Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Styttist í tímamót Klæðning ehf. með lægsta tilboðið í Ólafsvíkurveg og Utnesveg Bundið slitlag lagt á báða vegina KLÆÐNING ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboðið í endurlagningu 01- afsvíkurvegar og Utnesvegar við Fróðárheiði við opnun tilboða hjá Vegagerðinni á mánudag Tilboð Klæðningar hljóðar upp á rúmar 128 milljónir króna en hæsta tilboðið átti Skagaverk sf. Akranesi, sem hljóðaði upp á tæpar 258 mil- ljónir króna. Alls komu tilboð frá ellefu aðilum. Fyrirhugað er skoða þau tilboðað sem bárust og ganga til samninga við einhvern aðila úr hópi lægst- bjóðenda í þessum mánuði. Hönnun og framkvæmd endur- lagningar veganna tveggja er í höndum Vegagerðarinnar í Borgar- nsei og er ráðgert að leggja bundið slitlag á vegina tvo sem samanlagt eru 11,5 km að lengd. Utnesvegur er 8,1 km og Olafsvíkurvegur 3,4 km. Sett verður bundið slitlag á helming Útnesvegar á sumri kom- anda eða 4 km og afganginn árið 2001. Beygjur mildaðar og bratti minnkaður Um er að ræða talsverðar breyt- ingar á vegunum og m.a. verða beygjur verða mildaðar og bratti minnkaður. Vinna við hönnun framkvæmda- nna hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár frá því er línur voni lagðar gróf- lega og síðastliðið vor fóru fyrirhug- aðar framkvæmdir í umhverfismat. HVORT sem menn líta svo á, að næstu áramót séu upphaf nýrrar aldar eður ei, þá er ljóst að fjöl- margir ætla að halda upp á tíma- mótin með veglegri hætti en venju- bundið er. í takt við það eru verslunaraðilar farnir að kynna fatnað ársins 2000, eins og þessi verslun í Kringlunni ber með sér. --------♦♦ ♦--- Tvísköttunar- samningar samþykktir RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær á fundi sínum tillögu Halldórs As- grímssonar utanríkisráðherra um að staðfesta tvísköttunarsamninga milli Islands og Rússlands og Islands og Lúxemborgar. Samningarnir öðlast þó ekki gildi fyrr en Rússland og Lúx- emborg staðfesta þá fyrir sitt leyti. Einar Oddur Kris^ánsson segir mis- tök hafa verið gerð í rekstri Básafells „Snerist upp í hreina martröð“ EINAR Oddur Kristjánsson, al- þingismaður, segir rekstrartap Básafells hf. á ísafirði hafa veikt stöðu Flateyrar gífurlega og ljóst að gerð hafi verið mistök í rekstri fyrirtækisins. Hann segir að leita verði allra leiða til að koma byggð á Flateyri og Suðureyri til bjargar. Einar Oddur var einn stærsti hluthafi í Fiskvinnslunni Kambi hf. á Flateyri sem sameinaðist Bása- felli hf. á ísafirði árið 1997. Fiskv- innslan Kambur hefur nú verið end- urvakin og er Einar einn af hluthöfum nýja fyrirtækisins. Hann segir að Kambur hf. hafi gengið til samstarfs við Básafell af mikilli bjartsýni á sínum tíma og talið að með því væri verið að treysta og styrkja atvinnulífið á svæðinu. „Það gekk hins vegar ekki eftir og rekst- ur þessa fyrirtækis hefur fyrir löngu snúist upp í hreina martröð, enda hefur það tapað ótrúlegum fjárhæðum. Það kemur síðan ekki í ljós fyrr en á næsta ári hvort okkur tekst að halda aflaheimildum Bása- fells innan svæðisins en það er ljóst að staða okkar hefur veikst veru- lega, enda tapar fyrirtæki ekki 3.000 milljónum án þess að eitthvað láti undan.“ Einar segist ljóst að verið sé að grípa til réttra aðgerða við að laga skuldastöðu Básafells. „Eins og staðan er í dag höfum við engra annarra kosta völ og í raun er verið að bjarga því sem bjargað verður." Þó ljóst sé að mati Einars að gerð hafi verið gríðarleg mistök í rekstri Básafells segir hann það engum til- gangi þjóna að leita að blóraböggl- um, heldur verði að byrja upp á nýtt. Hann segist bjartsýnn á að hægt sé að koma fiskvinnslu á Flat- eyri á réttan kjöl. „Fiskvinnsla bæði á Flateyri og Suðureyri hefur reyndar gengið ágætlega. Við höf- um því mikla trú á því að okkur tak- ist að halda uppi öflugri starfsemi á báðum stöðum. Við verðum vita- skuld að hafa úr einhverjum afla- heimildum að spila og göngum út frá því að það takist. En þær verða alltaf minni en áður og því verður vissulega á brattann að sækja.