Morgunblaðið - 08.12.1999, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR___________
HÁTÍÐARTÓNLIST
ÚT ER komin geis-
laplatan Spil en hún
hefur að geyma
verk eftir Karólínu
Eiríksdóttur tón-
skáld.
Alls eru á plöt-
unni fimm tónverk,
Flautuspil í flutn-
ingi Martials Nar-
deau, Skýin í flutn-
ingi Gunnars
Kvaran sellóleikara,
Hvaðan kemur
lognið? sem Einar
Kristján Einarsson
gítarleikari flytur,
Spil í flutningi
flautuleikaranna
Guðrúnar S. Birgisdóttur og
Martials Nardeau og ljóðaflokkur-
inn Heimkynni við sjó sem Ingi-
björg Guðjónsdóttir sópransöng-
kona syngur og Tinna
Þorsteinsdóttir leikur með á píanó.
Er flokkurinn saminn við ljóð úr
samnefndri Ijóðabók Hannesar
Péturssonar.
Verkin vorp öll flutt á tónleikum
í Listasafni Islands í apríl í fyrra
en flest hafa verið flutt viðar. Þau
eru öll samin með viðkomandi
flytjendur í huga.
Upptökur voru gerðar í kjölfar
tónleikanna, eða haustið 1998, og
segir Karólína þær hafa gengið
vel. „Það var reyndar til upptaka
af einu verkanna, Hvaðan kemur
lognið?, frá 1993. Sú upptaka varð
reyndar söguleg. Hún átti að fara
fram í Garðakirkju en þegar þang-
að var komið var svo hvasst að við
urðum frá að hverfa. Sem betur fer
reyndist Víðistaðakirkja vera laus
á sama tíma og við brunuðum því
þangað. Þar gekk allt að
óskum,“ segir Karólína.
Hljóðritun verkanna
annaðist tæknirekstrar-
deild Ríkisútvarpsins og
tónmeistari var Bjarni
Rúnar Bjarnason. Upp-
tökur fóru í öllum tilfell-
um fram í kirkjum.
Kveðst Karólína hæstá-
nægð með árangurinn.
Verkin
flutt víða
Ljóðaflokkurinn
Heimkynni við sjó hefur
aðeins verið fluttur í
Listasafni íslands en hin
verkin fjögur mun oftar.
„Guðrún og Martial hafa leikið Spil
víða, nú síðast á flauturáðstefnu í
Atlanta í Bandaríkjunum. Gunnar
hefur líka farið vítt og breitt með
Skýin, lék meðal annars í Beetho-
ven Haus í Bonn síðastliðið vor. Þá
hefur Einar flutt Hvaðan kemur
lognið? á mörgum stöðum.“
Verk Karólínu hafa gert víðreist
á þessu hausti. Orchester Norden
flutti hljómsveitarverk eftir hana í
tilefni af opnun sendiráðsbygging-
ar Norðurlandanna í Berlín nýver-
ið, rúmenskur sellóleikari lék Ský-
in í Moldóvíu fyrir skemmstu og
um þessar mundir er saxófónkvar-
tett frá Stokkhólmi á tónleikaferð
um Svíþjóð með verk eftir hana.
Það verk hefur hún raunar ekki
heyrt flutt ennþá. „Ég hef ekki
haft tök á að hlusta á þá ytra og
það er enginn saxófónkvartett mér
vitanlega starfandi hér heima.
Kannski kemur þessi sænski
kvartett einhvern tíma hingað."
TÖJVLIST
Geislaplötur
SÖNGSVEITIN FÍLHAR-
MÓNÍA
Heill þér himneska orð: Jólalög og
sálmar útsettir og samdir af Carl
Nielsen, Johann Sebastian Bach,
Wolfgang Amadeus Mozart, Thom-
as Tallis, Edward Elgar, Ralph
Vaughan Williams, Hector Berlioz,
Orlando Gibbons, Felix Mendels-
sohn-BarthoIdy, Gabriel Fauré,
Andrew Lloyd Webber o.fl. Kór-
söngur: Söngsveitin Fflharmónía.
Kórstjórn: Bernharður Wilkinson.
Orgelleikur: Douglas A. Brotchie.
Einleikur: Bernharður Wilkinson
(flauta). Einsöngur: Sigrún Hjálm-
týsdóttir. Hljómsveit: Strengjasveit
(konsertmeistari Rut Ingólfsdóttir).
Lengd: 60’42. Útgáfa: Söngsveitin
Fflharmónía SSF 002. Dreifing
JAPIS.
