Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 37 Fíngerð óreiða HRINGSTIGINN heitir þriðja smá- sagnasafn Ágústs Borgþórs Sverr- issonar. Sögurnar eru átta og fjalla um fólk sem reynir að sætta söknuð sinn við raunveruleikann, fólk sem þráir eitthvað sem því virðist ekki mögulegt að fá, mann sem blandar saman offitu og þrá eftir að verða barnshafandi. Svo eitthvað sé nefnt. Og þær fjalla um alls konar augnablik í lífinu, sem stundum eru tæp en oftast yfir- stíganleg. Sögurnar reynast vera skipulagið sem persónurnar sjálfar ná ekki utan um, mundu kannski ná utan um ef þær fengju að lesa sögurnar sjálfar, njóta sömu yfir- sýnar og lesandinn. Þar með horfir lesandinn, eins og augnabliksguð, á persónur sem lifa í þessari fíng- erðu hversdagsóreiðu, sem drepur engan, og margir hljóta að kannast við. Ágúst Borgþór útskýrir svo bakgrunn sagnanna, tilfinningar sínar fyrir smásögunni sem skáld- skaparformi og margt fleira: „Á síðustu árum hef ég beint kröftum mínum algjörlega að smá- sögunni, sökkt mér í að skrifa þær og ekki lesið annað en smásögur. Á meðan ég vann sögurnar í Hring- stiganum sótti ég meðvitað í ís- lenskar og bandarískar smásögur. Uppúr 1980 gengur í garð raun- sæistímabil í bandarískri smá- sagnagerð og ég hef legið í höf- undum þessa tímabils, eins og þeiin Raymond Carver, Topias Wolfe, Richard Ford, Joyce Caroll Oates og fleirum. I sögum þessara höf- unda er lögð áhersla á raunsæi, á melankólískan, einfaldan og ljóð- rænan stfl, og á venjulegt fólk í erfíðleikum. Eg hef drukkið þessa bandarísku höfunda í mig, sótt til þeirra áhrif án þess að stæla þá. Kannski vegna þess að ég hafði skrifað það mikið áður og kannski vegna þess að ég skrifa á fslensku. Eg get kannski lýst þessu þann- ig: Eg tók minn heim og fór með hann í þennan bandaríska heim og útkoman verður eitt- hvað allt annað. Og birtist íþessu safni. En auðvitað koma svona skilgreiningar á því sem maður er að fást við eftir á, þegar vinnu manns er lokið og maður horfir yfir vinnuborðið - í huglægum skilningi. Bæði hér á íslandi og í Bandaríkjunum hefur fólk ágæta möguleika á ham- ingju, en sumt fólk virðist engan veginn geta orðið hamingju- samt og engin áþreif- anleg ástæða fyrir því. Eg hef velt mikið fyrir mér ráðgátunum um eyðingaröflin í fólki, þráhyggjum þess og undar- legheitum. Mér finnst spennandi að skrifa um fólk sem er í rugli án þess að ruglið sé sjáanlegt. Mér finnst það meira spennandi en að skrifa um dópista eða róna. Það er alveg á hreinu að ég skrifa ekki þjóðfélagsádeilu. Ég leiði það hjá mér hvort þjóðfélagið er gott eða vont. Að minnsta kosti enn sem komið er. Mér finnst íslenskar bókmenntir standa í miklum blóma en mér finnst smásagnagerðin hafa dreg- ist aftur úr öðrum bókmenn- tagreinum. Það jaðrar við að ís- lenskar smásögur séu of slípaðar. Eða það finnst mér að minnsta kosti stundum. Þótt smásögum beri að vera hnitmiðaðar er rými þeirra jafn endalaust og rými skáldsögu eða Ijóðs, því óendan- leikinn er ekki háður stærð. Þær geta vel borið fleiri en eitt sögusv- ið, fleiri en eina mynd, í þeim er nóg pláss fyrir útúrdúra og smá- atriði. Mér finnst til dæmis gaman að sefja í sögur atriði sem skipta engu máli. Maður verður að leyfa sér fleira en gott þykir, þora að vera maður sjálfur og banna sér ekki hlutina. Mælikvarði minn á hvort saga er góð eða vond er óáþreifanleg- ur. Ég hugsa ekki um hvað er talið gott og vont, ég nota til- finninguna. Ég gæti verið að vinna að fín- um texta, sýnt hann, hann fellur í kramið en það er ekki nóg. Ég gæti alveg eins misst áhugann og hent sög- unni. Það er bara eitt- hvert orð, tilfinning eða andrúmsloft sem maður veit að er þarna einhvers staðar og maður skrifar sig í áttina til þess. Öðruvísi er það ekki,“ segir Ágúst Borgþór. Stuttum vegvísi um heim smásögunnar er lokið í bili. Sérkennileg fortíðartilfinning greip mig þegar ég nálgaðist miðbæinn í