétt tvö ár væru síðan formlega var farið að ganga í samruna sjóð- anna og FBA tók síð- an til starfa í janúar 1998. Nú væri ríkis- stjómin, sem gagn- rýnd var fyrir að stofna FBA, búin að fá í sínar hendur tæpa 15 milljarða króna og tvær mjög vel heppnaðar einka- væðingar. „Eftir situr sjálfstæður aðili á fjármálamark- aði, sem er fjárhags- lega sterkur og burð- ugur og þess fullbú- inn að takast á við frekari uppstokkun í viðskiptalífinu," sagði Bjarni. Bjarni seldi hlut sinn í FBA í haust af persónulegum ástæð- um og sagði hann að sú sala hefði ekki ver- ið tákn um minnkandi traust sitt á bankan- um. Kaup sín nú þýddu að hann ætlaði að taka af fullum krafti þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan væri og leggja allt sitt að veði. Bjarni Ármannsson Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Colt 1600. Nýskráður 19.03.1999. Ekinn 9.000 km, 5 gíra, 16“ álfelgur, spoiler-kit, CD, aukahátalarar. Ásett verð kr. 1.450.000 Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. 12-16 , BfLAÞING HEKLU A/i/mc-r e-Hf 'í no-foZvm bíivirJ Laugavegi I74,105 Reykjavík, sími 569-5500 VVVVVV.bílE.illLUG.L£ <•' VVVVVV.bLluUlLLlU.LS VVVVVV.bLlc.UlLliy.Lb' Björk Guðmundsdóttir síðasti Bröste-verðlaunahafínn Hefur náð til hinna yngri sem eldri með bjartsýni og lífskrafti BJÖRK Guðmundsdóttir tónlist- armaður hlaut Bjartsýnisverð- laun Bröstes á laugardag. Veitti hún verðlaununum viðtöku í Salnum í Tónlistarhúsi Kójpavogs úr hendi forseta Islands, Olafs Ragnars Grímssonar, en embætti forseta Islands er verndari verð- launanna. Verðlaunin, sem eru 550 þús- und íslenskar krónur voru veitt í nítjánda og jafnframt síðasta sinn á laugardag, en stofnandi verðlaunanna, Peter Bröste stofnaði þau árið 1981 fyrir þá ís- lensku listamenn sem þótt hafa framúrskarandi. Að lokinni verðlaunaafhend- ingunni sagði Björk Guðmunds- dóttir í stuttu samtali við Morg- unblaðið, að hún væri mjög hrærð vegna viðurkenningarinn- ar og sér hefði komið á óvart sá heiður sem henni væri auðsýndur með verðlaununum. Sagðist hún ennfremur alltaf verða jafnhissa á því þegar fólk sýndi verkum hennar áhuga. Unnið af einurð að list sinni Vigdfs Finnbogadóttir, sem sæti á í dómnefnd Bjartsýnisverð- launa Bröstes, gerði grein fyrir vali dómnefndarinnar og sagði þá m.a. að enginn listamaður öðlað- ist viðurkenningu samtíðar sinn- ar öðruvísi en að vinna af einurð að Iist sinni með sterka t.iltrú á mátt hennar og megin. Hefði Björk sýnt að henni væri gefin sú einurð frá því hún steig kornung fram á sviðið, jafnframt því að Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson Frá afhendingu 19. Bröste-verðlaunanna á laugardag. Frá vinstri: Pet- er Bröste, stjórnarformaður P. Bröste a/s, Björk Guðmundsdóttir verðlaunahafi og forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. búa yfir cinstakri tónlistargáfu. Hefði Björk farið sínar eigin leið- ir allan sinn feril og skapað sinn eigin stíl. Hefði hún með seiðandi tónlist sinni, bjartsýni og lifs- krafti náð til eldri kynslóðarinn- ar, sem hinnar yngri. Daninn Peter Bröste hefur átt viðskipti við íslendinga í um 30 ár. Býr hann sig nú undir að fara á eftirlaun og hyggst, selja fyrir- tæki sitt eða a.m.k. hluta þess og því mun hann ekki framar leggja til verðlaunin, sem veitt hafa ver- ið í hans nafni ár hvert siðan árið 1981. í tilefni þess að verðlaunin voru veitt í siðasta skipti komu nokkrir listamenn, sem hlotið hafa verðlaunin á liðnum árum og heiðruðu Peter Bröste með sérstakri hátíðardagskrá. Við athöfn á Bessastöðum á laugardag sæmdi forseti íslands Bröste stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Unibank GUJMlJNDGDÖmR ífffí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.