Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLADIÐ
Skoðum
náttúruna
Umbúðir og
innihald
BÆKUR
\ á tt ú r n f ræ ð i r i t
A) HVALIR
eftir Robin Kerrod. 64 bls. Þýðandi
er Ornólfur Thorlacius. Utgefandi
er Skjaldborg. Reykjavík, 1999.
Verð 1.980 kr.
SKJALDBORG hefur gefíð út
báðar ofan nefndar bækur í
flokknum Skoðum náttúruna, sem
einkum er ætlaður fróðleiksfúsum
börnum, 8 til 12 ára. Fyrri bókin
fjallar um tignarlegustu dýr lagar,
hvali, en seinni bókin um háleit-
ustu dýr merkurinnar, stóru kett-
ina. Bækurnar eru í stóru broti og
ríkulega myndskreyttar.
Því miður hefur almenn dýra-
fræði að mestu verið lögð fyrir
róða í skólum eftir að hætt var að
nota kennslubækur Bjarna Sæ-
mundssonar. Það eru ekki lengur
til neinar kennslubækur, sem veita
unglingum almenna undirstöðu í
dýrafræði og grasafræði. Fátt
heildstætt efni hefur komið í stað
þeirra. Þó leikur enginn vafí á, að
flest börn hafa einlægan áhuga á
dýrum. Mér segir svo hugur, að
ein ástæða fyrir því að horfíð var
frá kennslu í dýrafræði í þeirri
mynd sem var, hafí að stórum
hluta verið sú, að enginn hafði dug
í sér til að semja námsefni.
Allnokkrar dýrabækur hafa
engu að síður verið gefnar út
handa börnum og unglingum á síð-
ustu árum. Flestar fjalla þær um
afmarkað efni og koma alls ekki að
sama gagni og almennar kennslu-
bækur; góð kennslubók leggur
varanlegan grunn að þekkingu.
Hins vegar eru sumar þeirra góð-
ar og gildar sem ítarefni en aðrar
ekki.
í bókinni Hvalir er sagt frá ætt-
bálki þessara þokkafullu dýra,
stærð hvala, líkamsgerð, lífsbar-
áttu, sundi þeirra, köfun, félagslífi
og tilhugalífi ásamt mörgu öðru,
sem varðar tjáskipti þeirra í milli.
Þá er greint frá heimkynnum og
ferðum sumra tegunda á milli æxl-
unar- og átsvæða. Síðan eru valdir
úr nokkrir fulltrúar hvala og ítar-
lega fjallað um hegðun þeirra. Að
lokum er rætt um hvalveiðar og
hvalavernd eins og vera ber nú á
tímum. Hér er að vísu farið fljótt
yfír sögu, en óhætt er að fullyrða,
að hér er margur fróðleiksmolinn
B) STÓRIR KETTIR
eftir Rhonda Klevansky. 64 bls.
Þýðandi er Örnólfur Thorlacius.
Útgefandi er Skjaldborg. Reykja-
vfk, 1999. Verð 1.980 kr.
á borð borinn.
Um hina bókina, Stóra ketti, er
svipað að segja. í fyrstu er gerð
grein fyrir þeim dýrum, sem telj-
ast til katta og sagt frá skiptingu
þeirra í nokkra hópa. Fjallað er
um byggingu og lífshætti, veiðar
þeirra og atfei'li. Einnig er rætt
um heimahaga stóru kattanna og
tínd til ýmis áhugaverð atriði,
enda er af mörgu að taka. I báðum
bókum fylgir kafli um orðskýring-
ar og atriðaskrár.
I fáum orðum sagt eru bækurn-
ar tvær, sem hér eru til umfjöllun-
ar, miklu skilmerkilegri en önnur
sambærileg rit, sem eg hef séð.
