Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 24

Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Suður-Afríkuför Pers- sons orðin að pólitískri Kaupinannaliöfn. Morgunblaðið. Persson í Suður-Afríku. Ráðherrann er sakaður um að eiga sjálfur sök á skipulagsleysi og fáránlegum uppákomum sem einkenndu ferðina. SUÐUR-Afríkuferðin sem átti að verða fjöður í hatt Görans Perssons forsætisráðherra Svía og þeirra 700 Svía, sem tóku þátt í henni, heldur áfram að verða efni í vandræðafrétt- ir. Fyrirtæki, sem skipt var við í Suð- ur-Afríku, fá ekki fé greitt fyrir sitt framlag, því sænska almanna- tengslafyrirtækið, sem sá um sam- skiptin stefnh- í greiðslustöðvun. Persson tókst að móðga gestgjafa sína að sögn fjölmiðla og fréttir af þessu öllu hafa verið fjölmiðlaefni um allan heim. Eftir daglegar fréttir frá því í ferðinni síðustu vikuna í nóv- ember verður farið í saumana á framvindunni. Og Svíar spyrja ákaft hver eigi að bera ábyrgðina. Undanskot og ábyrgð Fyrstu hrakfallafréttirnar úr ferð Perssons og þeirra 700 listamanna, fólks úr viðskiptalífinu, íþrótta- manna og annarra, sem fylgdu Pers- son voru um misheppnaða risatón- leika. í stað 25 þúsunda, sem búist var við, seldust þrír miðar. Kostnað- ur við þennan atburð og aðra listvið- burði nam fimmtán milljónum sænskra króna. Þar af fengust 3 milljónir frá einkaaðilum. Utanríkis- ráðuneytið fullyrti að afgangurinn ætti ekki að koma frá ríkinu, en hafði þó tekið að sér að greiða 6,9 milljónir í tryggingargreiðslur fyrir hótelher- bergi og annan kostnað. Upp úr þessu var sökinni varpað á manninn, sem skipulagði tónleikana, Magnus Ericsson, ogþegar í ferðinni var hann leystur frá störfum. I ljós kom að hann átti að baki skrautlegan feril gjaldþrota. Svo virtist sem hann væri undirverktaki hjá Rikta, al- mannatengslafyrirtækinu, sem tók þátt í skipulagningu ferðarinnar og fékk 8 milljónir sænskra króna fyrir, að því er virðist með stuttum fyrir- vara og samkeppnislaust. Og Rikta vék einnig frá störfum þeim starfs- manni, sem séð hafði um samstarfið við ráðuneytið. I síðustu viku lét Persson svo gamminn geisa í þingumræðum eins og honum einum er lagið. Hann GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, var í gær endurkjörinn formaður þýska jafnaðarmanna- flokksins (SPD) með yfirgnæfandi mcirihluta á flokksþingi er haldið er í Berlín. Stuðningsmenn hans innan fiokksins fögnuðu sigrinum og árnuðu formanninum heilla eftir að úrslitin urðu kunn. I ræðu sem Sehröder flutti á þinginu réðst hann harkalega að fyrrverandi kanslara Þýskalands og formanni kristilegra demókrata, Helmut Kohl, fyrir að hafa vanvirt hneykslaðist á ráðgjafafyrirtækjum, sem firrtu sig allri ábyrgð af ó- greiddum reikningum. I viðtali við útvarpið þvertók hann fyrir að stjórnin greiddi eitt né neitt. Það væri sorglegt að aðilar í Suður-Af- ríku sætu uppi með sárt ennið, en sænska stjórnin hefði þegar greitt fyrii’ þjónustuna, þó peningarnir virtust ekki hafa komist til skila. Hin hliðin á málinu En nú var Rikta nóg boðið. Eftir að hafa reynt að hreinsa til hjá sér, standa við hlið utanríkisráðuneytis- ins án nokkurra illmæla og semja um greiðslur sögðu þeir sína útgáfu af sögunni, þegar þeir heyrðu að það var ekkert sáttahljóð í Persson. Staðreyndin var að Ericsson hafði verið komið upp á Rikta af utanríkis- ráðuneytinu, sem hafði haft frum- kvæðið að því samstarfi. Afleiðingin var að Rikta sat uppi með fjárhags- lega ábyrgð á misheppnuðum tón- leikunum og gífurlegum kostnaði. Það voru þeirra mistök, en þeir álitu sig vel tryggða með utanríkisráðu- neytið í bakhöndinni. Fram að um- mælum Perssons vonaðist Rikta til