Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 54
<54 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Islensk Norskir fósturvísar fiskvinnsla HINN 5. nóvember tilkynnti sjávarútvegs- ráðherra lækkun á út- flutningsálagi á fersk- um fiski. Þessi ákvörðun þýðir að all- ur fiskur, sem fer óvig- taður utan ber 10% -?álag nema hvað álagið á þorski verður 17% í ár og lækkar síðan í þrepum niður _ í 10% haustið 2001. Útflutn- ingsálagið var 20% á þorsk, 15% á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu en 10% á aðrar tegundir í kvóta. Þetta þýðir að sé 100 tonnum af óun- num þorski landað er- lendis dragast 117 tonn frá þorsk- kvóta skipsins, í stað 120 tonna áður. Haustið 2001 þegar búið er að þrepa álagið niður munu hver 100 tonn þýða 110 tonn í frádrátt af kvóta. Það skal ítrekað að sá fiskur »sem vigtaður er endanlega hér heima ber ekkert útflutningsálag, en sé hann vigtaður erlendis bera allar botnsfisktegundir, aðrar en þorskur 10% álag. Skortur á fiski Um langan tíma hefur verið alltof lítið framboð á bolfiski á íslenskum fiskmörkuðum svo ekki hefur feng- ist nægilegt hráefni til stöðugrar fiskvinnslu. Þetta hefur valdið óeðli- lega háu fiskverði og skapað ótryggt atvinnuástand hjá fiskvinnslufólki 7»bg í mörgum tilfellum hrakið það í önnur störf. Þá hefur fiskskorturinn haft þau áhrif að fiskvinnslan hefur ekki getað staðið við gefin loforð um afhendingu afurða og veikt með því markaðssetningu sína erlendis. Fyrrgreind ákvörðun sjávarút- vegsráðherra um lækkun á útflutn- ingsálagi á óunnum ferskum fiski gerir ástandið enn verra, þó slæmt hafi það verið fyrir og er bein atlaga að íslenskri fiskvinnslu og aukinni verðmætasköpun í landinu Ákvörð- unin virkar sem hvatning til útgerð- armanna að hunsa íslenska fiskmar- kaði og landa fiskinum erlendis, enda hefur útflutningur á óunnum ferskum fiski aukist verulega eftir ^Jækkunina og haldi fram sem horfir mun hún leggja í rúst fjölda fisk- vinnslufyrirtækja sem treysta á við- skipti við íslenska fiskmarkaði. Verulegl magn Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er hér um verulegt magn að ræða. Á fjögurra vikna tímabili, frá 25. október til 21. nóvember sl., voru flutt út um 2371 tonn af óunn- um ferskum fiski. Þarna er viljandi verið að sniðganga íslenska fiskmarkaði og afhenda útlending- um fiskinn, án þess að innlend fisk- vinnsla eigi minnstu möguleika á að bjóða í hann. Hér er verið að flytja út fyrsta flokks hráefni, sem á ekki fíð líðast, á sama tíma og íslensk Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Mun íslenskan deyja út? _______ www.tunga.is fiskvinnsla er í svelti. Með þessum ósann- gjörnu reglum ráð- herrans eru íslensk stjórnvöld að veita er- lendum samkeppnis- aðilum í fiskvinnslu forgang til kaupa á fiski veiddum úr ís- lenskum fiskistofnum. Gámaútflutningur Árlega eru fluttar út þúsundir tonna af ferskum bolfiski sem togarar og bátar veiða í íslenskri landhelgi. Sumir sigla með aflann og landa honum er- lendis en aðrir setja hann í gáma hér heima og flytja síð- an út. I þennan fisk er íslenskum fiskverkendum meinað að bjóða en Fiskvinnsla Það á hvorki að sigla með aflann framhjá landinu, segir Sigurður T. Sigurðsson, né flytja hann út í gámum á