Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 35 LISTIR Köllun eða í SKUGGA hcimsins heitir ílmmta verk og þriðja skáldsaga Ey- steins Björnssonar rit- höfundar. Sagan segir sögu Páls Höskuldssonar sem ungur er kominn til Reykjavikur eftir að hafa verið rekinn úr skóla í byggðarlagi sínu sökum þess að hann stóð á rétti skólabröður síns. Uppákoman og brott- reksturinn lýsa van- mætti einstaklings gagn- vart kerfi sem byggt hefur verið utan um hóp einstaklinga og hvernig lýðræðislegur réttur hans er brot- inn. Sagan byrjar með smærri at- vikum sem hlaða upp á sig þangað til Páll, sem haldinn er meiri rétt- lætiskennd og samvisku en gengur og gerist, á í stríði við yfirvöld og neitar að fara auðveldustu og þægilegustu leið út úr því, eða þiggja gylliboð. Sagan gerist í upp- hafi áttunda áratugarins og á sér að dálitlu leyti fyrirmyndir í veru- leikanum, þótt persónur og sög- uþráður séu að öllu leyti skálduð. Eysteinn er spurður hvers vegna hann hafi skrifað eininitt þessa sögu. „Eg hef alltaf verið upptekinn af fólki sem þorir að mótmæla þegar því finnst það verða vitni að órétt- læti, þorir að vera trútt sannfær- ingu sinni þótt það þurfi að fórna öllu. Ég er að tala um hetjuna sem þorir að standa ein gegn öllum. Ég hef alltaf velt því fyrir mér hvort við séum ekki of fljót að fordæma fólk sem hefur aðrar skoðanir en ríkja á hverjum tíma. I mínum augum eru þetta hetju- rnar sem þorðu að leggja til atlögu við drekann og í nútímasamfélagi er fgildi drekans valdastofnanir og Eysteinn Björnsson ósveigjanleg kerfi sem þjóna sjálfu sér en ekki fólki. f laumi hef ég alltaf dáðst að sliku fólki svo framarlega sem það fremur ekki ódæðisverk og veld- ur öðru fólki skaða. Ég hef kannski allt- af verið hrifinn af hugrekki, kannski vegna þess að mig hefur skort það á stundum." Lesandinn tekur ekki Páli sem geð- veikum, en stundum veltir hann því fyrir sér hvort megi líta svo á. Páll heyrir raddir sem hverfa þegar hann upplifir í fyrsta sinn ást til konu. Maður veltur því þá fyrir sér hvort raddir í höfði vakni við einangrun og ástleysi? „Páli finnst það vera hlutverk sitt að gæta bróður síns og bæta heiminn. Hann hefur mjög sterka réttlætiskennd og menn mega kalla það geðveiki. I dag er hlegið að mörgu af því sem Kristur hélt fram, eins og orðunum: Sælla er að gefa en þiggja. Hve margir ætli fylgi fordæmi þeirra? I huga hvers manns eru margar raddir sem ómögulegt er að vita hvaðan koma. Kannski koma þær frá samviskunni, kannski annars staðar frá. Sumir segja að menn séu kallaðir til verka frá einhverju afli sem enginn veit hvað er. Páll er ungur maður og ungt fólk leitar að tilgangi sínum eða hlutverki. Sum okkar finna aldrei hlutverk og sum okkar finna hlutverk. Enn önnur okkar fá beinh'nis köllun. Það má segja að Páll fái köllun. Köllun getur litið út sem geð- veiki á einum tíma en þegar árang- ur köllunarinnar er ljós læknast hún hratt og er tekin í sátt af al- menningi. Ég hef aldrei verið öruggur um hvor er geðveikara, samfélagið og yfírvaldið eða fólk. Margt fólk hef- ur