Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Villiköttur Myrkravélin heitir önnur skáld- saga ungs rithöfundar, Stefáns Mána, en þar segir maður sem hefur verið dæmdur til ein- angrunarvistar í fangelsi sögu sína frá bernsku og þangað til of- beldisverk og mannvíg dæma af honum frelsið. Höfundur lætur manninn segja söguna á yfir- vegaðan og Ijóðrænan hátt. Hann er spar á orðin og textinn er sett- ur upp á líkan hátt og ljóð. Þann- ig er mikilvægi hverrar setningar og hvers orðs tryggt. Lesandinn les allt og finnur sig ekki knúinn til að stökkva yfir málsgreinar eða hraða lestrinum. „Sagan fleytir kerlingar," segir Stefán Máni í viðtali við blaða- mann. „Það er með vilja gert að ég segi ekki allt því eyðurnar eru jafn stór hluti af sögunni og setn- ingarnar. Eg þurfti að hafa fyrir því að finna rétta stílinn, eða rétta tóninn. Persónan og atburð- irnir voru löngu komin en það var ekki fyrr en ég fann þessa aðferð sem sagan rúllaði mjög Ijúflega af stað og allt kom í höfn.“ Maðurinn í sögunni rekst ekki í mannlegu samfélagi og viðbrögð hans í samskiptum eru ekki þau sem talin verða til fyrirmyndar. Eða verk hans óskaverk. I Myrkravélinni upplifir lesandinn manninn innan frá og fer lang- leiðina í spor lians. Svona getur gerst. Allt getur gerst. Óhugnað- ur og blíða haldast í hendur á sérstakan hátt söguna á enda. Um tildrög sögunnar segir Stefán Máni: „Frá því ég var lítill hef ég haft áhuga á skrímslum. I seinni tfð hefur áhuginn beinst meira og meira að mannlegum skrímslum, eða illmennum. Eg hef lesið fé- lagsfræði, sálfræði, afbrotafræði og svokallaðar prófílbækur þar sem afbrotafræðingar skrifa um ofbeldismenn og fjöldamorðingja. Eg hef lengi velt því fyrir mér hvernig svona menn verða til, hvernig þeir vaxa og dafna og tortímast. Bókin er afrakstur þessa áhugamáls. Eg vildi sýna þennan mann á eins hlutlausan hátt og ég gæti. Á sama hátt og ef horft væri á hann í gegnum gægjugat frá fæðingu til algleymis. Hvernig hann kem- ur af kúnni og vex síðan sem ill- gresi í samfélaginu. Það er oftast ekki fyrr en allt er í óefni komið, að fórnarlömb liggja í valnum, sem samfélagið grípur inn í atburðarás eða lífs- hlaup manna eins og þessa manns. Eg held að Iöngu áður væri vel hægt að hjálpa ef ein- hver veitti lífi þeirra og þróun at- hygli. Algeng viðbrögð eru að snúa sér undan, kannski af ótta um eigið öryggi, kannski af af- skiptaleysi, firringu eða doða. Einhvern veginn hef ég alltaf haft samúð með svona villiköttum og mig hafði lengi langað til að segja sögu af einum á yfir- lætislausan hátt,“segir Stefán Máni að lokum. Þegar ég nennti ekki að hanga í skólanum fór ég stundum niður á hafn- arsvæðið. Þá kom ég oftar en ekki við í gamla skúrn- um. Einhverjir sjómenn áttu skúrinn og geymdu í honum net og línur og alls kyns dót og drasl tengt út- gerðinni. Þeir gáfu mér stundum gos og sælgæti, sögðu mér lygasögur og sýndu mér klámblöð. Ég hafði fundið forláta brúðu fyrr um daginn sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við. Síðan fékk ég hugmynd. Sjómennirnir höfðu sagt að einu sinni hefði einhver maður hengt sig í skúrnum og að hann hefði gengið aftur og gætti skúrsins þegar þeir væru úti á sjó. Ég ákvað að hengja brúðuna og athuga síðan hvort hún gengi aft- ur. Fyrst gægðist ég á glugga til þess að athuga hvort einhver væri í skúrnum. Þar var enginn. Nema draugurinn auðvitað. Dyrnar voru læstar, en það gerði ekkert til, því ég hafði séð hvar þeir földu