Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 58
58 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
i
Drengjasveit Melaskóla. Frá vinstri: Dagnr Arngrímsson, Hilmar
Þorsteinsson, Viðar Berndsen, Víkingur Fjalar Eiríksson og Arn-
grímur Gunnhallsson, fyrirliði.
Tvöfaldur sig-
ur Melaskóla
Stúlknasveit Melaskóla. Frá vinstri: Arngrímur Gunnhallsson,
fyrirliði, Ragnheiður Bárðardóttir, Klara Kristjánsdóttir, Mar-
grét Hlín Snorradóttir og Hlín Onnudóttir.
SKAK
R e y k j a v í k
JÓLAMÓTGRUNN-
SKÓLAí REYKJAVÍK
5. - 7. des. 1999
MELASKÓLI sigraði tvöfalt í
yngri flokki á hinu árlega jóla-
skákmóti grunnskóla Reykjavík-
ur, sem haldið var um síðustu
helgi. Skólinn sigraði bæði í
drengja- og stúlknaílokki. Kepp-
endur voru úr 1.-7. bekk. Úrslit
urðu sem hér segir:
1. Melaskóli A 22 v. af 24
2. Rimaskóli A 17 v. (82 st.)
3. Ölduselsskóli 17 v. (76 st.)
4. Ártúnsskóli A 14 v.
5. Rimaskóli B 14 v.
6. Hlíðaskóli 14 v.
7. Ártúnsskóli B 13 v.
8. Laugarnesskóli, stúlkur 13 v.
9. Rimaskóli C 13 v.
10. Breiðagerðisskóli 12 v.
11. Breiðholtsskóli A 12 v.
12. Melaskóli B 12 v.
13. Melaskóli C 10 v.
14. Melaskóli, stúlkur 10 v.
15. Vogaskóli 10 v.
16. Breiðholtsskóli B 9 v.
17. Húsaskóli 9 v.
18. Árbæjarskóli 8 v.
19. Rimaskóli, stúlkur 7 v.
20. Skottuskóli 0 v.
Eins og sést á þessu hafði
Melaskóli mikla yfirburði á mót-
inu. Þá er ekki síður ánægjulegt
að sjá að Melaskóli mætti með
fjórar sveitir til leiks. Eins og hef-
ur margsýnt sig þarf ekki nema
einn áhugasaman mann til þess að
drífa upp skáklífíð í skólunum. I
tilfelli Melaskóla er það fyrirlið-
inn farsæli, Arngrímur Gunn-
hallsson, sem hefur með áhuga
sínum gert Melaskóla að stórveldi
meðal grunnskóla.
Árangur Rimaskóla kemur
skemmtilega á óvart. A-sveitin
nær nú silfrinu, en lenti í fjórða
sæti í fyrra. Rimaskóli mætir
einnig með fjórar sveitir, þar af
eina stúlknasveit eins og Mela-
skóli. Það er greinilegt að haldið
er vel utan um skákmálin í Rima-
skóla því að B-sveitin nær fimmta
sætinu á mótinu. Athyglisvert er
að tekist hafi að byggja upp þenn-
an mikla skákáhuga í einu nýjasta
hverfi Reykjavíkur. Það sýnir, að
skákáhugi barna er ekkert að
minnka.
Ölduselsskóli varð jafn Rima-
skóla að vinningum, en lægri á
stigum og hlaut því bronsið á mót-
inu. Ölduselsskóli hefur öflugu liði
á að skipa og náði öðru sæti á
mótinu í fyrra.
Þrátt fyrir margt jákvætt er
það nokkurt áfall að sjá gömlu
stórveldin Seljaskóla, Hóla-
brekkuskóla og Isaksskóla vanta í
þátttakendalistann. Hvað skyldi
valda því? Þá var heldur ekkert
lið frá Grandaskóla, sem stóð sig
vel í fyrra og náði sjötta sæti á
mótinu.