er- lenda fískmarkaði, held- ur bjóða hann til sölu hér heima. erlendir samkeppnisaðilar fá hann á silfurfati. Á sama tíma vantar hrá- efni í nær hvert einasta fiskvinnslu- fyrirtæki á landinu. Þarna metur ráðherrann erlenda hagsmuni ofar þeim íslensku. Þær aðstæður sem fiskvinnsla án útgerðar býr við í dag hefðu frekar átt að hvetja til að hækka útflutn- ingsálagið upp í 25% í stað þess að lækka það og láta það ná til alls út- flutnings á óunnum ferskum fiski hvort sem hann er vigtaður hérlend- is eða erlendis. Óhappaverk Sjávarútvegsráðherra er ekki að þjóna íslenskum hagsmunum með þessari lækkun. Hann hlýtur að hafa eitthvað ann- að í huga. Sé til einhver einstök ráð- stöfun, sem kemur illa við innlenda fiskverkun, þá er það einmitt lækk- un á fyrrgreindu álagi, sem leiðir af sér minna framboð á fiski hér innan- lands. Það hlýtur að vera krafa hvers einasta Islendings að íslenskir fiskmarkaðii' séu ekki sniðgengnir á þennan hátt og þegar um er að ræða fisk veiddan í íslenskri fískveiðilög- sögu þá á að varða við lög að selja hann frá landinu án þess að gefa ís- lenskum fyrirtækjum kost á að bjóða í hann. Það á hvorki að sigla með aflann framhjá landinu, né flytja hann út í gámum á erlenda fiskmarkaði, heldur bjóða hann til sölu hér heima. Það er því alveg óskiljanlegt að ráðherrann skuli ganga þessa óhappabraut. Finnst ráðherranum ekki nóg að búið er að gefa örfáum einstakling- um stærsta hlutann af íslensku fisk- istofnunum, þarf einnig að taka frá þjóðinni réttinn til að vinna aflann ? Höfundur er fornmður Verkalýðsfé- lagsins Hlífar. Sigurður T. Sigurðsson Maple V Hagnýtt námskeiö í notkun Maple V, sem er vinsælasta stæröfræði forrit heimsins. Námskeiðið er ætlað framhalds- og háskólanemum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593 NOKKUR umræða hefur verið um ýmsar hliðar þess að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm tfi kynbóta hér- lendis. Við ætlum okkur ekki á nokkum hátt að taka afstöðu til þess máls hér út frá vemdun íslenska kúastofnsins, heldur eingöngu að fjalla um möguleg áhrif þess á orsakir syk^ ursýki sem talsvert hef- ur verið fjallað um, m.a. í prýðilegri grein Stef- áns Aðalsteinssonar doktors í búfjárvísind- um í Morgunblaðinu 20. nóvember sl. Við erum foreldrar sykursjúks bams sem greindist 5 ára gamalt með insúlínháða sykursýki. Sá sjúkdómur er í dag ólæknandi, en hægt er að halda banvænum afleiðingum hans í skefjum. Það að sprauta bam tvisvar sinnum á dag og stinga nokkrum sinnum á dag til viðbótar til blóðsyk- urmælinga, auk félagslegrar „gjör- gæslu“ bamsins vegna reglulegrar matarneyslu og mögulegs meðvit- undarleysis, er nokkuð sem við ósk- um engum að ganga í gegnum að nauðsynjalausu - svo ekki sé minnst á þjáningarnar frá sjónarhóli bams- ins sjálfs. Þessu viljum við vekja at- hygli á hér á þessum vettvangi þar sem fjölgun slíki-a tilvika kann að vera afleiðing þess að hinir norsku fósturvísar verði leyfðh' hér á landi. Auk íyn-greindra þjáninga er ótal- inn sá mikli kostnaður sem fylgh' meðferð á sykursýki. Við búum sem betur fer við öflugt velferðarkerfi sem niðurgreiðir þann kostnað, sem nemur nokkrum tugum þúsunda króna á mánuði fyrir hvem sjúkling. Fyrir þann stuðning erum við einlæg- lega