Margt kemur þar til. í fyrsta lagi
eru þær mjög efnismiklar og er
með ólíkindum, hve miklum fróð-
leik er komið að. I annan stað eru
strangar fræðilegar kröfur gerðar
í allri umfjöllun, jafnt hvað varðar
líkamsgerð dýranna, lifnaðarhætti
og almenna þekkingu í náttúruf-
ræðum og menningu. Síðast en
ekki sízt leynir það sér ekki, hver
þýtt hefur verkin á íslenzku. Til
þess að vel takizt þarf þýðandi að
búa yfír góðri kunnáttu í íslenzku
en ekki síður vera vel heima í nátt-
úrufræði. Eg hygg, að fáir skáki
Örnólfí Thorlacius í þeim efnum og
mér er ekki grunlaust um, að hann
hafi fært lesmál »til betra horfs« á
stöku stað, en að minnsta kosti
hefur hann skotið inn atriðum,
sem við eiga hér á landi.
Prentun og allur frágangur er
með ágætum; það er helzt í
atriðaskrám, þar sem nokkrar vill-
ur hafa lætt sér inn. Óhætt er að
mæla með báðum bókum sem
einkar áhugaverðum fyrir börn og
unglinga.
Ágúst H, Bjarnason
BÆKUR
Skáldævisögur
Viskíbörnin
eftir Jack Erdman og Larry Keam-
ey, þýðandi Ingvi Þór Kormóksson,
Svava, Reykjavík, 1999,252 bls.
GETUR verið að sjúkdómar hafí
öðlast ákveðna áru skiljanleika eða
áreiðanleika meðal almennings í sam-
tímanum, samsíða visindunum sem
við þá fást? Getur verið að sífellt fleiri
vandmeðfarin fyrirbæri í nútímanum,
þau sem vekja ótta, séu færð yfir á
svið sjúkdóma og þannig gerð ekki
aðeins skiljanleg heldur læknanleg?
Ef svo er mun versta dæmið vera nýl-
eg umræða um homma og lesbíur sem
sjúklinga: hið annarlega rökvætt með
því að flokka það til sjúkdóma. Án efa
er það hinsvegar „hemaðarfræði-
lega“ sterkur leikur hjá alkóhólistum
að telja alkóhólisma til sjúkdóma,
burtséð frá því hvort þetta stenst full-
komlega eða ekki, og einnig með tilliti
til sjálfsmyndar og læknanleika.
Umbúðir þessarar bókar hér, öll
ytri umgjörð hennar og kynning,
beinast að því að kynna sjálfshjálpar-
bók, einskonar hreinsandi djöfulmóð í
ævisögu- eða skáldsöguformi. í for-
mála Þórarins Tyrfmgssonar segir
fátt um verkið sjálft en því meh’a um
réttindabaráttu alkóhólista, hugaða
menn og fordóma, drauga sem fylgja
umræðu um áfengissýkina: „þetta eru
ljótir og illir lygadraugar". Aftan á
(ágætri) bókarkápu eru tilvitnanir í
allt frá George McGovern öldungar-
deildarþingmanni (sem segir að þetta
sé „átakanleg og upphafin bók“) til
Þi’áins Bertelssonar (sem segir:
„tæpitungulaus þýðing. Mögnuð
bók“). Höfundar bókarinnar eru
kynntir í tvígang og tilgreint hversu
lengi þeir hafí verið edrú.
Eg rek þetta ekki til annars en að
sýna fram á hvemig virðist vera hægt
að skilyrða viðtökur bókmenntaverks
fyrirfram með umbúðum þess og
kynningu. Allt í kringum verkið segir:
hugljómun, sannleikur. Á daginn
kemur að Viskíbömin er „píkarísk"
skáldsaga með ævisögulegu ívafi.
Framan af að minnsta kosti er þetta
hrekkja- eða skálkasaga um drengja-
heim, ekki svo ósvipuð verki Roddy
Doyle sem kom út á íslensku í fyrra.
minningar er tréfótur-
inn hans, vopn sem
hann beitir miskunnar-
laust og skilur aldrei við
sig.
Henry tekur þátt í
Páskauppreisninni 1916
og sleppur naumlega
undan aftöku í kjölfar
hennar. Ári síðar er
hann orðinn lykilmaður
í stópulagningu frelsis-
baráttunnar undir
stjóm Michael Collins.