Sveit Melaskóla A skipuðu:
1. Dagur Arngrímsson 6 v.
2. Hilmar Þorsteinsson 5 v.
3. Viðar Berndsen 6 v.
4. Víkingur Fjalar Eiríkss. 5 v.
Sveit Rimaskóla A var þannig
skipuð:
1. Garðar Sveinbjörnsson 3 v.
2. Birgir Örn Lárusson 4 v.
3. Haukur Lárusson 4 v.
4. Alfreð Ellertsson 5 v.
í sveit Ölduselsskóla voru:
1. Hjörtur Jóhannsson 3 v.
2. Benedikt Örn Bjarnason 5 v.
3. Hafliði Hafliðason 4 v. af 5
4. Vilhjálmur Atlason 2 v. af 4
lv. Stefán Már Möller 1 v. af 2
2v. Arnþór Sigurðsson 1 v. af 1
I stúlknasveit Laugarnesskóla
tefldu tveir drengir á 4. borði og
telst árangur þeirra ekki með í
keppni stúlknasveitanna. Þeir
fengu alls 3 vinninga. Sveit Laug-
arnesskóla og Melaskóla urðu því
jafnar að vinningum, en Melaskóli
sigraði á stigum.
Sveit Melaskóla skipuðu:
1. Hlín Önnudóttir 1 v.
2. Ragnheiður Bárðardóttir 2 v.
3. Klara Kristjánsdóttir 3 v.
4. Margrét Hlín Snorrad. 3 v.
Stúlknasveit Laugarnesskóla
skipuðu:
1. Eydís Sigurbjörnsdóttir 5 v.
2. Valdís Gylfadóttir 2 v.
3. Thelma Logadóttir 2 v.
Stúlknasveit Rimaskóla skip-
uðu:
1. Fanney Hallgrímsdóttir 1 v.
2. Silvá Kjærnested 2 v.
3. Katrín Pálsdóttir 2 v.
4. Þórunn Þorgeirsdóttir 2 v.
Umhugsunartími var 15 mínút-
ur á skák og tefldar voru 6 um-
ferðir eftir Monrad-kerfi. Teflt
var í félagsheimili Taflfélags
Reykjavikur. Eins og áður stóðu
Taflfélag Reykjavíkur og íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur
sameiginlega að mótinu. Móts-
stjóri var Soffía Pálsdóttir (ÍTR).
Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafs-
son og Ríkharður Sveinsson.
Ólafur Kristjánsson
baráttumaður SA
Skákfélag Akureyrar efndi nýl-
ega til svokallaðs baráttuskák-
móts, þar sem þrjú stig voru fyrir
sigur og eitt fyrir jafntefli.
Ólafur Kristjánsson sigi'aði á
mótinu, Jón Björgvinsson varð
annar og í þriðja sæti varð hinn
ungi og efnilegi skákmaður Ste-
fán Bergsson. Tíu skákmenn tóku
þátt í mótinu.
Björn Jónsson sigrar
á mánaðarmóti TG
Fyrsta mánaðarmóti Taflfélags
Garðabæjar í vetur lauk með sigri
Björns Jónssonar, sem hlaut 4
vinning í 6 umferðum. Jóhann H.
Ragnarsson varð í öðru sæti með
4 vinninga og Leifur I. Vilmun-
darson þriðji með 3 vinninga.
Mánaðarmót TG eru einhver elstu
og vinsælustu mót félagsins.
Kristján Eðvarðsson sigrar
á Hans Petersen mótinu
Kristján Eðvarðsson sigraði á
Hans Petersen mótinu og hafði
tryggt sér sigurinn þegar ein um-
ferð var ótefld. Hann vann alla
andstæðinga sína í fyrstu fjórum
umferðunum, en næstu menn,
Sævar Bjarnason og Stefán Kri-
stjánsson höfðu þá einungis tvo
vinninga.
