Morgunblaðið - 02.11.1999, Page 45

Morgunblaðið - 02.11.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 45 UMRÆÐAN Órökstuddir palladómar A SIÐUSTU dögum hafa tveir meðlimir Stúdentaráðs Háskóla Islands, þeir Þórlindur Kjartansson Vöku- maður og Eiríkur Jónsson Röskvumað- ur, viðrað skoðanir sín- ar á málefnum HI á síðum blaðsins. Ekki ætla ég hér að fjalla um þau mál og málefni sem þar búa að baki, heldur þá aðferð sem beitt er við skoðana- skiptin og þann búning sem umræðunni er fundinn. Kveikjan að þessum skrifum er grein sem birtist í Morgunblaðinu 22. október sl. eftir Þórlind og ber heitið „Vaka í sókn - hagsmunir stú- denta“. Órökstuddar fullyrðingar í upphafi greinarinnar fullyrðir Þórlindur efth’farandi: „Vaka hefur tekið forystu í hagsmunabaráttu stúdenta. Þetta fer í taugamar á meirihluta Röskvu sem vonlegt er.“ Ósagt skal látið um sannleiksgildi þessara orða en mjög bagalegt er að þau em ekki rökstudd með neinum hætti, því að meginstefnu til fjallar greinin um þessar tvær fullyrðing- ar. Þeim er síðan fylgt eftír með setningum eins og „Meirihlutinn er fastur í einhverri aumingjapólitík sem byggist á því að leika alltaf fómarlambið" og „Það er þægileg og auðveld stefna að kvarta bara og kveina“. Hvergi gerir höfundur gi-ein fyrir því hvað þama býr að baki né gerir tilraun til að styðja mál sitt rökum. Slík gagnrýni án rökst- uðnings er ekki til þess fallin að mynda grundvöll málefnalegrar umræðu og missir einfaldlega marks. Ætti þó að vera næsta auð- velt fyrh’ höfundinn að skýra betur hvað hann á við, því hér em höfð uppi stór orð og varla án tilefnis eða ástæðu. Órökstuddar árásir I greininni vænir höfundurinn Ein'k Jónsson um að svíkjast um í starfi sínu hjá Stúdentaráði með svohljóðandi orðum: en sá Eirík- ur hefur helst unnið sér það til frægðar að bjóða sig fram til Alþing- is, fyrir Samfylkinguna, á sama vori og hann tók sæti í stúdentaráði." og síðar í greininni: „Sú sýn verður að líkindum ekki endurheimt á meðan stúdentaráðsliðar, s.s. eins og um- ræddur fulltrúi meirihlutans, era svo uppteknir við pólitískan frama að þeir geta ekki tekið ákvörðun um hvort þeir em stúdentaráðsliðar eða varaþingmenn.“ Þetta em þung orð en era þó ekki rökstudd á nokkurn hátt, hvorki með útskýringum né dæmum. Gerá verður kröfu til þess að slíkar fullyrðingar um samráðs- menn höfundarins byggi á traustum granni, ef taka á mark á þeim. Oréttmætar, þ.m.t. órökstuddar, ár- ásir á persónu manna eiga aldrei rétt á sér, hvorki í þjóðmálaumræðu né annars staðar og dæma sig sjálf- ar. Einnig þarfnast frekari útskýr- inga hvemig metnaður í pólitík fell- ur ekki saman við setu í Stúd- entaráði og á hvern hátt slíkur metnaður hefur komið niður á hagsmunabaráttu stú- denta undanfarið. Gagm-ýni og skítkast í lok greinarinnar fjallar Þórlindur um gagnrýni og skítkast og muninn þar á. Segir hann að gagnrýni og hressileg átök séu ekki skítkast. Svo merkir hann áhugaleysi meiri- Grímur hlutans á málefnum Sigurðsson Háskólans af því að ,Röskvuliðar, þ.