Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 1------------------------- MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kvenfélagasamband Islands 7 0 ára KVE NFE LAGASAMBAND Is- lands var stofnað 1. febrúar 1930 og er sambandið stærstu samtök kvenna á Islandi. Hugsunin að baki stofnuninni að sameina öll kvenfélög í eina heild var fyrst og fremst til að koma á skipulagðri kennslu í heimilisfræð- um á íslandi. Fyrsta stjórn KI var þannig skipuð: Ragnhildur Pétursdóttir forseti, Guðrún Pétursdóttir og Guðrún J. Briem meðstjórnendur. I varastjórn Hall- dóra Bjarnadóttir, Ásta Jónsdóttir og Marta Einarsdóttir. Kvenfélagasamband íslands skiptist í 21 héraðs- og svæðasam- bönd sem í eru yfir tvöhundruð kvenfélög og samtals er félaga- fjöldi KI nálægt tuttugu þúsund. Helstu markmið Kvenfélagasam- bands Islands eru: að standa vörð um hag íslenskra heimila með því að: - Fylgjast með opinberum ákvörðunum í uppeldis- og fræðsl- umálum, heilbrigðismálum, trygg- ingamálum, skattamálum og at- vinnu- og launamálum. - Láta sig varða jafnréttismál, mannréttindamál og ræktunar- og umhverfismál. Kvenfélagasamband Islands hef- ur stuðlað að aukinni samvinnu kvenna, eflt félagsvitund þeirra og unnið að þeim málum sem félags- heildin hefur ákveðið hverju sinni, með því að vinna að útgáfu, fundum, ráðstefnum og námskeiðum. Við merk tímamót er sjálfsagt að litið sé til baka og horft yfir farinn veg og þá er gjarnan spurt: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Fyrsta kvenfélagið Fyrsta kvenfélagið var stofnað 9. Drífa Hjartardóttir júlí 1869 að Ríp í Hegranesi, en þar komu saman flestar konur sveitar- innar og var félagið nefnt kvenfélag Rípurhrepps. Það setti sér merka stefnuskrá þegar í upphafi. Fjallað skyldi um: 1. Um hreinlæti og hvað mest er enn ábótavant hjá oss í því tilliti, í baðstofu, búri, eldhúsi, bæjardyrum og úti fyrir þeim, kringum bæinn og hvernig best verði ráð- in bót á því. 2. Um bágindin og hvað hér er enn ónot- að, sem hafa mætti til manneldis og hvort ekki mætti taka upp hyggilegri tilhögun á því er notað hefur ver- ið. Ari seinna bættist við: 1. Að venja börn snemma við starfsemi og sérílagi heyvinnu frá því er þau væru 10 ára ef kringumstæður leyfðu. 2. Að láta ekki óþvegna ull í kaupstaðinn á haustin. 3. Að koma upp vefstólum á bæj- um, þar sem þeir voru ekki áður, og kenna konum fremur vefnað en karlmönnum, svo að þeir geti sótt sjó, svo sem áður hefur verið. Enn var bætt við nýjum málum í stefnuskrána 187: að kenna öllum börnum að skrifa og reikna, sem til þess eru fær. Að láta konur koma upp matjurtagörðum, þar sem þá vantar. Aðeins er hér tæpt á nokkrum stefnumálum félagsins. Annað kvenfélagið var stofnað í Svínavatnshreppi 25. nóvember 1874, þar voru einnig undirrituð af- ar merkileg lög. í 1. gr. laga kvenfélags Svína- vatnshrepps segir: „Það er tilgangur félagsins að efla allskonar framför kvenna í Svínavatnshreppi, með skrift, reikningi, þrifnaði, reglusemi í hús- stjórn, barnameðferð, allri ullar- vinnu, vefnaði, saumaskap, mjólk- urmeðferð og matartilbúningi yfirhöfuð, einnig hagfræðislegri meðferð á öllum heimilisföngum.