að samningar næðust við utanríkis- ráðuneytið um kröfurnar. Eftir um- landslög með því að nota fé af leym- legum reikningum til að fjármagna starfsemi flokks síns. Saksóknarar í Þýskalandi eru nú að kanna hvort Kohl hafi með þessu gerst brotleg- ur við lög á 25 ára ferli sínum sem formaður Kristilegra demókrata (CDU). Kohl hefur viðurkennt að hugs- anlegt sé að hann hafi brotið reglur flokksins um Qármögnun á starf- semi hans en neitar því að hann hafi brotið lög. Kohl hefur einnig sagt að leynisjóðirnir hafi verið hluti af mæli hans var ljóst að svo yrði ekki, þó allt bendi til að samningaleiðin hafi einnig verið von utanríkisráðu- neytisins. Fyrir helgi sagði Anna Lindh ut- anríkisráðherra svo að þeir þrjátíu aðilar, sem ættu fé inni vegna upp- ákomunnar, fengju skuld sína greidda af utanríkisráðuneytinu. En skaðinn var skeður, hin hlið málsins komin í ljós og Rikta rambar á barmi gjaldþrots. „Ég er þreyttur, þreyttur segi ég. Nú er nóg komið. Þið getið komið ykkur á brott. Ég hef alls ekki hugs- að mér að svara einni einustu spurn- ingu. Nú vil ég fá að vera í friði,“ sagði Persson við fréttamenn er sátu íyrir honum eftir ummæli Lindh. Nú er orðið ljóst að ferðin og allur aðdragandi hennar verður rann- sakaður í sameiningu af stjórnskip- unarnefnd þingsins og ríkisendur- skoðun. Málið hefur orðið pólitískt hita- mál. A föstudaginn bárust þær fréttir að stjórn Suður-Afríku hygðist kaupa 19 Jas-herþotur. Marianne Samuelson talsmaður Umhverfis- flokksins sagði þá að pöntunin hefði fengist með því að nota 25 milljónir mjög persónulegum aðferðum hans við að stjórna fiokknum og um leið gefið í skyn að hann hafi notað þá til að styrkja stöðu sína innan flokksins. „Hann vildi heldur gera samn- inga við vini sína í bakherbergjum, en að fara að lögum,“ sagði Schröder, „Hvað segir það um skilning Helmuts Kohls á eðli stjórnmála þegar hann segir að formlegar reglur séu honum ekki eins mikilvægar og persónuleg vin- átta?“ sænskra króna af þróunarhjálpar- peningum og senda Persson og 700 Svía til Suður-Afríku. Persson hefur ekki eflt virðingu sína með þessum efthTnálum, en honum tókst einnig að stíga ofan á tæmar á gestgjöfum sínum í Suður- Afríku. A blaðamannafundi með Thabo Mbeki forseta var forsetinn spurður um átak stjórnarinnar gegn atvinnuleysi, sem er höfuðvandamál í Suður-Afríku. Mbeki svaraði þá að erfitt væri að setja nein töluleg takmörk í þeirri baráttu og sagði að undir það gæti Persson vísast einnig tekið. En það gat Persson öldungis ekki, heldur sagði að sænska stjómin hefði sett sér töluleg markmið og næði þeim á næsta ári. Mbeki varð heldur lang- leitur yfir svarinu og þessi saga hef- ur meðal annars ratað í skemmtidálk Financial Times og víðar. Önnur uppákoma var að þegar Persson hitti Mbeki lét hann Helenu Nilsson, framkvæmdastjóra vinnu- vemdarstofnunarinnar og fyrmm varaformann Miðflokksins, mæta með sér og kynnti hana sem tilvon- andi sendiherra Svía í Suður-Afríku. Hún er ekki í utanríkisþjónustunni og hafði að sögn aðeins verið spurð nokkrum dögum áður. Persson sagð- ist búast við samþykki suður-afrísku stjómarinnai-, en þessi framganga er brot á öllum hefðum utanríkisþjón- ustunnar, því formlega séð á mót- tökulandið að samþykkja væntanleg- an sendiherra fyrst. í leiðara Svenska Dagbladet var nýlega látið að því liggja að megin- skýring á öllum óföranum nú væri að Persson hefði í ferðinni og aðdrag- anda hennar skikkað sjálfan sig sem utanríkisráðherra. Hann hefði ætt áfram skipulags- og umhugsunar- laust. Embættismenn forsætis- og utanríkisráðuneytis yrðu nú að láta sér nægja hlutverk þeirra, sem kæfðu fréttir, hreinsuðu upp