Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ INffgttiiMifeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNRÆÐI í SAMKEPPNI STARFSUMHVERFI íslenzkra atvinnufyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum síðustu árin með auknu frelsi á flest- um sviðum. Breytingarnar hafa m.a endurspeglast í innflutn- ings- og útflutningsverzlun, gjaldeyrismálum, þróun fjár- málamarkaðar með stofnun verðbréfafyrirtækja og Verðbréfaþings, svo og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Aðild Islands að EES hefur og haft víðtæk áhrif, m.a. með því að draga úr ríkisafskiptum af atvinnulífinu. Þrátt fyrir þessa þróun hefur ríkið, og reyndar einnig sveitarfélög, áfram sterk ítök og ríkisfyrirtæki bera ægishjálm yfir einkafyrirtæki á ýmsum mikilvægustu sviðum efnahagslífsins. Nægir þar að nefna stöðu Landssímans á fjarskiptamarkaði, ríkisbanka og orkufyrirtæki. Samkeppnisráð hefur nú beint tilmælum til ríkisstjórnar um endurskoðun fyrirkomulags á eignarhaldi ríkisins á fyrir- tækjum í samkeppnisrekstri. Það geti torveldað samkeppni fari ráðherra bæði með eignarráð og setji jafnframt stjórn- valdsreglur á viðkomandi sviði. Tilefni þessara tilmæla Sam- keppnisráðs var erindi frá Verzlunarráði Islands, þar sem óskað var álits á því, hvort þetta gæti torveldað samkeppni og gert aðgang nýrra aðila inn á markað erfiðari. Verzlunarráð benti m.a. á, að það gæti veitt gífurlegt samkeppnisforskot að hafa undir höndum upplýsingar um undirbúning að nýjum stjórnvaldsreglum á tilteknu sviði. Stjórnsýsluylög taki ekki til setningu reglugerða og verndi því ekki keppinauta hins opinbera. Verzlunarráðið benti og á, að ekki sé nauðsynlegt að fagráðherra fari með eignarráð í samkeppnisfyrirtækjum, enda sé almenn regla, að fjármálaráðherra fari með hlut ríkis- ins í fyrirtækjum þess. I áliti Samkeppnisráðs um málið segir m.a.: „Almennt séð verður að telja óheppilegt í samkeppnislegu tilliti að eitt fyrir- tæki, sem keppir á markaði, lúti yfirstjórn sama aðila og setur þær stjórnvaldsreglur, sem öll fyrirtæki á markaðnum verða að hlíta. Að mati Samkeppnisráðs er ljóst, að hugsanlegir hagsmunaárekstrar geta leitt til tortryggni keppinauta í garð hins opinbera fyrirtækis og efasemda um, að aðstaða fyrir- tækjanna gagnvart valdhöfum sé jöfn.“ Samkeppnisráð bend- ir sérstaklega á fjarskiptamarkaðinn, þar sem keppinautar Landssímans hafi gagnrýnt tengsl viðkomandi fagi’áðuneytis og fyrirtækisins. Vafasamt sé, að þetta fyrirkomulag standist þær kröfur, sem gerðar eru til stjórnvalda á grundvelli EES- samningsins og afleidds réttar af honum. Samkeppnisráð álítur tvær leiðir til lausnar komi til greina, að eignarhald verði í höndum annars ráðherra en þess, sem fer með reglugerðarvaldið, eða eignarhaldsfélag verði stofn- að, sem annist hagsmuni ríkisins í hlutafélögum. Það gengur að sjálfsögðu ekki, að ríkisfyrirtæki hafi for- skot á samkeppnisaðila á markaði. Samkeppnisráð bendir á tvær leiðir til úrbóta, sem tiltölulega einfalt er að framkvæma. Mikilvægt er, að jafnræði ríki milli fyrirtækja enda er það for- senda þess, að neytendur njóti ávaxtanna af frjálsri sam- keppni. FIKNIEFNAVANDINN SÓLVEIG Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, sagði er hún svar- aði fyrirspum á Alþingi í fyrradag, að nú væri unnið að heild- stæðum tillögum til úrbóta í fíkniefnamálum og þeim fylgdu aukið fjármagn til lögreglu. Hún kvað stjórnvöld taka fíkniefnavandann mjög alvarlega. Tildrög orða ráðherrans voru fyrirspurn frá Kristjáni Pálssyni, sem vildi vita hvort sérstakar aðgerðir væru í bígerð vegna aukins ofbeldis