Morgunblaðið - 02.11.1999, Side 27

Morgunblaðið - 02.11.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 27 ERLENT j Reuters Ottast að þúsundir hafi látist INDVERSK kona situr fyrir framan rústir heimilis síns í þorpinu Khandadhar í Orissa- fylki á austurströnd Indlands í gær. Skaðræðisfellibylur gekk yfir héraðið á föstudag og laugar- dag og greindu talsmenn stjórn- valda frá því í gær að tala lát- inna af völdum veðurhamsins gæti náð þúsundum og um tvær milljónir manna hefðu misst heimili sín. Fjölmiðlar sögðu allt að þijú þúsund manns hafa farizt, en op- inber staðfesting á tölu látinna er erfið þar sem vega- og símasam- bandslaust var við svæðin sem verst urðu úti. I yfirlýsingu frá indversku rík- isstjórninni segir að tvær milljón- ir manna í að minnsta kosti 2.000 þorpum og bæjum hafí orðið fyr- ir skaða af völdum óveðursins. Skip sjóhersins með matvæli, kerti, föt og annan neyðarhjálp- arvarning voru í gær á leið til hafnarbæjarins Paradip í Orissa- fylki. Lestir hlaðnar hjáipargóssi voru líka á leiðinni, eftir að gert hafði verið við teinana á leiðinni frá Nýju-Delhí og Kalkútta til hamfarasvæðisins. Auðkýfíng’ur fyrir rétt Peking. Reuters. MOU Qizhing, sem fyrir fáeinum árum var talinn einn af auðugustu mönnum í Kína, var dreginn íyrir rétt í gær í borginni Wuhan, sakað- ur um gjaldeyrissvik. Mou var handtekinn í janúar og gæti hann hlotið lífstíðardóm. Fjórir af samverkamönnum hans voru einnig handteknir en ekki er vitað hvernig rannsókn í málum þeh-ra miðar. Mou er 58 ára gamall. Hann er sakaður um að hafa falsað skýrslur um inn- og útflutning til að fá gjaldeyrislán í ríkisbanka. Námu þau 75 milljónum dollara, yfir fimm milljörðum króna, árið 1995. Lánsheimildirnar hafði Mou fengið hjá ríkisfyrirtæki gegn ofurvöxt- um, sagði í ákærunni. Tókst hon- um ekki að greiða af skuldinni í tæka tíð. Lýst sem viðskiptasnillingi Mou var á sínum tíma lýst sem viðskiptasnillingi er meðal annars keypti flugvélar af Rússum með vöruskiptum og var veltan milljón- ir dollara. Aðrir sögðu að hann væri fyrst og fremst glanni sem þar að auki hagræddi lögum og reglum eftir eigin höfði, hann hefði tvisvar áður lent í fangelsi. Starfsmenn Mous sögðu að í reynd væri um að ræða viðskipta- deilu milli Mous og áðumefnds rík- isfyrirtækis en verjandi hans neit- aði að skýra frá því í liðinni viku hverju vörnin myndi byggjast á. Þótt nokkuð hafi verið slakað á hömlum á gjaldeyrislánum til einkafyrirtækja er að sögn kaup- sýslumanna í landinu enn mikið um viðskipti af því tagi sem Mou átti við ríkisfyrirtækið. ^ Reuter Vinstrimenn fagna í Urúgvæ STUÐNINGSMENN frambjóð- anda vinstrimanna í forsetakosn- ingunum í tírúgvæ, Tabaré Vazquez, fagna honum ákaft í höfuðborginni Montevideo í gær. Vazquez hlaut flest atkvæði í kosningunum, eða um 38%, en sá sem kom næst á eftir, frambjóð- andi stjórnarflokksins, Jorge Batlle, fékk rúmlega 31% at- kvæða. Kosið verður milli Vazquezar og Batlles í seinni um- ferð kosninjganna í lok þessa mánaðar. tírslit kosninganna í tírúgvæ eru af mörgum talin nýjasta dæmið um aukinn með- byr vinstrimanna í löndum Suð- ur-Ameríku. Vinstrisinnaðir frambjóðendur hafa nýlega unn- ið sigra í kosningum í Chile og Argentínu. Reykjavfk • Skeifunni 17 • Sfmi 550 4000 Akureyri • Furuvöllum 5 • Sfmi 461 5000 Umboðsmenn um land allt Ergo Pro Verð frá aðeins kr. 116.700 m/vsk. TREYSTU fl TÖLVUNfl ÞINfl Það sem skiptir einna mestu máli í rekstri fyrirtækja er að geta treyst á tölvubúnað sinn. Á einungis tveimur árum hafa Fujitsu tölvurnar rækilega sannað sig sem afkastamiklar og öruggar tölvur sem sameina ekki aðeins áreiðanleika og mjög lága bilanatíðni heldur einnig fallega hönnun og ótrúlegt verð. Fujitsu er einn af þremur stærstu framleiðendum PC tölva, fartölva og netþjóna í heiminum. Njóttu þess að geta treyst tölvunni þinni. Ergo Pro Tæknival FUJITSU - óbeislað afl • 400 MHz Intel Celeron örgjörvi • 128Mb vinnsluminni • 4,3GB harður diskur • 17" skjár • 10/100 netkort • Hljóðkort • Geisladrif • Hátalarar • 3 ára ábyrgð TAKMARKAÐ MAGN Verð frá kr. 116.700 m/vsk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.