ósóm- ann, verðust slysum, bæra til baka og kæmu með villandi upplýsingar. Allt væri þetta vegna forsætisráð- herra, sem gini yfir of miklu. Huga að brúun Fehmern- sunds Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NÚ þegar Stórabeltisbrúin er komin í gagnið og Eyrarsundsbrúin verður opnuð næsta sumar er tími til að huga að næstu brúarframkvæmdum. Slíkur undirbúningur er nú að fara í gang og í vor munu danski, sænski og þýski samgönguráðherrann funda. Ætlunin er að koma sér niður á tímaáætlun varðandi ákvarðanir og hugsanlegan undirbúning bráar yfir Fehmem-sundið milli Danmerkur og Þýskaland. Þjóðverjar hafa áhuga á að bind- andi ákvörðun um framkvæmdir verði tekin sem fyrst, helst á yfir- standandi þingi. Ahuginn er eðlilega mestur í Norður-Þýskalandi, en Græningjar, sem sitja í stjórn, era sumir hverjir hikandi. I Danmörku er áhugi fyrir framkvæmdum, en málið hefur enn ekki verið sett á hinn pólitíska odd. Áhugi Svía helg- ast af því að með slíkri brú myndast bein leið frá Skáni niður til Þýska- lands og þaðan til allra átta á megin- landinu. Lögreglu- stjóri Seattle segir af sér LÖGREGLUSTJÓRI Seattle- borgar, Norm Stamper, til- kynnti í gær afsögn sína í kjölf- ar mikilla mótmælaaðgerða á fundi Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar (WTO) þar nýverið. Stamper gaf ákvörðun sína til kynna í bréfi sem hann afhenti borgarstjóra Seattle, Paul Schell, um síðustu helgi og í viðtali við dagblað sem gefið er út i borginni. Hann hafði ætlað að láta af störfum í janúar næstkomandi en ákvað að flýta þvi vegna þess hve lögreglunni gekk illa að hemja mótmæli þúsunda manna á götum borg- arinnar í síðustu viku. Viljaað saksókn falli niður Lögfræðingar tveggja Líbýu- manna, sem sakaðir hafa verið um að hafa komið fyrir sprengju um borð í farþega- þotu, sem fórst yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988, fóra í gær fram á það við dómstól í Skotl- andi að ákærur gegn mönnun- um yrðu felldar niður. Rök lögmannanna er þau að dómstóllinn hafi ekki lögsögu í málinu þar sem meint ólöglegt athæfi hinna ákærðu hafi ekki átt sér stað á skosku yfirráða- svæði. Réttarhöld yfir Líbýu- mönnunum, sem sagðir era vera fyrrverandi meðlimir lí- býsku leyniþjónustunnar, hóf- ust í Skotlandi í gær. Alls fór- ust 270 manns þegar þota bandaríska flugfélagsins Pan American fórst, 259 farþegar og áhöfn og 11 manns á jörðu niðri. Clinton í Norður- Kóreu Hálfbróðir Bills Clintons Bandan'kjaforseta, Roger Clinton, er sagður hafa verið heiðursgestur í móttöku stjórnvalda í Norður-Kóreu eftir að hljómsveit hans lék á tónleikum þar í landi á sunnu- dag. Móttakan var skipulögð af hálfopinberri friðarstofnun sem stóð að tónleikum hljóm- sveitar Rogers og nokkurra popphljómsveita frá Suður- Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa und- anfarin ár reynt að auka tengsl sín við umheiminn að því er tal- ið er vegna þess að landið þarf sárlega á stuðningi að halda til að bjarga sveltandi íbúum landsins frá hungurdauða. Vilja binda enda á átök Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zimbabwe hafa sent nefnd herforingja til nágrannaríkis- ins Rúanda til að semja um lok hernaðarátaka sem geisað hafa í norðvesturhluta Kongó frá því snemma í haust. Þar hafa hermenn frá Zimbabwe stutt forseta Kongó, Laurent Ka- bila, í átökum við skæraliða sem stjórn Rúanda styðja. Um 700 hermenn eru innikróaðir af skæraliðunum og er markmið sendinefndarinnar að fá yfir- völd í Rúanda til að beita sér fyrir þvi að hermennirnir geti snúið óáreittir til síns heima. Schröder endurkjörinn formaður SPD Berlín. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.