á höfuðborgarsvæðinu. Nefndi þingmaðurinn morð á roskinni konu um helgina og vopnað rán. Taldi hann ástandið al- varlegt og rán og ofbeldi að verða daglegt brauð í þjóðfélaginu. Vert er að minnast þeirra áfanga, sem lögregluyfírvöld hafa náð að undanförnu í fíkniefnamálum. Sá árangur hefur orðið til þess, að stuðningur almennings við lögreglu- og dómsmálayfír- völd hefur aukizt mjög og það er áreiðanlega vilji skattborg- aranna, að umtalsverðir fjármunii’ verði lagðir til baráttunnar gegn fíkniefnum. Fyiir skömmu átti Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, fundi í Washington ásamt Hai’aldi Johannessen, ríkislögreglu- stjóra, annars vegar með Janet Reno, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, og hins vegar með forsvarsmönnum þeirrar skrifstofu Hvíta hússins, sem hefur með fíkniefnabaráttuna að gera. Á þess- um fundum var grundvöllur lagður að auknu samstarfí á milli Is- lendinga og Bandaríkjanna á þessu sviði. Slíkt samstarf er mikil- vægt fyrir okkur, m.a. vegna mikillai’ reynslu Bandaríkjamanna af baráttu við fíkniefnasölu og fíkniefnaneyzlu. Utandagskrárumræður á Alþingi um ísli Morgunblaðið/Porkell Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagði að sjúklingum væri ætlað að fæða og klæða börn sín með 182 krónum á dag en sú upphæð dygði ekki einu sinni fyrir skyrdós út úr búð. Morgunt Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygging; herra, var til svara í utandagskrárumræðu um ísl ferðarkerfið. Skiptar skoðanir un og galla kerfísii Skiptar skoðanir voru í utandagskrárumræð- um á Alþingi í gær um kosti og galla íslenska velferðarkerfisins, að sögn Davíðs Loga Sigurðssonar, sem fylgdist með þingfundi. Var þar lagt út af niðurstöðum nýlegrar bók- ✓ 5 ar Stefáns Olafssonar prófessors, Islenska leiðin, um íslenska velferðarkerfíð. Utandagskrárumræðan var haldin að frumkvæði Astu Ragnheiðar Jóhannesdótt- ur og hún gerði í upphafi máls síns að umtalsefni þá fátækt sem hún sagði enn fyrir hendi hjá öldruð- um í landinu. Hagstætt og skynsam- legt lífeyrissjóðakerfi, sem taka myndi við hluta almannatrygginga, væri vissulega til bóta en það kæmi stórum hópi lífeyrisþega ekki að gagni enda hefðu margir þeiiTa ekki náð að safna sér réttindum í lífeyrissjóði áður en þeir komust á lífeyrisaldur. „Sama á við um öryrkja, 43% ör- yrkja fá engar greiðslur úr lífeyris- sjóðum og þurfa að lifa á trygginga- bótunum einum. Þessum hópum hafa stjórnvöld algjörlega brugðist," sagði Ásta Ragnheiður. Félagsleg og sálræn áhrif skerð- ingarreglunnar verst Ásta sagði lágan gi-unnlífeyri, tekju- tryggingu og ekki síst tekjutengingu við tekjur maka spila stóran þátt í öm- urlegri fjárhagsstöðu öryrkja. Sagði hún Stefán Ólafsson prófessor í þessu sambandi benda á það í bók sinni að þessi skerðingarregla væri arfleifð gömlu fátækraaðstoðarinnar frá fyrri öldum. „Þetta er afdönkuð, úrelt hug- myndafræði fortíðar,“ sagði Ásta Ragnheiður, „þar sem öryrkjar hafa ekki fullan borgararétt. Vestrænar, siðmenntaðar þjóðir hafa lagt af slíkar tekjutengingar fyrir áratugum." Bætti hún því við að framkvæmd hennar hér á landi rýrði mjög kjör þeirra öryrkja, sem fyrh’ henni yrðu, „en félagsleg og sálræn áhrif hennar eru þó alvarlegri því öryrki í slíkri stöðu er rændur sjálfstæði sínu og mapnlegri reisn.