Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 56
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jlauðhetta og ríkissjónvarpið ÉG er Rauðhetta. Ég fell fyrir ömmu- gervi stjómmálaúlfsins sem birtist í fjölmiðlum og heldur því fram að R.Ú.V. hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Ég er neyddur til þess að vera áskrifandi að fjöl- miðli sem mér finnst í besta falli hundleiðin- legur. Þetta læt ég ^yóða mér ár eftir ár rfieð reglubundnum kvörtunum í eins manns hljóði, sem deyja síðan drottni sín- um þegar ný kvörtun- arefni fanga hug minn. Þetta geri ég vegna þess að ég er auðtrúa vesalingur, huglaus og vælugjarn. Ég trúi, vegna þess að úlfurinn er stór en ég er lítiU. Innst inni veit ég samt að hann fer með rangt mál. Eitt af því sem hann heldur á lofti, er mikilvægur þáttur sjónvarpsins í menningu og viðhaldi íslenskrar tungu. Ef úlfinum væri alvara með þessari fullyrðingu myndi hann að ^^jálfsögðu loka dyrum RÚV í eitt skipti fyrir öll og eyða tíma sínum og fjánnunum í úrlausnir á launakjör- um þeirra stétta sem skapa grund- völl fyrir notkun máls og aðgengi að menningu. Hér á ég við stéttir eins og þroskaþjálfa, sérkennara, leik- skólakennara og kennara. Launakjör þessara stétta eru ein og sér nægjanleg rök til þess að kippa stoðunum undan þvaðri úlfs- ins um íslenska tungu og menningu. Sú staðreynd að hann skuli í aðra röndina setja sig á stall sem ómissandi þátt í menn- ingu og málvernd, en í hina röndina svívirða alla sem að uppeldis- og menntamálum koma, gerir hann að at- hlægi. Til gamans má síðan benda á þau aug- ljósu sannindi að þeir sem vilja losna undan nauðungaráskrift RÚV, hafa fyrir því mjög einfalda ástæðu. Þeir eru ekki að horfa! Þar af leiðandi missa þeir af þessari stór- kostlegu menningar- og málfars- byltingu sem ríkissjónvarpið telur sig standa fyrir. Það segir sig því sjálft, að engu skiptir hversu heift- úðlega ríkisúlfurinn gengur fram í að þröngva inn á landsmenn því, sem RÚV ákveður að sé menning, það hefur lítil áhrif ef enginn horfir. Annað sem úlfurinn telur að rétt- læti nauðungaráskrift sjónvarpsins, er sá mikilvægi öryggisþáttur sem sjónvarpið á að sinna. Ég veit ekki hvernig það er með aðra þegna þessa lands, en komi upp sú staða að Rússarnir ráðist á landið okkar ætla ég ekki að hanga fyrir framan sjón- varpið meðan á því stendur! Stað- reyndin er sú að úlfurinn veit að öryggisþáttur sjónvarpsins er einsk- is virði. Hann veit að um hverjar þær aðstæður sem upp koma í öryggismálum þjóðarinnar má upp- lýsa landsmenn eftir ótal leiðum. RÚV Engu skiptir hversu heiftúðlega er gengið fram í að þröngva inn á landsmenn því, segir Baldur Rafnsson, sem RUV ákveður að sé menning, það hefur lítil áhrif ef engin horfír. Sem dæmi um aðrar leiðir má nefna; rekstur einnar útvarpsstöðvar fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem sjónvarpið krefst af landsmönnum. Éinnig mætti semja við aðra fjöl- miðla sem gætu með litlum breyt- ingum sinnt málunum fullkomlega; í það minnsta tilkynnt áhorfendum sínum að nú steðji að vandi og þeim beri því að kveikja á útvarpsstöðinni sem áður hefur verið minnst á. Þá má ekki gleyma SMS boðum síma- fyrirtækja sem gegna sífellt stærra hlutverki í