kvöldsólinni: Fyr- ir réttu ári hafði ég hjólað niður í bæ á sama tíma kvölds í nákvæmlega eins veðri og sams konar birtu. Þá hafði ég ekki verið á leiðinni niður að Tjörn heldur til að skoða bíóút- stillingarnar í Austurstræti. Ljós- mynd af bankaræningja hafði fang- að mig. Hann hélt á byssu og tómum poka sem vafalaust átti að fylla af seðlum. Yfir höfðinu hafði hann næ- lonsokk. Það var í senn einstaklega ógeðfelld og heillandi gríma sem klessti á honum hárið og afmyndaði andlitið. Ég tók að velta því fyrir mér hvernig hann hefði komist yfir nælonsokkinn. Hafði hann keypt par af nælonsokkum í verslun eða drepið gamla konu (mér datt bara gömul kona í hug, ekki ung) og klætt líkið úr sokkunum? Úr Hringstiganum. Ágúst Borgþór Sverrisson Ríkidæmi nútímans SÖGUSVIÐ nýrrar skáldsögu, Sægreifi deyr, eftir Árna Berg- mann, er sjávarþorp úti á landi. Sögutíminn er samtíminn og þar er dreypt á mörgu því sem hefur verið efst, á baugi í opinberri umræðu. Sægreifi, kóngur í ríki sínu, er kominn á gamals aldur. Hann á þrjú börn á miðjum aldri sem skipta sér lítið af honum og hvert öðru. Við kynnumst þeim hverju fyrir sig, í samskiptum þeirra við aðra og samskiptaleysi. Svo er haldinn fjölskyldufundur og þá er ekki von á góðu. Hér er rætt um mörg helstu um- ræðuefni síðustu ára, þar á meðal stjórnun fískveiða. Er ekki erfitt að taka fyrir svo stórt málefni og gera þvi' skil? „Það er hættulegt að taka á stóru máli sem er á allra vörum - einmitt af því að það hefur verið sagt svo mikið um það og ógjörn- ingur að finna alveg nýjan flöt á því. Nema þá að taka dæmið og reka það út f fáránleikann, fara með það af raunsæisplani og út á allt annað plan. Skáldsagan getur ekki boðið upp á praktískar lausnir sem aðrir þekkja ekki, en það er ómaksins vert að skoða hvað getur gerst þegar nýjar aðstæður hafa skapast og ryðjast inn í líf fólks og breyta því hvernig hugsað er um ákveðna hluti. Kollvarpa hugmynd- um sem áður þóttu sjálfsagðar til dæmis um dugnað og framtak og svo það hvaða störf eru talin mikil- væg og nytsamleg," segir Ámi. Hann langaði til að gera þessa til- raun. „Ekki til að reyna að gefa skýr svör við þeim spurningum sem kvótamál bera upp. Heldur til þess að skoða það með sögu af ólík- um persónum, hvernig þetta stóra mál ryðst inn í líf hvers einasta manns í stórum landshlutum og ræður lífi og dauða heilla byggðar- laga. Og það er þessi spurning sem skiptir mestu máli: hver ræður? Hver fær að taka þær ákvarðanir sem ráða ekki aðeins því hvað verður um miklar eignir og þar með mikil völd eins „sægreifa“ heldur og um heila borg, heilt samfé- lag. Spurningin: hver ræður? er svo tengd við hverja persónu þessa verks. Sumar telja sig geta gert ráðstafanir til þess að leysa úr sínum lifsvanda. Aðrar persónur hafa hálfpartinn gefist upp við það. Allar reynast þær nokkuð vanmegna. En sú pers- óna sem segir minnst, kemur mestu af sínum áformum í framkvæmd. Þar með er komið að öðrum hlut- um: Þeir tímar sem við lifum á sýn- ast mjög þægilegir og notalegir á yfirborðinu en í mörgum greinum einkennast þeir af vanmætti og ráðleysi." Að dómi Árna er það „eitt helsta þemað í þessari skáld- sögu, hve langt verður milli orða og athafna. Allir lofa umræðuna," segir hann, „allir vilja taka þátt í henni og hafa skoðun - skrýtna, heimskulega, öfgafulla, skynsa- mlega eftir atvikum. En svo er eins og ekkert hafi gerst. Þá er hætt við því að það sem hver og einn hefur að segja verði fyrst og fremst að vopni til að koma höggi á næsta mann, orðin verði að verkfæri í tor- tímandi valdstreitu." Fiskurinn er drjúgur partur af lífi persónanna en það kemur fleira við sögu? „Já, því fer fjarri að kvótamálin séu all- sráðandi í sögunni. Það er margt. sagt um brennivínið, Guð, skáldskapinn í Iífi einstaklinga og heilla samfélaga. Það er rætt um gamla og nýja vinstrimennsku og allt mögulegt. En hvort sem við teljum hér upp fleira