Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 10

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umferðaröryggisfulltrúar taka til starfa um allt land Ver ða mun sýnilegri í sumar SEX umferðaröryggisfulltrúar starfa í sumar á vegum Umferðar- ráðs og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Ingvar Helgason hf. sér þeim fyrir bifreiðum en Olís leggur til bensín á bílana. Bifreiðarnar munu gera þá sýnilegri og vekja meiri athygli á starfi þeirra. „Umferðaröryggisfulltrúarnir verða með þessu akandi fyrirmynd- ir í umferðinni og hvar sem þeir koma munu þeir ná niður hraða og stuðla að bættri umferðarmenn- ingu,“ segir Óli Þ. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. „Þeir munu fara vitt um og vinna að auknu umferðaröryggi með öllum tiltækum ráðum og við treystum á að þjóðin standi með okkur í því starfi sem er framundan," sagði Óli. Samstarfsverkefni Sigurður Helgason, upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs, segir að um- ferðaröryggisfulltrúar hafi starfað um allt land í sex ár. „Þeirra hlut- verk er að fylgjast með umferðinni og benda á það sem betur má fara. Þeir verða í samstarfi við þá aðila sem koma að umferðaröryggismál- um í hverjum landshluta, s.s. sveitastjórnir, lögreglu, Vegagerð- ina og slysavarnafélög. Eins verða Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Á blaðamannafundi í gær var tilkynnt um samstarf Umferðarráðs og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar við Ingvar Helgason hf. og Olís. F.v.: Helgi Ingvarsson, forsljóri Ingvars Helgasonar hf., Oli Þ. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, Kristbjörn OIi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar og Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva Olís hf. þeir í miklu sambandi við fjölmiðla Umferðaröryggisfulltrúarnir öllum landsfjórðungum auk fulltrúa á hverjum stað.“ munu starfa fram í miðjan ágúst í á Vestfjörðum og Suðurnesjum. Fyrstu lax- arnir úr Kjarrá og Laxá á Asum VEIÐI hófst í Kjarrá, efri hluta Þverár, Laxá á Asum og í Brennu, ármótum Þverár og Hvítár, á mið- vikudaginn. Enginn fiskur veiddist fyrsta daginn, en í gærmorgun komu þeir fyrstu á land. Óhætt er þó að segja að rólegheitin svífi yfir vötnunum, því það kom einn á land úr Laxá og einn úr Kjarrá. Fyrsta hollið í Þverá, sem lauk veiðum á hádegi þriðjudags, veiddi 5 laxa og holl sem lauk veiðum á sama tíma í Norðurá veiddi 18 laxa. Fyrsti Kjarrárlaxinn var 12 punda hrygna sem Sigurður Helgason veiddi á flugu í Rönnu- streng. Að sögn Þorgeirs Jónsson- ar flugmanns, sem var að veiðum í Kjarrá, hafa skilyrði verið afar góð síðustu daga, það vantaði bara lax- inn. Gunnar Sveinbjörnsson var að veiðum í Brennunni og hann sagði í gær að ekkert líf hefði verið á svæðinu utan að hann veiddi nokkra 2-3 punda sjóbirtinga sem væri mjög óvenjulegt á þessum tíma sumars. Það hefði hann ekki séð þau 30 ár sem hann hefði stundað Þverá og Brennuna. „Steindauð á“ Lúther Einarsson er að veiðum í Laxá á Asum og sagði hann í sam- tali í gærdag að áin væri „stein- dauð“. „Það er kominn einn á land og ég held að það séu ekki nema tveir aðrir í ánni,“ sagði Lúther. Laxinn veiddi Hilmar Ragnarsson í Dulsunum á maðk. Var það 12 punda hrygna. Lúther sagði hina tvo laxana báða liggja í veiðistað sem heitir Runki, sem er mun ofar í ánni. Illa hefur gefist að opna Laxá l.júní síðustu árin og því var horfið til þess að fresta opnun um viku. Skólaliðar og stuðnings- fulltrúar útskrifaðir Morgunblaðið/Jim Smart Hópur skólaliða við útskriftina. BORGARHOLTSSKÓLI útskrifaði á miðvikudag stóran hóp skólaliða og stuðningsfulltrúa til starfa í grunn- skólum Reykjavíkur. Námskeið skólaliðanna og stuðn- ingsfulltrúanna hófust í Borgarholts- skóla við Mosaveg í ágúst 1999. Um var að ræða heilsársnámskeið sem starfsmenn grunnskólanna sóttu samhliða vinnu. Alls voru nemendur um 50, helmingurinn skólaliðar og helmingurinn stuðningsfulltrúar. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Borgarholtsskóla, Fræðslumið- stöðvarinnar í Reykjavík og Starfs- mannafélags Reykjavíkur. Verkefn- ið var styrkt af Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins. Nýjar leiðir til menntunar í ávarpsorðum sem Björn Bjarna- son menntamálaráðherra sendi frá sér sagði meðal annars: „Ljóst er að þeir sem fara á þessi nýju námskeið eru tilbúnir til að leggja á sig nám með vinnu. Sá dugnaður mun skila sér fyrir hvern og einn og einnig stuðla að því að bæta grunnskólana. Ríkisstjóm hefur ákveðið að sí- menntun falli undir verksvið menntamálaráðuneytisins. í þeirri ákvörðun felst meðal annars að við inntak og skipulag endurmenntunar og símenntunar sé tekið mið af þeim kröfum sem eðlilegt er að gera til skólanáms. Menntunin á þessum námskeiðum skapar til dæmis ein- ingar á framhaldsskólastigi. Hún kann því ekki einungis að nýtast vel í mikilvægum störfum heldur einnig opna nýjar leiðir til enn frekari menntunar." Tildrög samstarfsins voru þau að við Borgarholtsskóla er starfrækt tveggja ára starfsnámsbraut, félags- þjónustubraut, sem býr nemendur undir uppeldisstörf, félagslega að- hlynningu og umönnun. Vegna þess- arar sérstöðu brautarinnar í fram- haldsskólakerfinu óskaði Fræðslu- miðstöðin eftir því að Borgarholts- skóli annaðist námskeiðin. Til þessa hafa kjarabundin nám- skeið á vegum stéttarfélaga einungis veitt nemendum rétt til launahækk- ana og hafa nemendur því ekki getað flutt ávinninginn með sér milli stétt: arfélaga né inn í framhaldsskólana. í þessu samstarfsverkefni er stefnt að því að námskeiðin séu fagleg, ein- ingabær og leiði að auki til kjarabóta. Áhugi annarra sveitarfélaga Af hálfu fjölmargra annarra sveit- arfélaga hefur verið áhugi á að senda nemendur á þessi námskeið og eru nú þegar farin af stað fleiri námskeið með þátttöku fjölmargra sveitarfé- laga á suðvesturhomi landsins. Þá er að því stefnt að styrkja félagsþjón- ustubrautina með tilliti til þessa þannig að hægt verði að nálgast þessa menntun í dagskóla Brautar- holtsskóla. Ekki þarf að fjölyrða um að það er brýn þörf á að mennta starfsfólk grunnskólanna. Grunnskólum lands- ins hafa verið fengin ný og viðamikil verkefni skv. lögum, sbr. t.d. heils- dagsskólann, segir í fréttatilkynn- ingu. I flestum nágrannaríkjunum hefur menntun skólaliða og stuðn- ingsfulltrúa fest sig í sessi og mikil fjölgun orðið á þessum starfsmönn- um skólanna. Tveir karl- ar með bílastyrk en engin kona TILRAUNASTÖÐ Háskóla ís- lands í meinafræði að Keldum hefur brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með úthlutun akstursgreiðslna til starfs- manna sinna. Þetta er álit kærunefndar jafnréttismála, en konur sem starfa í Tilrauna- stöðinni kærðu úthlutun þess- ara greiðslna til nefndarinnar. Telur kærunefndin að Til- raunastöðin veiti, með þessum greiðslum, karli sem þar starf- ar betri kjör en konum sem starfa á sama vinnustað og eru í sama stéttarfélagi. Tveir af þremur körlum með styrk Tildrög málsins má rekja til þess að konum í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana (SFR) sem vinna hjá Tilraunastöðinni fannst á sér brotið þar sem tveir af þremur karlmönnum, félagsmenn í SFR, fengu greiddan bílastyrk en engin átta kvenna sem þar starfa og eru í sama stéttarfélagi. Reyndar höfðu félagsmenn í SFR um langa hríð átt í viðræð- um við yfirmenn Tilraunastöðv- arinnar vegna ferða í og úr vinnu. Töldu starfsmennimir að vegna óhagstæðrar stað- setningar vinnustaðarins ættu allir starfsmenn rétt á aksturs- greiðslum eða öðrum úrræðum af hendi Tilraunastöðvarinnar. Yfirmenn stöðvarinnar töldu að slíkar greiðslur fengjust ekki samþykktar hjá Bílanefnd rík- isins, en buðu starfsmönnum upp á reglulegar ferðir með leigubíl á kostnað stofnunar- innar. Félagar í SFR voru ekki alls kostar ánægðir með þau mála- lok og að endingu kærðu konur í SFR Tilraunastöðina til kæru- nefndar jafnréttisráðs. Rök- studdu þær kæruna með því, að engin hinna átta SFR-kvenna sem hjá stofnuninni starfa fengju greiddar akstursgreiðsl- ur en hins vegar fengju tveir af þremur SFR-körlum slíkar greiðslur, án þess að þurfa að sýna fram á notkun einkabíla í þágu stofnunarinnar. Greiðslur ekki til komnar vegna mismununar Karlarnir tveir sem hafa not- ið akstursstyrkja eru bústjóri og skrifstofustjóri Tilrauna- stöðvarinnar og þykir sannað, samkvæmt áliti kærunefndar, að þeir hafi upphaflega fengið styrkina vegna notkunar á einkabílum í þágu stofnunar- innar. Greiðslumar hafi því ekki verið hugsaðar sem launa- bætur og þeim ekki ætlað að mismuna neinum. Hins vegar hefur skrifstofu- stjórinn ekki notað eigin bifreið í þágu Tilraunastofunnar og túlkar kæranefnd því aksturs- greiðslur til hans sem hlunnindi sem jafna megi við launaupp- bót. Kæranefnd jafnréttismála telur því sannað að umræddur karlmaður njóti að þessu leyti betri kjara en konur á sama vinnustað og í sama stéttarfé- lagi og að sá munur á kjöram hafi ekki verið rökstuddur. Tilraunastöðin að Keldum hefúr því, að mati kæranefnd- ar, brotið gegn 1. tl. 1. mgr. 6. gr. jafnréttislaga nr. 28/1991 þar sem segir að atvinnurek- endum sé óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði með launum eða launatengdum fríð- indum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.