Morgunblaðið - 02.11.1999, Side 48

Morgunblaðið - 02.11.1999, Side 48
4§ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fj öldaútbur ður Félagsbústaða Á FORSÍÐU Dags 14. október er skýrt frá því að Félagsbú- staðir hyggist bera út með valdi kringum 50 leigjendur sem ekki hafa staðið í skilum með húsaleigu. Gefinn qt viss frestur til að leigjendurnir geti gert eitthvað í málum sín- um en síðan fá þeir að kenna á því. Sagt er að sumir hafi ekki greitt leigu árum saman og skuldi miljónir (sem þýðir auðvitað að þeir munu aldrei geta greitt skuldina að fullu). Þó hefur ekki komið til út- burðar hingað til vegna þess að áð- ur hafi skuldir leigjenda við slíkar aðstæður verið felldar niður og þeir byrjað aftur á núlli. En nú þegar leiguíbúðir Reykjavíkurborgar eru reknar sem einkafyrirtæki, Félags- bústaðir, sem þarf að bera sig og helst skila hagnaði, hefur verið tekin upp harðari stefna gagn- vart leigjendum. Það fylgdi fréttinni að eng- ar athugasemdir hafi komið fram um út- burðinn í Félagsþjón- ustu Reykjavíkur- borgar. Sú staðreynd vitnar um það altæka skeytingarleysi um hag náungans sem rík- ir í þessu góðærissam- félagi. Það er því ekki að undra að fréttin í Degi hefur sama sem engin viðbrögð vakið og aðrir fjölmiðlar hafi ekki tekið upp málið. Þó hringdi einhver Sigrún í Morgunblaðið 17. október og hafði miklar áhyggjur. Segist hún hafa talað við borgar- fulltrúa R-listans, sem hún nafn- greinir því miður ekki, og hann „vildi halda því fram að um óreglu- fólk væri að ræða“, og að þessir Leiga Það er efnaminnsta fólkið, segir Sigurður Þór Guðjdnsson, sem leigir hjá Félags- bústöðum. leigjendur hafi safnað miklu fé inn á reikninga en borgi samt ekki leigu. Þama er furðuleg mótsögn. Óreglufólk safnar ekki fé inn á bankareikninga. En víkjum nú í aðra átt. Helgi Seljan, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalag- sins, skrifar í Morgunblaðið 14. október greinina „Fátækt í skugga fimmtán milljarða“. Hann spyr: „Er ástæða til að raupa af milljarða tekjuafgangi þegar fátækt og allt yfir í hreina neyð er hlutskipti alltof margra?“ Hann bendir á að orsakir Signrður Þór Guðjónsson JÓLABLAÐAUKI Jólamatur, gjafir og föndur Auglýsendur athugið! Bóklð auglýsingar í tíma þar sem uppselt hefur verið í jólablaðauka fyrri ára. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 föstudagínn 12. nóvember. Allar nánarl upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 5691111. AUGLÝSINGADEILP Sími 569 1111 • Bréfaslmi 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is fátæktar séu ýmsar en sú helsta sé ónógar tekjur. Það gildi ekki síst um lífeyrisþega. Fjölmörgum spurningum er ós- varað varðandi leigjendur Félags- bústaða sem á að bera út. Hvað eru heildarskuldirnar miklar? Eiga leigjendur sem komist hafa í vand- ræði beinlínis vegna stefnu í greiðslupólitík sem mótast hefur á löngu tímabili og þegjandi sam- komulag var um að gjalda hennar nú? Hversu margir þeirra sem á að bera út eru öryrkjar eða ellilífeyris- þegar? Hafa þeir raunverulega efni á því að greiða leiguna? Er þetta fjölskyldufólk? Hve mörg börn fara á götuna? Eða er um að ræða að- gerðir gegn einstæðingum? Og þetta er tímamótaviðburður. Ekki er verið að segja upp einstökum leigjendum eins og gengur heldur er í reynd um fjöldauppsagnir að ræða hvernig sem formlega verður að þeim staðið. Með öðrum orðum er þetta hápólitísk aðgerð í víðum skilningi. Það er efnaminnsta fólkið sem leigir hjá Félagsbústöðum. Fátækt fólk hefur