Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson Starfsmenn RKI heimsóttu m.a. handverkshúsið Brynjubæ. A Svæðisfundur RKI deildanna á Isafirði Flateyri - Svæðisfundur Rauða kross deildanna á norðanverðum Vestfjörðum var haldinn á Isafirði fyrir skemmstu. Að sunnan komu starfsmenn Rauða kross Islands í Reykjavík ásamt einum stjómar- manni RKÍ. Fundurinn var haldinn í húsi Rauða krossins á Isafirði. St- arfsmenn RKI höfðu viðkomu á Flateyri þar sem þeir kynntu sér starfsemi Önundarfjarðardeildar RKÍ. Komið var við í Brynjubæ, þai' sem Sigríður Magnúsdóttir formað- ur Önundarfjarðardeildarinnar, hélt kynningu á þeirri starfsemi sem fram fer þar, en Brynjubær er handverkshús á vegum Rauða krossins. Einnig var komið við í Purku og virt fyrir sér hina ýmsu haganlegu gripi sem eru til staðar og einnig hið nýuppsetta alþjóðlega bniðusafn. Með ferðalaginu vestur gafst gott tækifæri fyrir nýsettan skrifstofu- stjóra innanlandsdeildar, Helgu G. Halldórsdóttur að kynna sér starf- semi deildanna á Vestfjörðum. Helga er nýtekin við starfi Krist- jáns Sturlusonar, sem gegndi því áður. Að sögn Sigríðar Magnúsdóttur, formanns Önundarfjarðardeildar- innar, stendur fyrir dyrum á næst- unni að taka upp vinadeildarsam- starf við deildir í fyrrum Júgóslavíu. Hér er um að ræða vinadeildir frá ísafírði, Bolungarvík, Súðavík, Suð- ureyri, Flateyri og Þingeyri sem munu mynda samstarfið. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Gunnar Hjartarson, fráfarandi skólastjóri, og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, koma til kveðjuhófsins. Skólastjóra þakkað Ólafsvík - Gunnar Hjartarson, sem verið hefur skólastjóri í Ólafsvík sl. 28 ár en samtals 45 ár við kennslu, hefur nú kvatt skólann sinn eftir far- sælt starf. Hann gerði það með heim- sókn í skólann en hann hafði látið af störfum sl. vor. Síðdegis sama dag efndu bæjar- og skólayfírvöld til veglegs kveðjuhófs til heiðurs skólastjóranum fráfarandi og konu hans, Guðrúnu Guðmunds- dóttur. Var hófið haldið í Gistiheimili Ólafsvíkur og sótti það fjöldi manns. í hófínu, sem hófst með ávarpi Kristins Jónssonar bæjarstjóra, voru margar ræður haldnar og þeim hjón- unum þakkað ái-atugastarf og góð kynning. Voru þeim færðar gjafir og blóm að skilnaði og óskað alh-ar far- sældar. LANDIÐ Stúlknakór frá Stykkishólmi ásamt 80 manna sameiginlegum söngkór kirkjukóranna á Snæfellsnesi syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, organista Grundarfjarðarkirkju Forseti íslands á kristnihátíð í Stykkishólmskirkju Miðstöð mannlífs og trúar var á Vesturlandi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ólafur Ragnar Grímsson, flytur hátíðarræðu á kristnihátíðinni í Stykkishólmskirkju. Stykkishólmi - Það var fjöl- menni sem sótti kristnihátíð Snæfells og Dalaprófasts- dæmis sem haldin var í Stykkishólmskirkju sunnu- daginn 31. október. Kirkju- hátíðin er framlag prófasts- dæmisins til að minnast 1000 ára kristnihalds á Is- landi. