Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 64
< 64 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ í DAG Fyrirlestur í sagnfræði r Umheimurinn ásælist Islandsverslun ANNA Agnarsdóttir, dósent við sagnfræðiskor Háskóla Islands, flytur fyrirlestur í dag, þriðjudag, sem hún nefnir: „Umheimurinn ásælist Islandsverslunina". Fund- urinn verður haldinn í Þjóðarbók- hlöðu á 2. hæð í hádeginu (12:05-13:00) og er, eins og aðrir fyrirlestrar á þessu misseri, hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafé- lags íslands sem nefnd hefur verið: Hvað er hagsaga? Anna Agnarsdóttir hefur meðal annars fengist við rannsóknir á verslunarsögu um árabil og hefur einbeitt sér aðallega að samskipt- um íslendinga og Breta, einkum á átjándu og nítjándu öld. Áhugamál Önnu hafa einnig beinst að póli- tiskum málum á þessu tímabili og nýlega birti hún grein í Sögu sem ber heitið „Var gerð bylting á Is- landi sumarið 1809?“ Sagn- fræðiskor hvetur alla áhugamenn um sögu til að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um efnið. Aðgerðarannsóknir í verslun AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG Islands heldur fund um aðgerða- rannsóknir í verslun miðvikudaginn 3. nóvember kl. 16-17.30 í nýju vöru- húsi Aðfanga (Baugs) í Skútuvogi 7. Kl. 16 verður kaffi og spjall og að því loknu verður skoðunarferð um - húsið. Þá verður flutt erindi og að því loknu verður rabb og hugbúnað- ur skoðaður. Að lokinni skoðunarferð flytur Jón Sch. Thorsteinsson erindi um notkun aðgerðarannsókna hjá Baugi (og víð- ar í verslun). Hann mun m.a. koma inn á skipulag og uppbyggingu dreifikerfís, hermun við greiningu á biðröðum í verslunum, notkun að- ferðar Winters við hálfsjálfvirkar pantanir og notkun gámaraðara til að velja í gáma með kvikri bestun. Valdís Eyjólfsdóttir, B.Sc. frá Samvinnuháskólanum í Bifröst, segir frá skipulagningu mannahalds með hjálp línulegrar bestunar. Loks sýn- ir Þór Arnar Curtis, verkefnisstjóri hjá Hagkaupi, rýmisráðstöfunarfor- rit sem notað er við birgða- og sölu- stýringu í verslunum Hagkaups. %vif/^(V\V Brúðhjón Allur borðbúndður - Glæsileo gjafavara - Briiðhjónalislar ^l/AyC\\V\V . yersluNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. \ Nýtt 00 eiquteqt mamammyndir, kítu/erskir Uasar, finqurbjarqaskápar, skeiðaskápar Kitja Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60 Sími 553 5230. f Veloursloppar Frottésloppar með hettu Náttkjólar, stuttir og síðir iÆeyjamai% < á/A/u/'oe/'r, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Einelti gegn samkyn- hneigðum ÉG vil taka undir með Al- bert Jensen í grein hans á bls. 63, föstudaginn 29. október, þar sem hann gagnrýnir endalausar árásir á samkynheigða. Mér fínnast þessar eilífu ofstækisfullu árásir á sam- kynhneigt fólk vera til há- borinnar skammar. Ég hef á lífsleiðinni kynnst mörgu samkynhneigðu fólki, á sama hátt og maður kynn- ist gagnkynhneigðu fólki - og skil ekki mismuninn á þessu fólki sem manneskj- um. Ég hef líka í gegnum lífsleiðina eignast marga góða vini og vinkonur sem eru samkynhneigðir, á sama hátt og maður eign- ast gagnkynhneigða vini og vinkonur. Og mér koma kynhneigðir hvorugs hóps- ins við. Getur ef til vill verið að þeir sem halda uppi þess- um skammarlegu árásum og einelti gagnvart sam- kynhneigðum séu ef till vill samkynhneigðir sjálfir og þori ekki „að koma út úr skápnum" - skrifa frekar greinar til að friða eigin sál? Mér er bara alveg sama hvort eða hvers vegna fólk er gagnkynhneigt eða samkynhneigt og skil ekki fólk sem ekki hefur öðru þarfara að sinna heldur en að halda uppi ofstækisfull- um ofsóknum á samkyn- hneigða á síðum dagblaða. Fordómar sem í slíkum greinum birtast segja meira um höfundinn og hans andlega þroska held- ur en um samkynhneigða. Allar árásir gagnvart minnihlutahópum eru ein- elti og annað ekki og löngu sannað mál að þeir sem einelti stunda eru veikir á sáhnni. Mér íinnst hins- vegar að það mættu gjarn- an birtast fleiri greinar til að fordæma kynferðislega áreitni, og þá ekki síst slíka áreitni gegn börnum. Þar finnst mér svo sannar- lega vera á ferðinni um- talsverð bilun - að ráðast þannig á þá sem ekki fá hönd borið fyrir höfuð sér - og dómar í slíkum máium skammarlega vægir. Hvar eru nú kirkjunnar menn og aðrir sem for- dæma samkynhneigða? Hvers vegna skrifar þetta fólk ekki grein eftir grein tii að fordæma