ávallt mátt þola fordóma og auðmýkingu valdhafa og hinna efnameiri. Það hefur verið sakað um hvers kyns siðferðisbresti, svo sem óreglu, lauslæti og hvinnsku. Skýringar Félagsbústaða eða borg- aryfirvalda á fjöldauppsögnum vegna óreglu leigjenda eru mjög h'tilsvirðandi og meiðandi fordómar nema fram komi óyggjandi gögn fyrir því að þær séu réttar. Það hlýtur að vera skylda Félagsbú- staða og borgai'yfirvalda að gera opinberlega nákvæma grein fyi-ir forsendum uppsagnanna án þess að draga nöfn einstaklinga fram í dagsljósið. Það er alls engin ástæða til að trúa því hráu að helsta eða eina orsök skuldanna sé óregla eða aðrir siðferðisbrestir. Ef vel væri að gætt er ekki ólíklegt að ástæðan sé fyrst og fremst litlar tekjur margra leigjenda í hinu kröfuharða neyslusamfélagi, samanber orð Helga Seljans. En það er sígilt Álsuða Ryðfrí suða Getum bætt við okkur verkefnum í álsuðu og ryðfrírri suðu. Hafið samband og leitið tilboða bragð að afneita slíkri neyð með skírskotun til lélegs manngildis og siðferðis hinna efnaminnstu í þjóð- félaginu. Utburður vegna fátæktar verður þá fóðraður sem útburður vegna óreglu. Og góðærissamfélag- ið hefur áfram engilhreina sam- visku. Hvað segja borgarfulltrúar um fyrirhugaðan útburð? Eða alþingis- menn? Og hvað gerir Öryrkja- bandalagið? Ætlar það að horfa upp á það þegjandi og hljóðalaust ef margir örykjar verða bornir út á götu með valdi af borgaryfirvöldum á því heirans ári 2000 þegar Reykjavik verður ein af „menning- arborgum" Evrópu? Og hvað segir Þjóðkirkjan á þúsund ára afmæli kristnitökunnar? Sannleikurinn er sá að húsaleiga Félagsbústaða er hreinlega of há þó hún sé reyndar það lægsta sem er í boði á markaðnum. Hún er til dæmis orðin einn þriðji eða jafnvel helmingur af bótum öryrkja sem eru í hæsta lagi 70 þúsund krónur á mánuði. Það er því lítið sem ekkert svigrúm til „mannsæmandi lífs“. Enda lifa nú margir öryrkjar eins og skepnur. Þeir éta bara og sofa. Ekki safna þeir fé í banka! Það veit sá sem allt veit. Leiguíbúðir borg- arinnar eru að verða mörgu af tekjuminnsta fólkinu, sem þær áttu þó að þjóna og þjónuðu allvel um árabil, gersamlega ofviða. Og ör- yrkjar dragast æ meira aftur úr öðrum í lífskjörum, færast lengra og lengra út á jaðra mannlífsins. Þá verður botnlaus fyrirlitning hlut- skipti þeirra. Það gerist ætíð þegar einhverjir hópar verða áberandi fá- tækari en aðrir. Hætt verður að líta á fólkið sem manneskjur og þá má bjóða þeim allt. Nákvæmlega það endurspeglast í því, að án fullnægj- andi skýringa eigi að bera út stóran hóp af verst settu þegnum borgar- innar, án þess að nokkur aðili sem vald hefur og áhrif lyfti upp litla fingri þeim til hjálpar. Þá verða leigjendurnir að treysta á sjálfa sig. Það er orðin afar brýn og tafarlaus nauðsyn að leigjendur Félagsbú- staða stofni með sér hagsmuna- samtök til að gæta réttar síns gagn- vart leigusala og borgaryfirvöldum. Mér er sem ég sjái upplitið á eig- endum Félagsbústaða og borgaryf- irvöldum ef allir leigjendur sem einn neituðu til dæmis að greiða húsaleigu fyrr en hætt verði við skipulagðan fjöldaútburð leigjenda og fundin önnur og mannúðlegri lausn á vanda þeirra. Þúsund manns yrðu aldrei bornir út en fimmtíu fá að fjúka. Höfundur er rithöfundur. K. K. Blikk Smiðja ehf. Eldshöfða 9. sími 587 5700 Súrefnis vörur Karin Herzog Vita-A-Kombi becR^'F 10 ára Verið velkomin 2. nóv. Ymis tilboð Nýtt - Arumyndavél - Nýtt Þeir sem panta 2. nóv. fá 15% afslátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.