Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Net-notandi — sítenging
KAPP er þjóða milli í
notkun alnetsins enda
byggist menntun, við-
skipti og framfarir að
mörgu leyti á því.
Netnotkun er mæli-
kvarði á þróun og for-
senda eflingar.
Ekki hefur verið
komist hjá ójöfnuði í
notkun netsins. Tölvu-
notkun er dýr. Skólar
'þera beinar og óbeinar
ki-öfur til nemenda um
tölvur og nettengingu.
Tölvukunnátta er for-
senda margra starfa.
Þannig er öllum er
keppa að framförum og
menningarlífi nauðsyn
að hafa yfir réttri tækni og þekkingu
að ráða. Enn er langt í land. Stjórn-
málamenn veraldar grípa nú til sinna
ráða til að tryggja netvæðingu
þeirra sem minna mega sín.
Netnotkun er ekki tóm ánægja
fyrir almenna notendur. Svo fátt sé
nefnt af hinu neikvæða:
- Netþjónusta er dýr. Eitthvað er
^þó að rofa til vegna samkeppni. Von-
andi verður þjónusta míns góða net-
þjóns og ráðgjafa eða heimasíðan
ekki illa úti.
- Símareikningar hækka mjög ef
netið er notað af alvöru. Sá er megin-
kostnaðurinn.
Margt hækkar reikninga sem við
höfum ekki vald á.
- Við sækjum eða sendum tölvu-
pósti og rjúfum sambandið strax.
Þannig greiðum við fyrir þau og upp-
hafsgjald þótt samband sé örstutt.
- Þeir geta sparað sem nota netið í
”*íómstundum. Fjarvinna, nám og
gagnasöfnun krefst
lengri tenginga.
- Samband rofnar
oft eða truflast. Það er
dýrt að þurfa að byrja
á ný ef stór skjöl,
myndir eða forrit eru
sótt og send.
- Margt ráðum við
ekki við og höfum eng-
in áhrif á, sama hve góð
tölvan er:
- Hraði er misjafn
eftir vefsíðum. Sumar
eru fullar af stórum
töflum og myndum.
Einn vefari er
hagsýnn, annar ekki.
Bestu mótöld breyta
litlu.
- í viðskiptum eru seljendur mis-
hæfir til að ganga frá eyðublöðum
þannig að skiljanleg séu og kaupandi
fái þau ekki aftur í hausinn. Flókinn
farmiði! Ógöngur eru margar.
Átakið í Bretlandi
Atakið um ómælda internetnotk-
un sem Mbl. tók til umfjöllunar 7. og
9. nóv. hefur góðan byr. Merkilegt er
að The Times stendur fyrir því
(http://www.the-times.co.uk/freet-
henet/) undir nafninu: „FREE THE
NET“. Hér er hörð barátta í gangi
og kostar blaðið miklu til. Blaðið sem
hefur ágæta netútgáfu segir:
„Stefna The Times í þessu máli er
skýr. Ríkisstjórnin verður að bregð-
ast hratt við til að tryggja notendum
og viðskiptafyrirtækjum ódýrari að-
gang að netinu.“
Viðskipti og auglýsingar á netinu
fara hraðvaxandi. Ágóði er gífurleg-
ur. Flestum er að málinu koma með
notendur í huga blöskrar að notend-
ur séu látnir sæta skammsýnum,
ósanngjörnum og úreltum gjald-
skrám símafyrirtækja sem halda aft-
ur af síma- og netnotkun sem skilar
fyiirtækjum og þjóðfélaginu arði.
Vonin er ný tækni og breytt afstaða
þein-a sem fyrir eru.
Tímamælingar sem eiga sér enga
stoð fara fyrir brjóstið á Times og
fjöldahreyfingunni (CUT - Campa-
ign for unmetered telecomunication:
(http://www.unmetered.org.uk/).
Netnotkun
Flestum er að málinu
koma með notendur í
huga blöskrar, segir
Eggert Asgeirsson, að
notendur séu látnir
sæta skammsýnum, ós-
anngjörnum og úreltum
gjaldskrám.
Gjaldskrár símafyrirtækja vegna al-
netsnotkunar séu úreltar, byggðar á
rangri hugmynd um að notkunartími
sé stór kostnaðarþáttur (eins og olía,
hiti eða rafmagn: 100 Watta pera
eyðir fjórum sinnum meiri orku en
25 W pera).
Hér eru önnur lögmál. Netverji
situr og les skjöl. Á meðan fara engin
boð um netið og enginn kostnaðar-
auki fyrir símafélögin. Línan kostar
sitt. Fyiir það er greitt. Skrefin eru
á undanhaldi.