lykilinn. Ég fann hentugt snæri og skar Stefán Máni það í rétta lengd og hengdi síðan brúð- una. Hún sveiflaðist fram og til baka með snöruna herta um hálsinn og brosti eins og kjáni og opnaði og lokaði augunum til skiptis. Hún var Ijóshærð og bláeyg, klædd í bláan kjól með hvít- um blúndum, hvíta sokka og ljósbláa spariskó. Ég hafði hengt hana, en hún var greinilega ekki dauð. Þá fékk ég aðra hugmynd. Undir vinnuborðinu voru ótal málningarfötur og þar fann ég brúsa með eldfimum vökva í. Ég opnaði brúsann og skvetti úr honum á brúðuna. Lyktin var alveg rosalega sterk. Síðan lét ég brúsann á gólfið og kveikti á eldspýtu. Ég átta mig ekki alveg á því hvað síðan fór úrskeiðis. Snærið hefur líklega brunnið í sundur, því brúðan féll logandi í gólfið og velti brúsanum um koll. Eða þá að ég hef velt brúsanum um koll þegar ég reyndi að slökkva eldinn í brúðunni. Það eina sem ég veit er að allt í einu logaði allt gólfið og hitinn varð alveg óskaplegur. Hvílíkur eldur. Ur bókinni Myrkravélin. Mállaus - en talar samt BÆKUR B a r n a b ó k BLAÐURSKJÓÐA eftir Morris Gleitzman. íslensk þýð- ing: Guðni Kolbeinsson. Æskan, 1999-111 s. HÖFUNDUR þessarar bókar fæddist í Bretlandi en fluttist sem táningur með foreldrum sínum til Ástralíu. Hann skrifaði bæði texta í teiknimyndabækur og handrit fyrir kvikmyndir áður en hann hóf eigin- legan rithöfundarferil. Barnabækur frá Ástralíu hafa fyrir löngu öðlast heimsfrægð fyrir hversu sérstakar þær eru bæði frumlegar og oft gjörólíkar þeim bókum sem fram- leiddar eru t.d. í öðrum enskumæl- andi löndum. Aðeins örfáar hafa verið þýddar á íslensku og þess vegna er það sérlega vel þegið að fá söguna um Blaðurskjóðuna á ís- lensku í ágætri þýðingu Guðna Kol- beinssonar. Það er dæmigert fyrir ástralska kímni að blaðurskjóðan, Rowena, er í raun mállaus og talar fmgramál. Hún hefur engin radd- bönd en er að öllu öðru leyti vel gerð. Mamma hennar er dáin og sömuleiðis besta vinkona hennar. En sagan er ekki einhver vanda- málabók þar sem fötlun hennar verður að aðalatriði sögunnar, heldur er meginvandamál hennar að hún á pabba sem er eplabóndi og fellur ekki inn í samfélagsmynd- ina, klæðir sig í svakalega skræpótt föt og hagar sér þannig að henni er raun að. En henni þykir afskaplega vænt um hann en vill bara að hann sé öðruvísi en hann er. Persónusköpun sögunnar er mjög vel unnin. Söguhetjan er venjulegur krakki sem langar að eiga vini en gengur það misvel og hún á það líka til að bregðast við af mikilli hörku ef henni mislíkar. I sögunni er hrekkjusvínið, Darryn sem kemst að því að Rowena er engin venjulegur málleysingi og ríka stelpan Amanda sem vill gera Rowenu að „góðgerðarverkefni" en sér fljótlega hvað það er í raun asnalegt að fólk geti verið „verk- efni“. Kennarinn er líka dreginn sem skilningsrík persóna sem get- ur séð skóginn fyrir trjánum. Þetta er bráðskemmtileg og óvenjuleg bók þar sem efnið gæti gefið tilefni til vandamálaumræðu, en þessi ágæti höfundur tekur allt annan pól í hæðina með mjög góð- um árangri. Sigrún Klara Hannesdóttir Löggu- líf BÆKUR B a r n a b « k ÞJÓFUR UM NÓTT Texti: Árni Árnason. Myndir: Hall- dór Baldursson. Æskan, 1999 -56 s. í BARNASKÓLANUM velta menn því fyi'ir sér hvað mundi ger- ast ef engin lög væru í landinu. Börnunum, Garpi og Gunni, er ætl- að að skrifa ritgerð um þetta efni, en ekki þurfa þau að nota til þess hugmyndaflugið því strax um nótt- ina er Palli fíni kominn á kreik. Palli brýst inn í búð til að ná