Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landvernd efndi til ráðstefnu um umhverfísmál á 30 ára afmæli sínu Jim Smart Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði að baráttan gegn mengun í höfunum væri forgangsverkefni stjórnvalda í umhverfismálum. Við borðið sitja Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður. Eigum ekki að draga úr kjarkmiklum umhverfistillögum Landvernd gekkst fyrir afmælisráðstefnu um helgina undir yfír- skriftinni Umhverfís- og náttúruvernd á Islandi í 30 ár, árangur og staða, mistök og möguleikar. Örn Arnarson sat ráðstefnuna, en þar kom fram að margt hefði áunnist í umhverfisvernd á síð- ustu áratugum. Stjórnvöld voru hins vegar gagnrýnd fyrir stefnu í málefnum hálendisins. Góð aðsókn var á ráðstefnu Landverndar, en samtökin eru 30 ára um þessar mundir EIN markverðasta breyting- in sem hefur verið á stjórn- málum á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum er hin aukna áhersla á umhverfísmál. Þessi áhersla á rót sína að rekja í gras- rótarhreyfingum sjöunda áratug- arins en síðan þá hefur grasrótin vasið upp í fjöldahreyfingar sem setja mark sitt á stjórnmálaum- ræðu bæði innanlands og á alþjóða- vettvangi í síauknum mæli. I þeim erindum sem voru flutt á ráðstefnu Landverndar kom fram mikil áhersla á að alþjóðlegt samstarf, hvort sem það væri í formi bind- andi alþjóðasamninga eða lauslegri milliríkjasamninga, hefði skilað miklum árangri í umhverfismálum hér á landi. En þrátt fyrir það væri langt í land og alvarleg vandamál blöstu við. Ráðstefna Landverndar hófst á ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra. Hún byrjaði á því að óska samtökunum til hamingju með árin þrjátíu og sagði að hið unga umhverfisráðuneyti hlyti að líta til samtaka eins og Landvemd- ar vegna hinnar miklu reynslu sem þar hefði safnast gegnum árin. Siv sagði að samtökin hefðu aldrei ver- ið öflugri en nú og vildi eindregið sjá þau eiga meira samstarf við stjórnvöld. I máli ráðherrans kom fram að eitt af mikilvægustu verkefnunum um þessar mundir væri að tryggja sjálfbæra ferðaþjónustu. Allar spár væm um fjölgun ferðamanna til landsins og þess vegna þyrfti að tryggja að ágangur þeirra hefði ekki í för með sér skemmdir á náttúruperlum. Siv velti fyrir sér hvort það væri ekki rétt að ferða- þjónustan borgaði fyrir þann kostnað sem slíkar aðgerðir hefðu í för með sér. Nokkur mikilvægustu framfara- skrefín komu að utan Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, sagði að ástand umhverfísmála hér á landi væri viðunandi þegar tölur um mengun hér á landi væru bomar saman við tölu frá nágrannaþjóð- unum. En þrátt fyrir það sagði hann að losun mengunarefna væri að aukast hér á landi meðan aðrar þjóðir væru að minnka við sig og það væri áhyggjuefni, sérstaklega í Ijósi þess að stjórnvöld hefðu ekki skrifað undir Kyoto-bókunina. Tryggvi taldi þetta bera vott um skort á sjálfsgagnrýni og sagði að stefna stjórnvalda í umhverfismál- um á alþjóðavettvangi færi eftir því hvort við værum þolendur eða ger- endur en ekki væri um heildstæða stefnu ræða. Hann sagði að mark- miðið hlyti að vera að skapa hér samfélag sem drægi ekki úr kjark- miklum tillögum á alþjóðavettvangi eins og Kyoto-bókuninni heldur styddi þær. Tryggvi vitnaði í erindi sínu til kafla í stefnuræðu forsætisráð- herra en þar segir að stefna ís- lenskra stjórnvalda hafi ekki ráðist