Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ ERLENT Skýrsla OSE um mannréttindabrot í Kosovo Hryllilegum grimmd- arverkum lýst Vín, Pristina. AFP, The Daily Telegraph. ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) birti á mánudag skýrslu um mannréttindabrot í Kosovo. Skýrslan er meira en 900 blaðsíður og er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn fjallar um grimmdar- verk framin á tímabilinu október 1998 til júní 1999, þegar serbnesk yf- irvöld réðu enn héraðinu. Síðari hlut- inn fjallar um tímabilið frá júní til október í ár þegar meira en 800.000 flóttamenn af albönskum uppruna sneru aftur til Kosovo í kjölfai’ loft- árása NATO. I skýrslunni er að fmna upplýsing- ar um morð, mannrán, pyntingar og kynferðislegt ofbeldi sem byggðar eru á vitnisburði fórnarlamba. I fyrri hlutanum er um að ræða glæpi sem serbneskir hermenn og óbreyttir borgarar frömdu á íbúum af alb- önskum uppruna. Síðari hluti skýrsl- unnar fjallar um hefndaraðgerðir Kosovo-Albana gegn Serbum bús- ettum í héraðinu eftir að hinir fyrr- nefndu sneru aftur. í yfirlitsskjali sem ÖSE birtir með skýrslunni er tekið fram að enda þótt báðir hlut- arnir myndi eina og sömu skýrsluna, fari fjarri því að hægt sé að jafna saman þeim mannréttindabrotum sem þar er lýst. Glæpir Serba gegn Kosovo-Albönum séu ekki einungis miklu umfangsmeiri heldur geri þátttaka ríkisvaldsins í þeim það að verkum að þeir séu eðlisólíkir þeim brotum sem lýst er í síðari hluta skýrslunnar. Börn taka þátt í grimmdarverkum Engu að síður sagði jrfirmaður sendinefndar ÖSE í Kosovo, Dan Everts, á fréttamannafundi á mánu- dag að mjög skýrar vísbendingar væru um að ofbeldi Kosovo-Albana gegn Serbum væri skipulagt. Einnig komu fram í máli Everts áhyggjur af því að átök milli flokka Kosovo-Aib- ana hefðu færst í vöxt upp á síðkast- ið. Bernar Kouchner, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, sagði á sama fréttamannafundi að áhyggjuefni væri að margir mjög ungir Kosovo-Albanar tækju þátt í gi-immdarverkum gegn Serbum. Hann lýsti því að í mörgum tilfellum hefðu allt niður í 10-12 ára börn tek- ið þátt í barsmíðum og beitt hótun- um, sérstaklega gegn eldra fólki af serbneskum uppruna. I einu tilviki hafi 82 ára gömul serbnesk kona ver- ið brennd inni í húsi sínu eftir að hafa sætt barsmíðum af börnum. Skipulegar ofsóknir til að flæma íbúa burt Fyrri hluti skýrslunnar er byggð- ur á gögnum sem starfsmenn sendi- nefndar ÖSE söfnuðu um mannrétt- indabrot Serba á þessu og síðasta ári. Sendinefndin yfirgaf Kosovo í mars á þessu ári skömmu áður en hernaðaraðgerðir NATO hófust, að- faranótt 25. mars. Eftir það skráðu starfsmenn ÖSE til viðbótar vitnis- burði um 2.800 fórnarlamba í flótta- mannabúðum í Albaníu og Makedón- íu. Fram kemur að serbneskar her- sveitir hafi stundað skipulegar of- sóknir á hendur íbúum af albönskum uppruna í því skyni að flæma þá burt úr héraðinu. Hersveitirnar beittu fjöldamorðum til að hræða íbúa til að flýja og tilviljanakenndar handtök- ur, nauðganir og annars konar kyn- ferðislegt ofbeldi var stundað í sama tilgangi. Sérstaklega voru ungir menn eltir af serbneskum sveitum, fangelsaðir, pyntaðir og drepnir. Einnig urðu efnaðir og vel menntað- ir Kosovo-Albanar mjög fyrir barð- inu á ofsóknum Serba. Missti alla fjölskylduna í morðárás Margar nákvæmar lýsingar á hryllilegum gi-immdarverkum Serba er að finna í skýrslunni. Eftir að starfsmenn ÖSE yfirgáfu Kosovo færðust morð, pyntingar og nauðg- anir mjög í aukana og sérstaklega urðu þeir illa úti sem höfðu tengsl við UCK eða höfðu aðstoðað starfsmenn AP Dan Everts, yfirmaður ÖSE í Kosovo, og Gerard Stoudmann, yfirmaður skrifstofu ÖSE á sviði lýðræðis og mannréttinda í Varsjá, kynna skýrsl- una í Pristina á mánudag. ÖSE með einhverjum hætti. Ein frá- sögnin, sem er að finna í skýrslunni, varðar fjölskyldu í Suva Reka-héraði í suðurhluta Kosovo sem varð að gjalda það dýru verði að hafa veitt ÖSE aðstöðu í húsi sínu. Kona úr fjölskyldunni er ein til frásagnar um atburðina. Hún segir að 