verið lokað á hælum fyrir skoð- anir sínar og ekki er það minni refsing að vera útskúfaður af sam- félaginu. Það gerist ósjaldan og er á valdi samfélagsins að gera. Er það ekki dálítið ómennskt að láta lífið fyrir kenningu? Páll reyn- ir að sýna ást sína til meðbræðra sinna á þennan ómennska hátt. En hugsjónamenn kenna líka mennsku sinnar og breyskleika og Páll kynn- ist holdlegri ást. Það má segja að áður hafi hann haft ást á hugsjón og að líf hans breytist þegar hann fær ást á manncskju. Þótt þessar ástir séu af sama meiði hafa þær ól- ík áhrif á líkama og sálu. I heimi okkar teljum við það „eðlilegra" að elska aðra manneskju en að elska hugsjón. En hvorug þessara ásta Páls reynist honum dans á rósum. Svo ég láti nú ekki meira uppi,“ segir Eysteinn Björnsson að Iokum. Ekki veit ég hvaðan hún kem- ur, þessi rödd sem staðhæf- ir að mér sé ætlað að standa vörð um sannleikann og réttlætið, né hvernig á því stendur að ég efast ekki um það eitt andartak að hún hafi lög að mæla. A þessari stundu fyllist ég óbifanlegri vissu, svo bjargfastri trá að ég sé valinn til þessara verka að enginn mannlegur máttur hefur getað fengið mig ofan af því síðan. Ég fmn heilagan ásetn- inginn vaxa og eflast innra með mér. Varir mínar bærast og ég hvísla þessi tvö orð aftur og aftur: Ég skal - ég skal. Úr I skugga heimsins. Eyðimerkur- feður BÆKUR Hugleiðingar SPEKIEYÐIMERKUR- FEÐRANNA Söfnun efnis: Barbara Ward. Þýð- ing og ritun formála: Karl Sigur- björnsson. Útgefandi: Skálholtsút- gáfan. Stærð: 57 blaðsíður. Á UNDANFÖRNUM misserum og árum hafa verið gefnar út nokk- uð margar bækur með hugleiðing- um sem eru hugsaðar sem hjálp við iðkun kristinnar trúar og til að auka skilning á henni. Mikilvægt er að slíkar bókmenntir séu stöðugt gefnar út því að fólk þarf sífellt ný íhugunarefni. Speki eyðimerkur- feðranna er ein slíkra bóka. Hún hefur að geyma frásagnir og spek- iorð sem byggja á lífsreynslu krist- inna manna sem settust að í eyði- mörkum Egyptalands í fornöld til að íhuga trú sína og biðja. Þar sem mannlegt eðli hefur ekkert breyst og glíma kristinna manna við sjálfa sig og umhverfi sitt er í grundvall- aratriðum hin sama á boðskapur þessa fólks erindi til okkar þó að ytri aðstæður séu gjörólíkar. Eyðimerkurfeðurnir eru ókunnir flestum Islendingum. Þeir voru kristnir einsetumenn sem iðkuðu meinlæti til að ná valdi á tilfinning- um sínum og líkama og bæta bæna- líf sitt. Hreyfing þeirra hófst á 3. öld. með Égyptanum Antóníusi. Hann eignaðist aðdáendur sem settust að í nágrenni hans. Þetta var undanfari klausturhreyfing- anna, en fyrsta klaustrinu mun hafa verið komið á fót árið 320. Aðrir merkir menn og konur sett- ust að í eyðimörkinni. Líf einsetu- fólksins og fordæmi laðaði að sér annað fólk sem tóku sér bólstað í nágrenni þess. Þetta var sundur- leitur hópur fólks úr öllum stigum þjóðfélagsins, fátækir og ríkir, menntaðir og ómenntaðir. Eyði- merkurfeðurnir voru flestir orðfáir en mörg spekiorð og athyglisverð- ar frásagnir af þeim hafa varðveist. I Speki eyðimerkurfeðranna eru 30 stuttir