“ Forsendur ráðstöfunar byggðakvóta hafa breyst Stjórnendur Fiskvinnslunnar Kambs og Fiskvinnslunnar Sögu á Suðureyri hafa lýst því yfir að þeir hyggist sækjast eftir þeim byggða- kvóta sem byggðarfélögunum var úthlutað sl. sumar en ráðstafað var til Þingeyrar. Einar Oddur, sem á sæti í varastjórn Kambs, segir að gerðar hafi verið ákveðnar ráðstaf- anir með byggðakvótann síðastliðið sumar miðað við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Þá var það mat manna að koma yrði Þingeyri til hjálpar. En nú hafa aðstæður breyst og byggðarlög og Suðureyri og Flateyri standa miklu veikar en gert var ráð fyrir í sumar. Þá er eðlilegt að menn leiti allra leiða til að styrkja stöðu þessara byggða. En það hefur engum manni á þess- um stöðum dottið í hug að bregða fæti fyrir Þingeyringa, það er af og frá,“ segir Einar Oddur. Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda lýkur í Reykjavík í dag Lækkun gæruverðs alvarlegasta áfallið Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárhænda í Búnaðarþingsal Hótels Sögu í gær en þingið heldur áfram í dag. „GÆRUVERÐSLÆKKUN er al- varlegasta áfall sauðfjárbænda varð- andi afkomu á síðustu árum,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, þeg- ar hann flutti skýrslu stjórnar á aðal- fundi LS í Búnaðarþingsal á Hótel Sögu í gær. Fram kom að fyrir ári féll gæruverð á heimsmarkaði um nálægt 74%, „og gæruverð hefur enn verið að lækka á þessu ári og óvíst er hvert verðið verður", sagði Aðal- steinn við Morgunblaðið. Fyrir ári fór verð á hvítum lambs- gærum, ósöltuðum í sláturhúsi, úr 313 kiVkg í 62 kr./kg. Aðalsteinn segir að tekjuskerðingin í ár geti þýtt allt að 100 þúsund krónur til við- bótar á meðalbú, en í skýrslunni kom fram að án stóraukins opinbers stuðnings við sauðfjárræktina verði mikill fólksflótti úr greininni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Mikilvæg skýrsla Guðni Agústsson, landbúnaðar- ráðherra, ávarpaði aðalfundinn. Hann minnti á að nýr samningur um framleiðslu sauðfjárafurða væri í vinnslu og sagði ljóst að mikið væri undir að vel tækist til. Ríkisstjórnin vildi ljúka samningsgerðinni sem fyrst og þá gætu bændur á grund- velli samningsins gert sínar framtíð- aráætlanir. „Sauðfjárræktin sem seinasti hlekkur byggðakeðjunnar má ekki veikjast meira en orðið er því þá gisnar byggðin með þeim afleiðing- um sem við þekkjum víða,“ sagði ráðherra. „Það má hins vegar aldrei gerast að sauðfjárræktin verði látin borga byggðastefnuna. Þá gengur sauðfjárræktin handjárnuð til þeirr- ar samkeppni sem framundan er.“ Hann sagði markmið með nýjum sauðfjársamningi verða að vera skýr og helsta markmiðið yrði að vera að treysta sauðfjárræktina sem at- vinnugrein. „Ef í tengslum við nýjan samning verður hægt að auka skiln- ing bænda á þeim þáttum sem ráða afkomunni þá getum við unnið stóra sigra. Gæðastýrð íslensk sauðfjár- rækt með tilliti til allra þátta er framtíðarsýn sem vekur vonir. Vonir um betri tíð og framleiðslu í önd- vegi.“ Guðni sagði að nefnd sem hann hefði skipað og fjallaði um útflutning á kindakjöti hefði gert ýmsar tillögur til hagsbóta fyrir útflutning. „Þar vegur þyngst að þeir leggja ekki til breytingar á kerfinu en vilja styrkja það og byggja upp. Tillögur nefndar- innar byggja meðal annai-s á því að veita styrki til markaðssetningar, styðja við lífræna framleiðslu til út- flutnings og að styrkja flutning á sláturfé. Þá er lagt til að þeir samn- ingar sem ísland á aðild að og snerta útflutning á dilkakjöti verði endur- skoðaðir þannig að auðveldara verði að flytja út.“ Aukin umhverfis- vitund Ráðherra sagði að ef tækist að styrkja markaði fyrir íslenskt gæða- kjöt ætti íslenskur landbúnaður möguleika. Almenningsálitið væri líka mikilvægt og hann skynjaði það svo að þjóðin styddi landbúnaðar- stefnuna en ekki mætti mikið gerast til að sáttin hyrfi. Aukin umhverfis- vitund almennings og önnur gildi en áður kölluðu á breytta og enn betri landnýtingu. „Almenningur er nú betur upp- lýstur um umhverfi sitt og gerir kröfur um að fá að njóta þess á sinn hátt. Aukin ásókn í land, nýting til uppgræðslu og skógræktar kallar á aðra sýn. Þessa sýn verða bændur að skynja. Og bændur eiga auðvelt með það því hver les landið betur en sá sem þar starfar og hefur alist upp með því? Þetta gera þeir og taka að sér ný og stór verkefni í ferðaþjón- ustu og á sviði skógræktar. Þessi breytta sýn gefur bændum stór tækifæri. Tækifæri til að sinna þörf þéttbýlisbúans og tækifæri til að taka þátt í endurheimt landsgæða. Ef íslensk sauðfjárrækt tileinkar sér gæðastýringu allra þátta framleiðsl- unnar og ef íslenskir sauðfjárbænd- ur bera gæfu til að taka þátt í þeirri vakningu sem nú er, þá er framtíðin björt,“ sagði landbúnaðarráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.