25. október hafi lögregla yfirheyrt mann hennar um tengsl hans við sendinefnd ÖSE og af hverju starfs- mönnum á vegum hennar hafi verið leyft að dvelja í húsinu. Síðdegis næsta dag hafi lögreglumaður, sem konan segist hafa þekkt, birst utan við húsið og skipað syni mágs hennar að koma út. Lögreglumaðurinn hafi þar skotið piltinn. Konan segir að all- ir í fjölskyldunni hafi þá hlaupið út og séð að húsið var umkringt af serb- neskri lögreglu og vopnuðum óbreyttum borgurum. Hún segir að nokkrir meðlimir fjölskyldunnar hafi verið skotnir á færi utan við húsið en hún og aðrir hafi verið elt uppi og farið með þau á kaffihús í bænum. Þá Iýsir konan því hvernig lögreglan skaut til bana alla þá sem innandyra voru. Hún segir að fjögur börn hennar, tvær stúlkur 14 og 16 ára og tveir drengir 10 og 2 ára, hafi staðið um- hverfis hana þegar lögreglan hóf skothríðina. Konan reyndi að skýla yngsta syni sínum með fótunum en án árangurs. Hún varð sjálf fyrir skoti í kviðinn sem hafði farið gegn- um eldri son hennar. Hún segist hafa hvatt hann til að þykjast vera látinn og það sama hafi hún gert. Þegar Serbarnir voru að stafla lík- unum á vörubílspall segir konan að þeir hafi tekið eftir því að sonur hennar andaði enn og hafi skotið hann hljóðandi. Hún segist einnig hafa orðið vitni að því þegar Serb- arnir hirtu öll verðmæti af líkunum. Eftir að bifreiðin var lögð af stað tókst konunni að stökkva af henni og leynast þar til aðrir Kosovo-Albanar komu henni til hjálpar. Samkvæmt frásögn hennar voru 12 börn undir 17 ára aldri meðal hinna myrtu og 10 fullorðnir, þar á meðal ófrísk kona. Átti ekkert þjóðarmorð sér stað í Kosovo? Nokkur umræða hefur átt sér stað í bresk- um fjölmiðlum síðustu mánuði um það hvort þjóðarmorð hafi raunverulega átt sér stað í Kosovo. I grein Gwynne Dyer er fjallað um þetta mál. Unnið að uppgreftri líkamsleifa fórnarlamba stríðsins í Kosovo. ÞETTA var kannski óhjákvæmi- legt, rétt eins og hringferli frétta- flutningsins sjálfs. Þegar í ljós kom að sumar þeirra grafa, sem höfðu verið taldar fjöldagrafir þegar landsvæðið var kannað úr lofti, höfðu aðeins örfá eða jafnvel engin lík að geyma heyrðust þær ásakanir að í raun hefðu engin fjöldamorð átt sér stað í Kosovo. Hugsanlega hefði verið eitthvað um fjöldamorð á ein- hverjum stöðum en í öðrum tilvik- um hefði verið um að ræða áróðurs- brögð af hálfu NATO. Þessi umræða hófst síðastliðinn september þegar Emilio Perez Puj- ol, spánskur sérfræðingur í réttar- læknisfræði, hætti vinnu sinni og síns hóps eftir að hafa fundið aðeins „187 lík, 97 á einum stað, 8 á öðrum, 4 á enn öðrum og svo framvegis“. Hann hélt því reiðilega fram að allt þetta umstang hefði verið „orða- leikur búinn til af áróðursvél stríðs- ins, því við fundum ekki eina - ekki eina einustu fjöldagröf'. (97 h'k á einum stað telst. greinilega aðeins vera hagkvæm nýting á landsvæði!) Þá vakti rannsóknarhópur úr einkageiranum, sem kallar sig Stratfor, athygli á sér þegar hann tilkynnti að rannsókn á skýrslum frá FBI og öðrum löggæsluaðilum gæfi til kynna að endanlegar tölur um mannfall í stríðinu bentu til að fórnarlömbin mætti telja í hundruð- um en ekki þúsundum. Síðla í októ- ber var í breska tímaritinu The Spectator haft eftir háttsettum aðil- um í leynilögreglunni í Króatíu að 20 hópar, sem unnið hefðu á vegum Alþjóðlega glæpadómstólsins að því að grafa upp fjöldagrafir til að finna sönnunargögn, hefðu aðeins fundið 670 lík. Þegar hér var komið sögu urðu þær raddir háværar, sérstaklega meðal þeirra sem höfðu verið á móti stríðinu og blaðamanna sem voru í dauðaleit að nýrri sýn á málið, að fullyrðingin um þjóðarmorð hefði verið búin til af NATO til að dylja hinn raunverulega og glæpsamlega tilgang sinn með árásunum á Serbíu. Dregin voru fram í dags- ljósið orð nokkuiva háttsettra manna í NATO sem höfð voru eftir þeim í hita stríðsins og áttu að sanna að NATO hefði viljandi hleypt ofvexti í fjölda þeirra sem drepnir voru af serbneska hernum og öðrum sérþjálfuðum sveitum. Hver er þá sannleikurinn? Blaðamenn elska