á m. formaður stúdentaráðs" mættu ekki á fund Vöku um framtíð Háskólans og dregur af því eftirfarandi álykt- un: „Gagnrýni Röskvu á aðgerðir og málflutning Vöku er því innstæðu- laus með öllu og telst hún í besta falli vanmáttugir vamartilburðir Stúdentapólitík Órökstuddir palladóm- ar, segir Grímur Sig- urðsson, eru til þess fallnir að skila stúdent- um Háskólans leiðinda- orðspori. hnignandi hreyfingar." Enn og aft- ur era fullyrðingarnar órökstuddar að litlu sem engu leyti og dæmi nú hver fyrir sig, hvað er gagnrýni og hvað er skítkast. Málefnalegt plan Að mínu mati eru órökstuddir palladómar af því tagi sem birtast í umræddri gi-ein og hér hefur verið tæpt á til þess fallnir að skila stúd- entum Háskólans leiðindaorðspori. Það er einkar hvimleitt þegar menn sem gegna ábyrgðarstöðum í há- skólapólitíkinni slá fram órök- studdum fullyrðingum, hvort sem er um andstæðinga sína eða samstarfs- menn, og geta svo ekki staðið undir þeim. Því skora ég á þá sem valist hafa til forystu í málefnum stúdenta að leitast við að halda umræðunni á málefnalegu plani - því plani sem stúdentum sæmir. Til þess hefur þetta fólk verið valið. Höfundur cr nemi við HÍ og fyrrver- andi sljórnarmaður i Vöku. Abyrgð fylgir orðum UNDANFARIÐ hafa andstæðingar samkynhneigðra farið mikinn á síðum þessa blaðs. Virðulegir borg- arar á borð við prest, framkvæmdastjóra og rafvirkja hafa ekki hik- að við að kalla sam- borgara sína sem era samkynhneigðir brenglaða, líffræðilega afbrigðilega og sjúka svo fá dæmi séu nefnd. Ég leyfi mér að efast um að nokkur annar hópur í þjóðfélaginu þurfi að sitja undir öðr- um eins níðskrifum og samkynhneigðh’. Eða hvað ætli fólki almennt þætti um það ef svertingar væra uppnefndir „niggarar“ á síðum þessa blaðs? I opinberri umræðu verður fólk að tileinka sér ákveðna lágmai’kskurteisi og mannasiði. Það er erfitt að standa í skoðanaskiptum við fólk sem lítíð hefur annað til mál- anna að leggja en að uppnefna og niðurlægja, móðga og særa. Einn af þeim virðulegu góðborg- uram sem undanfarið hafa tjáð sig um samkynhneigð er sr. Ragnar Fjalar Lárasson. Hann hóf umræð- una með blaðagrein þar sem hann agnúaðist út í hjónavígslu samkyn- hneigðra sem hann segir ekki vera til í kristnum skilningi. Þetta er hans skoðun. Það sem er hins vegar í senn bæði alvarlegt og hryggilegt er sú aðferð sem sr. Ragnar Fjalar kýs að nota til þess að koma þessari skoðun sinni á framfæri, meðal annars með lítilsvirðandi orðum um brenglun og sjúkleika. Þriðjudaginn 12. október heldur sr. Ragnar Fjalai’ upptekn- um hætti í þriðju blaðagrein sinni um málið. Þar segir hann: „Sending- um samkynhneigðra tíl mín ætla ég ekki að svara, þær dæma sig sjálfar. Þeir virðast ekki hafa skilið að málf- lutningur minn fjallaði ekki um sam- kynhneigð sem slíka heldur um hjónavígsluna sem að kristnum skilmngi er eingöngu hugsanleg milli karls og konu.“ Ef eini tílgang- ur sr. Ragnars var að fjalla um eðli hjónavígslunnar hvers vegna sá hann sig þá knúinn til þess að láta svo stór orð falla? Og er það ekki að fjalla um „samkynhneigð sem slíka“ að lýsa því yfir að hún sé sjúkdómur, brenglun og óeðli? Hvemig í ósköp- unum getur samkynhneigt fólk og aðstandendur þeirra annað en tekið slíkar sendingar næm sér? Það er útbreiddur misskilningur að halda að tjáningarfrelsi merki að fólk geti sagt hvað sem er um hvem sem er. Akvæði laga um meiðyrði era sett til þess að vernda æra fólks. Héldi ég því til dæmis opinberlega fram að kristni væri geðsjúkdómur Hrafnkell Tjörvi Stefánsson Verkbókhald KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Áhugaverð fyrirtæki Einstök föndurverslun til sölu sem er með eigin innflutning. Heldur námskeið í Reykjavík. Mikið af tækjum fylgja með. Mjög góð aðstaða og góð staðsetning í Reykjavík. Góð framlegð. Mikið að gera fram- undan eins og ávallt. Hentugt fyrir handlaginn heimilisföður og allt hans fólk. 2. Þekktur söluturn til sölu sem er opin aðeins til kl. 18.30 á kvöldin og lokaður á sunnudögum. Mikil samloku- og smurbrauðssala. Góðar ísvélar. Nálægð við skóla og stórar stofnanir í góðu hverfi. 