Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 9

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Þegar jarðankerin eru komin ofan í jörðina er stöng ýtt niður sem þrýstir krókum út til beggja hliða og festir þau. Jarðanker reynast vel SVOKÖLLUÐ jarðanker, sem eru festingar fyrir knattspyrnumörk, hafa verið tekin í notkun víða um land og segir Þorbjörn Asbjörns- son, sem fann upp tækið, þau hafa fallið í góðan jarðveg þar sem byrjað er að nota þau. Jarð- ankerin eru búin til úr stáli og er þeiin stungið í jörðu og stöng ýtt niður sem þrýstir tveimur krók- um út til beggja hliða. Jarð- ankerin þola mikinn togkraft en tilgangur þeirra er að tryggja að knattspyrnumörk falii ekki fram fyrir sig og valdi slysum. Þorbjörn hóf vinnu að tækinu fyrir um tveimur árum og segir hann að fyrsta tækið hafi verið smíðað í haust. Hann hafi byrjaði að dreifa þeim í vor og selt þau til sveitarfélaga og íþróttafélaga víða um land. Tækið hefur meðal annars ver- ið tekið í notkun í Mosfellsbæ, en jarðanker hafa verið sett á knatt- spyrnumörk á völlum sem eru á vegum bæjarins. Oddgeir Arna- son, garðyrkjustjóri Mosfellsbæj- ar, segir að þeim lítist mjög vel á nýja tækið. „Það er meðal annars búið að prófa þetta hjá Iðntæknistofnun og þarf óhemju afl til að þetta haggist. Við erum með þessu að reyna að koma í veg fyrir slys á sparkvöllum. Mörkin eru laus og bæjarfélagið er að tryggja að börn fái mörkin ekki yfir sig.“ segir Oddgeir. Aburðarflug dregst PÁLL Sveinsson, flugvél Land- græðslunnar, flýgur mun minna áburðarflug í sumar en í fyrra. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að hluti skýringarinnar sé fjárskortur en meginástæðan sé þó að verkefni hafi verið að flytjast frá landgræðslufluginu til bænda og verktaka í héruðum landsins. „Áburðar- og frædreifíng úr lofti hefur svo sannarlega sannað gildi sitt en þettta er í samræmi við stefnu stjórnvalda og landgræðsl- unnar að flytja verkefni heim í hér- að eins og mögulegt er,“ segir Sveinn. Breyttar áherslur í landgræðslu í sumar verður um 400 tonnum af fræi og áburði dreift með Páli Sveinssyni en það er um 100 tonn- saman um minna en í fyrra. Áburðar- og frædreifing úr lofti hefur minnkað jafnt og þétt frá því hún náði há- marki um 1980 en þá var um 3000 tonnum dreift úr lofti. Sveinn segist sjá fyrir sér enn meiri samdrátt í áburðarflugi. Þetta sé til marks um breyttar áherslur í landgræðslu. Melgresi er í auknum mæli sáð til að stöðva sandfok en melfræið verður að herfa niður í jörðina til að það spíri sem sé að sjálfsögðu ein- ungis hægt að gera á jörðu niðri. Sum svæði eru þó þannig að notast verður við flugvél til áburðar- og frædreifíngar. Samdráttur í áburð- arflugi hafí orðið til þess að ekki verður borið á svæði sem annars hefði verið mjög brýnt að bera á. Svæði í Þingeyjasýslum, á Hauka- dalsheiði og í nágrenni Þorláks- hafnar verði t.a.m. útundan. Málið lagt í dóm eftir ræður verjenda AÐALMEÐFERÐ Stóra fíkni- efnamálsins hélt áfram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari flutti sína ræðu í fyrradag og krafð- ist þá allt að tíu ára fangelsis yfir 15 sakborningum. Veijendur hinna 19 sakborninga hófu að því loknu sínar varnarræður. Því var haldið áfram í gær og var búist við að þeirra þætti lyki í gær. Málið verður lagt í dóm að loknum ræðum verjenda og hefur Héraðsdómur fjórar vikur til þess að kveða upp dóm en lengja má þann frest t.d. vegna anna dómara. () F L O ND ON PÖNTUNARSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 H Y G E A .' n \/r t ivíiru t’drr tti n Laugavegi 23 sími: 511 4533 Otrúlega mörg góð tilboð Kynning dagana 9.-10. júní. Ráðgjafi verður á staðnum. íor «-V)» iu;'>' hraIciieuR FRAtCHEUR RtfRESHtHO jsKrrovAc *.«•: A i.tau- . louon rœmesHm Sportlegar buxur Gallakjólar, -blússur, -pils TESS frá Elena Miro Sport Neðst við Dunhago simi S62 2230 Opiðvirka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14. Þægilegur ferðafatnaður Stretsbuxur, peysur og bolir hJá~Qý€rafhhiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. HUgZ PARFUMS |)etla vandaða armbandsúr* frá Oscar de la Renta, fylgir kaupum á einu Oscar Edt 60ml glasi eða einu So Edt 50ml glasi. ÚtsÖlustaðir: Reykjavík og nágrenni: Borgarapótek, Bylgjan, Fína, Hringbrautarapótek, Hygea, Nana, Sara, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Sigurboginn og Sandra Landsbyggðin: Bjarg Akranesi, Borgarness apótek, Sauðárkróks apótek, LyfsalanPatreksfirði, Tara Akureyri, Stykkishólms apótek, Apótek Egilsstaða, Apótek Keflavíkur, Hilma Húsavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.