textar sem eru hugsaðir sem hjálp við íhugun hvern dag mánaðarins. Þeir stystu eru aðeins nokkrar línur en þeir lengstu ein blaðsíða. Bókin skiptist í fimm kafla eftir efni textanna: Gleði og ljúfmennska, Góðvild og hófsemi, Auðmýkt og þolgæði, Friður og trú og Kærleikur. Það ætti því ekki að vera hindurn fyrir fólk sem hefur lítinn tíma að lesa fáeinar línur og íhuga þær í erli dagsins. Bókin er í litlu broti, því sama og bækurnar Speki Jesú Krists og Speki Davíðssálma sem gefnar voru út hjá Skálholtsútgáfunni fyr- ir tveimur árum og Speki Ágústín- usar sem kom út á þessu ári. Ut- litið er einnig í sama stíl. Margar myndir með trúarlegum táknum og myndum prýða bókina. Engin blaðsíða er algjörlega hvít með texta, heldur eru svo kallaðir rast- ar í bakgrunni textans í meginmáli bókarinnar auk mynda á sumum síðum. Frágangur er vandaður og bókin falleg. Þýðingin er góð og formáli þýðandans er mjög upp- lýsandi og hjálpar lesandanum til að skilja betur aðstæðurnar sem textarnir urðu til í. Bókin hentar flestum sem vilja íhuga sína kristnu trú reglulega. Kjartan Jónsson Skálda- kvöld í bókasafni Grafar- vogs ÚTSKÁLDIN, skáld Grafar- vogs, og Miðgarður, fjölskyldu- og þjónustumiðstöð Grafar- vogs, standa fyrir skáldakvöldi fimmtudaginn 9. desember í bókasafni Grafarvogs. Á skáldakvöldinu munu Ötskáld- in lesa upp úr verkum sínum en flest þeirra eru einmitt að gefa út bækur nú fyrir jólin. Upp- lesarar á skáldakvöldinu verða m.a. Einar Már Guðmundsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Að- alsteinn Ingólfsson, Gyrðir El- íasson, Anna Björnsdóttir, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, Hjörtur Marteinsson og Ari Trausti Guðmundsson. Útskáldin fengu menningar- verðlaun Miðgarðs og Hverfis- nefndar Grafarvogs, Máttar- stólpann, nú í sumar fyrir framlag sitt við að efla menn- ingu í hverfinu.Verðlaunin, 300.000 kr. í peningum, verða svo notuð í útgáfu bókar þar sem skáldin fjalla um hugðar- efni sín, og er hún væntanleg árið 2000. Ötskáldin munu enn- fremur koma að menningar- verkefninu Ljósbrot sem er framlag Grafarvogsbúa til verkefnisins „Reykjavík menn- ingarborg Evrópu árið 2000“ og stendur yfir frá 29. janúar til ársloka árið 2000. Skáldakvöldið verður haldið í bókasafni Grafarvogs, Folda- safni (í Grafarvogskirkju við Fjörgyn), fimmtudaginn 9. des- ember og hefst kl: 20.30. Enginn aðgangseyrir. á bóksölulista Morgunblaðsins Mögnuð bók Óttars Sveinssonar sem greinir frá hrikaiegum atburðum þegar ms. Suðurland sökk fyrir norðan heimskautsbaug á jólanótt fyrir þrettán árum. Utkall á jólanótt er bók sem þú verður að lesa. /rij * Almennt efni jMII Tteynir Traustason T (úr bókardómi DV) Einstök bók um viðburðaríka ævi Sveins Þormóðssonar blaðaljósmyndara. „Lifandi ogfiörug bókþarsem sprelllifandi karakterar spretta fratn á næstum hverri síðu“ (Össur Skarphéðinsson - DV). A hælum löggunnar endurspeglar mannlíf í Reykjavík frá kreppuárum til aldarloka í lifandi máli og myndum. Dalvegi 16b, sími 554 7700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.