“ Kvenfélögin í dag Kvenfélagskonur geta með stolti litið til baka yfir farinn veg, svo mjög hafa þær komið að mörgum góðum og merkilegum málefnum. I kvenfélögunum fer fram afar fjölbreytt félagsstarf og þau mis- munandi eftir því hver verkefnin eru. Það eru pólitísk kvenfélög, kirkjukvenfélög, félög sem sinna mannúðar- og líknarstörfum og al- menn félög sem sinna margvísleg- um verkefnum. Eitt er víst að hvert það samfélag sem hefur á að skipa dugmiklu kvenfélagi er vel sett. Með störfum sínum innan kvenfé- laganna, öðlast konur oft sína fyrstu reynslu í félagsmálum, þær taka að sér störf í stjórnum og nefndum og það eru gerðar kröfur til þeira um vönduð og öguð vinnu- brögð. Þessi reynsla hefur komið mörg- um konum vel þegar þær hasla sér völl á öðrum vettvangi. í kvenfélögunum skapast þau kynni sem verða að vináttu, vináttu kvenna sem hafa lært að starfa saman, styðja hver aðra ef á bjátar og síðast en ekki síst að gleðjast saman á góðum stundum. Samtakamáttur kvenna á sér merkilega sögu og starf kvenna í kvenfélögum voru störf brautryðj- enda í mörgum framfaramálum, sem ríki og sveitarfélög tóku síðan við. Þau eru ennþá sá vettvangur sem konur hafa til að koma góðum mál- um áleiðis í líknar- og menningar- málum því þar koma saman margar hlýjar hendur. Kvenfélagasamband íslands hef- ur verið aðili að norræna hús- mæðrasambandinu NHF frá árinu 1969. Norðurlöndin skiptast á for- mennsku og hefur ísland tvisvar verið í formennsku. Kvenfélög Kvenfélagskonur geta með stolti litið til baka yfír farinn veg, segir Drffa Hjartardóttir, svo mjög hafa þær komið að mörgum góðum og merkilegum málefnum. Sigríður Thorlacius 1976-1980 og Drífa Hjartardóttir 1996-2000. Á stjórnarfundi í Noregi 1999 var samþykkt að breyta nafninu í Nor- rænu kvennasamtökin NKF (Nord- isk kvindeforbund). Félagsmálaráðherra Páll Péturs- son flutti ávarp í upphafi ráðstefn- unnar. Sumarorlof eru haldin til skiptis í löndunum þrjú ár í röð og hið fjórða er haldin ráðstefna. Mjög ánægjulegt er að fylgjast með því hve margar konur sækja bæði orlof- in og ráðstefnurnar. Kvenfélagasamband íslands er einnig aðili að ACWW, sem eru aL þjóðasamtök strjálbýliskvenna. í þeim samtökum eru um níu milljón konur alls staðar að úr heiminum. Alþjóðaþing eru haldin á þriggja ára fresti og var það síðasta haldið í Suður-Afríku og það næsta verður haldið í Kanada árið 2001. Þessi samtök hafa staðið að mörgum merkum málefnum og vinna að því að styrkja konur í þróunarríkjun- um. Formenn KÍ Ragnhildur Pétursdóttir 1930-1947 Guðrún Pétursdóttir 1947-1959 Rannveig Þorsteinsdótt- irl959-1963 Helga Magnúsdóttir 1963-1971 Sigríður Thorlacius 1971-1979 María Pétursdóttir 1979-1987 Stefanía M. Pétursdóttir 1986-1994 Drífa Hjartardóttir 1994-2000. Húsfreyjan Málgagn Kvenfélagasambands íslands er tímaritið Húsfreyjan sem kemur út fjórum sinnum á ári og kom fyrsta tölublaðið út árið 1950. I blaðinu er fjallað um ýmislegt sem tengist konum og kvenfélögum og lögð er áhersla á að blanda sam- an fróðleik og léttara efni. Tímaritið Húsfreyjan á sér stóran og tryggan áskrifendahóp. Frá árinu 1963 hefur Kvenfélaga- sambandið gefið út yfir tuttugu fræðslurit um ýmis málefni. Mikil áhersla er lögð á að þessi rit séu vönduð og vel úr garði gerð. Hafa nokkur þeirra verið notuð við kennslu í skólum landsins til dæmis í hússtjórnarskólum og Háskóla Is- lands. Leiðbeiningarstöð heimilanna Leiðbeiningarstöð heimilanna er stór þáttur í starfi Kvenfélagasam- bands Islands. Hún er starfrækt á skrifstofu sambandsins. Á leiðbein- ingarstöðinni er hægt að fá upplýs- ingar um allt sem viðkemur heimil- isstarfi og þar liggja frammi erlendar gæðakannanir á heimilis- tækjum sem mikið er spurt um. Um sex þúsund erindi berast til Leið- beiningarstöðvarinnar á ári og er þjónustan veitt endurgjaldslaust fyrir alla sem þangað leita. Lokaorð Kvenfélögin hafa frá upphafi ver- ið í forystu í uppbyggingu betra mannlífs á Islandi. Þau hafa miklu hlutverki að gegna í íslensku samfé- lagi, þau vinna að framfaramálum dagsins í dag og berjast fyrir betri framtíð komandi kynslóða. Verk- efnin hafa tekið breytingum í takt við breytta tíma og aðrar forsendur og ný vinnubrögð taka við. Sam- stöðu og hvetjandi störf kvenfélag- anna ber að þakka. Megi heill og hamingja fylgja störfum Kvenfélagasambands Is- lands um ókomna tíð. í tilefni 70 ára afmælis Kvenfé- lagasambands íslands er öllum vel- komið að gleðjast með okkur á af- mælisdaginn 1. febrúar að Hallveigarstöðum milli kl. 17-19. Höfundur er alþingismaður og forseti Kvenfélagasambands Islands. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Grundarbraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Fannar Eyfjörð Skjaldarson, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs, íbúðalánasjóður og Snæfellsbær, föstudaginn 4. febrúar 2000 kl. 14.30. Vallholt 1, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jóhann Jón Jónsson, gerðarb- eiðendur (búðalánasjóður og Snæfellsbær, föstudaginn 4. febrúar 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi, 27. janúar 2000. ÝMISLEGT Herbalife Siálfstæður dreifinqaraðili Sími 864 2532 %^m——mmmmmmmmmmmmmmmmmm—mm Aukakílóin burt! Ný öflug vara Náðu varanlegum árangri. Síðasta sending seldist strax upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. VISA/EURO. ■Hringdu strax! íris í síma 898 9995. INTERNATIONAL HOTEL & TOURISM TRAINING INSTITUTE Spennandi nám í Sviss Alþjóðleg hótelstjórn - B.A. (Hons) Alþjóðleg hótelstjórnun (3 ár) - Dipioma í hótelstjórnun (2 1/2 ár) - Ýmiss framhaldsmenntun (Post graduate) Kynningarfundur í Reykjavík Mr. K. Friok framkvæmdastjóri IHTTI verður með kynníngarfund á HÓTEL LOFTLEI0UM, mánudaginn 31. janúar2000, kt. 18:00. Alþjóðlegi hótel- og ferðamálaskólinn, INTERNATIONAL HOTEL & TOURISM TRAINING INSTITUTE íSviss er vei þekktur og viðurkenndur á sínu sviöi. Kennslan fer fram á ensku. ___ Nánari upplýsingar: Vistaskipti & Nám, Lækjargötu 4, 101 Reykjavík, síml 562 2362, netfang: visla@skima.is Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefnum, www.ihtti.ch Herbalife Viltu vita meira? Allar upplýsingar hjá alþjóðlegum dreifingaraðil- um, Sigurbjörg, World Team, og Böðvar, Super- visor. Símar 564 1734, og 698 1734 milli kl. 10 — 12 og 18—20. Netfang: numerl @visir.is Sendum kynningarmyndband, ef óskað er, frítt. I.O.O.F. 1 = 1801288V2 = 9.0 0* Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingarfundur María Sigurðardóttir, miðill, verður með skyggnilýsingarfund í húsi félagsins, Víkurbraut 13, í Keflavík, sunnudaginn 30. janúar kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Stjórnin. KENNSLA BrIAN TrACY ry Inti-rnattonal PHOENIX-námskeiðin www.sigur.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 1801288V2 - 9.0. Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstraeti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 heldur Guðfinna S. Svavarsdóttir erindi: „Hugljóm- un sjálfsþekkingar" í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Jens Guðjóns- sonar sem ræðir um íþróttir and- ans. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Áfimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starf- semi félagsins er öllum opin. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. VAKA í kvöld kl. 20.00. Lofgjörð og fyrir- bæn. Bænastund kl. 19.30. Ungt fólk á öllum aldri er hvatt til að fjölmenna. Kristniboðssambandið. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 Gospelsamkoma. Gospelkórinn frá Jelöy Lýðhá- skóla syngur undir stjórn Tone Ödegaard. Aðgangur ókeypis, allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.