I Hans Petersen mótinu, sem
er hluti af mótaröð TR, eru veitt
fegurðarverðlaun og nokkrar
skákir hafa vakið athygli. Þannig
tókst Sævari Bjarnasyni að vinna
Tómas Björnsson með einum
hrók gegn biskupi og tveimur
peðum og skák Sævars Bjarna-
sonar og Stefáns Kristjánssonar
var athyglisvert innlegg í þrætu-
bókarafbrigði frönsku varnarinn-
ar. Eftirtektarverðust var þó án
efa skák Halldórs Pálssonar við
Björgvin Víglundsson, en Halldór
fórnaði drottningu fyrir mátsókn,
en í miklu tímahraki kom hann
ekki auga á þvingaða mátleið og
féll sjálfur á tíma.
Olduselsskóli sigrar í keppni
grunnskóla í Breiðholti
Ölduselsskóli sigraði af miklu
öryggi í yngri flokki grunnskóla í
Breiðholti með fullu húsi vinn-
inga:
1. Ölduselsskóli 18 v.
2. Breiðholtsskóli 9 v.
3. Seljaskóli 5 v.
4. Hólabrekkuskóli 3 v.
Sveit Ölduselsskóla skipuðu:
1. Hjörtur Ingvi Jóhannss. 3 v.
2. Benedikt Örn Bjarnason 3 v.
3. Hafliði Hafliðason 3 v.
4. Vilhjálmur Atlason 3 v.
5. Stefán Már Möller 3 v.
6. Arnþór Sigurðsson 3 v.
Sveit Breiðholtsskóla skipuðu:
1. Kristófer Jónsson 1 v.
2. Vignir Már Lýðsson 1 v.
3. Einar Helgason 1 v.
4. Ólafur Páll Jónsson 2 v.
5. Bergþóra Rós Ólafsdóttir 2 v.
6. Hafþór Sigurðsson 2 v.
Aðeins ein sveit mætti til leiks í
eldri flokki. Sú sveit var frá
Breiðholtsskóla og sigraði hún því
örugglega í keppninni. Sveit
Breiðholtsskóla skipuðu:
1. Gunnar Jóhannsson
2. Atli Rúnar Kristjánsson
3. Ivar Hlynur Ingason
4. Kristján Ulfarsson
lv. Jóhann Björnsson
Skákmót
á næstunni
10.12. TR. Helgarskákmót
13.12. SH. Mót Guðmundar
Arasonar
18.12. TR. Jólaæfing
Daði Orn Jónsson
ASTA
HJÁLMTÝSDÓTTIR
+ Ásta Hjálmtýs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 26. mars
1917. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, Landakoti, 25.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Bústaðakirkju 6.
desember.
Þú kvaddir um fallegan,
sólríkanvetrardag
þegarmjöllinbreiddi
sinnhreina,hvítalit
yfirallt
það er svo sárt að kveðja þig
en svo dýrmætt að hafa átt þig
þú gafst öllum svo mikið,
sem þú skilur eftir í hjörtum okkar
þar verða minningarnar um þig
varðveittar
þar til við heilsumst á ný -
og höldum saman inn í eilífðina.
Elsku amma mín, þakka þér fyrir
allt sem þú varst mér og allt það
góða sem þú gafst mér og fjölskyldu
minni.
Guð geymi þig.
Harpa.
Að vera engum líkur, hrókur alls
fagnaðar og að vera ómissandi dugn-
aðarforkur eru orðatiltæki sem eiga
við fáa eða enga, en hún Ásta okkar
sem við kveðjum hinstu kveðju á
morgun á þau öll með miklum sóma.
