Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Starfsmenn RKI heimsóttu m.a. handverkshúsið Brynjubæ.
A
Svæðisfundur RKI
deildanna á Isafirði
Flateyri - Svæðisfundur Rauða
kross deildanna á norðanverðum
Vestfjörðum var haldinn á Isafirði
fyrir skemmstu. Að sunnan komu
starfsmenn Rauða kross Islands í
Reykjavík ásamt einum stjómar-
manni RKÍ. Fundurinn var haldinn
í húsi Rauða krossins á Isafirði. St-
arfsmenn RKI höfðu viðkomu á
Flateyri þar sem þeir kynntu sér
starfsemi Önundarfjarðardeildar
RKÍ.
Komið var við í Brynjubæ, þai'
sem Sigríður Magnúsdóttir formað-
ur Önundarfjarðardeildarinnar, hélt
kynningu á þeirri starfsemi sem
fram fer þar, en Brynjubær er
handverkshús á vegum Rauða
krossins. Einnig var komið við í
Purku og virt fyrir sér hina ýmsu
haganlegu gripi sem eru til staðar
og einnig hið nýuppsetta alþjóðlega
bniðusafn.
Með ferðalaginu vestur gafst gott
tækifæri fyrir nýsettan skrifstofu-
stjóra innanlandsdeildar, Helgu G.
Halldórsdóttur að kynna sér starf-
semi deildanna á Vestfjörðum.
Helga er nýtekin við starfi Krist-
jáns Sturlusonar, sem gegndi því
áður.
Að sögn Sigríðar Magnúsdóttur,
formanns Önundarfjarðardeildar-
innar, stendur fyrir dyrum á næst-
unni að taka upp vinadeildarsam-
starf við deildir í fyrrum Júgóslavíu.
Hér er um að ræða vinadeildir frá
ísafírði, Bolungarvík, Súðavík, Suð-
ureyri, Flateyri og Þingeyri sem
munu mynda samstarfið.
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
Gunnar Hjartarson, fráfarandi skólastjóri, og kona hans, Guðrún
Guðmundsdóttir, koma til kveðjuhófsins.
Skólastjóra þakkað
Ólafsvík - Gunnar Hjartarson, sem
verið hefur skólastjóri í Ólafsvík sl.
28 ár en samtals 45 ár við kennslu,
hefur nú kvatt skólann sinn eftir far-
sælt starf. Hann gerði það með heim-
sókn í skólann en hann hafði látið af
störfum sl. vor.
Síðdegis sama dag efndu bæjar- og
skólayfírvöld til veglegs kveðjuhófs
til heiðurs skólastjóranum fráfarandi
og konu hans, Guðrúnu Guðmunds-
dóttur. Var hófið haldið í Gistiheimili
Ólafsvíkur og sótti það fjöldi manns.
í hófínu, sem hófst með ávarpi
Kristins Jónssonar bæjarstjóra, voru
margar ræður haldnar og þeim hjón-
unum þakkað ái-atugastarf og góð
kynning. Voru þeim færðar gjafir og
blóm að skilnaði og óskað alh-ar far-
sældar.
LANDIÐ
Stúlknakór frá Stykkishólmi ásamt 80 manna sameiginlegum söngkór kirkjukóranna á Snæfellsnesi syngur
undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, organista Grundarfjarðarkirkju
Forseti íslands á kristnihátíð í Stykkishólmskirkju
Miðstöð mannlífs og
trúar var á Vesturlandi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Ólafur Ragnar Grímsson, flytur hátíðarræðu á
kristnihátíðinni í Stykkishólmskirkju.
Stykkishólmi - Það var fjöl-
menni sem sótti kristnihátíð
Snæfells og Dalaprófasts-
dæmis sem haldin var í
Stykkishólmskirkju sunnu-
daginn 31. október. Kirkju-
hátíðin er framlag prófasts-
dæmisins til að minnast
1000 ára kristnihalds á Is-
landi.
Dagskrá hátíðarinnar var
fjölbreytt og vönduð. Hún
byggðist mikið upp á söng.
Sameiginlegur kór allra
kirkjukóranna á Snæfells-
nesi sá um tónlistarflutning.
