Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 15 AKUREYRI Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar árið 2000 lagt fram Aðventukvöld Bæjarsljóri segir stöðuna sterka og skuldaþol ágætt Akureyrarbær: Skipting skatttekna 2000 [— Jöfnunarsjóður (5%) Fasteignagjöid Nokkrar vísitölur og fasteignagjöld á Akureyri 1990-2000 1990 = 1,0 15"/ 'MJ íffl f Ovyo! ^ <N : \ F asteig íavísitala íbt ðarhúsnæðis / i Laun avísitala—. & / — Byggingarvísitala Fasteic nagjöíd á Akureyri 1990 ’91 ’92 '93 ’94 ’95 1,7 1,6 1,5 1,4 1,3 a 1,2 -1,1 -1,0 '97 ’98 '99 2000 „FJÁRHAGSSTAÐA bæjarsjóðs Akureyrar er sterk, ekki síst í sam- anburði við önnur sveitarfélög. Vissulega eru skuldir bæjarsjóðs að aukast milli ára vegna mikilla framkvæmda," sagði Rristján Þór Júlíusson við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akur- eyi-ar fyrir árið 2000. Hann benti á að það væri í samræmi við það sem meirihlutaflokkarnir gáfu út fyrir kosningar í fyn-a, en staðan væri sterk og skuldaþol bæjarsjóðs með ágætum. Það markmið var sett við upphaf gerðar fjárhagsáætlunar að draga mörk rekstrarútgjalda við 80% skatttekna en frumvarpið sem lagt var fram í gær gerir ráð íyrir að rúm 82% skatttekna fari í rekstur bæjarfélagsins. „Öllum má ljóst vera að neðar verður vart komist nema menn séu tilbúnir til þess að gera grundvallarbreytingar á rekstrinum, t.d. með því að skerða eða leggja af tiltekna þjónustu- þætti. Um slíkt er ekki að ræða og álit mitt er það að Akureyrarbær verði að leggja í útgjöld, m.a. á sviði menningarmála, skólamála og félagsmála, sem önnur sambærileg sveitarfélög þurfa ekki að kosta til í sama mæli. Og það gerum við brosandi og glöð í sinni,“ sagði bæjarstjóri. Lán að upphæð 300 milljónir tekið á næsta ári Heildartekjur bæjarsjóðs verða á næsta ári 4.232 milljónir króna, þar af eru skatttekjur áætlaðar um 2.457 milljónir króna og tekjur málaflokka 1.775 milljónir króna. Tekjunum er ráðstafað þannig að rekstur málaflokka tekur til sín 3.796 milljónir og vextir eru 48 milljónir. Þannig eru til ráðstöfun- ar eftir rekstur og fjánnagnsgjöld 387,4 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að verja 700 milljónum króna til fjárfestinga, 200 milljónir fara í gjaldfærða fjár- festingu og 500 milljónir í eign- færða fjárfestingu. Fjárhæðinni verður skipt upp í einstök verkefni milli umræðna. Áætlað er að taka 300 milljónir króna að láni til að brúa þá fjárvöntun sem innifalin er í frumvarpinu og þá verður veltu- fjárstaða rýrð um tæpar 75 millj- ónh- á næsta ári. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort sú leið verði farin að brúa þá fjárvöntun sem hér um ræðir að einhverju leyti með fjár- munum sem sköpuðust við sölu hlutabréfa bæjarins í Utgerðarfé- lagi Akureyringa, svo sem fordæmi eru um. Það veltur í mínum huga töluvert á því hvers eðlis þær fjár- festingar verða sem ráðist verður í á næsta ári,“ sagði Kristján. Sóknarfæri Bæjarstjóri gerði sóknarfæri Akureyrar að umtalsefni í ræðu sinni við framlagningu frumvarps- ins og benti á að ytri aðstæður væru hagfelldar en einnig legði bæjarfélagið lóð sín á vogarskál- arnar til að svo gæti verið áfram. Nefndi hann að hafin væri bygging 152 íbúða á árinu, en þær hefðu verið 59 í íyrra, og þá væru ótalin ýmis stór mannvirki sem nú væri unnið að. Ný fyrirtæki hefðu tekið tO starfa á sviðum sem áður hefðu verið lítt áberandi á vinnumarkaði nyrðra. „Sá kraftur sem í þessum efnum birtist hefur m.a. orðið þess valdandi að samkvæmt upplýsing- um skrifstofu Svæðisvinnumiðlun- ar Norðurlands er atvinnuleysi á Akureyri um þessar mundir afar lítið og þarf að leita aftur til átt- unda áratugarins til að finna sam- bærilegt atvinnustig," sagði Krist- ján. Hann nefndi einnig þátttöku veitustofnana í samstarfi við ná- granna í austri í orkumálum og sagði að þegar allt væri lagt saman væru sóknarfæri Akureyringa góð og fyrirsjáanlegt að á næstu miss- erum ætti bæjarfélagið möguleika á að vaxa vel og dafna. „Þrátt fyrir þetta er umræðan í bæjarfélaginu of neikvæð og sú umræða hefur slæm áhrif. Það er með ólíkindum hvað þessi umræða er hávær og yfirgnæfandi í ljósi þeirrar stöðu sem blasir við okkur hér í þessu ágæta bæjarfélagi," sagði bæjar- stjóri. í Svalbarðs- kirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Sval- baröskirkju á Svalbai-ðsströnd fimmtudagskvöldið 9. desember og hefst það kl. 20.30. Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjóm organistans, Hjartar Stein- bergssonar. Börn úr Valsárskóla flytja helgileik þar sem atburðurinn í Betlehem hin fyrstu jól verður sýnd- ur í töluðu orði og söng og njóta börn- in aðstoðar kirkjukórsins. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og lesin verður jólasaga. Tvær ungar stúlkur, þær Sara Helga- dóttir og Sólveig Kristjánsdóttir, syngja við gítarundirleik og mun sóknarprestmnnn flytja stuttar hug- leiðingar milli laga. Börnin úr kirkju- skólanum syngja nokkur lög en í lok- in flytja unglingar ljósahelgileik sem endar á því að öll börn í kirkjunni koma upp að altari kirkjunnar og fá þar ljós í hönd. íslandspóstur á Akureyri Ný afgreiðsla í desember ÍSLANDSPÓSTUR hefur opnað nýj- an afgreiðslustað við Hrísalund la á Akureyri sem verður opinn fram að jólum. Til að bæta þjónustu við Akur- eyringa og nágranna fyrir jólin geta viðskiptavinir Póstsins póstlagt allan jólapóstinn við Hrísalund, auk þess að fá þar keypt frímerki og umbúðir. Pósthúsið við Skipagötu 10 í miðbæ Akureyrar verður með óbreytta starf- semi. Afgreiðslutíminn á báðum stöð- um er frá kl. 9-16.30 alla virka daga en frá og með 17. desember verður opið frá kl. 9-18. Laugardaginn 18. desem- ber verður opið frá kl. 10-16. Helgi og hljóð- færaleikararnir Bréf til Stínu Ferðafélag Akureyrar gefur út gönguleiðakort af Öskjuveginum Halldór Blöndal fékk fyrsta eintakið FERÐAFÉLAG Akureyrar hef- ur gefið út gönguleiðakort af Öskjuveginum og afhenti Ingv- ar Teitsson, formaður þess, Halldóri Blöndal, forseta Al- þingis og fyrrverandi sam- gönguráðherra, fyrsta kortið við athöfn í húsnæði félagsins. Ferðafélag Akureyrar hefur byggt upp gönguleið með sælu- húsum þvert yfir Odáðahraun. Gangan hefst í Herðubreiðar- lindum en þangað er um 60 kflómetra leið eftir jeppaslóð frá þjóðvegi 1 við Hrossborg á Mývatnsíjöllum. Leiðin endar við bæinn Svartárkot í Bárðar- dal og er um að ræða fimm dagleiðir. Ferðafélag Akureyr- ar á skálana sem dvalið er í, þ.e. Bræðrafell í Herðubreiðar- lindum, Dreka í Drekagili, Dyngjufell í Dyngjufjalladal og Botna í Suðurárbotnum. Á kort- inu er að finna greinargóða lýs- ingu á gönguleiðinni á þremur tungumálum, islensku, ensku og þýsku. Ingvar kvaðst vona að göngufólk nyti ferðarinnar betur en ella með kortið við höndina. „Ég trúi því og treysti að útgáfa þessa korts verði lyftistöng fyrir Ferðafélag Ákureyrar og það ferðafólk sem gengur þessa leið,“ sagði HLJÓMSVEITIN Helgi og hljóð- færaleikararnir hefur sent frá sér diskinn: Bréf til Stínu. Á honum er að finna 18 ný lög eftir hljómsveitar- meðlimi. Enn sem fyrr er takmark hljómsveitarinnar að semja góða tón- list og góða texta, en það er bara svo erfitt, segir í frétt frá hljómsveitinni. Helgi og hljóðfæraleikarai-nir fagna útgáfunni með því að bjóða til tónleika á veitingastaðnum Við Pollinn, fimmtudagskvöldið 9. desember kl. 21.30. Aðventu- samvera eldri borgara AÐVENTUSAMKOMA eldri borg- ara verður í Glerárkirkju fimmtudag- inn 9. desember og hefst hún kl. 15. Samveran hefst með stuttri helgi- stund. Gestur verður Bernharð Har- aldsson, fyrrverandi skólameistari, en hann ræðir um lífið og tilveruna. Blandaður kvartett syngur nokkur lög og að venju verður boðið upp á kaffiveitingar. Ingvar og þakkaði forseta Al- þingis sérstaklega fyrir mynd- arlegan fjárstuðning vegna út- gáfunnar. Halldór Blöndal sagði félagið sem og fleiri slík hafa unnið ómetanlegt starf við að gera ör- æfi Islands aðgengileg almenn- ingi. Enn væri þó mikið verk óunnið, til dæmis á Norðuraust- urlandi, og þá nefndi Halldór að nauðsynlegt væri að opna náttúruperluna Þingey fyrir ferðamönnum. vg> mbl.is _ALLTAf= eiTTH\SA£> NÝT7 II/ sðlu mjög gott 82,4 fm verslunarhúsnæði á fyrstu hæð í verslunarmiðstöðinni Krónunni, Hafnarstræti 97, Akureyri. Til afhendingar strax. Nánari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni ehf., Hermann R. Jónsson, sölustjóri, sími 861 5025.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.