Hann fer um sveitimar
á reiðhjóli, liðþjálfinn
ógurlegi, þjálfar sveita-
drengina og drepur
löggur og svikara við málstaðinn án
þess að hika og án þess að spyija
nokkum tíma um ástæður. Hann
lendir sjálfur á dauðalistanum þegar
hann sér ekki lengur tilganginn með
morðunum og hryðjuverkunumog
hefur þá átt stórfenglegan feril, rétt
tæplega 19 ára gamall.
I hjarta sögunnar kraumar heit
ástarsaga, kennslukonan sem féll fyr-
ir Henry þegar hann krafðist skólag-
öngu níu ára gamall og leit út fyrir að
vera 14 ára, á tveimur dögum komst
hann að því að hann kunni allt sem
hann þurfti á að halda í lífinu og naut
ekki meiri menntunar eftir það. Þau
hittast aftur í umsátrinu um Pósthús-
ið 1916 og síðan leitar Henry hana
uppi og þau verða elskendur sem eiga
ekki sína líka.
Roddy Doyle er ektó að ástæðu-
lausu sagður eitt fremsta sagnaskáld
Þetta er fyrstu persónu frásögn, yfir-
leitt í sögulegri nútíð þótt talsvert sé
um stökk milli tíða. Sögumaðurinn er
meðvitaður um skrif sín og tengsl
þeirra við sjálfsvitundina: „Mann-
eskjan er flótóð fyiii’bæri og sögur
einnig. Ef maður segir ósatt um til-
finningar sínar í sögu mun hún snúa
upp á sig eins og maður hafí stigið á
snák“ (28). Sögumaður er samnefnd-
ur öðrum höfundinum, Jack Erdman.
Meðhöfundurinn Lany Keamey er
hvortó söguhetja né sögumaður hér,
alveg ósýnilegur; hinsvegar eru ljós-
myndir af Jack Erdman og fjölskyldu
hans. Sögð er saga Jacks frá æsku
niður í ræsi og uppúr því aftur. Hefst
sú ferð með stolnu messuvíni
bemskuára, fullum og ofbeldis-
hneigðum fóður, heldur áfram um
bameignir, mislukkað hjónaband,
drykkjusýtó með tilheyrandi óminni
og skynvillum á fullorðinsámm.
Henni lýkur með meðferð. Kaflarnir
um óminni era frásagnarlega nýstár-
legir og ólíkir köflunum um bemsk-
una með sinn (þrátt fyrir allt) stund-
um hugþufa tón. En hvorir fyrir sig
búa yfir ágætis textum, oft með
óvæntum frásagnarlegum hlykkjum;
og þýðingin virkar sömuleiðis ágæt -
þótt ég fái ekki séð hvernig þýðing
getur verið „tæpitungulaus" nema
framtextinn sé þá á tæpitungu. Text-
inn er með hráu yfirbragði og gjaman
raddalegu. Kafli um dauða sonar
söguhetju finnst mér sterkastur, sér-
staklega með tilliti til þess sem síðar
kemur á daginn.
Og hér er ektó að finna sjálfshjálp;
siðaboðskap, áróður eða kenningu. I
eftirmála er hnykkt á þessu, áhersla
lögð á reynsluna gegn kenningunni;
áður en þyngdarlögmál Newtons kom
til sögunnar, segir þar, vissu allir
„hvað myndi gerast ef þeir gengju
íyrir björg“. Einnig er andæft öllum
réttlætingum og göfgunum á alkóhól-
isma, svo sem nauðhyggju fjölskyldu-
sögunnar. Og ennfremur segir: „Ef
þú sem þetta lest ert alkóhólisti eða
kemur úr alkóhólískri fjölskyldu þá
skrifaði ég þessa bók handa þér.“
Þetta er um margt kraftmitól og
óvenjuleg skáldsaga með ævisögu-
legu ívafi, eða öfugt. Án efa nýtist hún
alkóhólistum að spegla sig í, þótt mér
þyki kynningin þrengja möguleika
hennar. Hughreystandi er til þess að
vita að stundum sé munur á umbúð-
um og innihaldi.