3. Sólbaðstofa með 7 nýlegum og góðum bekkjum. Einstaklega snyrtileg og með góða aðstöðu. Heitur pottur. Aðstaða fyrir nuddara. Mikið að gera enda í stóru hverfi og löngu rótgróið fyrirtæki. Húsnæðið er einnig til sölu sem er mjög hentugt. 4. Frábær skyndibitastaður sem selur mikin heimilismat í hádeginu. Er nálægt stórum skóla og þekktum skemmtistað. Mikil framlegð. Sæti fyrir nokkra tugi í einu. Siðlegur opnunartími. Vill jafnvel skipti á góðri húseign sem er í leigu. 5. Áratugagamall söluturn til sölu í Rvík ásamt húsnæði. Sanngjarnt verð. Stórar stofnanir eru í hverfinu og fjölmennir skólar. Rótgróið dæmi. Opið til kl. 21.00 á kvöldin. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. með hómófóbíu sem al- varlega aukaverkun er líklegt að höfðað yrði mál á hendur mér fyrir guðlast og meiðyrði! Arið 1996 var samkyn- hneigð bætt inn í 232. grein hegningarlag- anna. Sú grein er nú svohljóðandi: „Hver sá sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opin- berlega á mann eða hóp manna vegna þjóð- emis þeirra, litarhátt- ar, kynþáttar, trúar- bragða eða kynhneigðar sæti sekt- um eða fangelsi allt að tveimur ár- um.“ Með þessu vildi löggjafinn sýna stuðning við hóp sem sætir mismunun og fordómum í samfélag- hjá ungu fólki megi að töluverðum hluta rekja til samkynhneigðar. Fordómar samfélagsins ýta þessu saklausa unga fólki út í þau ystu myrkur sem sjálfsvíg er. Orðum fylgir nefnilega alltaf ábyrgð. Einnig verður að hafa í huga að hópur bama elst upp hjá samkynhneigðum foreldram. Þetta unga fólk þarf á flestu öðra að halda en að lesa sví- virðingar um sig og fjölskyldufomi sitt á síðum dagblaðanna. Það er auðvitað engra annan-a en dómstóla að dæma um hvort þær svívirðingar sem fallið hafa í garð samkyn- hneigðra séu innan marka tjáning- arfrelsisins eða stangist á við ofan- greint vemdarákvæði hegningar- laganna. Ur því verður vonandi skorið innan tíðar. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði og ístjórn Félags samkynhneigðra stúdenta. Kynhneigð Það er dómstóla að dæma um það, segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, hvort þær svívirðingar sem fallið hafa í garð samkyn- hneigðra séu innan marka tjáningar- frelsisins. inu. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að hér er um að ræða einstakl- inga sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Flestir uppgötva samkyn- hneigð sína á bamsaldri . eða snemma á unglingsárum. Sú erfiða leið sem þjóðfélagið leggur á þetta unga fólk er bæði löng og torsótt. Það vita allir þeir sem komið hafa út úr skápnum. Fjöldi rannsókna hefui’ sýnt fram á að háa tíðni sjálfsvíga Nvbvlave „Hdríó d mér byrjaði að þynnost um tvítugt“ Jj iJm Sérfræöingurinn, Jum Petersen, veröur til viötals dagana 4.-7. nóvember nk. Persónuleg þjónusta í lullum trúnadi. Apollo Hdrstúdíó Hringbraut 119 • 107 Reykjavík. Sími: 552 2099 • Fax: 562 2037 Uárstúdío

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.