Morgunblaðið - 02.11.1999, Page 46

Morgunblaðið - 02.11.1999, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rjúpan Ein er upp til fjalla ylihúsafjær, upp ura hamrahjalla hvítmeð loðnartær. HVER byssan af annarri rennur með færibandi flugstöðvarinnar á Egilsstöðum og vígreifir menn taka á móti. Astandið minnir á það sem maður horfir á í sjónvarpinu þegar herinn hleypur út úr trukkunum, með hríðskotabyssurnar, tilbúinn til árása, til þess að bjarga heimin- um. Því enn þá trúa menn á að deil- ur muni best leysast með valdi. En þessir stríðsmenn á Egilsstöðum hlaupa með alvæpnið út í dýrðlegt haustveður, friðinn og kyrrðina þó þeir eigi ef til vill það markmið í hjarta sínu að bjarga „stóru“ á heimsmælikvarða milli póla frá norðri til suðurs, öllu kviku út um alla jörð þá er það svo að þetta björgunarstarf takmarkast við það eitt að bjarga litlu hvítu rjúpunni frá því að lenda í potti hungruðu „góðu“ konunnar í dalnum. Kraftmiklir bflar flytja vígasveit- irnar inn í stærstu og fegurstu skóga þessa lands. Austurland á þessa skóga vegna þess að þar bjó xfólk sem ræktaði þá og friðaði, fólk sem gaf þeim landrými, meðan aðr- ir ruddu sína skóga, beittu þá og brenndu. Heiðarnar með viðkvæma gróðrinum, friðlönd hreindýranna, sem flæmdust af annarra fjórðunga heiðum, fá yfir sig hverja herdeild- ina af annarri. Þar er keyrt yfir allt eins og bflarnir komast. Auð jörð og ófrosin spænist upp í óbætanleg sár. Það hafa ekki verið lagðir nein- ir „rjúpuvegir" til varðveislu nátt- úrunnar til að taka á móti vígasveit- um af þessu tagi, hvorki í ^skógunum okkar né heiðunum. Lífsbaráttan hefur oft verið hörð í landinu okkar og engar sögur kunnum við betur en sögurnar af því. Fólk lifði af því sem landið gaf. Ef landið gaf ekki þá dó það. Þeir sem lifðu nýttu allt; skógur, kjarr og lyng fór í eldinn, nauðbeitin skildi eftir berar klappir og blásna mela. Þeir sem áttu bát og snæri veiddu fisk. Selur, rjúpa, silungur og lax var veiði sem þurfti hugvit til að afla og veiðarfærin voru þá ekki alltaf lögð fyrir umhverfismat og dýraverndunarsinna, sem betur fór. En auðvitað hefur þetta einhvem veginn farið þannig að of margir yieignuðust of mikið af snæri, þess vegna þarf að vernda fiskinn. Ein- hver fín kona úti í heimi hafði horfst Skotveiði Það tekur út yfir allan bálk, segir Karólína Þorsteinsdóttir, ef það er beinlínis fólk úr þeim geira, sem flykkist nú hingað í hundraðatali til að eyða hér landi, skógi og fugli. í augu við sel - þar með var það búið. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Það er ekki fyrr búið að bera „Guð lands vors“ út á gadd- inn og auðnina til drekkingar á Eyjabökkunum en að „friðarins guð“ finnur upp fjal- lagrösin handa Aust- firðingum og vill snúa þróuninni við og stoppa landflóttann að austan og suður, með því að þeir sem ekki fara suður fari bara að tína fjallagrös. En þeir sem fundu upp umhverfismatið handa þjóðinni halda samt áfram að leyfa byggingar enn fleiri verslunarhalla fyrir sunnan. Fjallagrös og ber eru eitt af þeim molum sem all- snægtaþjóðfélag um- hverfisverndarsinna býður Aust- firðingum að láta sér verða að góðu til lífsviðurværis af mikilli rausn, ásamt þessu sem enginn veit hvað er, og heitir á þeirra máli: „Bara eitthvað annað.