Hermann Stefánsson
íra sem nú er uppi.
Henry Smart er fimmta
skáldsaga hans og sú
þriðja sem kemur út á
íslensku. Doyle hefur
þessa sjaldgæfu gáfu að
geta sagt stóra sögu,
málað á stóran striga án
þess að tapa smáatrið-
um eða ljóðrænni and-
agift. Ég heiti Henry
Smart er hans stærsta
skáldsaga til þessa og
er ein af þessum sögum
sem lesandinn hverfur
inn í, sannköllluð nautn
aflestrar, heimur útaf
fyrir sig. Doyle er auk
annars frábær sögumaður.
Stíllinn er tó’öftugur og hraður;
kíminn, Ijóðrænn og grófur í senn og
bundinn sterku hljómfalli sem setur
þýðandanum fyrir erfitt verkefni.
Bjami Jónsson hefur náð góðum tök-
um á stíl Doyles þó tæpast verði til
þess ætlast að öllum smáatriðum
verði haldið til haga. Málbeiting í
framtextanum er með þeim snilldar-
brag að varla verður við þýðandann
sakast þó hljómfallið raskist og safinn
rýrni. Á stöku stað bregður þó fyrir
óþarfa ónákvæmni í þýðingunni og
verða tilfærð tvö dæmi; annað er að
ártalið 1897 verður 1898 og sárasótt
(syphihs) er þýdd sem lekandi. í heild
hefiu’ þýðingin þó tetóst dável og er
veralegur fengur að henni svo stuttu
eftir að sagan kom út á frammálinu.
Hávar Sigurjónsson
Gæsa-
mamma
í nýjum
kjol
BÆKUR
Barnabók
VÍSNABÓK BARNANNA-
GÆSAMÖMMUBÓK
Böðvar Guðmundsson endurorti.
Feodor Rojankovsky myndskreytti.
Setberg 1999 - 120 s.
GÆSAMAMMA eða „Mother
Goose“ eins og þetta safn bamaljóða
heitir á ensku, er mjög gamalt og á
rætur að rekja til 18. aldar eða jafn-
vel enn lengra aftur í tímann. Árið
1719 kom út ljóðasafn í Boston sem
kallaðist „Mother Goose’s Melodies",
og síðan gaf John Newberry út safn
„Mother Goose“ ljóða í London árið
1765. Frakkar hafa líka gert tilkall til
að eiga upphaf þessa fræga heitis því
árið 1697 kom út safn ljóða og sagna
með undirtitlinum „Contes de ma
mere L’Oye“. En hvað svo sem kann
að vera rétt í þessari útgáfusögu þá
era þessi barnaljóð vel þekkt um
hinn enskumælandi heim og nokkur
þeirra hafa verið lagsett og sungin á
íslensku, svo sem „Kisa mín, kisa
mín, hvaðan ber þig að“ og ljóðið um
kettlingana og vettlingana.
Sú bók sem nú kemur út í nýrri
þýðingu er líka vel þekkt sem „The
Tall Book of Mother Goose“ og ber
þetta heiti vegna þess hve óvenjuleg
hún var í laginu þegar hún kom fyrst
út. Myndlistarmaðurinn dregur upp
myndir sem styðja ljóðin um leið og
þær era glettnar og sniðugai’ en þær
bera jafnframt mertó þess að þær
era komnar til ára sinna. Þessi sama
Gæsamömmubók kom út hjá Set-
bergi árið 1970 og þá í þýðingu Krist-
jáns frá Djúpalæk. Ekki veit ég af
hverju var talin ástæða til að yrkja
ljóðin upp á nýtt en ef til vill má til
sanns vegar færa að texti rétt eins og
myndir eldist og þurfi endurnýjun.