mis- þyrmingu af þessu tagi? Fordómar geta tæpast sprottið upp af skynsemi og víðsýni heldur af skorti á hvorutveggja. Og hvern- ig væri þessi heimur ef all- ir væru alveg nákvæmlega eins, með sama húð-, hára- og augnlit, jafn háir, jafn þungir, notuðu sömu fata- stærð, borðuðu alltaf allir samskonar mat, hugsuðu allir alveg eins, gerðu bara eins og allir hinir og svo má lengi telja? Er ekki ögn skemmtilegra að lifa í heimi sem er margbrotinn heldur en fábrotinn? Skyldi einhverjum koma það við er rétt að fram komi að ég er gagnkyn- hneigð, en á erfitt með að þola fordóma. Guðrún Jóhannsdóttir, Túngötu 20, Bessast.hr. Sorglegt ef menn halda að álver bjargi öllu MÉR finnst sorglegt ef menn hafa það sem trú- aratriði að álver leysi allan vanda. Ymsir verkalýðs- foringjar með Sigurð Ingv- arsson, forseta Alþýðu- sambands Austurlands í broddi fylkingar, hafa það að trúaratriði að álver á Reyðarfirði leysi allan vanda í sambandi við fólks- flóttann af landsbyggðinni. Mörg ungmenni segjst ekki vera að læra til að vinna í álveri. Þetta unga fólk kemur ekki til með að flytja á heimaslóðir að námi loknu á höfuðborgar- svæðinu. Það mun setjast þar að, þar sem það fær vinnu við það sem það hef- ur lært til. Það er alitof mikil ein- foldun á hlutunum að halda að álver muni snúa við fólksflóttanum af landsbyggðinni. Þeir sem það halda eru steinrunnir. Það þarf að koma eitthvað allt annað og meira til að snúa þessari þróun við. Það er kannski of seint í rassinn gripið. Menn hefðu átt að vera búnir að átta sig á þessu mikið fyrr. Fólk hefur verið of upp- tekið af kapphlaupinu við góðærið sem ekki kom við hjá hinum almenna verka- manni. Þessi fólksflótti er vandi allrar þjóðarinnar, ekki síst vandi höfuðborg- arinnar. Gunnar G. Bjartmarsson. Morgunblaðið/Jim Smart Afmœlisíilboð fiUINCT P A R I 5 í tilefni af 2 ára starfsafmceli Snyrtistofunnar Gyðjunnar, bjóðum við Hydradermie (Cathiodermie) fullkomna djúphreinsi- og rakameðferð. Tilboðið gildir til og með 19. nóv. Snyrtitaska að andvirði kr. 1.500 fylgir með í kaupbœti. an snyztistofa Skiphoiti 70, sími 553 5044 Yíkverji skrifar... EIMSKIPAFÉLAG íslands fékk í liðinni viku viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir þróun og stöðu jafnréttismála hjá fyrirtækinu en félagið hefur unnið markvisst að því að auka hlut kvenna í stjómunar- og ábyrgðarstöðum. Kvenstjómendum hjá fyrirtæk- inu hefur fjölgað mjög á síðustu fimm árum í skipuriti yfirstjórnar eða úr einni í átta. í Morgunblaðinu á laugardag kemur fram að það hafi verið fremur fátítt að konur væru í stjómunarstörfum hjá flutningafyr- irtækjum innanlands sem utan. Það er því mjög ánægjulegt að sjá þegar stór fyrirtæki eins og Éimskip, þar sem hefðbundin karla- störf eru í meirihluta, taka ákvörð- un um að fjölga konum í stjómunar- störfum markvisst. Mættu fleiri fyr- irtæki fylgja fordæmi Eimskips. xxx UNDANFARIÐ hafa birst jóla- auglýsingar frá Ikea í fjölmiðl- um. Hefur þetta farið fyrir brjóstið á ýmsum sem Víkverji hefur hitt. Finnst fólki heldur snemmt að horfa á jólasveina í innkaupaleið- angri í október. Þegar Víkverji var yngi-i var yfirleitt miðað við fyrsta sunnudag í aðventu þegar kom að jólaauglýsingum og útstillingum í verslunum að Rammagerðinni und- anskilinni. Vonandi eiga kaupmenn eftir að hemja sig í alla vega tvær vikur í viðbót með jólaskreytingam- ar enda lítið orðið eftir að tilhlökk- uninni hjá bömum sem fullorðnum síðustu dagana fyrir jól ef auglýs- ingar og jólaskraut hafa verið fyrir augunum á fólki í tvo mánuði áður en hátíðin gengur í garð. VÍKVERJI hefur þurft að hafa talsverð samskipti við ferða- skrifstofuna Samvinnuferðir-Land- sýn að undanfórnu vegna ferðar sem framundan er til útlanda. I byrjun fóru samskiptin aðallega fram í gegnum síma en eftir að hafa fengið uppgefið netfang hjá einni af þeim sem starfa hjá ferðaskrifstofunni hafa samskiptin aðallega farið fram í gegnum tölvupóst. Verður Víkverji að taka ofan fyrir viðkomandi starfs- manni þar sem hún hefur reynst honum mjög vel og séð alfarið um að ganga frá öllum lausum endum hratt og fast. A ferðaskrifstofan þakkir skildar fyrir mjög góða þjónustu. Síðan er bara að vona að hið sama verði uppi á teningnum varðandi flugið en Víkverji man ekki eftir að hafa ferðast með Atlanta öðruvísi en tafir hafi orðið á fluginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.