Ki-afa „Free the Net“ og „CUT“
er fleiri gjaldskrárkostir. Blaðið tel-
ur framtíð netsins hefta af úreltum
verðskrám. Æskilegast væri eins og
tiðkast í Bandaríkjunum að taka
línuleigu án skrefa- eða tímagjalds.
Með því margfaldast notagildið fyrir
alla sem geta verið í sambandi þar.
Árangur er margföld viðskipti á net-
inu miðað við Evrópu og verulegur
efnahagsbati. Þrátt fyrir hraðvax-
andi netnotkun í Bandaríkjunum
hefur ekki þurft að hækka símagj-
öld.
Að þessum herferðum standa
heimsþekkt dagblað og áhrifarík
samtök sem þegar hafa komist í gott
samband við ríkisstjórnina og síma-
málastjóm. Lýðum er ljóst að netið
verður þeim fyrirtækjum hættulegt
sem ekki færa sér það í nyt og án
netverja eru engin netviðskipti. Ym-
islegt hefur áunnist og verður leitast
við að innleiða sítengingu á næsta
ári. Mótmælahreyfingin breiðist út
um Evrópu eins og sjá má á heima-
síðunni http://www.telecom.eu.org.
Svíar mótmæla nú áhrifum einokun-
ar, dratthalahátt í lagningu breið-
bands, tímamælinum og boða sím-
astræk.
Þau rök sem uppi em annars stað-
ar virðast mér sem leikmanni eiga
hér við þótt símakostnaður sé al-
mennt ekki hár miðað við aðra.
Hvað gera aðrir?
OECD gaf 15. okt. út landasaman-
burð á kostnaði almennra netnot-
enda og smárra fyrirtækja. Island er
neðan við meðaltal. Island er meðal
fimm ódýrastu landa fyrir 20 klst
notkun á mán. með Kóreu, Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku. Er kemur
upp í 40 klst reynast Kanada og
Bandaríkin ódýrast. Netþjónusta fer
Eggert
Ásgeirsson
lækkandi víðast. Kostur er á henni
ókeypis í Ástralíu, Bandaríkjunum,
Belgíu, Bretlandi, Danmörku,
Frakklandi, Hollandi, Irlandi, Italíu,
Póllandi, Spáni og Sviss. Reglan
mun vera sú að símafélög greiða net-
þjónustufyrirtækjum þeirra hlut á
ýmsan hátt.
Merkilegt er að hugsa sér að
einkavæddir Bretar mæni öfundai’a-
ugum til Bandaríkjanna þar sem fá-
keppni er á símamarkaði. Bretum
mistókst verðlækkun í svæðissam-
keppni. Lagt var meira upp úr að
skila hungraðu ríki söluhagnaði við
einkavæðingu en bæta stöðu neyt-
enda. Hljómar kunnuglega!!
Til hvers að vinna?
Ef okkur tekst ekki að lækka
kostnaðinn munu þeir verða illa úti
sem versta aðstöðu hafa. Það er dýrt
að fá tölvu, hugbúnað og nauðsynleg
tæki, halda öllu við og endurnýja á
þriggja ára fresti eða svo. Ofan á
bætast símareikningar og nauðsyn-
leg netþjónusta. Hætt er því við að
ýmsir láti hugfallast. Gera þarf allt
til að koma í veg fyrir að fólk gefist
upp í leit sinni að bættum kjöram,
þekkingu og auðugu lífi með tilstyrk
netsins.
Meginóskir!
- Omæld símaþjónusta fyrir heim-
ili eins og í Kanada, N-Sjálandi og
meginhluta Bandaríkjanna.
- Verðskrá Landsímans fyrir net-
þjóna verði færð niður eða greiðslu-
fyrirkomulagi breytt.
- Greiðsla fyrir nettengingu verði
án tillits til lengdar þannig að verð
lækki eins og vera mun í Ástralíu og
New York.
Kynnið ykkur heimasíður þær
sem hér hafa verið nefndar.
ítreka tillögu mína í Mbl. 25.6.97
um rannsóknarstofu samgöngumála.
Höfundur er verkefnas tjóri.
