Morgunblaðið - 09.06.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.06.2000, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kröftugu Geysisgosi fagnað GEYSIR gaus kröftuglega á nýjan leik á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að þúsundir manna höfðu beðið í rúma fimm klukkutíma eftir gosinu. Mai-gir höfðu þá gefist upp á biðinni en Geysir brást ekki þeim áhorfend- um sem þrautseigastir voni og sýndi mátt sinn og megin með tilþrifum. Upp úr klukkan þi-jú fleygði Þórir Sigurðsson, veitingamaður við Geysi í Haukadal, rúmum fjörutíu kílóum af Sunlight sápustykkjum í hverinn, en hann sagði að þessi enska sápa hefði reynst best til að kalla fram gos í hvemum. í fyrstu var reiknað með að Geysir myndi láta á sér kræla strax á fyrsta klukkutímanum, líkt og gerðist haustið 1998 þegar Geysir gaus síð- ast. Biðin reyndist þó lengri hjá þús- undum manna sem voru samankomn- ir til að sjá nú orðið sjaldséð Geysis- gos. Bílar streymdu að um þrjúleytið en að sögn lögreglu á staðnum gekk greiðlega að koma bílunum fyrir og engin vandræði sköpuðust. Miðað við bílafjölda, og það hversu margir voru yfirleitt í hverjum bíl, taldi lögreglan ekki óraunhæft að ætla að á sjötta þúsund manns hafi verið við Geysi þegar mest lét. Hlýtt var í veðri og sólin yljaði fólki af og til, og ríkti nokkurs konar hátíð- arstemmning umhverfis Geysi, þar sem áhorfendur og ljósmyndarar biðu eftir gosinu. Af og til var hitinn mældur í hvemum og nýjustu tölur um hitastig vatnsins bárust manna á milli. Geysir var þó ekkert að ílýta sér og smám saman fór að þynnast í röð- um áhorfenda umhverfis hverinn þegar leið að kvöldmatartíma. Yfirborð Geysis hækkaði skyndilega Klukkan tíu mínútum fyrir átta var ákveðið að bæta meiri sápu í Geysi og að þessu sinni var fleygt einum kassa af mjólkur- og hunangssápunni Lux í hverinn. Um stundarfjórðungi síðar fann Þórir dynk sem benti til að Geys- ir ætlaði loksins að skvetta úr sér. Hann benti því fólki sem stóð í þéttri línu upp við hverinn að víkja frá, fólk- ið hörfaði en Geysir beið enn rólegur. En nú var skammt í að gosið hæf- ist. Búist hafði verið við nokkurra mínútna fyrirvara að gosinu og að fólk hefði því tíma til að færa sig í ör- ugga fjarlægð frá hvemum, en upp- hafið kom öllum á óvart. Þar sem fólkið stóð og spjallaði í makindum rétt við yfirborð hversins ákvað Geys- ir nú loksins að tíminn væri kominn, um stundarfjórðungyfir átta. Yfirborð hversins hækkaði skyndi- lega og sjóðheitt vatnið flæddi upp úr hverskálinni og streymdi niður klett- ana neðan hversins. Fólk þusti frá og eldri maður, sem studdist við staf, féll í klettunum og brennheitt vatnið flæddi um fætur hans og bak. Nærstaddir bragðust skjótt við og lyftu manninum upp og bára hann frá hvemum í öraggt skjól. Hann Þegar vatnið hafði tæmst úr hvem- um blés Geysir úr sér gufustrókum með dranum og þungum hvini og lauk þannig sýningunni með stórbrotnum hætti, eftir að sjálft hámark gossins hafði staðið yfir í um fimm mínútur. Síðan dró úr kraftinum og þegar gufu- mökkurinn hvarf blasti þurrausinn og gapandi hverinn við, en það tekur hann um 16 til 18 tíma að fyllast. Morgunblaðið/RAX Þórir Sigurðsson, sem fylgst hefur með hvemum lengi sagði að þetta hefði verið meðalgos, en aðdrag- andinn verið í lengra lagi. Gosið var ekki framkallað fyrir áhorfendur að þessu sinni eingöngu, heldur var gosið hluti af rannsókn sem felur í sér athugun á áhrifum goss í Geysi á aðra hveri í nágrenn- inu, og sér í lagi á tíðni gosa í Strokki. Morgunblaðið/Brynjar Gauti brenndist á fótum, en tók þó ekki í mál að björgunarsveitarmenn flyttu hann á brott fyrr en að gosinu loknu. Tveir til viðbótar brenndust á fótum í sjóðandi vatninu og vora fluttir til að- sammng um gjafsókn London. Morgunblaðið. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra undirritaði fyrir íslands hönd í gær samning Evrópuráðsins um gjafsókn milli landa. I London stendur nú 23. ráðstefna dómsmála- ráðherra á vegum Evrópuráðsins og sitja hana um fjörutíu ráðherrar, en yfirskrift ráðstefnunnar er Rétt- læti í framkvæmd á 21. öld. Sólveig Pétursdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að þeg- ar farið var yfir þann lista um samninga á sviði dómsmála, sem Evrópuráðið bað aðildarríkin að kanna og athuga hvaða samninga þau gætu undirritað á ráðstefnunni í London, kom í ljós, að ísland var búið að undirrita eða staðfesta þá alla nema tvo. Annar var Evrópu- ráðssamningurinn, sem fjallar um rétt manna, sem búa í aðildarríki Evrópuráðsins og vilja leita réttar síns í öðra aðildarrríki, til þess að leggja fram gjafsóknarbeiðni í bú- seturíkinu. Skulu stjórnvöld þar þá framsenda beiðnina til þess ríkis, sem réttar er leitað í. Þennan samning staðfesti dómsmálaráð- heira í gær. Á ráðstefnunni í London, sem lýkur í dag, föstudag, verður fjallað um leiðir til að mál gangi tafarlaust fyrir dómstólunum. í skýrslu, sem Sólveig Pétursdóttir lagði fram á ráðstefnunni, rakti hún stöðu mála á íslandi. „Við höfum náð góðum Æ Reuters Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra undirritar fyrir Is- lands hönd samning Evrópu- ráðsins um gjafsókn milli landa. árangri,“ sagði ráðherrann í samtali við Morgunblaðið. „Við búum við kosti tveggja dómsstiga og nú tekur rekstur einkamála að meðaltali fimm til sex mánuði, sakamála tvo til þrjá mánuði að meðaltali og hjá Hæstarétti er meðaltalsmálatíminn 21 vika.“ Á ráðstefnunni í gær flutti Sólveig Pétursdóttir ræðu um leiðir til að hraða gangi dómsmála og um tæknivæðingu dómstóla og sagði þá m.a. frá sérstakri yfirheyrsluað- stöðu fyrir börn. Björn Friðfinns- son ráðuneytisstjóri flutti ræðu um þriðja meginmál ráðstefnunnar, sem er réttaraðstoð við almenning. En ráðherrarnir munu ekki að- eins ræða gagnsemi tölvunnar á þessari ráðstefnu heldur og afbrot á því sviði og sagðist Sólveig eiga von á því, að sérstök ályktun yrði gerð um tölvuglæpi. Sólveig Pétursdóttir sagði ráð- stefnuna bera talsverðan svip af þeirri viðleitni Evrópuráðsins að fá lönd í Suðaustur-Evrópu til sam- starfs um réttlát og skilvirk dóms- kerfi. Þá vilja Rússar sýna sam- starfsvilja sinn innan Evrópu- ráðsins í verki og hafa m.a. boðizt til þess að halda næstu ráðstefnu dómsmálaráðherra Evrópuráðs- ríkjanna í september 2001. „Evrópuráðið vill leggja áherzlu á aðstoð við ríki til að koma á rétt- látu dómskerfi,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir. „Það þýðir ekkert að setja lög nema menn séu staðráðnir í að framfylgja þeim og virða um leið niðurstöðu dómstóla. Almenn- ingur verður að geta borið traust til dómkerfisins. Það er réttur allra manna að eiga aðgang að réttlátu og skilvísu dómskerfi.“ hlynningar á sjúkrahúsið á Selfossi. En Geysir var kominn af stað og næsta stundarfjórðunginn risu skvetturnar hver af annairí upp úr hvemum. Um hálfníuleytið náði gosið hámarld með tilþrifamiklum gufu- og vatnsstrókum sem teygðu sig tugi metra upp í loftið, og áhorfendum fógnuðu tilkomumikilli sýningu hversins. STEYPU ÞJÓNUSTA U' A BMVAIIA Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Steypudælur Nýjar steypudælur spara þér tíma og peninga. Kynntu þér öfluga steypuþjónustu á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Island undirritar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.