“ Matarvenjur breytast hratt eins og fleira. Fjallagrös og krækiber eru ekki ómissandi til annars leng- ur en að vísa öðrum en manni sjálf- um á að þetta sé nógu gott handa þeim og vilji þeir eitthvað annað Karólína Þorsteinsdóttir eða meira þurfi um- hverfismat að taka af- stöðu til þess. Eitt hef- ur þó haldið velli á allsnægtaborðum -*• þjóðarinnar. - Rjúpan, hún hefur verið „in“ eins og sagt er. Jóla- borð allsnægtanna er púkalegt ef ekki er á því rjúpa. Þetta skilja allir - líka umhverfis- verndarsinnar. Rjúpan - þessi litli, fallegi fugl hefur verið eitt af landsgæðum Austurlands. Eg á kunningja hér sem er mikill aðdáandi ís- lenskrar nátturu. Fyrsta veiðidag- inn rölti hann á rjúpu með byssuna sína, sem er engin hríðskotabyssa. Hann gekk nálægt tveimur hríð- skotabyssumönnum sem voru eins og klipptir út nýjustu tískublöðum veiðigallanna. Þeir gáfu honum homauga og annar sagði við hinn vorkunnsamlega: „Þessi hlýtur að vera héðan!“ Kunningi minn var klæddur í gallabuxur og lopapeysu - og ein- hvern svona jakka utan yfir og brosti bara í kampinn. Hann var ósköp rólegur, skaut nokkrar rjúp- ur og fór með þær heim. Hann hef- ur ef til vill verið svolítið stórtækari en hungraða „góða“ konan í daln- um, en hann kemur áreiðanlega ekki til með að eyðileggja rjúpnast- ofninn, eða skilja eftir ógræðanleg sár í landinu okkai'. Hugmyndir umhverfisverndar- manna um það hvað dreifbýlisfólki sé nógu gott til andlegra og verald- legra þarfa eru hreint ótrúlegar. Þó tekur það út yfir allan bálk ef það er beinlínis fólk úr þeim geira sem flykkist nú hingað í hundraðatali til að eyða hér landi - og skógi og fugli. I lokin þetta: 1. Er það rétt að bflakeyrsla utan vega skilji eftir sig sár á landinu? 2. Er það rétt að skotveiðimenn skilji eftir högl og patrónur um all- ar grundir sem aldrei eyðast. 3. Er það satt að þessir ágætu veiðimenn sem flykkjast nú til Austurlands séu búnir að útrýma rjúpnastofninum á Suðurlandi? Höfundur er húsmóðir á Seyðisfírði. Nýkaup auglýs- ir áfengi! „NOKKUÐ sérstök vínbúð var opnuð í verslun Nýkaupa í Kringl- unni í dag.“ Þetta voru upphafsorð fréttar í kvöldfréttatíma Ríkisút- varpsins þann 29.10. sl. Verslunin Nýkaup í Kringlunni hefur komið sér upp sýndarverslun, sem ekki er selt úr. Þessi verslunarhluti Ný- kaups er ólíkur öðrum verslunum þar sem hann er ekki opinn al- menningi og varningurinn er geymdur á bak við vírnet, keðjur og lás. Hann er einungis hafður til auglýsingar. Þótt svona sé um búið er þetta augljóst brot á VI. kafla, 20. greinar áfengislöggjafarinnar. Er það ekki hlutverk lögreglu- stjóra-embættisins að kæra við- komandi aðila fyrir slík lögbrot? Síðan segir í fréttinni: „Það var Einar Thoroddsen háls-, nef- og eyrnalæknir og vínspekúlant sem afhjúpaði búðina, ef svo má að orði komast, að viðstöddu fjölmenni." Er hann að Joessu sem fulltrúi Læknafélags Islands? Það vekur furðu að það skuli vera læknir, maður sem hefur þekkingu á hversu alvarlegt það er að auð- velda aðgang að áfengi, sem tekur Afengissala Það er engin sanngirni að þegnar landsins, segir Sigurður Magnússon, greiði þann sjúkrakostnað sem seljendur áfengis eru óbeint valdir að. það að sér að afhjúpa búðina. Með þeim gjörningi má ætla að lækna- stéttin fái fleiri sjúklinga vegna aukningar á neyslu eiturlyfja og fjölskyldutengdra hliðarverkana vegna neyslu þeirra. Tölur frá Danmörku t.d. um ævilíkur Dana og barnadrykkju og hver áhrif fjöldi áfengisútsölustaða hefur eru þekktar. Annars staðar á Norðurlöndum er áfengiseinkasala eins og hér, og ástandið allt annað en í Danmörku. Það er með ólík- indum þegar stærsta fíkniefnamál Sigurður Magnússon íslandssögunnar er í rannsókn að þá skuli vera á þennan hátt hvatt til aukn- ingar