samskiptatækninni og Netinu, sem virðist sífellt sækja á í vinsældakapphlaupi fjölmiðla. Að halda því fram á þessum tímum framfara í tækni og vísindum, að nauðsynlegt sé að halda úti sjónvarpsstöð með nauðungar- áskrift, til þess að sinna einhverjum uppblásnum öryggisþætti er í besta falli úr öllum tengslum við raun- veruleikann. Tugi aðferða væri hægt að nýta í þessu samhengi og þetta veit úlfurinn fullvel. Þess vegna kastar hann fram þessum rökum og snýr síðan útúr frekari spurningum um efnið. Það sem kannski niðurlægir ríkis- sjónvarpið öðru fremur, er sjálfs- ánægjan sem kemur í ljós þegar rætt er um áhorfskannanir. Þeir þreytast seint á að upplýsa lands- menn um hversu mikið sé horft á fréttirnar þeirra og hversu óskap- lega landsmenn treysti nú gamla góða R.Ú.V. Það er í sjálfu sér ekk- ert undarlegt við það að almenning- ur skuli af gömlum vana horfa á fréttir ríkissjónvarpsins, en mikið afskaplega er þreytandi að hlusta á raddir þeirra sem halda að ánægja SUMRA með dagskrá ríkissjón- varpsins, séu nægjanleg rök fyrir því að neyða ALLA til áskriftar. A ég að þegja og borga vegna þess að Velvakandi er ánægður með dag- skrána? (Mbl., 19. nóvember: bls. 72). Hér verður að sjálfsögðu að gefa fólki valkost. í framhaldi af þessu er ég með ör- litla ábendingu til Jóns Ásgeirs Sig- urðssonar varðandi grein hans í Morgunblaðinu 18. nóvember, (bls. 54). Þar sakar þú, Jón, Morgunblaðs- menn um að vera með alhæfingar varðandi starfsmenn ríkisútvarpsins og telur rangt að setja þá alla undir einn hatt. Jón minn kæri, greinin þín endar á þessum orðum, „að sá fjölmiðill sem þjóðin treystir mest og best, glatast". Ef þetta er ekki alhæfing, þá á ég ýmislegt vantalað við þá aðila sem kenndu mér Baldur Rafnsson Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi úr Plastisol- vörðu stáli. þakrennuvörnum í mörgum litum. ,4 BLIKKAS hf Heildarlausn á Þakrennur Þakrennur og rör frá áliBA BLIKKÁS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Súrefmsvörur Karin Herzog Silhouette Sögufölsun Islendinga VEGNA landa- fundaafmælis á næsta ári er enn deilt um þjóðerni Leifs Eiríks- sonar, sem fyrstur Evrópumanna kannaði lönd í Norður-Amer- íku. Norðmenn hafa viljað eigna sér hann, en því hafa íslendingar andmælt. Auðvitað var Leifur íslenskur eftir þeim skilningi sem lagt er í það að vera íslensk- ur. Mér sýnist þó mis- skilningur Norðmanna vera íslendingum sjálf- um að kenna. Hann liggur í því, að í Islensk- um sögubókum er það kennt að faðir Leifs, Eiríkur rauði, hafi verið fædd- ur á Jaðri í Noregi og þá Leifur son- ur Norðmanns. Ritaðar heimildir um Eirík rauða Helstu rituðu heimildirnar um þá feðga og um landafundi norrænna manna í Vesturheimi eru í íslenskum ritum fomum, aðallega Islendinga- bók, Landnámu og Islendingasögun- um. -/elinet Fegurðin kemur innon fró Laugavegi 4, sími 551 4473 íslendingabók segir svo frá Grænlands byggð: „Land þat, er kallað er Grænland, fannst og byggðist af íslandi. Eiríkur inn rauði hét maður breið- firzkur, er fór út heðan þangat ok nam þar land, er síðan er kallaðr Eiríksfjörður." Þetta segir Ari hafa verið 14- 15 árum fyrir kristni- töku, þ.e. um 985. í Grænlendingasögu er ekkert um uppruna Eiríks, en í Eiríks