“ Ásta Ragnheiður sagði stjórnvöld fyrir síðustu kosningar hafa stigið skref í átt til þess að minnka tekju- tengingu við tekjur maka en vildi fá að vita hvenær stíga ætti skrefið til íúlls. Varpaði hún jafnframt fram þeirri spurningu til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra hvort hann drægi í efa niðurstöður Félagsvísindastofnunar - en Stefán Ólafsson vann úttekt sína á íslenska velferðarkerfinu á hennar vegum fyrir Tryggingastofnun ríkis- ins - í ljósi fyrri ummæla hans um að ráðstöfunartekjur öryrkja á Islandi væru almennt hagstæðar samanborið við hin Norðurlöndin, og að jöfnuður sé hvergi meiri en á íslandi. Ásta Ragnheiður rakti ennfremur dæmi um hvernig hið svokallaða vel- ferðarkerfi hlúði að sjúkum, sem misstu atvinnutekjur í veikindum. „Jú, á meðan nágrannaþjóðir okkar greiða 70-100% atvinnutekna í sjúkradagpen- inga, greiðum við 20% af almennum verkamannalaunum. Hinn sjúki á að draga fram lífið á rúmum 20 þúsund kr. á mánuði.“ Væri hann í hlutastarfi eða við hús- móðurstörf sagði Ásta að upphæðin lækkaði um helming og yrði 10.200 á mánuði. „Sé sjúklingurinn með barn á framfæri sínu fær hann 182 krónur á dag til að fæða það og klæða. Upphæð sem dugar ekki einu sinni fyrir skyr- dósútúrbúð!" Ábyrgðin ríkisstjórnarinnar Ásta spurði Ingibjörgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra. hvaða áform væru uppi um úrbætur á sjúkradag- peningum og hvernig og hvenær ráð- herra hygðist bregðast við svo að ís- lenska velferðarkerfið stæðist samanburð við velferðarkerfi hinna Norðurlandanna. Lagði hún áherslu á að aðgerða væri þörf strax, ekki þyrfti að skipa nefndir um málið því stað- reyndir lægju fyrir. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra kvaðst í upphafi máls síns fagna umræðu um velferðarkerfið en hún þyrfti þó að vera á grundvelli stað- reynda en ekki upphrópana. „Lokaorð bókarinnar eru að íslend- ingar komi mjög vel út úr öllum sam- anburði í lífskjörum og lífsgæðum, bæði gagnvart hinum Norðurlöndun- um og öðrum vestrænum þjóðum,“ sagði ráðherra. Ingibjörg sagði ísland alltaf hafa haft sérstöðu hvað varðaði útgjöld og uppbyggingu velferðarkerfisins og að það lægi ljóst fyrir að það þjónaði ekki öllum hópum jafn vel. Vandi íslenska velferðarkerfisins væri vandi tiltek- inna sérstakra hópa. Lagði ráðherra áherslu á að það væri ekki rétt leið að hækka grunnlífeyri fyrir alla heldur þyrfti þjóðfélagið að sameinast um að bæta stöðu afmarkaðra hópa, sem verst væru á vegi staddir. Benti hún á að nýjustu tölur, sem stuðst væri við í bókinni Islenska leið- in, væi-u frá 1997. Síðan þá hefði margt verið gert til að koma til móts við þessa hópa. Eðlilegt að bregðast við góðum ábendingum Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að það væri harla óljóst hvort Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir byggði í raun mál sitt á bók Stefáns Ól- afssonar. Allavega hefði verið erfitt að kannast við þær dramatísku lýsingar sem þingmaðurinn hefði sett fram. Davíð sagði almannatryggingakerf- ið á Islandi ætlað þeim sem minnst hefðu úr að spila, „það er með öðrum orðum lítið um almennar gi’eiðslur sem fólk fær óháð efnahag," sagði hann. Það væri því engin tilviljun eða slysni að Islendingar eyddu minna í velferðarkerfi sitt en t.d. Svíar og aðr- ar Norðurlandaþjóðir. „Gninnhugsunin er víða annars staðar sú,“ sagði Davíð, „að allir þjóð- félagsþegnai’ fái stuðning af velferðar- kerfinu jafnvel þótt ekki liggi fyrir því fjárhagsleg þörf að baki, ólíkt hug- myndafræði okkar kerfis.“ Forsætis- ráðherra sagði að ástæður fyrir lægri útgjöldum Islendinga væru reyndar fleiri, t.a.m. væri hlutfall aldraðra mun minna hér á landi en á öðrum Norður- löndum, skilgreindir öryrkjar mun færri og blessunarlega væri nær ekk- ert atvinnuleysi hér á landi. Davíð sagði þó eðlilegt að bregðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.