Frænkufélagið sem stofnað var
fyrir 10 árum hefur notið góðs af
kröftum Ástu því hún var vakin og
sofin yfir velferð okkar allra. Félag-
ið var stofnað í þeim tilgangi að
halda góðum kynnum á meðal af-
komenda ömmu og afa Lueindu og
Hjálmtýs. Þau voru átta systkini og
við erum 25 systkinabörn sem öll
höfðum gott samband við Ástu, hún
vissi um alla viðburði í fjölskyldunni,
brúðkaup, fæðingar, veikindi og
dauða því allir töluðu við Ástu og
hún kom öllu til skila til meðlima
fjölskyldunnar.
Hún Ásta var grínisti og eftir-
herma en mátti samt ekkert aumt
sjá, hún verðui- eilíf í minningu okkar
sem kynntumst henni, hún verður
eilíf fyrir jákvæði, hug-
rekki, dugnað og gott
hjartalag.
Blessuð sé minning
þín, elsku Ásta okkar.
Frænkufélagið
Túlla Hansen.
Mig langar í örfáum
orðum að minnast Ástu
minnar sem lést eftir
skamma legu. Ásta var
Guðs gjöf og þakka ég
að hafa fengið að kynn-
ast henni, hún var ein-
stök kona með stórt
hjarta og létta lund.
Á hugann leita bernskuminningar
frá Hæðargarðinum þar sem Ásta
töfraði fram girnilega rétti og Guð-
mundur kenndi mér að leysa kross-
gátu. AUa tíð reyndist hún mér vel og
af henni lærði ég allt um matar- og
kökugerð og engin veisla var full-
komin nema Ásta hefði komið þar
nálægt. Tilhlökkun jólanna tengdist
Ástu og veislurnar í Hæðargarðinum
báru vott um listfengi húsmóðurinn-
ar þar sem borðin svignuðu undan
kræsingum og þar sannaðist að þar
sem er hjartarúm þar er húsrúm.
Það var aldrei lognmolla í kringum
Ástu. Hún var lífsglöð kona með
hressilegt viðmót og húmorinn í lagi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Eg kveð með söknuði og votta Sig-
urði, Axel og fölskyldu þeirra inni-
lega samúð. Blessuð sé minning
góðrar konu.
Sigríður.
VALGERÐUR
SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Valgerður Sigur-
jónsdóttir fædd-
ist á Galtalæk í
Landsveit í Rangár-
vallasýslu 4. nóvem-
ber 1955. Hún lést
26. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Seljakirkju 6. desem-
ber.
Elsku frænka, ég get
varla trúað því enn að
þú sért farin frá okkur.
Þú sem varst svo
ákveðin í því að sigrast
á veikindunum að þú leyfðir okkur
aldrei að efast um það. Sagðir bara
að erfiðleikarnir væru til að sigrast á
þeim og að við yrðum sterkari á eftir.
Og víst er að nóg var af erfiðleikum í
þínu lífi, jafn víst og að þú sigraðist
ætíð á þeim og varst mun sterkari
persónuleiki á eftir. Ég dáðist að þér
fyrir það. Ég minnist sérstaklega
samtals okkar í sumar, þegar þú
sagðir mér að Guð legði
aldrei meira á hverja
manneskju en það sem
hún gæti staðið undir.
Það var ætíð gott að
tala við þig því þú gast
alltaf séð ljósu punkt-
ana í hverju máli. Sama
hversu svart útlitið
virtist vera.
Ég mun ætíð minn-
ast þín fyrir brosið, lífs-
gleðina, stríðnina og þá
væntumþykju sem þú
sýndir fjölskyldunni.
Manstu að þú varst vön
að stríða mér á því að
ég væri jafnvel enn skáeygðari en
þú? Ég var bara stolt af því af því við
áttum það sameiginlegt. Ég á eftir
að sakna þín, Valgerður.
Elsku arama, Sigmundur, Guð-
mundur Páll, Sigga Anný, Kristján
Gísli og Grétar, megi góður Guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um og veita ykkur huggun.
Sigriður Júlíusdóttir.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekld í greinunum sjálf-
um.