Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ami Sæberg Leikarar og leikstjóri Komdu nær á fyrstu æfingu í Þjóðieikhúsinu. ÆFINGAR eru hafnar í Þjóðleik- húsinu á breska leikritinu Komdu nær eftir Patrick Marber í íslenskri þýðingu Hávars Sigurjónssonar. Leikritið var frumsýnt í breska Þjóðleikhúsinu fyrir 18 mánuðum og vakti mikla athygli og umtal fyr- ir berorðar lýsingar á samskiptum karla og kvenna. Verkið hefur ver- ið tekið til sýninga víða um heim á undanförnum mánuðum og unnið Komdu nær í Þjóðleik- húsinu til fjölda viðurkenninga og verð- launa, m.a. var það valið besta gam- anleikritið í Bretlandi 1998. Leikarar í sýningu Þjóðleikhúss- ins eru Baltasar Kormákur. Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ól- afsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, Leikmynd gerir Helga I. Stefáns- dóttir, ljósamaður er Páll Ragnar- son og Hafliði Arngrímsson er dramatúrg sýningarinnar. Frumsýning er áætluð í byrjun febrúar. Fjórtán hlutu styrk úr nýjum • / SJOOl PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbanka Islands hf., af- henti nýlega 14 aðilum styrk að upphæð 5.550.000 kr. úr Menning- ar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka íslands hf. Þetta er í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann var stofnaður í mars sl. Þúsund barna kór sem syngja mun á Þingvöllum á kristnihátfð 2. júlí fær fyrsta styrkinn. Hið ís- lenska biblíufélag hlýtur styrk til útgáfu á Tölvubiblíu barnanna. Víð- istaðakirkja í Hafnarfirði fær styrk vegna tónverks sem Gunnar Þórð- arson semur og flutt verður á nýársdag í Víðistaðakirkju. Lang- holtskirkja og Grafai-vogskirkja hljóta styrki í orgelsjóði sína. Styrktarfélag íslcnsku óperunnar hlýtur styrk til viðhalds húss óper- unnar. Listasafn Kópavogs - Gerð- arsafn, hlýtur styrk vegna sér- stakrar sýningar á næsta ári. Bjarki Sveinbjörnsson og sam- starfsmenn hans hljóta styrk til rannsókna á íslenskri tónlist. Fé- lagið Islensk grafík fagnar 30 ára afmæli á árinu og hlýtur af því til- efni styrk menningarsjóðsins. Heilsustofnun NLFI er styrkt til að láta steypa í brons listaverkið „Móðir og bam“ eftir Þorbjörgu Pálsdóttur. Margrét Guðnadóttur fyrrv. prófessor fær styrk til vís- indastarfa. Samtökin „Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs“ fær styrk til uppgræðslu og gróðurvemdar. Eiríksstaðanefnd fær styrk til upp- byggingar að Eiríksstöðum í Haukadal. Atvinnumál fatlaðra fær styrk vegna verkefnisins „atvinna með stuðningi". Tilgangur sjóðsins er að styrkja íslenska menningu og listir, liðs- inna í líknar- og mannúðarmálum, stuðla að menntun, vísindum og tækni og loks að styðja verkefni á sviði umhverfismála. Formaður sjóðssljórnar er Pálmi Jónsson. Glimrandi fínn flutningur Morgunblaðið/Golli Fremri röð : Karl Sigurbjörnsson, Margrét Magnúsdóttir, Jón Pálsson, Drífa Kristinsdóttir, Margrét Guðna- dóttir, Anna Guðrún Torfadóttir, Friðjón Þórðarson. Aftari röð: séra Sig. Helgi Guðmundsson, Árni Gunnars- son, Yngvi Þorsteinsson, Guðni Stefánsson, Höskuldur Harri Gylfason, Bjarki Sveinbjörnsson , Jón Helgi Þórar- insson og Vigfús Þór Árnason. Útgáfustjdrar stóru bókaforlaganna Stafræn prentun forvitnilegur kostur TOJVLIST III j ó iii <1 i s k a r ÍSLENSKIR SÖNGVAR Auður Gunnarsdóttir sópran, Jónas Ingimundarson píanó. Hljóðritað í Gerðubergi í ágúst og september 1998. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Fermata hljóðritun. Framleiðsla: DADC, Austurríki. Utgáfa og dreifing: Japis 1999 JAP 9970-2 HÉR höfum við langa (72:42), fjölbreytta og mjög vel saman setta söngskrá með íslenskum söngvum, yngri og eldri - þau elstu (þjóðlög) í seinni tíma útsetning- um, einstaklega vel heppnuðum. Og ýmislegt þar á milli. Hljóm- diskurinn byrjar á indælum nótum, alþekkt lag Sveinbjörns Svein- björnssonar við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, Fífilbrekka gróin grund. Vel sungið og leikið. En það er með næsta lagi, Sofðu unga ást- in mín i sérstaklega fallegri útsetn- ingu Karls 0. Runólfssonar (maður skilur ekki af hverju hún er ekki oftar notuð), sem vonir vakna um mjög fínan og áhugaverðan hljómdisk, oftast í hágæðaílutn- ingi. Þjóðlögin í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar eru klárar og fal- lega framreiddar tónsmíðar, og svo er um flutninginn. Nátttröllið og stúlkan („Fagur þykir mér fótur þinn“ o.s.frv.) al- veg magnað! Einnig eru lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Matt- híasar Johannessen (Ljóð fyrir börn) mjög skemmtileg og jafnvel andrík á sinn hátt (ljóðin líka!). Og söngvarinn og undirleikari fara á Björg Atla í Mos- fellsbæ BJÖRG Atla sýnir um þessar mundir í Café Krónika í Mos- fellsbæ. Á sýningunni, sem stendur til jóla, eru 16 málverk, ílest unnin á þessu ári. kostum. Annars ætla ég ekki að gefa hverju hinna 38 laga og glimr- andi fínum ílutningi á þeim sér- staka einkunn. Við höfum hér þrjú falleg lög Hjálmars H. Ragnarssonar úr Pétri Gaut og tvö eftir Tryggva M. Baldvinsson (Krummi og Gömul ljósmynd), bæði mjög fínar (ólíkar) tónsmíðar, það seinna beinlínis áhrifaríkt. Meðal ótaldra skipar Jón Leifs heiðurssess með Þremur kirkjulögum (Vertu Guð faðir, Allt eins og blómstrið eina og Upp, upp mín sál). Jón Ásgeirsson er (oftast) lagasmiður að mínu skapi, yfirleitt melódískur og „gerir sér ekkert sérstakt far um að trompa text- ann“, sem getur orðið hvimleitt, m.ö.o. oftúlka í tónum. Enda hafa mörg sönglög hans náð verðskuld- aðri hylli. Mig langar að lokum að minnast á tvö lög, einkum vegna þess hvað flutningurinn er vandað- ur, lag Þórarins Guðmundssonar við texta Guðmundar Björnssonar, Þú ert -, og lag Sigvalda Kaldalóns við texta Höllu Eyjólfsdóttur. I fyrra tilvikinu er ljóst að söngvar- inn (og undirleikarinn) gera sér grein fyrir því að þetta er ort um lítið stúlkubarn (reyndar finnst manni á mörkunum að tónskáldið hafi áttað sig á því); seinna lagið hef ég aldrei heyrt eins vel flutt, söngurinn hrífandi látlaus og fal- legur í óvenjuhægu tempói. Loka- lagið, Hamraborgin, sem ég minn- ist ekki að hafa áður heyrt flutt af kvenrödd, er hér sungið með mikl- um tilþrifum, svo sem vera ber. Auður Gunnarsdóttir stundaði framhaldsnám við tónlistarháskól- ann í Stuttgart og lauk prófi frá óperu-, Ijóða- og einsöngvaradeild með hæstu einkunn, og undrar engan. Hún