Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 20

Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Lífeyrissjóðir á Suð- urnesjum sameinast LÍFEYRISSJÓÐUR verkafólks í Grindavík (LVG) og Lífeyrissjóður Suðurnesja (LS) hafa tekið ákvörð- un um að sameina sjóðina undir nafni Lífeyrissjóðs Suðurnesja og við sameininguna munu eignir og skuldbindingar LVG renna til LS. Sameiningin tekur gildi 1. janúar næstkomandi. í fréttatilkynningu frá lífeyris- sjóðunum kemur fram að stefnt sé að því að réttindi félaga í LVG muni frá þeim degi verða hin sömu og þau réttindi sem félagar LS njóta nú. Frá og með 1. janúar næstkomandi yfirtekur skrifstofa LS alla starfsemi LVG og annast hún gi'eiðslu lífeyris og alla þjón- ustu við félaga LVG. Það er mat stjórnar sjóðanna að stefna beri að því að auka mátt sjóðsins með öllum tiltækum ráð- um í því skyni að auka hagræðingu og auka þjónustu við sjóðfélaga og ekki síst að stefna að faglegri vinnubrögðum í því skyni að auka ávöxtun og minnka áhættuna, segir í fréttatilkynningunni. MORGUNVERÐARFUNDUR á Hótel Sögu, Sunnusal Fimmtudaginn 9. desember 1999 kl. 8:15 - 10:00 TREINUM GÓÐÆRIÐ Treystum samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs Tekst að verja góðærið? Þrengja opinber umsvif að samkeppnishæfni atvinnulífsins? Hver er reynsla grannþjóðanna af gerð kjarasamninga? D A G S K R A : Kl. 8:15 - Morgunverður. Kl. 8:30 - Finnur Geirsson.formaður SA,flytur ávarp. Kl. 8:40 - Ingólfur Bender, hagfræðingur Sl: „Framleiðslan flutt úr landi“. Kl. 9:00 - Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur SA: „Norska leiðin". Kl. 9:20 -Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur: „Nýr veruleiki?“ Fundarstjóri verður Ari Edwald.framkvæmdastjóri SA. Salurinn opnar kl. 8:00. Fundargjald er kr 1.000 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrirfram í síma: 511 5000, með símbréfi: 511 50 50 eða með tölvupósti: sa@sa.is SAMTÖK ATVINNULIFSINS Flutningsgjöld Eimskips og Samskipa Hafa bæði hækkað nýlega EIMSKIPAFÉLAG íslands hf. hækkaði gjaldskrá sína um 4,7% þann 15. nóvember síðastliðinn, en félagið hafði ekki hækkað gjaldskrá sína síðan í ágústmánuði árið 1998 þegar flutningsgjöld hækkuðu um 1,9%. Samskip hækkuðu gjaldskrá sína um 3,5% þann 1. október síðastlið- inn, en hafði áður hækkað hana um 3,7% þann 15. júlí árið 1998. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eimsk- ips segir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hér hafi verið á ferðinni almenn hækkun, eins og víða sjái stað í þjóðfélaginu. „Þetta er til að mæta þeim kostnaðarhækk- unum sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Verðbólgan er að sjálfsögðu einhver nú um stundir, auk þess sem launa- kostnaður, eldsneyti og íleira hefur hækkað,“ segir Þorkell. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, tekur í svipaðan streng í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er fyrst og fremst verðlagsþróunin í landinu sem ræður þessari hækkun. Einnig hefur gengisþróun verið okkur óhag- stæð,“ segir Ólafur. Borgarvefurinn reykjavik.com NYR upplýsingavefur á Netinu, reykjavik.com verður opnaður í byrjun febrúar á næsta ári. Að sögn Hjálmars Blöndal framkvæmda- stjóra verður reykjavik.com svo- kallaður borgarvefur sem flytur fréttir af því sem er á döfínni, m.a. í SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðumv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 menningar- og skemmtanalífi borg- arinnar. „Við erum með stóran gagna- grunn í smíðum sem gerir fólki kleift að leita með ýmsum skilyrð- um, t.d. efnisatriðum, verði eða staðsetningu,“ segir Hjálmar. „Markmið með rekstri borgarvefjar sem þessa er að hægt sé að nálgast upplýsingar um þjónustu og afþrey- ingu á sama stað. Jafnframt að fyr- irtæki og þjónustuaðilar verði tengd við gagnagrunninn okkar. Þar höf- um við í huga verslanir, stofnanir, veitingastaði og margt fleira.