Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 33 Guðmundur G. Halldórsson Nýjar skín einnig á nóttunni er ljóða- bók eftir Guð- mund G. Hall- dórsson, kaupsýslumann á Húsavík. Guðmundur Gunnlaugur Hall- dórsson er Þing- eyingur í húð og hár, fæddist á Tjörnesi 15. maí 1923. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði sjómennsku framan af ævi. Um 25 ára aldur komst hann í kynni við við- skipti, innanlands og utan, sem urðu ævistarf hans. Einkum var hann þekktur hér heima fyrir að brjóta grásleppuhrognum frá Islandi leið inn á borð sælkera Evrópulanda. I kynningu segir: „Á lífsleiðinni hefur Guðmundur ort ljóð og lausa- vísur, eftir því sem andinn hefur blásið honum í brjóst og tími at- hafnamannsins hefur leyft. Sumar kersknisvísur hans hafa orðið fleyg- ar um hérað landsins, en þekktast er ljóðið hans um rósina, sem kórar og kvartettar víða að af landinu hafa sungið við lag eftir Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum. Rósin, sungin af Björgvini Halldórssyni, er um þessar mundir afar vinsæl í óska- lagaþáttum útvarpsstöðvanna.“ Útgefandi er Guðmundur G. Hall- dórsson á Húsavík oghefurhann bókina til sölu, en hún verðurekki seld í bókabúðum. • LJÓSMYNDUN á íslandi 1950- 1970 eftir Guðrúnu Harðardóttur sagnfræðing er komin út. Heftið er í ritröð Þjóðminjasafns Islands rann- sóknarskýrslum. Uppistaða ritsins er viðtöl við 7 ljósmyndara sem störfuðu á tímabilinu og er viðtölun- um fylgt úr hlaði með yfirlitsgrein um Ijósmyndun á þessu tímabili. Viðmælendur eru Donald Ingólfs- son, Guðni Þórðarson, Hjálmar R. Bárðarson, Leifur Þorsteinsson, Jó- hanna Sigurjónsdóttir, Rafn Hafn- fjörð og Sævar Halldórsson. Ekki hefur áður verið tekið saman yfirlit um sögu gi-einarinnar hér- lendis á umræddu tímabili. Auk þess koma fram í viðtölunum margvísleg- ar upplýsingar og sjónarmið þar sem bæði er um að ræða atvinnu- menn og áhugamenn. Verkefnið var unnið við myndadeild Þjóðm- injasafns íslands með styrk frá Nýs- köpunarsjóði námsmanna. Ritið er 120 bls. og kostar 2.490 kr. Það verður til sölu á skrifstofu mynda- og munadeildar þjóðm- injasafns í Vesturvör 16-20, s. 5302280 og netpóstur soffía@na- tmus.is. Ritið fæst einnigsent ípóst- kröfu. ----♦ ♦ ♦ A Islenskar glæpasögur á Sólon * Islandus HIÐ íslenska glæpafélag boðar til opins fundar um íslenskar glæpasög- ur á Sólon íslandus, efri hæð, á morgun fimmtudag, kl. 20.30. A fundinum fjallar Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri Máls og menningar um íslenskan bókamark- að og glæpasögur, Þorfinnur Guðna- son kvikmyndagerðarmaður sýnir brot úr nýrri kvikmynd um undir- heima Reykjavíkur, Kristinn Kri- stjánsson bókmenntafræðingur seg- ir frá íslenskum glæpasögum frá fyrri hluta aldarinnar og þrír rithöf- undar, Arnaldur Indriðason, Birg- itta Halldórsdóttir og Hrafn Jökuls- son, lesa úr nýjum glæpasögum. Hið íslenska glæpafélag var stofn- að haustið 1999 og er markmið fé- lagsins að stuðla að viðgangi og kynningu glæpasagna á Islandi. Fé- lagar eru rithöfundar sem hafa skrif- að glæpasögur og aðrir áhugamenn um bókmenntagi'einina. BÆKUR Staðfræði NJÁLUSLÓÐIR Örnefni og staðfræði Njáls sögu eftir Bjarka Bjarnason. 