starfar í dag í Þýska- landi, eins og fleiri úrvalssöngvar- ar íslenskir hafa gert, bæði fyrr og nú. Ekki fer milli mála að hún er í hópi okkar bestu söngvara. Um undirleikarann, Jónas Ingimundar- son, er óþarft að fjölyrða, en ekki hefur honum oft tekist betur upp í undirleik en á þessari plötu - og er þá allnokkuð tekið upp í sig. Upptökur og hljóðvinnsla - allt í góðum höndum (enginn „stúdí- ókeimur"). Vandaður bæklingur með text- um, einnig á þýsku og ensku. Oddur Björnsson ÚTGÁFUSTJÓRAR stóru bókafor- laganna, Máls og menningar og Vöku-Helgafells, fagna tilkomu staf- ræns prentverks, eins og Xerox-um- boðið á íslandi kynnii' nú undir yfir- sla-iftinni „Bók eftir pöntun" og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þau eru þó lítið sem ekkert farin að færa sér þessa tækni í nyt og hefur Vaka-Helgafell engin áform þar um á prjónunum. Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu segir það ekkert vafamál að stafrænt prent og þróaðir leysi- prentarar séu forvitnilegui’ kostur fyrir íslenska bókaútgefendur. „Ein- faldiega vegna þess að þetta gengur út á hagkvæma framleiðslu í litlu upplagi. Sé ég þar fyrir mér ljóða- bækur og sérhæfðar kennslubækur, svo dæmi séu tekin.“ Mál og menning mun lítið vera far- ið að nýta sér stafræna prentun, ein- göngu í undantekningartilvikum. Halldór er eigi að síður sannfærður um að forlagið muni færa sér tækn- ina í nyt í auknum mæli í framtíðinni, þegar það á við. „Ég tala nú ekki um þegar hægt er að tengja þessar staf- rænu prentvélar við band. Búa til bækumar í leiðinni." Halldór segir „Bók eftir pöntun“ ekki aðeins áhugaverðan kost íyrir stóru bókaforlögin heldur sé tækni af þessu tagi líka lýðræðisleg í eðli sínu. Hún geri hverjum sem er auðveldara að gefa út bók. „í þeim skilningi er þetta holl ögrun við okkur útgefend- ur.“ Getur hjálpað til við kynningu á nýjum höfundum Að dómi Péturs Más Ólafssonar hjá Vöku-Helgafelli felst helsti styrk- ur „Bókar eftir pöntun" í því að tækn- in getur hjálpað til við kynningu á nýjum höfundum, ekki síst ljóðskáld- um og höfundum sérhæfðra fræði- bóka sem seljast í litlum upplögum. Eins geti þessi tækni komið sér vel varðandi endurútgáfu á eldri bókum. „Hins vegar er prentkostnaðminn aðeins hluti af kostnaði bókaforlaga við útgáfu. Umbrot, prófarkalestur, ritstjórn og dreifmgarkostnaðm- og annað slíkt vega mjög þungt líka. Mér þykir þetta því minna svoh'tið á það þegar tölvutæknin kom til sög- unnar en þá héldu menn að forlög yi’ðu óþörf. Höfundar myndu bara brjóta sjálfir um bækur sínar og skila beint til prentsmiðju á disklingi. Ann- að kom hins vegar á daginn enda er starf forlaga sem vilja standa undir nafni miklu viðameira," segir Pétur Már. Segir hann stafræna prentun hafa verið fyrir hendi í nokkur ár en enn sem komið er viti hann ekki til þess að fyrirtæki hafi nýtt sér hana að neinu marki, hvorki við útgáfu á bók- um né við vinnslu eða framleiðslu á tímaritum, auglýsingum eða öðru efni. „En kannski er þetta eins og annað. Tækninni fleygir fram og kostnaður lækkar. Maður hlýtur því að fagna fleiri möguleikum i prent- verki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.