ÞAÐ tilheyrir að eignast nýja
jólaplötu fyrir hver jól. Þessi nýja
plata Söngsveitarinnar Fílharmón-
íu uppfyllir þær væntingar sem
maður gerir til jólaplötu ársins,
bæði hátíðleg og falleg. Uppbygg-
ing plötunnar er hefðbundin, minn-
ir helst á þær jólaplötur sem ensk-
ir kórar gefa út um hver jól og
hafa orðið eins konar fyrirmyndir
tónlistarútgáfu af þessu tagi. En
það sem er ekki alls kostar hefð-
bundið er lagavalið. Hér má nefni-
lega finna ýmis lög sem sjaldan
heyrast, a.m.k. hér á landi.
Fyrst skal nefndur hreint yndis-
legur jólasálmur danska tónskálds-
ins Carls Nielsens, Forunderligt at
sige. Þessi sálmur ætti að vera á
vörum allra tónelskra, kristinna
manna um jólin. Yfir sálminum
hvílir einstök heiðríkja í frábærum
flutningi Söngsveitarinnar og ekki
spillir fínn framburður kórmanna
fyrir. Það er ánægjulegt að heyra
þegar menn vanda sig í textafram-
burði. Ensku sextándualdarlögin A
carowle for Christmas day (Orlan-
do Gibbons), If ye love me (Thom-
as Tallis) og Lord, for thy tender
mercýs sake (Richard Farrant) eru
skemmtileg viðbót við hið hefð-
bundna jólaprógramm, falleg lög
sem hér eru sungin af innlifun.
Hins vegar á undirritaður erfitt
með að hrífast af Ave Maria Elg-
ars og titillagi plötunnar, Heill þér
himneska orð eftir Fauré. Þessir
ofurrómantísku og svolítið væmnu
sálmar eru ekki sérlega frumlegar
tónsmíðar og söngur kórsins ber
þess ekki merki að verkin veki
áhuga söngfólksins. I sálmi Faurés
kemur einnig fram helsti veikleiki
kórsins (og íslenskra blandaðra
kóra yfirleitt): ójafnvægið milli
karla- og kvennaradda (25 karlar,
51 kona!). Það verður að segjast
eins og er að kvennaraddirnar í
Söngsveitinni Fílharmóníu eru
talsvert sterkari (og fjölmennari)
en karlarnir og þeir eru alls ekki
jafnokar kvennanna eins og glöggt
má heyra í upphafínu á lagi Fau-
rés. Lengsta verkið á plötunni er
hymni Mendelssohns, Hear my
prayer. I verkinu syngur Sigrún
Hjálmtýsdóttir einsöng af alkunnu
öryggi en Söngsveitin tekur frem-
ur dauflega undir, virðist ekki vera
fullkomlega sátt við verkið enda
ekki ýkja merkileg tónsmíð þrátt
fyrir miklar vinsældir. Hins vegar
er söngur kórsins afar innblásinn
og hressilegur í enska jólasálmin-
um The Sussex carol (On Christ-
mas night all Christians sing,
radds. Vaughan Williams) og
einkar innilegur í The Coventry
carol (Systir mín kær) þar sem
hljómur kórsins hefur mikla fyll-
ingu og tónn hans er framúrska-
randi fallegur. Sama má segja um
In dulci jubilo í útsetningu Bachs.
Vögguljóðið úr Bernsku Krists
eftir Berlioz er orðinn algjör
„standard" á svona safni jólalaga
og fer gjarnan yfir strikið í sæt-
leika sínum. En Söngsveitin og
Bernharður Wilkinson stjórnandi
hennar halda sig réttum megin og
undirstrika hve frábær þessi litli
kórþáttur er. í útsetningu Vaug-
han Williams á The truth sent
from above sýnir Söngsveitin einn-
ig hvers hún er megnug, þegar hún
syngur þennan fallega sálm á
þróttmikinn hátt við glæsilegt or-
gelundirspil Douglas Brotchie. Ave
verum Elgars er einnig mjög vel
sungið og eru kvennaraddirnar þar
sérlega velhljómandi. Fallegt verk
og miklu fremra Ave Maria sama
tónskálds (nr.7). Let all the world
in every corner sing eftir Vaughan i
Williams gerir auðheyrilega miklar
kröfur til flytjenda og er þessi s
tignarlegi lofsöngur hér sunginn j
með glæsibrag. Tvö síðustu verkin
á plötunni eru flutt við undirleik
strengjasveitar og tekin upp á tón-
leikum (ergilegt að klappið skuli
ekki hafa verið klippt burt - það
kemur eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum í síðustu lögunum og
skemmir verulega fyrir). I Ave
Maria, frekar litlausu lagi eftir Lu-
igi nokkurn Luzzi, syngur Sigrún
Hjálmtýsdóttir einsöng og gerir
það vel.