sér í mat, stelur fínum fötum úr fata- verslun, stelur fínasta bílnum í bænum og drekkur sig fullan. Þá er gott að hafa lögguna í kallfæri sem er ekki lengi að ná í þennan góðkunningja lögreglunanr og stinga honum inn. Ekki er teljandi samúð með Palla greyinu, en hann verður þó að hlusta á ásakanir þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum næturþjófi. Þegar kemur að því að hafa skoðun á lögum og reglu eru börnin ekki í neinum vandræðum með að tjá sig um mikilvægi lögg- unnar. Þessi bók er með einföldum texta en hann er þó ekki tilgerðar- legur heldur er málfarið eðlilegt og orðin hafa ekki verið valin með til- liti til þess að þau séu stutt eða einföld í lestri. Textinn er þó lítill og gott bil á milli lína fyrir þá sem eru að þjálfa sig í lestrarþrautinni. Á hverri opnu eru myndir sem fleyta óreyndum lesanda áfram með söguna. Á myndunum er líka texti á öðru letri en annar texti og sýnir ýmist hugsanabólur, skilti eða samtöl. Fólkið á þessum mynd- um er flest heldur afkáralegt og börnin llkjast meira gömlum kerl- ingum og körlum en barnaskóla- krökkum. Laglegastur er ein- hverra hluta vegna einmitt Palli þjófur - nema kannski ef væri kennslukonan. Sigrún Klara Hannesdóttir Stílfærðar svipmyndir BÆKUR Kndurminningar BRÉFTIL BRANDS eftir Harald Bessason. 253 bls. Ormstunga. Prentun: Steindórs- prent-Gutenberg. 1999. HARALDUR Bessason er Skag- firðingur að ætt og uppruna. Hann var lengi prófessor í Kanada, síðar fyrsti rektor háskólans á Akureyri. Bréf til Brands geyma minninga- brot frá ýmsum tímum og frá ýms- um stöðum þar sem höfundur hef- ur dvalist um lengri eða skemmri tíma, austan hafs og vestan. Hann segir meðal annars smáskrítnar sögur af körlum og konum í heima- sveit sinni í Skagafirðinum, enn- fremur frá gestum og gangandi á æskuheimili sínu. En þar bar margan manninn að garði. Allt er það góðlátlegu gamni blandið og dálítið skáhallt við hversdagsleik- ann. Meðal gesta minnist hann, svo dæmi sé tekið, Ágústs á Hofi sem var kunnur Húnvetningur. Ágúst var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann vildi endilega kenna Bessa hreppstjóra í Kýrholti nýjasta dansinn, bomsadeisí. Har- aldur segist ekki vera sterkur í krónólogíu eða tímatalsfræði. Þeir sem hafa áhuga á henni geta miðað annað út frá heimsókn Ágústs því tískan var hverful á þessum árum og bomsadeisí mun hafa komið og farið um það leyti sem heimsstyrj- öldin seinni var að hefjast. Dansinn sá útheimti heilmikila leikfimi. Að sjá tvo ráðsetta bændahöfðingja æfa þetta heima á stofugólfi hefur verið sjón að sjá og ekki að furða þó sonurinn festi atvikið í minni! Haraldur hélt ungur vestur um haf og náði naumlega að festa hönd á tagli gamla tímans þar um slóðir. Til að mynda kynntist hann þeim báðum, Guttormi J. Guttormssyni, mesta og besta skáldi Vestur-ís- lendinga á eftir Stephani G., og Vilhjálmi Stefánssyni sem var heimsfrægur. Haraldur var við- staddur þar sem þeir hittust í fyrsta skipti og greip því tækifærið að kynna þessa landa sína eða vgera þá kunnuga" á máli Vestur- Islendinga. Guttormur var þá tæp- lega áttræður en Vilhjálmur nokkru eldri. Skemmst er frá að segja að kynningin mistókst með öllu því „Vilhjálmur sneri sér snöggt að mér og sagði með talsverð- um þjósti að því mið- ur þekkti hann alls ekki ungu skáldin". Síðar komst Hara- ldur að orsök þessa fálætis. Guttormur hafði áratugum áður hent gaman að ein- hverjum skrifum Vil- hjálms. Halldór Hermannsson, Ste- fán