Agreiningurinn vegna
vinnu tékkneskra iðnaðar-
manna við Sultartanga
VIÐ Sultartanga
kom nýlega upp
^greiningur sem varð-
aði vinnu tékkneskra
iðnaðarmanna. Það er
mikilvægt að fjalla um
þetta mál þó að það sé
yfirstaðið í bili, vegna
þess að svipuð mál hafa
áður komið upp og
munu koma upp. Þau
mega ekki leiða okkur
sem vinnum við þessi
störf og önnur í þjóðfé-
laginu inn í blindgötu.
Einn aðalverktakinn
við byggingu Sultar-
tangavirkjunar er
svissneska fyrirtækið
Sulzer-Hydro. Undir-
'4'erktakar sjá um vissa þætti fram-
kvæmdanna. Þannig er Skoda undir-
verktaki hjá Sulzer-Hydro og
framleiðir rafala fyrir virkjunina í
Tékklandi en lætur setja þá saman
við Sultartanga. Stálverktak er ann-
ar undirverktaki sem sér um ýmsa
málmiðnaðarvinnu. Það er með járn-
iðnaðarmenn, vélvirkja og verka-
menn í vinnu. Fleiri verktakar koma
að þessu verki.
Skoda hafði ekki fengið atvinnu-
leyfi fyrir málmiðnað-
armenn sem vinna hjá
fyrirtækinu sem slíka,
heldur sem rafiðnaðar-
menn. Það sem gerðist
var að einhverjir ís-
lenskir jámiðnaðar-
menn veittu því athygli
að starfsmenn Skoda
vora ekki aðeins að
vinna „rafiðnaðarstörf ‘
heldur ýmis önnur
störf. Forysta jámið-
naðarmanna var kölluð
til og mætti til leiks
eins og sá sem valdið
hefur til að kenna
Tékkunum hvar skilin
lægju milli vinnuteg-
unda. Að eigin sögn og
af fréttum að dæma gerðu þeir það á
„okkar máli“, svo Tékkarnir hafa
varla getað áttað sig á hvað þeir vora
að útskýra. Málinu lauk með því að
Skoda þurfti að ráða menn frá Stál-
verktaki í staðinn.
Tékknesku iðnaðarmennirnir hafa
ekki treyst sér til að ræða sín kjara-
mál eða önnur mál (margir telja full-
víst að laun þeirra séu töluvert lægri
en þeim ber samkvæmt íslenskum
kjarasamningum), þeir vilja auðvitað
Sigurður J.
Haraldsson
Alltaf í leiðinni!
Verslunarmiðstöðin
Grímsbær v/Bústaðaveg
Verkafólk
Pað verður að brjóta
niður múra og tor-
tryggni sem ríkir milli
innlendra og erlendra
iðnaðarmanna, segir
Sigurður J. Haraldsson,
og milli iðnaðarmanna
og ófaglærðra.
halda vinnunni. Hvað þeir fá í kaup
er ekki gott að segja. Hins vegar
verðum við að tengjast þeim og bar-
áttu þeirra sjálfra. Á þeim gruridvelli
er hægt að verja kjör þeirra. Þetta
sýnist hafa orðið útundan við aðgerð-
irnar gegn kýpverska leiguskipinu í
Sundahöfn fyrir skömmu þar sem
skipverjar virtust vera áhorfendur
að því sem fram fór.
Skil milli iðngreina geta verið ólík
eftir löndum. Verkamenn í skipa-
smíðastöðvum í Bandaríkjunum
læra málmsuðu og ýmislegt fleira
sem þeir era þjálfaðir í. Þetta álíta
þeir sig eiga kröfu á og í því séu
fólgnar framfarir fyiir þann sam-
setta hóp verkamanna sem þar vinn-
p>sér MERKT
HANDKLÆÐI
f
ÍSfn
Verð 1.490
'557
J9§0
ur. Það era menn af ólíkum litar-
hætti og margar konur vinna við
skipasmíðar þar í landi. Innan verka-
lýðshreyfingarinnar hér á landi
tengist afturhaldssemi þeim gi’ein-
armun sem gerður er á hinum ýmsu
iðntegundum innbyrðis annars veg-
ar, og á faglærðum og ófaglærðum
hins vegar.
Mikilvægt er að taka fram að
aldrei kom til átaka eða beinna inn-
byrðis deilna milli þeirra sem vinna á
Sultartanga, hverrar þjóðar sem
þeir eru. Stór hluti verkafólks hefur í
dag þá afstöðu að það vill ekki láta
draga sig inn í deilur milli fyrir-
tækja, eða þjóðlanda. Margir skilja
að við verðum að verja rétt hvors
annars til vinnu burtséð frá þjóðerni,
og berjast fyrir sömu kjörum. Eng-
inn erlendur verkamaður getur rek-
ið íslenskan verkamann eða valdið
því að efnahagskerfið hér á landi taki
niðursveiflu. Það stjórnast af öðra.