Þessi íslenskun á Gæsamömmu
tekst vel og er unnin af aðila sem hef-
ur gott vald á íslensku máli og þá
kímni sem þarf til að koma textanum
til skila. T.d. heitir „Peter Piper“
Pipar Pétur, og „Little Miss Muffet“,
ber íslenska heitið Litla Stína. „Jack
and Jill“ sem fóru að sækja vatn með
skelfilegum afleiðingum heita í ís-
lenskri þýðingu Böðvars Oli og Fjóla,
og svona mætti lengi telja. En þetta
era ljóð sem era ákaflega bresk og
því ektó heiglum hent að koma anda
þeirra til stóla til íslenskra barna.
„Mother Goose“ er mjög nátengd
breskum menningararfi og á því ekki
sérlega greiðan aðgang að íslenskum
barnshuga og þar að auki er þetta
gömul bók og sýnir merki þess.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Af ítalskri
tónlist
NÆSTKOMANDI fimmtudag,
þ. 9. desember kl. 20.30, mun
tónskáldið og fræðimaðurinn
Atli Heimir Sveinsson halda
fyrirlestur á vegum Dante-fé-
lagsins í tónleikasal Söngskól-
ans í Reykjavík, Smára, við
Veghúsastíg 7. Sjálfsagt er efni
fyrirlestrarins af ítölskum toga
og mun Atli fræða gesti um ít-
alska tónlist og tónlistarmenn
og persónuleg kynni sín af tón-
um og mönnum í formi máls og
tónlistar. Öllum er frjálst að
mæta og er aðgangur ókeypis.
Sönn írsk
hetja
BÆKUR
Skáldsaga
ÉG HEITI HENRY SMART
Eftir Roddy Doyle. Bjarni Jónsson
íslenskaði. Útgefandi Vaka-
Helgafell 1999.344 bls.
HENRY Smart var ein af írsku
frelsishetjunum. Gallinn er sá að eng-
inn man lengur eftir honum þótt hann
segist hafa verið við hlið Michael Coll-
ins á frægri mynd af írsku frelsishetj-
unum frá öðrum og þriðja áratugn-
um. Henry var í jaðri myndarinnar,
aðeins handleggurinn og öxlin lentu
innámyndinni.
Þannig skapar Roddy Doyle
ógleymanlega hetju í skáldsögu sinni
A Star called Henry sem á íslensku
hefur hlotið heitið Ég heiti Henry
Smart. Doyle staðsetur Henry í
hjarta írskrar frelsisbaráttu og úr
verður söguleg skáldsaga, þar sem
hinir dáðu írsku drengir era sýndir í
nýju ljósi, tilbúnir að fóma írskri al-
þýðu fyrir pólitískan ávinning, beita
fyrir sig nafnlausum her soltinna,
þjáðra og kúgaðra en ódrepandi
manna eins og Henry Smart. Það er
því ektó að undra þótt Ég heiti Henry
Smart hafi vatóð mitóð umtal strax og
hún kom út fyrr á þessu ári. Saga
írskrar frelsisbaráttu er nánast hei-
lög og hetjur hennar flekklausir dýrl-
ingar. Nú hefur Doyle birt aðra hlið
þessarar sögu og dregur jafnframt
upp skiljanlegar ástæður hennar í
ógleymanlegum lýsingum á yfir-
gengilegri fátækt og niðurlægingu
írsku þjóðarinnar undir hæl hins
breska heimsveldis á dögum hennar
hátignar, „Hungurdi’ottningarinnar“
Viktoríu.
Henry Smart er hin sanna alþýðu-
hetja, einfaldur og réttsýnn, grimmur
og blíður í senn, morðingi og elskhugi,
hermaður og eiginmaður. Hann fæð-
ist í fátækrahverfi í Dublin árið 1901,
móðirin drykkusjúk og faðirinn ein-
fættur útkastari á hórahúsi og leig-
umorðingi í hjáverkum. Henry er
kominn út á götumar um leið og hann
getur gengið, þjófur um sama leyti og
hann getur talað, orðinn með stærstu
karlmönnum 14 ára. Hann er munað-
arlaus, þótt hann þektó móður sína og
faðirinn hverfur þegar Henry er
fimm ára. Hið eina sem hann á til
Roddy Doyle.