Lokaverkið á plötunni er Pie
Jesu úr Requiem eftir Andrew
Lloyd Webber. Þetta er dísætt,
nýrómantískt söngleikjasull - en
mikið er það nú samt fallegt. I
ýmsum herbúðum þykir þessi
skoðun ábyggilega vitna um afar
slæman smekk, en það verður þá
bara að vera svo. Og við hin þökk-
um Guði fyrir að einhverjir skuli
þora að semja svona tónlist í al-
darlok.
Og talandi um aðgengilega,
léttpoppaða jólatónlist vil ég benda
stjórnum og stjórnendum bland-
aðra kóra á að fletta í nótnabókum
Bretans Johns Rutters, sem hefur
samið og útsett fjöldann allan af
sérlega hressilegum jólalögum.
Valdemar Pálsson
Spil úr smiðju
Karólínu
Eiríksdóttur
Karólina
Eiríksdóttir
Bræðralög
Alftager ðisbræ ðra
Akureyri.Morgunblaðið
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Álftagerðisbræður sendu frá sér hljómdiskinn „í ÁIftagerði“ haustið
1996 og héldu þá útgáfutónleika í hesthúsinu heima í Álftagerði ásamt
undirleikara sínum, Stefáni R. Gíslasyni. Að þessu sinni verða þeir með
styrktartónleika í Miðgarði, í tilcfni af útkomu hljómdisksins „Bræðra-
ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR kvöddu
sér hljóðs svo eftir var tekið þegar
þeir sendu frá sér hljómdiskinn „I
Álftagerði" haustið 1996. Þar
sungu þeir bræður af léttleika og
gleði, eins og Skagfirðinga er siður.
Stefán R. Gíslason, tónlistarkennari
og kórstjóri, raddsetti flest Iaganna
og annaðist undirleik. Diskurinn
féll í góðan jarðveg - hvert upp-
lagið af öðru seldist upp og nú hef-
ur hann selst í um níu þúsund ein-
tökum. Það eru ekki margir
íslenskir listamenn sem gera betur
við útgáfu á sínum fyrsta
hljómdiski.
Þessir söngglöðu bræður eru frá
Álftagerði í Skagafírði, synir Pét-
urs Sigfússonar og Sigrúnar Ólafs-
dóttur, sem lifðu og hrærðust í söng
allt sitt líf. Sigfús, Pétur, Gísli og
Óskar skipa kvartettinn. Þeir bræð-
ur hafa jafnframt gert víðreist með
tónleikahaldi um nær allt land en
oftast hafa þeir troðið upp á Broa-
dway, nær alitaf fyrir fullu húsi.
Þar komust þeir í kynni við
Gunnar Þórðarson hljómsveitar-
stjóra og félaga hans, við uppfærslu
á skemmtidagskránni „Laugar-
dagskvöldið á Gili“. Og þar varð
meira úr, því Gunnar tók að sér
hljómsveitarsljórn við upptökur á
nýjum diski, auk þess sem hann út-
setti hljóðfæraundirleikinn í öllum
lögunum og samdi í kaupbæti eitt
lag fyrir bræður. Stefán R. Gísla-
son, sem er stoð og stytta þeirra
bræðra í söngnum, raddsetti flest
lögin. Einnig raddsettu Atli Guð-
laugsson og Björgvin Þ. Valdimars-
son nokkur lög en þessir þremenn-
ingar þekkja manna best hvað hægt
er að bjóða þeim Álftagerðisbræðr-
um í söng. Útkoman varð nýr
hljómdiskur sem fékk nafnið
„Bræðralög".
Syngja með hlýju
og gleði
„Bræðralög“ eru margslungin,
innlend og erlend. Sum þeirra hafa
lifað með íslensku þjóðinni í áratugi
en önnur eru ný. Sum þeirra syngja
þeir bræður í dæmigerðum kvar-
tett-útsetningum en önnur syngja
þeir með sínum hætti; með hlýju og
gleði eins og þeim er einum lagið.
Þegar fyrri diskurinn kom út
voru haldnir eftirmiimilegir tón-
leikar í hesthúsinu í Álftagerði. Þá
orti „stera“ Pétur Pétursson frá
Höllustöðum:
Hesthúið fylltist af tenóra tónum,
tvíræðum vísum, klámi og gríni.