Yfirlýst markmið forystu Félags
járniðnaðarmanna var að koma fleiri
íslenskum iðnaðarmönnum í vinnu.
Betri leið til að koma fleiri í vinnu,
iðnaðarmönnum og öðrum, er að
stytta vinnuvikuna. Hún er hátt í 50
stundir að meðaltali hjá körlum og
enn lengri hjá þeim sem vinna við
virkjanaframkvæmdirnar. Á móti
verður auðvitað að hækka dagvinnu-
kaupið.
En það er annað sem við verðum
að hugsa um í sambandi við þetta yf-
irlýsta markmið og samsetningu
verkalýðsstéttarinnar á íslandi í
dag. Hvað þýðir það viðhorf að taka
beri íslendinga fram fyrir útlend-
inga til vinnu?
Ég held að sú áþreifanlegasta
merking sem þetta viðhorf hefur
nokkurn tíman haft sé að verkamað-
ur, karl eða kona af erlendu bergi
brotinn, sækir um atvinnuleyfi en er
neitað annaðhvort af ráðuneyti eða
skrifstofu verkalýðsfélags. Flestir
finna einhverja aðra leið til að fá sér
vinnu - á verri skilmálum, fyrir lak-
ari kjör og eiga yfir höfði sér skilyrð;
islausan brottrekstur úr landi. I
Reykjavík eru um 2,5% íbúanna með
erlendan ríkisborgararétt og eflaust
er stærstur hluti þeirra verkafólk.
Hvert leiðir þetta viðhorf? Nú eru
tímar „hnattvæðingar“ og þjóðflutn-
inga sem varla er hægt að stöðva, en
það er hægt að snúa þeim upp í póli-
tískan ósigur íyrir vinnandi fólk.
Þetta viðhorf er skylt yfirlýsingu Fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á Akur-
eyri um að „útlendingar“ skuli vera
annars flokks borgarar nema þeir
standist grunnskólapróf í íslensku.
Þetta viðhorf hvetur til rasisma. Það
leiðir til þess að „útlendingar" verði
gerðir að blóraböglum og sakaðir um
að bera ábyrgð á glæpum, atvinnu-
leysi og kreppum. Það verða ekki
bara „útlendingar" sem fá að súpa af
því seyðið, heldur við öll.
Við eigum ekki að sjá óvin í „út-
Iendu“ verkamönnunum. Málið er að
þetta kapítalíska kerfi sem við búum
við tryggir ekki eða ver vinnu, laun,
starfsöryggi, frið eða framtíð. Þvert
á móti era skilyrðin mjög ótrygg.
Allt þarf að lúta arðsemiskröfunni,
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
stjórnarformaður Landssímans, ný-
lega. Hann á við gróða fámennrar
eignastéttar sem leggur fjármuni
sína aðallega undir í verðbréfum.
Það eina sem við verkafólk höfum er
samstaða okkar, fjöldi og það sem
okkar barátta getur áorkað.
Mikilvægt er fyrir okkur verka-
fólk að brjóta niður þá múra sem að-
skilja okkur: Faglærðir á móti ófa-
glærðum, vinnandi menn á móti
atvinnulausum, íslenskt verkafólk á
móti erlendu, karlar á móti konum
o.s.frv. Allt þetta klýfur upp verka-
lýðsstéttina, viðheldur tortryggni og
veikir okkur. Við verðum að berjast
fyrir því að karlar og konur geti unn-
ið sambærileg störf með sambærileg
kjör. Við verðum sjálf að kynnast og
verja á þeim granni kjör erlends
verkafólks. Það verður að stytta
vinnuvikuna og hækka dagvinnu-
launin svo þau nægi til framfærslu.
Það verður að brjóta niður múra og
tortryggni sem ríkir milli innlendra
og erlendra iðnaðarmanna, og iðnað-
armanna og ófaglærðra.
Þetta verðum við að reyna að yfir-
stíga til að ná árangri í okkar barátt-
umálum.
Hðfundur er félagi í Eflingu í
Reykjavík og hefur unnið við Sultar-
tangavirkjun. Hann er félagi i Ung-
um sósíalistum.