“ Stærsti eigandi fyrirtækisins Veraldarvefjarins sem rekur reykjavik.com er Innn ehf. Eins og er starfa þrír hjá reykjavik.com en nýlega var auglýst eftir starfsfólki. Hjálmar segir íjármögnun vefjarins að stórum hluta með auglýsingum. „En við munum, þegar nær dregur, kynna nýja tekjuleið sem er aðal- lega fólgin í tengingum við vefínn með ýmsum hætti.“ íslenski hugbúnað- arsjóðurinn hf. Búnaðar- bankinn með 10,16% EIGNARHLUTUR Hluta- bréfasjóðs Búnaðarbankans hf. í íslenska hugbúnaðarsjóðnum hf. er nú 10,16%, eða að nafn- verði 38,86 milljónir. Eignar- hlutur Hlutabréfasjóðs Búnað- arbankans var 9,98%. íslenski hugbúnaðarsjóður- inn hefur aukið hlut sinn í Hug- viti hf. samtals að nafnverði 515.698 kr. Eftir aukninguna nemur eign Islenska hugbún- aðarsjóðsins í Hugviti 1.864.588 kr. að nafnverði eða sem nemur um 19,92% af heildarhlutafé í félaginu, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Islands. Hugviti er stærsta fé- lagið í hlutabréfasafni Islenska hugbúnaðarsjóðsins og nemur eignarhluturinn um 26% af heildareignum á bókfærðu verði. Hugvit er eitt af þeim fé- lögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í frá stofnun. Hjá félag- inu starfa nú um yfir 100 starfs- menn í 3 löndum. Hugvit er þátttakandi í nokkrum stórum verkefnum sem verið er að vinna að hérlendis og líkleg eru til að hafa jákvæð áhrif á fyrir- tækið á næstunni. „Árangur fé- lagsins í markaðssetningu á er- lendum mörkuðum hefur verið framar vonum á þessu ári og byggist sá árangur á sterkri stöðu á heimamarkaði. Islenski hugbúnaðarsjóðurinn hefur mikla ti'ú á félaginu og hæfni þess í að ná frekari árangii á erlendum mörkuðum á kom- andi árum,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Frið- geirsson til Islandssíma ÁSGEIR Friðgeirsson hefur verið ráðinn til Íslandssíma. Hann mun sinna stefnumótun fyrirtækisins á sviði netmála og stýi-a tengdum verkefnum. Ásgeir hefur verið ritstjóri Vísis.is frá stofn- un hans í'apríl á síðasta ári. Hann var áður for- stöðumaður ným- iðlunar hjá Frjálsri fjölmið- lunhf. Á árunum 1989-1996 var hann ritstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Iceland Review og frá árinu 1984 fréttaritari RÚV í Lundúnum. Ásgeir hefur MA-próf í fjölmið- lun frá Manchester University í Englandi. Eiginkona Ásgeirs er Natasa Babic-Friðgeirsson og á hún einn son. Ásgeir Friðgeirsson Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Samruni Krossaness og ísfélags Vestmanna- eyja samþykktur STJÓRN Krossaness hf. hefur á Stjórn ísfélags Vestmannaeyja hf. fundi sínum samþykkt samrunaáætl- un um sameiningu Krossaness hf. og ísfélags Vestmannaeyja hf. undir nafni Isfélags Vestmannaeyja hf. Samkvæmt samrunaáætluninni fá hluthafar í Krossanesi hf. 15,5 % eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Sameiningin skal miðuð við 31. ágúst 1999. mun fjalla um samrunaáætlunina á fundi í næstu viku. Samrunaáætlun er fyrirliggjandi hjá Verðbréfaþingi og kemur þar fram að aðilar ei’u sammála um að Isfélag Vestmanna- eyja hf. leiti eftir skráningu á Verð- bréfaþing íslands svo fljótt sem auð- ið er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.