sögu rauða segir þetta: „Þorvaldur hét maður. Hann var sonur Ásvalds Úlfssonar, Öxna-Þórissonar. Eiríkur rauði hét sonur hans. Þeir feðgar fóru af Jaðri til Islands fyrir víga sakar ok námu land á Hornströndum ok bjuggu at Dröngum. Þar andaðist Þorvaldur." I Landnámu er getið um Eirík rauða á tveimur stöðum. Fyrst þar sem fjallað er um landnám á Skógar- strönd frá Breiðabólstað að Skraumu og er þar samskonar frá- sögn og í Eiríkssögu um Þorvald og Eirík. Síðar í Landnámu, þar sem fjallað er um Hornstrandir segir þetta: „Þorvaldur Ásvaldsson, Úlfs- sonar, Yxna-Þórissonar, nam Drangaland ok Drangavik til Engi- ness ok bjó at Dröngum alla ævi. Hans son var Eiríkur rauði, er byggði Grænland, sem fyrr segir.“ Ályktanir Vitað er að bærinn Drangar er til á Skógarströnd, reyndar næsti bær við Breiðabólstað og þar er Dranga- vík. Greinilega er þessum tveimur landnámslýsingum ruglað saman, nema Þorvaldur hafi fyrst komið á Hornstrandir og svo á Skógar- strönd. Seinni lýsingin segir ekkert um það að Drangaland Þorvalds sé á Hornströndum, enda tæki hún þá eftir lýsingu yfir hluta af landnámi Skjalda-Bjarnar. I fyrri lýsingunni er Eiríkur rauði Ólafur Sigurgeirsson Landnám Þessi þjóð getur ekki gert neitt tilkall til þeirra landafunda- afreka, segir Ólafur Sigurgeirsson, sem tilheyra aðkomu- mönnunum, sem þeir flæmdu úr landi. sagður hafa komið með föður sínum frá Noregi, en í þeirri seinni er ekk- ert um það sagt, einungis, að sonur Þorvalds hafi verið Eiríkur rauði, er byggði Grænland. Þessi síðari frá- sögn er auðvitað trúlegri, en sú fyrri var notuð í Eiríks sögu rauða og hef- ur þótt hljóma betur. Hefði Eiríkur rauði verið fæddur í Npregi og kom- ið með föður sínum til Islands vegna vígaferla, gætu þeir ekki hafa komið á landnámstíð, sem lauk 930, því lík- legt er að Eiríkur hafi ekki verið eldri en 40-50 ára 985, er hann byggði Grænland og þá fæddur um940. Seinni frásögnin er þannig greinilega réttari, sem getur Eiriks ekki sem landnámsmanns. Faðir hans hefur búið á Dröngum við Breiðafjörð, en ekki á Dröngum á Homströndum. Því má svo bæta við að tvennt styður þessa skoðun, en það er frásögn Ara fróða, að Eiríkur hafi verið maður breiðfirskur og svo það að kona Eiríks Þjóðhildur var einnig breiðfirsk og sonardóttir landnámsmanns. Eftir þessu er úti- lokað að Eiríkur hafi verið fæddur í Noregi. Norðmenn á landnámsöld Það er mikil spurning, hvenær fyrst er hægt að tala um Norðmenn sem sérstaka þjóð. Talið er að í mörg þúsund ár hafi búseta manna verið í því landi, sem nú nefnist Noregur. Fyrst var um að ræða frumstæða veiðimenn, lágvaxna og dökka á hár. Á þriðja árþúsundi fyrir Krist ná hirðingjar af indó-evrópsku kyni til Norðurlanda, sennilega komnir austan frá núverandi mörkum Evrópu og Asíu. Þeir lögðu undir sig mikinn hluta Danmerkur og Svíþjóð- ar, en einungis smáhópar náðu til Noregs. Þessir aðkomumenn blönd- íslensku á bernskuárunum. Þegar skoðuð er sú sjónvarpsstöð sem nýjust er í fjölmiðlaflórunni, í samanburði við ríkissjónvarpið, end- urspeglast síðan algert siðleysi þess síðarnefnda. Hér er um að ræða tvær stöðvar. Annarsvegar Skjá 1, sem með auglýsingatekjum veitir notendum frjálsan, óhindraðan að- gang að sínu efni. Hinsvegar er um að