Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskvinnslufyrirtækið Sæunn Axels ehf. í Ólafsfírði gijaldþrota Skuldir fyrirtækisins rúm- ar 830 milliónir króna FISKVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Sæunn Axels ehf. í Ólafsfirði var úr- skurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær og var Ólafur Birgir Arnason hrl. skipaður skiptastjóri búsins. Beiðni um gjald- þrotaskipti fyrirtækisins var sam- þykkt á hluthafafundi sl. laugardag. Skuldir fyrirtækisins eru taldar rúmlega 830 milljónir króna. I úrskurði Héraðsdóms kemur fram að ástæða fyrir gjaldþrota- beiðninni sé stórfelldur taprekstur síðastliðinna ára. Tap á árinu 1998 var 146,5 milljónir króna og var nei- kvætt eigið fé félagsins tæpar 30 milljónir króna. Samkvæmt óendur- skoðuðu níu mánaða uppgjöri er tap félagsins í ár 133,5 milljónir króna og eigið fé neikvætt um rúmær 172 milljónir króna. Félagið á því ekki fyrir skuldum og því hvílir sú skylda á stjórn að gefa það upp til gjald- þrotaskipta. „Þetta er svartur dagur og alveg hrikalegt ástand sem skapast í Ólafs- fírði,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar-Iðju. A bilinu 30-40 manns unnu hjá fyrirtækinu, en starfsfólki hafði fækkað á síðustu vikum og mánuðum í kjölfar óvissu um framtíð fyrirtækisins. Flestir starfsmennirn- ir eru í Einingu-Iðju. Áfall fyrir byggðarlagið Björn sagðist hafa fylgst grannt með framvindu mála og hann hefði vonast til að félagið myndi rífa sig upp, en því miður hefði það ekki tek- ist. „Fjölskyldan hefur öll lagt sig fram um að bjarga fyrirtækinu og þetta er afskaplega erfitt mál. Þetta er áfall fyrir allt bæjarfélagið því starfsfólkið hefur áður staðið í sömu sporum, þegar frystihúsið fór á hausinn. Þá tók þessi fjölskylda við og reif fyrirtækið upp,“ sagði Björn. Björn sagði þetta fyrirtæki vera þungamiðju atvinnulífs í Ólafsfirði. Hann benti á að í nýrri skýrslu Byggðastofnunar væri Ólafsfjörður ekki nefndur sem staður sem ætti undir högg að sækja, „en ég get ekki séð að mörg byggðarlög í landinu séu verr sett um þessar mundir en Ólafsfjörður," sagði Björn og taldi það skyldu Byggðastofnunar að koma að málinu til að létta það þunga högg sem yfir byggðarlagið hefði dunið. Frarahaldið ræðst á næstu dögum Helstu ejgnir félagsins eru fast- eignir í Ólafsfirði og fiskiskipið Kristján ÓF sem er kvótalaust en veðsett. Helstu lánardrottnar fyrir- tækisins eru Byggðastofnun og Sparisjóðsbanki íslands hf. Afurðir félagsins munu að mestu vera veð- settar lánardrottnum og lausafé til fiskverkunar er ýmist á leigusamn- ingum eða veðbundið. Félagið á enga fjármuni á bankareikningum enda munu þeir flestir vera yfirdregnir. Ólafur Birgir Arnason skiptastjóri sagði að hann myndi fara til Ólafs- fjarðar í dag, miðvikudag, og fara þar yfir stöðu mála og sækja sér frekari gögn. Hann sagði síðdegis í gær allt óljóst um hvert framhaldið yrði en það myndi væntanlega ráðast á næstu dögum. Starfsfólki Sæunnar Axels, um 70 manns, var sagt upp störfum 30. júlí í sumar og tóku uppsagnirnar gildi tveimur mánuðum síðar, eða í lok september. Starfsfólki fækkaði í kjölfarið en þeir sem eftir voru, um 50 manns, voru lausráðnir til hálfs mánaðar í einu. Starfsfólkinu var sagt upp þegar ljóst var að enginn byggðakvóti frá Byggðastofnun færi til Ólafsfjarðar og voru uppsagnirn- ar mótmæli við úthlutunina. Akærðir fyrir mann- dráp af gáleysi ísafirði. Morgunblaðið LÖGREGLUSTJÓRINN á ísafirði hefur höfðað opinbert mál á hendur tveimur Þingeyr- ingum fyrir umferðarlagabrot og manndráp af gáleysi. Ákæran var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Akærðu er gefið að sök að hafa hinn 5. febrúar sl., um kl. 16:30, ekið bifreiðum sínum inn á einbreiða brú á þjóðvegi nr. 60 yfir Vaðal í Önundarfirði, of hratt og án nægjanlegrar að- gæslu, á hálum vegi, með þeim afleiðingum, að bifreiðar þeirra skullu saman og farþegi í ann- arri bifreiðinni, kona fædd árið 1966, lést samstundis af mikl- um innvortis áverkum sem