þakklát. Þrátt fyrir það verða foreldrar sykursjúkra barna fyrir verulegum beinum og óbeinum kostnaði vegna búnaðar og lyfja ann- arsvegar og umönnunar og gæslu barnanna hinsvegar. Þetta er nauð- synlegt að hafa í huga þegar fjár- hagslegir hagsmunh' af innflutningi norskra fósturvísa em metnir. í reynd er hér verið að færa fjárhags- lega hagsmuni úr einum vasa í annan í þjóðfélaginu, og okkur er í sjálfu sér spurn hvort ekki sé heiðarlegra að færa fjármuni beint úr heilbrigðis- kerfinu til þeirra sem hagnast myndu af innflutningi fósturvísanna, og spara í staðinn ótöldum börnum og fjölskyldum þeirra þær þjáningar sem sykursýki fylgja. Tíðni insúlínháðrar sykursýki er lægri hér en í flestum nágrannalönd- um okkar, auk þess að meðferð og eftirlit með sykursýkissjúklingum á Islandi er mjög góð. Við þekkjum af eigin raun það ósérhlífna starf sem Árni V. Þórsson læknir og starfsfólk hans á göngudeild sykursjúkra barna og unglinga á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur er að vinna. Við viljum að Island haldi stöðu sinni varðandi lága tíðni. Einhver kynni að segja að innflutn- ingur fósturvísa úr norskum kúm skipti okkur minna máli en aðra þar sem okkar bam hefur þegar fengið þennan ólæknandi sjúkdóm, en það er nú svo að þetta er ekki okkar eina barn og þótt við eigum þá von heit- asta að bam okkar losnaði við þennan vágest sem sykursýkin er þá óskum Sykursýki Biðjum alla viðeigandi aðila, segja Gerður Guðjdnsdóttir og Ólaf- ur Rafnsson, að líta með skilningi til sjónar- miða sykursjúkra. við þess jafnframt að önnur böm þurfi ekki að ganga í gegnum það sama vegna fljótfæmislegra ákvarð- ana um fjárhagslegan gróða. Vissulega má segja að allir þeir að- ilar sem hafa tjáð sig um þetta mál hafa nokkuð til síns máls. Ráðherra á erfitt verkefni fyrir höndum þegar að endanlegri ákvarðanatöku kemur, og ljóst að hann mun aldrei geta gert alla ánægða. Við viljum okkar ágætu íslenskum kúabændum allt hið besta, en biðjum alla viðeigandi aðila á hinn bóginn að líta með skilningi til þehTa sjónarmiða sem hér hafa verið reifuð og nauðsyn þess að stíga varlega til jarðar þegar hagsmunir þjáninga em vegnir gagnvart fjárhagslegum hags- munum sem e.t.v. era ekki einu sinni til staðar þegar allt er tekið með í dæmið. Við eram þess fullviss að ís- lenskir kúabændur munu skilja það vel ef ráðherra kýs að hafna innflutn- ingi hinna norsku fósturvísa, a.m.k. að svo stöddu, á grundvelli írarnan- greindra forsendna. Engir fyrirliggj- andi hagsmunir tapast ef beðið verð- ur með ákvörðun um innflutning, a.m.k. uns sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að þau tengsl sem nefnd hafa verið við orsakir syk- ursýki séu ekki til staðar. í þágu okk- ar allra, sýnum skynsemi og þolin- mæði þar- til óyggjandi niðurstöður liggja fyrir. Vafinn einn er næg ástæða. Höfundar eru foreldrar sykursjúks barns. Caritas, foreldrahúsið og aðventa vímuefnabarna AÐVENTAN er tími mikilla væntinga og oft mikilla vonbrigða. Margir þekkja átakan- legar sögur af börnum sem kvíða jólunum af því þá dettur pabbi í það og því miður gerast þessar sögur á hverri aðventu. Hinar sögum- ar era sjaldnar sagðar, sögumar af foreldran- um sem kvíða því hvemig börnin og ungl- ingarnir þehra