Einarsson og Richard Beck tengd- ust allir háskólum vestra en voru auk þess sjálfskipaðir fulltrúar ís- lenskrar menningar í Vesturheimi. Richard Beck lét þeirra langmest að sér kveða. Hann var maður höfðingdjarfur og höfðinghollur. ísland heimsótti hann árlega. Og heimsóknir hans fóru ekki fram hjá neinum. Richard Beck var strax stiginn í ræðustól hvar sem hann bar niður. Ræður hans voru afar hástemmdar. Kveðst Haraldur hafa efast um einlægnina þar til hann kynntist manninum. „Hér var á ferðinni vesturíslensk þjóð- rækni,“ segir Haraldur, „sem var mér og minni kynslóð nokkuð fjar- læg, ef til vill vegna þess að ekki er örgrannt um að hún eigi sér rætur í samviskubiti út af því að hafa yf- irgefið ættjörðina." Haraldur segir að Richard Beck hafi haldið ná- kvæma skrá yfir ræður sínar og fyrirlestra og hafi talan verið kom- in hátt í þrettán hundr- uð áður en yfir lauk. Sá sem man eftir heim- sóknum Richards Beck hingað til lands, ferðum hans um landið og fréttum sem af honum bárust frá öðrum lönd- um, furðar sig á að ræðurnar skuli ekki hafa verið miklu fleiri! Haraldur talar um misgengi tímans sem valdi því „að okkur finnst fjallkonan stund- um undarlega sett og örlítið framandleg vest- ur á sléttum Norður- Ameríku þar sem fátt beinir huganum að jökultindum og grasi grónum geirum í fjallshlíð". Satt er það, tíminn er fyrst og fremst huglægur hvað sem öðru líður, fjarlægðin líka. Haraldur skírskotar til frásagnar Vilhjálms Stefánssonar sem kynntist samfé- lagi eskimóa sem svo var frum- stætt að landkönnuðurinn taldi sig hafa horfið tíu þúsund ár aftur í tímann. Þegar Fisher og Spasskí tefldu í Reykjavík hringdi síminn hjá Haraldi og var fréttamaður nokkur á línunni. Hann langaði bara að vita hvort þeir væru komn- ir með síma þarna norður frá! Að alast upp í íslensku bænda- samfélagi á fjórða áratugnum og finna sig skömmu síðar sem pró- fessor við virtan háskóla vestan- hafs hefur að sínu leyti reynt á hæfnina til að klifra yfir girðingar tímans. Eins og margur, sem víða hefur ratað, hefur Haraldur auga fyrir hinu smáa, sérstæða og þá um leið hinu kómíska. Ef við hugs- um okkur mannlífið sem sjónleik þar sem hver og einn kemur fram í dramatísku gervi, málaður og til- hafður, sýna svipmyndirnar í bréf- um þessum fremur það sem fyrir sjónir ber baksviðs, persónumar ófarðaðar og hversdagsklæddar. Hér eru á ferðinni endurminn- ingar, að sjálfsögðu. En höfund- urinn hefur ekki valið algenga for- mið né kosið að láta þær heita svo. Bréfastíllinn er alltént persónu- legri. Lesandinn stendur þá í vissu trúnaðarsambandi við bréfritarann sem getur látið svo sem orð sín séu einum ætluð, allt eins þótt bréfin séu skrifuð með prentun og útgáfu fyrir augum. Þar með getur höf- undur skotið sér framhjá venjunni, sagt hitt og annað sem hann mundi láta kyrrt liggja í skipulegri frá- sögn, látið sem þetta sé allt saman tveggja manna tal og engum öðr- um ætlað. Og húmorinn? Til samanburðar koma manni í hug revíurnar gömlu þar sem raunverulegir atburðir voru settir á svið en hvaðeina fært í stílinn til að skerpa og dýpka drættina og skemmta áhorfandan- um. Inn á milli er þarna skotið hug- leiðingum um andblæ og gildismat veraldar sem var og ekki kemur aftur. Bréfritari gerist þá með köflum nokkuð langorður. En orð hans verða aldrei innantóm, þvert á móti. Þetta er bók fyrir þá sem lesa hægt. Og lesa vel. Erlendur Jónsson Haraldur Bessason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.