og ófætt barn sem hún bar undir belti 50 kilóum af sprengiefni stolið úr sprengiefnageymslu Frágangur á læsingu geymslunnar ófullnægjandi Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Eldvamaeftirlitsins stóðst sprengiefnagámurinn kröfur um íjarlægð frá byggð. Olíutunnurnar voru tómar utan ein sem geymdi smurolíu. Samgönguráðherra um úrskurð Sam- keppnisráðs Ohjákvæmi- legt að gerð verði breyting STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur óhjákvæmilegt að gerð verði breyting á hlutverki ráð- herra í takt við úrskurð Samkeppn- isráðs. Ráðið hefur sent frá sér til- mæli til ríkisstjórnarinnar um að taka fyrh’komulag á eignarhaldi rík- isins á fyrirtækjum í samkeppnis- rekstri til endurskoðunar þar sem það geti torveldað samkeppni að ráðherra fari bæði með eignarráð í samkeppnisfyrirtækjum og setji stjórnvaldsreglur á viðkomandi sviði. „Út af fyrir sig kemur þessi niður- staða mér ekki á óvart. Lögin, sem kveða á um þá skyldu samgöngu- ráðherra annars vegar að fara með hlutabréf í Islandspósti og Lands- símanum, og á hinn bóginn það hlut- verk sem fjarskiptalöggjöfin og lög- in um póst- og fjarskiptastofnun fela samgönguráðherra, geta valdið tor- tryggni. Það er skylda mín að sigla milli skers og báru og ég hef lagt mig mjög fram um að sinna því.“ „Fyrir það fyrsta leysist málið gagnvart Landssímanum á þann hátt að hann verður seldur. En það þarf að huga að því hvort ekki sé eðlilegt að eignarhald, sé sett í far- veg sem ekki skapar árekstra," seg- ir Sturla. SAMKVÆMT niðurstöðu vett- vangsathugunai’ Vinnueftirlits ríkis- ins, var frágangur á læsingarbúnaði ófullnægjandi á sprengiefnageymslu í eigu verktaka við Hagasmára 1 í Kópavogi. Þaðan var stolið 24 túpum af dínamíti og svipuðum fjölda af hvellhettum um síðastliðna helgi. Um er að ræða 50 kg af öflugu sprengiefni sem er stórhættulegt í meðförum þeirra sem ekki kunna með það að fara. Innbrotið í sprengiefnageymsluna uppgötvaðist á mánudag og er málið rannsakað af lögreglunni í Kópavogi. Vinnueftirlitið fór á vettvang ásamt rannsóknardeild lögreglunn- ar og Eldvarnaeftirlitinu og skoðaði aðstæður. Við innbrotið hafði verið klipptur í sundur lás á gámnum, sem er svo- kölluð færanleg sprengiefnageymsla en samkvæmt upplýsingum Vinnu- eftirlitsins höfðu verið gerðar ráð- stafanir af hálfu verktakans til að torvelda að ekki væri unnt að kom- ast inn í gáminn. Við frágang á læsingu sprengi- efnageymslu á hins vegar að búa svo um hnútana að ekki sé unnt að brjót- ast inn en þar sem það hafi tekist um helgina hljóti frágangurinn að teljast ófullnægjandi. „Til þess að læsing eigi að teljast fullnægjandi á ekki að vera hægt að klippa hana í sundur. Læsingin hef- ur því ekki staðið undir þeim lág- markskröfum sem gerðar eru,“ sagði Gylfi Már Guðjónsson tæknif- ulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins í samtali við Morgunblaðið í gær. Verktakinn hefur nú þegar gert betrumbætur á læsingunni. Ekki hætta af olíutunnum Augu manna beindust ennfremur að olíutunnum sem stillt hafði verið upp við hlið gámsins, en við nánari athugun kom í ljós að þær voru allar tómar nema ein sem innihélt smurol- íu og var ekki gerð athugasemd við þær. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Eldvarnaeftirlitsins stóðst gámurinn kröfur um fjarlægð frá byggð og staðfest var að ekki væru óeðlileg efni geymd í nágrenni við hann. Lögreglan í Kópavogi hafði ekki haft uppi á þeim sem stal sprengi- efninu í gær. Hafi fólk einhverjar upplýsingar um innbrotið eða hafi það orðið vart mannaferða í kringum gáminn frá 4. til 6. desember biður lögreglan fólk um að hafa samband við sig. Sérblöð í dag www.mbi.is Verðlaunakrossgáta ► Þættir - íþróttir ► Kvikmyndir - Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM Morten Olsen segir að ísland geti komið á óvart i HM / C1 Stjarnan sendi bikarmeistara Aftureldingar úr leik / C2 4SH8 KATA MANNABARN ag stei.pa setn ekki sést
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.