að fletta ofan af samsærum, hvort sem þau eiga við rök að styðjast eða ekki. Það var því óhjákvæmilegt að þessar fullyrð- ingar kæmu upp á yfirborðið ein- hvern tíma á árinu eftir stríðið, en sú staðreynd að þær séu óhjá- kvæmilegar fela ekki endilega í sér að þær séu rangar. Til að átta sig á þessum umdeildu atriðum verður að svara þremur aðskildum spurn- ingum. Hversu margir voru drepnir í stríðinu? Reyndu leiðtogar NATO að hækka tölu fallinna borgara að ásettu ráði til þess að geta kallað það þjóðarmorð og réttlæta þannig gerðir sínar? Og hversu marga látna þarf til þess að það teljist þjóðarmorð? Carla del Ponte, svissneski sak- sóknarinn sem var skipaður af Al- þjóða stríðsglæpadómstólnum, skýrði um miðjan nóvember frá því að 2.108 lík hefðu verið grafin upp af rannsóknarmönnum stríðsglæpa til þessa, en þeir hefðu aðeins opnað 195 af þeim 529 gröfum sem skráð- ar eru hjá dómstólnum og grunaðar eru um að vera fjöldagrafir. Þar sem jörð er nú frosin í Kosovo mun afgangurinn þurfa að bíða vors þeg- ar jörð þiðnar á ný. Mögulegt er að tala líka verði á milli 5 og 6 þúsund þegar upp er staðið. Þetta kemur heim við ályktanir Bajram Krasnici, yfirmanns nefnd- ar Kosovo-Albana sem íjallar um stríðsglæpi og fólk sem saknað er, og byggðar eru á vitnisburði eftir- lifenda, þess efnis að um 6 þúsund Kosovo Albanar hafi verið drepnir á þeim þremur mánuðum sem stríðið varði auk u.þ.b. eitt þúsund manna sem drepnir voru árinu á undan. Þar við bætast tvö þúsund manns sem saknað er og vonast er til að finnist í fangelsum í Serbíu. Hvemig kemur þetta svo heim og saman við það sem NATO hefur áætlað um stríðið? Raunar er þetta ekki fjarri lagi! Það ríkti ringulreið um stundar- sakir þegar hundruð þúsunda skelfdra múslima, sem höfðu verið reknir úr landi, flæddu yfir landa- mærin til Makedóníu og Albaníu, meirihlutinn konur og börn sem sögðust hafa verið skilin frá karl- mönnunum. Það var áhyggjuefni hve karlmennirnir voru fáir í flótta- mannabúðunum og því sagði Willi- am Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hinn 16 maí: „Það er ljóst að það vantar um hundrað þúsund vopnfæra menn. Þeir hafa hugsanlega verið myrtir." Þessar áhyggjur voru skiljanlegar á þeirri stundu og hann sagði ekki að þeir hefðu verið drepnir. Enginn hélt því fram. Á síðari stigum stríðsins voru þær tölur sem flestir yfirmenn og talsmenn NATO notuðu á þá leið að „hátt í tíu þúsund Albanar hefðu verið myrtir". Ef litið er til þess að enn ríkti öngþveiti vegna stríðsins og skortur var á beinum upplýsing- um má segja að þessi áætlun hafi ekki verið fjarri lagi og áreiðanlega ekki vísvitandi ýkjur'. En myndi þetta flokkast sem þjóðarmorð? Auðvitað. Það er hægt að leika sér með orð og deila um hversu mörg lík verði að vera í gröf til að hún kallist fjöldagröf. Hins vegar er til staðar lagaleg skilgrein- ing á þjóðarmorði og kemur fjöldi fómarlamba þar ekki við sögu Þjóð- armorð er tilraun til að útrýma eða gera eignalausa eða brottræka með valdi þjóðflokka, trúar- eða tungu- málahópa. Undir þetta fellur þá sú stefna að nota hrottafengin morð á þúsundum manna til að hræða alla aðra af sama hópi þannig að þeir flýi svæðið, en þeirri aðferð beittu serbnesk yfirvöld í Kosovo. Ef tekið er mið af þeim aðferðum er beitt var af sveitum Slobodan Milosevic við þjóðernishreinsanir á blönduðum svæðum í Króatíu (áður en Króatar hófu gagnárásir og sín- ar eigin þjóðernishreinsanir) að ekki sé minnst á hin hryllilegu þjóð- armorð sem serbneska stjórnin gerði á múslimum í Bosníu, er óskynsamlegt að halda því fram að NATO hafi átt að bíða með aðgerðir þar til fleira fólk í Kosovo hefði ver- ið myrt. Það að „aðeins 10 þúsund óbreyttir borgarar voru drepnir" eða „aðeins 6 þúsund" er engin sönnun þess að NATO hafi rang- lega gripið inní atburðarásina. Þvert á móti er þetta sönnun þess að bandalagið brást við í tæka tíð. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður iLondon. Greinar bans birtast reglulega í 45 löndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.