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og vönduð. Hún byggðist mikið upp á söng. Sameiginlegur kór allra kirkjukóranna á Snæfells- nesi sá um tónlistarflutning. Kórinn var mjög fjölmenn- ur, alls um 80 manns, og söng undir stjórn organista sinna, þeirra Friðriks Vignis Stefánssonar, Grundarfírði, Sigrúnar Jónsdóttur, Stykk- ishólmi, Kay Wiggs, Hell- issandi, Jóhanns Baldurs- sonar og Nönnu Þórðardótt- ur, Ólafsvík og Susanne Bu- dai, Borgarnesi. Kórinn flutti Ijóð og lög eftir snæ- fellska listamenn auk þekktra tónverka sem til- heyra menningararfi kirkju- legrar tónlistar. Með kórn- um söng stúlknakór nokkur lög. Séra Ingiberg J. Hann- esson, prófastur á Hvoli, flutti ávarp. Hátíðarræðuna flutti forseti Is: lands, Ólafur Ragnar Grímsson. í ræðunni minntist hann á þátt Breiðafjarðar, Snæfellsness og Dala í upphafi kristninnar á Is- landi, við upphaf íslandsbyggðar hefði þar verið miðstöð mannlífs og trúar, heimkynni kristinna manna á landnámsskeiði og heimahagar þeirra sem buðu óvissunni birginn og ýttu úr vör til að kanna nýja heima. „Það hefur gleymst um of að sæfarendur frá ykkar heima- slóðum, fóstraðir í Haukadalnum, voru reyndar í erindum kristninn- ar, vígðir tniboði og helgri bók þegar þeir fundu Vínlandið góða og urðu fyrstir íbúa í álfu okkar til að búa á heimavelli þess stórveldis sem nú ræður mestu á vett- vangi viðskipta og vígbún- aðar; - það hefur stundum gleymst að Leifur og Guð- ríður voru kristnir land- könnuðir og hún reyndar íyrst allra kristinna manna til að sækja heim bæði Róm og Ameríku, lifandi sönnun þess að hinn kristni dómur átti við upphaf þessa árþús- unds sem senn tekur enda víðara ríki en meginland Evrópu, náði og yfir hafið til nýrrar álfu,“ sagði for- setinn meðal annars. Hann sagði að við hefðum sköp- unarverkið sjálft í höndum okkar „og verðum að þora að axla þá ábyrgð sem vald- ið færir, horfast í augu við þann veruleika sem í valinu felst“. Þá spurði forseti hver ætlun okkar væri, hvert væri svar kirkju Krists, presta, safnaða og einstaklinga. Guðrún Marta Ársæls- dóttir flutti ljóð eftir Pétur Sigurgeirsson biskup. Prestar prófastsdæmisins tóku þátt í hátíðinni og lásu ritningar- lestra og bæn. Að lokum var þjóð- söngurinn sunginn af kór og kirkjugestum. Hátíðin tókst vel og var virðuleg í alla staði. Kirkjugestum var síðan boðið til kaffísamsætis á hótelinu og þáðu um 400 manns þar veitingar. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Skólaheimsókn frá Frakklandi Hveragerði - Hópur 13 ára franskra skólabarna frá borginni Pornichet í Frakklandi heimsæk- ir þessa dagana Grunnskólann í Hveragerði. Hér á landi dvelja þau á heimilum jafnaldra sinna en mikil dagskrá er í gangi þannig að nóg er við að vera. Meðal annars fór allur franski hópurinn í vel heppnaða ferð til Mývatns og um næstu helgi munu þau hitta menntamálaráð- herra. Undirbúningur fyrir ferð Frakkanna hingað til Iands hefur staðið í mörg ár og hafa þau kynnt sér vel land og þjóð á þeim tíma. Síðastliðið ár hafa þau síð- an skrifast á við gestgjafa sína í Hveragerði þannig að bömin þekktust orðið nokkuð áður en hópurinn kom. Ferð Frakkanna hingað mun síðan enn frekar styrkja þau tengsl í framtíðinni. Þetta er ekki fyrsti hópurinn sem kemur hingað til lands frá borginni Pomichet, því Fjöl- brautaskóli Suðurlands hefur áð- ur verið í nemendasamskiptum við skóla þar. íslensku börnin tóku vel á móti þeim frönsku við komu þeirra til landsins eins og sjá má á mynd- inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.