af þeirri hugmyndafræði í um- hverfismálum sem hefur sumstað- ar gætt á Vesturlöndum á undan- fömum áratugum. Tryggvi sagði í framhaldi af því að nokkur af mik- ilvægustu framfarasporanum í lagasetningu í umhverfismálum hér á landi hefðu einmitt komið gegnum alþjóða- samninga og milli- ríkjasamninga og nefndi þar sérstak- lega samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. Dr. Arni Braga- son, framkvæmdastjóri Náttúru- verndar n'kisins, rakti sögu nátt- úruverndar í erindi sínu og spurði að lokum áleitinna spurninga um stöðu umhverfísmála hér á landi. Hann sagði að nútímamaðurinn hefði þekkinguna fram yfir þá sem á undan komu en að hún virtist ekki alltaf skila sér í aðgerðum. Sem dæmi um það sagði Árni að þrátt fyrir að Blöndulón hefði eyði- lagt um 3.500 hektara af gróður- landi væri ekki enn þá búið að græða samsvarandi landflæmi upp. Hann sagði að 60% allra birkiskóga á landinu væra beittir þrátt fyrir að þeir þektu aðeins 1% landsins en hefðu þakið um fjórðung lands við landnám. Þekkingin hefur ekki skilað sér í aðgerðum Árni velti því fyrir sér hvort barátta fyrir umhverfisvernd hefði skilað einhverju hér á landi. Ef svo væri, spurði hann fundargesti, af hverju væri þá tal uppi um að stækka Þjórsárver, af hverju væru menn ennþá að vinna kísilgúr úr Mývatni og af hverju færi engin umræða fram um hvernig menn ætluðu að græða upp land í stað þess sem verður fórnað fyrir Fljótsdalsvirkjun. Þrátt fyrir þessa vankanta taldi Árni ýmislegt jákvætt vera að gerast í umhverf- isvernd á íslandi og minntist í því samhengi á laga- setningar sem hafa tekið gildi á síðustu árum og sagði þær hafa jákvæð áhrif en samt væri langt í land. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tók svipaðan gól í hæðina og Ami og sagði að Is- lendingar ættu langt í land, sér- staklega hvað varðaði sjálfbæra landnýtingu. I erindi hans kom fram að landeyðing væri mesta umhverfisvandamál Islendinga. Hann sagði að landsmenn hefðu nýtt landið illa. Það sæist best þeg- ar gróður- og rofkort væru skoðuð því þau sýndu að lítið samband væri á milli legu landsins og veður- fars annarsvegar og gróðurfars hins vegar. Árangur náðst í landgræðslu Sveinn sagði að mikilsverður árangur hefði náðst á ýmsum sviðum, sérstaklega í land- græðslu. Samt væri verk að vinna. Hann sagði að nauðsynlegt væri að tryggja sjálfbæra nýtingu af- rétta en ekki væru til staðar í dag nothæfar leiðir í lögum til að takast á við þau vandamál sem fylgdu ofnýttum afréttum. En von væri að bragarbót yrði gerð þar á því að um þessar mundir væri verið að endurskoða lög í því sam- bandi í landbúnaðarráðuneytinu. Sveinn lagði einnig áherslu á að búvörusamningar yrðu um- hverfistengdir, þannig að bænd- um, sem sýndu fram á að fram- leiðsla þeirra væri umhverfisvæn, yrði umbunað. í erindi Magnús- ar Jóhannessonar, ráðuney tisstj óra umhverfisráðuneyt- inu, kom fram að barátta gegn meng- un í hafinu væri for- gangsverkefni íslenskra stjórn- valda í umhverfismálum. Magnús sagði að vandamálið væri m.a. það að flest ríki heims settu hafmeng- un ekki ofarlega á forgangsröð sína í umhverfismálum og þess vegna teldi hann hana vera van: metnasta umhverfisvandamálið. í máli hans kom fram að um 80% allrar mengunar í hafi kæmu frá landi og þar væri því rót vandans. Islendingar væra aðilar að svæð- isbundum samþykktum varðandi mengun fi'á landstöðvum