En kjarni málsins hvarf okkur
sjónum,
í kæstum hákarl og brennivíni.
Þessir ógleymanlegu tónleikar
verða ekki endurteknir en út-
gáfutónleikar „Bræðralaga" verða
þó að sjálfsögðu rétt við túnfótinn í
Álftagerði, í félagsheimili Mið-
garði, þar sem þeir bræður hafa
komist í hæstu hæðir í orðsins
fyllstu merkingu. Tónleikarnir
verða fimmtudaginn 9. desember
ogheQastkl. 21.
Til styrktar fjölskyldunni
á Starrastöðum
í upphafi ætluðu þeir bræður að
bjóða vinum og sveitungum til tón-
leikanna. Frá því var horfið og þess
í stað verður aðgangseyrir fimmtán
hundruð krónur. Sú upphæð renn-
ur óskipt til fjölskyhlunnar á Starr-
astöðum í Skagafirði, sveitunga og
lög“.
söngvina þeirra Álftagerðisbræðra.
Á Starrastöðum búa hjónin Eyjólf-
ur Pálsson og María K. Reykdal ás-
amt börnum sínum. Þau hafa átt við
alvarleg veikindi að stríða, sem
hafa tekið sinn toll, andlega og líka-
mlega en einnig fjárhagslega.
Vitað er að margir hafa viljað
rétta Starrastaðafjölskyldunni
hjálparhönd en hvernig er best að
bera sig að í slfkum tilvikum? Gefa-
ndinn finnur ef til vill fyrir van-
mætti, einn og sér. Stundum er líka
erfiðara að þiggja en gefa. Þess
vegna ákváðu Álftagerðisbræður
að nýta þetta tækifæri til að gefa
sveitungum og vinum tækifæri til
að rétta fram hjálparhönd. Hver
einasta króna sem tónleikagestir
greiða við innganginn rennur til
Starrastaöafjölskyldunnar og
margt smátt gerir eitt stórt.
Hljómsveit Gunnars Þórðarson-
ar, sem leikur undir söng bræðr-
anna á disknum, leggur þessu má-
lefni lið. Hún kemur fullskipuð
norður yfir heiðar til að spila á tón-
leikunum en þar er valinn maður í
hveiju rúmi. Kristinn Svavarsson,
sem leikur á saxafón og fleiri blást-
urshljóðfæri, Árni Scheving, sem
spilar á harmoniku og vibrafón,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir leikur á
fiðlu, Jóhann Ásmundsson á bassa,
Sigfús Óttarsson á trommur og svo
sjálfur Stefán R. Gíslason frá Mið-
húsum, sem leikur á píanóið, að
ógleymdum gítarleikaranum Gunn-
ari Þórðarsyni. Fleiri aðilar hafa
lagt þessu málefni Iið með einum
eða öðrum hætti. Þeim og öðrum
sem gert hafa þessa tónleika mögu-
lega, færir undirbúningsnefndin al-
úðarþakkir.
Jólatón-
leikar í
Hásölum
MIÐVIKUDAGINN 8. des-
ember kl. 20.30 verða tónleik-
ar í Hásölum Hafnarfjarðar-
kirkju þar sem Kammerkór
Hafnarfjarðar og Þórunn
Guðmundsdóttir flytja að-
ventu- og jólatónlist. Á tón-
leikunum verða fluttir nýir
textar við jólalög sem heyrast
fyrst á þessum tónleikum.
Textarnir hafa sérstaklega
verið þýddir fyrir kórinn og
eru þeir eftir Bjarna Jónsson,
Guðmund Óla Ólafsson, j
Gunnlaug V. Snævarr, Krist-
ján Val Ingólfsson, Sigfinn
Þorleifsson og Sigurbjörn
Einarsson. Meðal annars
munu Þórunn Guðmundsdótt-
ir og kórinn flytja „Hear my
Prayer“ eftir F. Mendels-
sohn. Með kórnum leikur
Kári Þormar, organisti og
píanóleikari. Stjórnandi er
Helgi Bragason
Sýning
framlengd
Sólon íslandus
Sýning Guðbjargar Lindar á Só-
loni íslandusi verður framlengd til
laugardagsins ll.desember.
Myndheimur Guðbjargar Lindar j
tengist eyjum og fossum sterkum 1
böndum og eru flestar myndirnar á
þessari sýningu málaðar í minningu
föður Guðbjargar.