254 bls. Mál og mynd. Prentun: Steindórsprent- Gutenberg ehf. 1999. NJÁLA er mest og best íslend- inga sagna. Um það deila menn ekki. Margur leggur því leið sína um Njáluslóðir. Með landslagið fyr- ir augum stendur söguefnið manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Bæir þeir, sem nefndir eru til sög- unnar, hafa langflestir haldist í byggð til þessa dags. Sama máli gegnir um mörg örnefnin. Þau eru flest bundin við sömu staðina. Vafi leikur á staðsetningu annarra. Og enn önnur tengjast síðari alda þjóð- trú. Svo er t.d. um Gunnarshaug sem er talsverður hóll norðaustur frá Hlíðarenda 1 hvarfi frá bænum. Mikið hefur verið ritað um sum þeirra örnefna sem fyrir koma í sögunni. Svo er um Akratungu, Geilastofna _og Goðaland svo dæmi séu tekin. Ýtarlegar ferðalýsingar koma fyrir í sögunni þar sem greint frá leið þeirri sem farin var, hvort heldur ferðast var um alfaraveg eða fáfarnari slóðir. Eftir stofnun Hins íslenzka fornleifafélags 1879 hófust skipu- legar rannsóknir á staðfræði íslend- inga sagna. I þá daga var lítt efast um sannfræðina. Eða eins og Bjarki kemst að orði um þá ágætu menn sem fyrstir hófust handa: „Ekki er ofmælt að menn hafi rannsakað sögustaði með ís- lendingasögurnar í annarri hendi og skófluna í hinni!“ Bjarki tekur hverja sýslu fyrir sig en skipar svo nöfnum í stafrófs- röð innan hverrar sýslu. Langflest eru Njálunöfnin í Rangái’vallasýslu sem geta má nærri, þar næst í Ár- nessýslu en fækkar er lengra dreg- ur frá sögusviði. Allmörg eru þó í Dalasýslu þar sem fyi-stu kaflar sögunnar gerast. Stuðst er við ótal heimild- ir, bæði fornar og nýjar, mest þó við Árbækur hins íslenzka fornleifafélags og Árbækur Ferðafélags ís- lands. Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi gengu út frá því að sögurnar væru sannar og hófu rannsóknir í samræmi við það. Með nýjum mönnum komu breytt viðhorf. Eru þá einkum nefndir til sög- unnar þeir, Matthías Þórðarson og Haraldur Matthíasson sem er manna gjörkunnugastur fornum og nýjum alfaraleiðum og örnefnum á Suðurlandi. Margur hefur leitt getum að því hver skrifað hafi Njálu og nokkur nöfn verið nefnd. Þegar höfundar- ins er leitað er meðal annars tekið mið af staðfræðinni. Er þá reynt að geta sér til hvar hann hafi verið staðkunnugur og hvar hann sýnist hafa verið með öllu ókunnugur. Sem dæmi um hið síðartalda er örnefnið Þrándargil í Dölum. Einar Olafur Sveinsson taldi það vera villu sem „mun eiga rætur að rekja til vanþekkingar söguritarans á staðháttum," eins og hann komst að orði. Bjarki lengir víða mál sitt með óskyldu efni. Það tefur fyrir þeim sem hyggst eingöngu nota bókina vegna Njálu en kemur ef til vill að notum ef maður vill vita eitthvað meira um Njáluslóðir almennt. Sumt er þó fjarri því að teljast til nokkurrar staðfræði og vafalaust tekið upp í textann til gamans eins og langyrði eitt sem myndað er af heitinu Holtavörðuheiði. Islandsuppdráttur fylgir bókinni, ágætt sögukort. Æskilegt er - og í raun og veru brýnt - að rit af þessu tagi séu tek- in saman um söguslóðir annarra ís- lendinga sagna. Örnefni taka senn að gleymast, ekki aðeins vegna þess að byggð grisjast eða eyðist heldur og sakir breyttra búskapar- hátta. Benda má á Grettis sögu sem dæmi þar eð sögusvið hennar er afar vítt og nær bæði til byggða og óbyggða. Erlendur Jónsson Sagan og staðfræðin Bjarni Bjamason sími 562 0625 við Frakkastíg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.