og sam- kvæmt þeim viðmiðunum er ástand- ið ekki alvarlegt í hafinu við Island. En það kæmi hins vegar á móti að menn hefðu áhyggjur af langt að kominni mengun, einkum mengun af völdum geislavirkra og lífrænna þrávirkra efna sem bærist með haf- og loftstraumum. Magnús telur að öryggismörk ýmissa þrávirkra mengunarefna í matvælum muni verða lækkuð í framtíðinni og vísaði máli sínu til stuðnings til díoxín-um- ræðunnar innan Evrópusambands- ins og það gæti komið Hla niður á ís- lenskum sjávávarútvegi. Þess vegna væri afar mikilvægt íyrh- íslensk stjómvöld að berjast fyrir alþjóð- legum aðgerðum til vamar mengun hafsins því við hefðum ekki tök á því sjálf að koma í veg fyrir allar upp- sprettur mengunai’. Verndun menningar- landslags Umhverfisvemd nær ekki ein- ungis til náttúrannar. í kjölfar auk- ins áhuga mannsins á umhverfi sínu hafa menn farið að skoða umhverfis- vemd frá öðram sjónarhomum. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi, sagði frá verkefnum tengdum vemdun menningarlandslags á Islandi og rakti sögu hugtaksins. Menningar- landslag nær til þeirra svæða sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ýmsum tímabil- um og beri því að vemda. í máli Stefáns kom fram að jaðarbyggðir gegndu lykilhlutverki við vemdun menningarlandslagsins því þær væra útverðir menningarinnar og bæri því að varðveita þær. Fyrii- marga gæti í þessu falist ný sýn á byggðastefnu og mikilvægi hennar. Stefán sagði að menn væru að vakna til meðvitundar um þessi mál og sagði í því samhengi frá merkilegu verkefni ungmennafélagsins Hvatar á Kirkjubólshreppi norður á Strönd- um. En ungmennafélagið hefur staðið fyrir skráningu á menningar- landslagi hreppsins, en í því felst skráning á ömefnum og öðru af því tagi. Eftir fimm mánuði var búið að skrásetja 15 þúsund atriði. Sagði Stefán þetta ekki einungis bera ríkri sögu hreppsins vitni heldur væri ennfremur áminning um hversu mikilvægt væri að skrásetja sögu einstakra héraða með þessum hætti svo að sérstaða þeirra gleymist ekki. Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur velti fyrir sér hversu um- hverfisvænn hinn venjulegi íslend- ingur væri. Hún benti á að í endur- teknum skoðanakönnunum kæmi það fram að 70-80% íslensku þjóð- arinnar vildu að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat. Og á sama tíma kæmi einnig fram í skoðana- könnunum að ríkisstjórnin nyti trausts. Steinunn sagði þetta vera einkennilegan tvískinnung og hún sakaði stjórnvöld um hugleysi í málefnum Eyjabakka. Möguleikar til framfara miklir í lok ráðstefnu tók Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður til máls og reifaði þau mál sem honum þótti standa upp úr eftir að hafa hlýtt á erindin. Hann sagði að lesa mætti út frá erind- unum að Landvernd hefði lifað mikla breytingatíma og á þeim tíma hefðu at- hafnir og hugarfar landsmanna einnig breyst. Almenningur ætti auðveldara að hafa áhrif í bar- áttunni við verndun landsins. Ólaf- ur sagði að staðan í umhverfismál- um í dag væri ekki viðunandi en það vegi hins vegar á móti að möguleikarnir til framfara væru miklir. Með menntun og aukinni vitund almennings fyrir umhverf- ismálum er hægt að lyfta grettistaki. 60% birkiskóga í landinu eru enn beitt, en þeir þekja um 1% landsins Öryggismörk þrávirkra meng unarefna í mat- vælum lækka í framtíðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.