ræða ríkis- sjónvarpið sem einnig hefur tekjur af auglýsingum og er þ.a.l. í sam- keppni við Skjá 1, en þess utan nær það inn tekjum með því að heimta gjöld af öllum sjónvarpseigendum hvort sem þeir horfa eður ei. Er þetta eðlileg samkeppni? Einnig spyr ég hvort það teljist við hæfi að einstaklingur sem fjárfestir í raf- magnstæki skuli þurfa að gera skrif- lega grein fyrir því ef hann kýs að lána tækið og þurfi skrifiegt vottorð fagmanns máli sínu til sönnunar éf tækið skemmist? Niðurstaðan er sú að rök úlfsins í þessu máli eru og verða alltaf marklaus. I rauninni ætti ekki að þurfa að útlista málið frekar því ofurlítil setn- ing nægir til þess að kollvarpa öllum þeim rökum sem úlfurinn heldur uppi. „Við erum ekki að horfa“. Til ábendingar fyrir veruleikafirrta stjórnmálamenn vil ég taka það fram að við lestur greinarinnar má setja orðið „stjórnmálamaður" í hvern þann stað sem orðið „úlfur“ kemur fyrir. Reynið nú aftur og sjáið hvort skilningur næst. í greininni er ekki átt við alla stjórnmálamenn, né alla starfsmenn RÚV. Höfundur er nemandi í K.H.Í., Þroskaþjálfnskor. uðust að einhverju leyti íbúunum, sem fyrir voru, en mál þeirra varð ríkjandi, svo síðan hafa indó-evrópsk mál verið töluð í þessum löndum. I lok 4. aldar munu Rygir og Hörðar hafa komið til Noregs sunn- an úr Þýskalandi og sest að í Roga- iandi og Hörðalandi. Á 7. og 8. öld koma svo til Vestur-Noregs afkom- endur Herúla og Gota, eftir margra alda búsetu við mörk Rómaveldis við Svartahaf. Saga þessara þjóða var svo mjög samofin sögu Rómverja á síðustu öldum veldis þeirra, að þeir komu við sögu í flestum stórorustum þess tíma í Evrópu, annaðhvort sem bandamenn, málaliðar eða sem her- deildir undir merkjum Húna. Við komu þessara bardagamanna til Noregs hefst víkingaöld og fylgdu þessum mönnum ný mannanöfn og bæjarnöfn. Bæir kenndir við staði og mann, eins og Herjólfsstaðir, Grímsstaðir, risu í víkingahéruðun- um og menn eins og Atli, Gunnar Hrólfur, Úlfur, koma til sögunnar, en algengust voru þó nöfn, sem end- uðu á úlfur, í fornnorrænni útgáfu eins og Herjulfr, Brynjulfr, Ingolfr, Þórolfr. Þessir aðkomumenn höfðu með sér sérstakt hestakyn frá Asíu, sem einungis varðveittist á íslandi. Telja má næsta víst að við land- nám Islands hafi nafnahefð Herúl- anna verið bundin við afkomendur þeirra og er þessir aðkomumenn voru flæmdir úr landi af Haraldi hár- fagra fluttu þeú' til Islands og Norm- andí, margir eftir viðkomu vestan hafs. Hér voru Úlfsnöfn algengust á landnámsmönnum og staðanöfn í sama mæli. Afi Egils á Borg og lang- afi hétu báðir Úlfar og bæjarnöfn með staðarendingu eru algeng í landnámi Skallagríms. Fyrsti land- námsmaðurinn var Ingolfr og svo má benda á bróður Grettis, sem hét Atli, nafn sem Herúlar sóttu til Húna. Sé skoðuð ætt Eiríks rauða þá finnum við fljótt Úlf, sem var langafi hans. Eiríkur rauði var þannig af Herúlum kominn eins og flestir landnámsmenn hér, en eftir urðu í Noregi u.þ.b. 300.000 manns af ólík- um uppruna, sem Haraldur samein- aði í þjóð, eftir brottför Herúlanna. Þessi þjóð getur ekki gert neitt til- kall til þeirra landafundaafreka, sem tilheyra aðkomumönnunum, sem þeir flæmdu úr landi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.