en færra þá vona ég að í þessari umræðufikn allri sé að finna einskonar andóf gegn þeirri feimni sem hefur verið nokkuð sterk að undanfornu, gegn feimni við að gera það að söguefni sem heitast brennur á fólki og einstaklingum. Mér finnst engin ástæða til að vísa slík- um og þvflíkum málum alfarið til stjórnmálamanna, hagsmunaaðila eða þá sérhæfðra manna á ýmsum sviðum. Við erum öll alætur á mannleg vandamál og það getur verið skemmtun í því að kannast við það,“ segir Árni kfminn. Við erum svo opin hér og for- dómalaus, við útilokum ekk- ert, sagði leiðsögumaðurinn hróðugur. Við vitum af öllum straumum og stefnum, öllum tímum í einu. Hér verður aldrei neitt kyn- slóðabil, aldrei neitt sársaukafullt uppgjör við hefðir. Hefðirnar lifa í nýjungunum. Nýjungarnar í hefð- inni. Við lögum allt hvað að öðru. Túristarnir kinkuðu kolli og glöddust yfir því að einhversstaðar í rugluðum heimi var til hamingju- samt fólk sem kunni að lifa í fortíð, nútíð og framtíð með útsjónarsemi, umburðarlyndi og samræmdum þokka. Úr Sægreifí deyr.s Árni Bergmann Meistarinn frá Nasaret BÆKUR T r ú a r r i t ÞRÁALDANNA Meistarinn frá Nasaret. Átök ald- anna eins og þau endurspeglast í ævi Krists. Höfundur: Ellen G. Whi- te. Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Útgefandi: Frækornið, bókaforlag aðventista. Stærð: 656 blaðsíður. AÐVENTISTAR hafa ráðist í mikið stórvirki að gefa þessa miklu bók út á íslensku. Hún hefur verið þýdd á mörg tungumál og gefin út í stórum upplögum. Á bókarkápu segir að höfundurinn hafi verið mjög afkastamikill rithöfundur og sé mest þýddi kvenrithöfundur bókmennta- sögunnar þar sem rit hennar hafi verið þýdd á meira en 140 tungumál. í formála segir að í hverjum manni búi þrá eftir Guði og að Guð þrái að menn leiti sín, hins besta og fínni það. Þessi bók er rituð til þess „að leiða Jesú Krist fram sem þann, er fullnægt getur hverri þrá“ og „sýna kærleik Guðs eins og hann birtist í syni hans“ (bls. 7-8). Hún er mikil að vöxtum og skiptist í 87 kafla sem eru flestir hugleiðing um ákveð- inn atburð í lífi frelsarans og byggj- ast því á ákveðnum guðspjallstexta eða -textum. í hugleiðingunni eru tíndir til aðrir textar úr Biblíunni sem tengjast efninu. Mikið af Biblíu- versum er í texta bókarinnar. Það er þó ekki markmið bókarinnar „að gera grein fyrir samsvörun guð- spjallanna eða setja fram í ná- kvæmri tímaröð hina mikilsverðu atburði og lærdóma í lífi Krists“ (bls. 7). Bókin er mikil að vöxtum og ekki þess eðlis að hún sé lesin hratt eins og skáldsögur. Hún nýtist best sem uppsláttarrit fyrir lesendur sem vilja kynna sér ákveðið efni. Aftast í bókinni er ítarleg atriðisorðaskrá og einnig skrá yfir helstu ritningarvers sem fjallað er um í bókinni. Þetta ásamt efnisyfirlitinu auðveldar mjög notkun hennar. Band bókarinnar og allur frágangur er mjög smekklegur. Þýðingin er einnig vönduð. Bókin hentar best þeim sem eru vanir að umgangast Biblíuna og þekkja málf- ar hennar. Hún er rituð í anda Bi- blíulestrarhefðar aðventista. Kjartan Jónsson ENS Glæsileg op vönduð tæki í eldhusið tryggja okkur sælkerunum veislumat og góðan bakstur. Hátíðartilboð Rétti ofninn fyrir þig. Fjölvirkur (yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með blæstri, venjuleg glóðar- steiking), létthreinsikerfi, rafeindaklukka og sökkhnappar. HB 28020EU 49.800 kr. Glæsilegt keramíkhelluborð með áföstum rofum, fjórum hraðsuðuhellum, tveimur stækkanlegum hellum, fjórföldu eftirhitagaumljósi. ET 96021EU 48.800 kr. Beint í eldhúsið hjá þér. Keramíkhelluborð, fjórar hraðsuðuhellur, ein stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós, fjölvirkur bakstursofn, létthreinsikerfi, geymsluskúffa, gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurð. HL 54023 69.800 kr. Nú erkáttíbæ! éé SMITH & S NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík* Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.