á neyslu fíkn- iefnis. Þetta er svo ótrúlegt ábyrgðar- leysi að það verður foiTáðamönnum verslana Nýkaups til ævarandi skammar. Afengi er ekki annað en vímu- efni sem eykur löngun í að prófa sterkari eiturs- kammta. Það hafa margar rannsóknir sýnt, t.d. í Bandaríkj- unum, Svíþjóð og víðar. Það er látið að því liggja að við eigum að selja þetta vímuefni í matvörubúðum eins og gert er í „útlöndum". Ekki er einu sinni sagt sumstaðar eða víða í útlönd- um. Eru Noregur, Svíþjóð og Finnland ekki útlönd? Og eru 22 ríki í Bandaríkjunum, sem hafa svipaðan hátt á og við, ekki útlönd? Hér er visvitandi verið að blekkja fólk. Sem faðir mun ég sniðganga all- ar Nýkaupsverslanir hér eftir. Það eru margir unglingar í minni fjöl- skyldu sem þarf að líta til með og ekki verður það auðveldai’a ef Nýkaupsverslanir fara að brjóta lög og egna fyrir þá sem ekki þekkja áfengi og áhrif þess. Það heyrist oft í um- ræðum um fíkniefni, að áfengi sé fyrsta kveikj- an að notkun sterkari efna. Menn sem selja fíkniefni eru réttilega dæmdir i fangelsi hafi þeir verið fundnir sekir fyrir dómi. Er þá ekki rökrétt og sjálfsagt að lögregluembættið kæri foiráðamenn Nýkaups fyrir að brjóta áfengis- löggjöfina og fyrir að hvetja til neyslu áfengis með auglýsingaflóði sínu? SIEMENS Haust-Búhnykkur! Berðu saman verð, gæði og þjónustu! KG 26V20 198 I kælir, 65 I frystir. H x b x d = 150 x 60 x 64 sm. KG 36V20 235 I kælir, 1 05 I frystir. Hxbxd = 186x 60 x 64 sm. 198 I kælir, 105 I frystir. Hxbxd = 170x60x64 sm. stcir stgr. m,stgr. Umboösmenn um land allt! & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is Ábyrgð kaupmanna! Þeir kaupmenn sem sækjast eft- ir að græða á sölu áfengis verða að taka að sér rekstur sjúkrahúsa, án styrks frá ríkissjóði, ef þeir næðu sínu fram þ.e. þeirra sjúkrahúsa sem eru til að endurhæfa þá sem verða að sjúklingum af völdum þeirra eiturlyfja sem þeir hugsan- lega selja. Samanber mörg ríki í Bandaríkjunum sem gera seljend- ur áfengis ábyrga fyrir gjörðum vímuþegans. Það er engin sann- girni að þegnar landsins greiði þann sjúkrakostnað sem seljendur áfengis eru óbeint valdir að. Fyrir nokkru var gerð könnun í Hafnarfirði á því hvort kaupmenn seldu unglingum undir aldurs- mörkum tóbak. Við þessa athugun kom í ljós að um 80% þeirra versl- ana sem athugaðar voru brutu reglur. Er kaupmönnum betur treystandi til að höndla með áf- engi? Ótti þingmannsins Við þingsetningu nú í haust tal- aði háttvirtur þingmaður Reykja- ness, Hjálmar Árnason, af hálfu Framsóknarflokksins. I ræðu sinni sagði hann m.a.: „Enginn vafi leikur á að mesta ógn við íslenskt samfélag í dag er fíkni- efnaváin. Sölumenn dauðans svíf- ast einskis til að koma eitri sínu á framfæri. Við heyrum óhugnanleg- ar fréttir af allt að niður í tólf ára fórnarlömbum þessara baróna. Börn, unglingar og fólk á öllum aldri verða fórnarlömb eitursins og þessi óvelkomni gestur stingur sér niður hvar sem er og hvenær sem er óháð efnahag eða stétt og hverju fórnarlambi fylgir fjöl- skylda, ættingjar og vinir sem engjast í hjörtum sínum af uggi yf- ir heljartökum eiturlyfjanna á ást- vinum sínum.“ í ræðu sinni benti hann einnig á að vandamálið væri samfélagsins alls og að allir þyrftu að taka hönd- um saman og útrýma eiturlyfjum úr samfélagi okkar. Verður það gert með því að auðvelda leiðina að áfengi og selja það í matvöruversl- unum? Höfundur er knnslnrí i Þingstúku, Alþjóðureglu góðtcmpkirn I.O.G.T. í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.