spjari sig í glímunni við vímuj efnin á aðventunni. I nálægð fegurðar og friðar jólahátíðarinnar verður nöturlegur veraleiki fjöl- skyldna vímuefnabamanna enn meira áberandi en ella. Foreldrarnir þurfa allan þann stuðning sem unnt er að veita og eiga rétta á þessum stuðningi. Aðventusöfnun Caritas Samfélagið hefur ennþá ekki fylli- lega áttað sig á mikilvægi þess að styðja fjölskyldur vímuefnabarna með ráðum og dáð. Þó er það dagljóst að ef unnt á að vera að hjálpa ungl- ingum sem leiðast út í vímuefnan- eyslu, þá byrjar sú hjálp og endar hjá foreldranum. I Foreldrahúsinu við Vonarstræti 4B í Reykjavík er rekin umfangsmikil þjónusta við foreldra sem eiga böm í neyð. Vímulaus æska og Foreldrahópurinn standa að rekstri hússins. Húsið er miðstöð stuðnings við fjölskyldur og fræðslu um vímuefnavandann. Sú ákvörðun hjálparstofnunar kaþólsku kirkjunn- ar á Islandi, Caritas, að styðja starf- semi Foreldrahússins með fjársöfnun á að- ventunni er því ómetan- leg. Stuðningur við mannúð Hvers vegna era safnanir til góðra mála á aðventunni? Á þeim tíma þegar mestu er eytt í það sem ef til vill skiptir minnstu í lífinu, veraldleg gæði. Eflaust er verið að minna okkur á það meðan buddan er opin að þörf er á fleira en fallegum gjöfum. Það er þörf á stuðningi við mannúð, stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda og stuðningi við þá sem ef til vill finna sárast fyrir ótta sínum og hræðslu vegna barnanna sinna á meðan aðrir fagna jólum. Jólin áhættutími Því miður er það staðreynd að skólafrí og eftirvæntingin vegna jól- anna verða stundum umgjörðin kringum fyrstu vímuefnaneyslu unglinganna. Á jólunum á allt að vera svo spennandi og skemmtilegt. Harðsvírað markaðssetning vímu- efnasala getur komið þeim hugmynd- um inn hjá óhörðnuðum unglingi að vímuefnin séu spennandi og skemmtileg. Skemmtanir era fleiri en á öðram árstímum, auraráðin stundum meiri en ella og fleiri tæki- færi til að ýta háskalegum efnum að glaðbeittu barni sem ætlar að eiga góða kvöldstund. Hvert geta foreldrarnir leitað um jólin ef barnið kemur illa til reika Vímuefni Hvert geta foreldrarnir leitað um jólin, spyr Anna Ólafsdóttir ef barnið kemur illa til reika heim? heim? Ef bamið kemur ekki heim? Vímulaus æska og Foreldrahópurinn hafa axlað þá ábyrgð að liðsinna for- eldram þegar þannig er ástatt og þörfin er brýn. Foreldrasíminn sefur aldrei. Foreldrar geta alltaf hringt í neyðarnúmerið 581 1799 og fengið stuðning, ráðleggingar og ábending- ar um úrræði strax. Þeir þurfa ekki að bíða eftir skrifstofutíma á næsta árþúsundi. Meðan unglingai'nir skemmta sér á síðkvöldum í bænum standa foreldrarnir vakt í Foreldra- húsinu. I Foreldrahúsinu vinna gras- rótarhópar og fagfólk hlið við hlið að því að hjálpa fjölskyldum vímuefna- barna. Starfsemin er rekin af mikilli hag- kvæmni og sjálfboðastarf er gífur- legt. En stöðug fjölgun verkefna og vax- andi þörf í sífellt harðara samfélagi útheimtir meira fé en fæst til mála- flokksins. Þess vegna gerir sú velvild og stuðningur sem almenningur veit- ir gæfumuninn. Hafi Caritas þökk fyrir að taka málstað foreldara á aðventunni - styðjum öll framtakið! Höfundur er formaður Vímulausrar æsku. Anna Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.