Kórinn var mjög fjölmenn-
ur, alls um 80 manns, og
söng undir stjórn organista
sinna, þeirra Friðriks Vignis
Stefánssonar, Grundarfírði,
Sigrúnar Jónsdóttur, Stykk-
ishólmi, Kay Wiggs, Hell-
issandi, Jóhanns Baldurs-
sonar og Nönnu Þórðardótt-
ur, Ólafsvík og Susanne Bu-
dai, Borgarnesi. Kórinn
flutti Ijóð og lög eftir snæ-
fellska listamenn auk
þekktra tónverka sem til-
heyra menningararfi kirkju-
legrar tónlistar. Með kórn-
um söng stúlknakór nokkur
lög. Séra Ingiberg J. Hann-
esson, prófastur á Hvoli, flutti
ávarp.
Hátíðarræðuna flutti forseti Is:
lands, Ólafur Ragnar Grímsson. í
ræðunni minntist hann á þátt
Breiðafjarðar, Snæfellsness og
Dala í upphafi kristninnar á Is-
landi, við upphaf íslandsbyggðar
hefði þar verið miðstöð mannlífs og
trúar, heimkynni kristinna manna
á landnámsskeiði og heimahagar
þeirra sem buðu óvissunni birginn
og ýttu úr vör til að kanna nýja
heima. „Það hefur gleymst um of
að sæfarendur frá ykkar heima-
slóðum, fóstraðir í Haukadalnum,
voru reyndar í erindum kristninn-
ar, vígðir tniboði og helgri bók
þegar þeir fundu Vínlandið
góða og urðu fyrstir íbúa í
álfu okkar til að búa á
heimavelli þess stórveldis
sem nú ræður mestu á vett-
vangi viðskipta og vígbún-
aðar; - það hefur stundum
gleymst að Leifur og Guð-
ríður voru kristnir land-
könnuðir og hún reyndar
íyrst allra kristinna manna
til að sækja heim bæði Róm
og Ameríku, lifandi sönnun
þess að hinn kristni dómur
átti við upphaf þessa árþús-
unds sem senn tekur enda
víðara ríki en meginland
Evrópu, náði og yfir hafið
til nýrrar álfu,“ sagði for-
setinn meðal annars. Hann
sagði að við hefðum sköp-
unarverkið sjálft í höndum
okkar „og verðum að þora
að axla þá ábyrgð sem vald-
ið færir, horfast í augu við
þann veruleika sem í valinu
felst“. Þá spurði forseti
hver ætlun okkar væri,
hvert væri svar kirkju
Krists, presta, safnaða og
einstaklinga.
Guðrún Marta Ársæls-
dóttir flutti ljóð eftir Pétur
Sigurgeirsson biskup.
Prestar prófastsdæmisins tóku
þátt í hátíðinni og lásu ritningar-
lestra og bæn. Að lokum var þjóð-
söngurinn sunginn af kór og
kirkjugestum. Hátíðin tókst vel og
var virðuleg í alla staði.
Kirkjugestum var síðan boðið til
kaffísamsætis á hótelinu og þáðu
um 400 manns þar veitingar.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Skólaheimsókn
frá Frakklandi
Hveragerði - Hópur 13 ára
franskra skólabarna frá borginni
Pornichet í Frakklandi heimsæk-
ir þessa dagana Grunnskólann í
Hveragerði. Hér á landi dvelja
þau á heimilum jafnaldra sinna
en mikil dagskrá er í gangi
þannig að nóg er við að vera.
Meðal annars fór allur franski
hópurinn í vel heppnaða ferð til
Mývatns og um næstu helgi
munu þau hitta menntamálaráð-
herra.
Undirbúningur fyrir ferð
Frakkanna hingað til Iands hefur
staðið í mörg ár og hafa þau
kynnt sér vel land og þjóð á þeim
tíma. Síðastliðið ár hafa þau síð-
an skrifast á við gestgjafa sína í
Hveragerði þannig að bömin
þekktust orðið nokkuð áður en
hópurinn kom. Ferð Frakkanna
hingað mun síðan enn frekar
styrkja þau tengsl í framtíðinni.
Þetta er ekki fyrsti hópurinn
sem kemur hingað til lands frá
borginni Pomichet, því Fjöl-
brautaskóli Suðurlands hefur áð-
ur verið í nemendasamskiptum
við skóla þar.
íslensku börnin tóku vel á móti
þeim frönsku við komu þeirra til
landsins eins og sjá má á mynd-
inni.