Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 15

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Breytt leiðakerfí S VR gengið í gildi Reykjavík Morgunblaðið/Arnaldur Tívolítækjunum verður komið fyrir á bílaplaninu við nýja Þrðttarhúsið, milli Laugardalshallar og -vallar. Tívolí ank tón- listarveislunnar Laugardalur TALSVERÐAR breytingar á leiðakerfi SVR tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þær fela m.a. í sér að í júní, júlí og ágúst fellur akstur á leið- um 10, 11 og 112 niður á laugardögum og leið 7 verð- ur á 60 mínútna fresti um kvöld og helgar. Þá verður leið 115 látin aka Hofsvalla- götu og Hringbraut og nema staðar á öllum biðstöðvum við Miklubraut. Stærstur hluti breytinganna snýr að Grafarvogi og eru þær helst- ar að akstursleið 115 innan hverfisins breytist, leiðir 8 og 15 aka hringakstur um Grafarvog og Miðgarður verður miðstöð strætis- vagnasamgangna í hverfinu. Akstursleið 115 lengist en vögnum fjölgar Leið 7, sem áður ók um Hofsvallagötu og Túngötu, ekur frá mánaðamótum um Suðurgötu auk þess sem hún fer aðeins eina ferð á klukkustund að kvöldlagi og um helgar. Leið 115 ekur Hofsvalla- götu og Túngötu í stað leiðar 7 og að auki verða talsverðar breytingar á akstri leiðar 115 innan Grafarvogshverfis og mun vagninn aka um stærri hluta hverfisins. Jafn- framt mun þessi vagn nú nema staðar á öllum bið- stöðvum milli Lækjartorgs og Ártúns. Breytingarnar leiða til þess að viðkomustöðum vagnsins fjölgar og ekin er lengri leið milli endastöðva. Til að halda uppi sömu ferðatíðni verður vögnum fjölgað á leiðinni og er markmiðið með því jafn- framt að tryggja að leiðin haldi áætlun betur en verið hefur, að sögn Þórhalls Arn- ar Guðlaugssonar, forstöðu- manns markaðs- og þróun- arsviðs hjá SVR. Breytingar innan Grafarvogs Einnig verða nokkrar breytingar á akstri strætis- vagnanna innan Grafarvogs- hverfis. Samkvæmt upplýs- ingum frá SVR mun nýja leiðakerfið hafa í för með sér að hægt verður að komast milli hverfa þar án þess að fara út úr Grafarvogi og að skiptistöðinni í Ártúni eins og þurft hefur í nokkrum til- fellum til þessa. Þessu markmiði er náð með því að setja upp hring- leiðir á leið 8 og leið 15 sem aka hvor á móti annarri og er hringurinn talinn í auð- veldu göngufæri fyrir 70- 80% íbúa Grafarvogs, að sögn Þórhalls Arnar. Eftir breytingarnar munu allar leiðir sem þjóna Grafarvogi aka um Miðgarð. Leið 9, sem áður hefur ek- ið um Sund, Voga og Laug- arneshverfi, mun nú ein- göngu þjóna Hálsahverfi að og frá skiptistöðinni við Ar- tún en leiðin ekur aðeins milli klukkan 7 og 9 og 16 og 19. Hún ekur jafnframt um Stórhöfða í stað Vestur- landsvegar áður. Nú þegar leið 9 kemur ekki lengur við í Vogum, Sundum og Laugarnesi á leið að Hlemmi fær leið 14 það hlutverk að safna far- þegum þaðan og flytja á Hlemmtorg. Það leiðir til þess að leið 14 mun ekki fara um Miklubraut og Snorra- braut eins og hingað til og ekki koma við á Grensási. Viðbrögð við erindum borgara Við endurskoðun leiða- kerfisins var að sögn Þór- halls Arnar fjallað um nokkrar óskir sem borist hafa frá borgarbúum um hvað betur mætti fara í strætisvagnasamgöngum. Morgunblaðið hefur t.a.m. á undanförnum mánuðum sagt frá kvörtunum eldri borgara við Hæðargarð yfir því að leið 5 gangi Grensás- veg í stað Sogavegar, Bú- staðavegar og Réttarholts- vegar og að vegna breytinga á leið 11 eigi íbúarnir ekki lengur kost á strætisvagna- samgöngum við Múlahverfi. Þórhallur Örn sagði að- spurður að komið hefði verið til móts við þessar óskir að hluta til með því að stilla betur saman brottfarartíma leiða 5 og 11 við Grensás- stöð. Ekki hefði hins vegar reynst unnt að láta leið 11 ganga um Armúla, enda sé sú gata nánast ófær strætis- vögnum vegna þrengsla. Þá sagði Morgunblaðið í vetur frá óskum Kjartans Eggertssonar, skólastjóra Tónskóla Hörpunnar í Graf- arvogi, um að tekinn yrði upp hringakstur innan hverfsins samkvæmt ákveð- inni útfærslu sem Kjartan hafði í huga. Þórhallur Örn sagði að til- laga Kjartans hefði verið tekin til nákvæmrar grein- ingar hjá SVR og hefði kom- ið í Ijós að hún væri bæði dýr í rekstri og nýttist ekki vel því fara þyrfti stóran hring og aðeins í aðra átt. Hins vegar sé vonast til að með hringakstri leiða 8 og 15 inn- an Grafarvogs á leið sem 70- 80% íbúa hverfisins eru í auðveldu göngufæri við og með tilkomu Miðgarðs sem miðstöðvar strætisvagna- samgangna í Grafarvogi verði talsverðar úrbætrn- á strætisvagnasamgöngum innan hverfisins. Fækkun í fyrra innan skekkjumarka Undanfarin ár hefur inn- flutningur fólksbíla aukist hröðum skrefum jafnframt því sem íbúum hefur fjölgað í Reykjavík. Þórhallur Örn sagði aðspurður að farþega- fjöldinn síðastliðin tlu ár hefði fylgt íbúaþróun og aukist um 10% á sama tíma- bili og bflum hefði fjölgað um 35% í borginni. Þróunin síðustu tvö ár sker sig þó nokkuð úr þess- ari heildarmynd. Árið 1998 fjölgaði farþegum um 5% en þeim fækkaði um 3% árið 1999 en á því ári hækkuðu almenn fargjöld einnig um 10-25%. Hvað varðar far- þegafjölda ársins 1999 er sú niðurstaða hins vegar innan skekkjumarka, að sögn Þórhalls Arnar, því þessar tölur byggjast ekki á taln- ingu allra farþega heldur tölfræðilegi úrvinnslu tiltek- inna grunnupplýsinga. Spurður um þróun farþega- fjöldans á þessu ári segir Þórhallur Örn að fyrirtækið hafi haldið sjó. TÍVOLÍTÆKJUM hefur ver- ið komið fyrir í Laugardaln- um. Því eru það ekki tónlist- aráhugamenn einir sem munu leggja leið sína í Laug- ardalinn um hvítasunnu- helgina, en þar fer fram mikil tónlistarveisla, Tón- listarhátíðin í Reykjavfk. Tívolnð í Laugardalnum er þó ekki í fullri stærð. Ein- ungis verða þar 3-4 tæki auk nokkurra skotbakka, að sögn Jörundar Guðmunds- sonar, umboðsmanns. Eftir helgi verður haldið með Tívolnð út á land. Fyrsti viðkomustaðurinn er Akur- eyri. Þaðan verður haldið til Selfoss og loks Hafnarfjarð- ar. Hinn 8. júní stendur tii að Tívolíið verði opnað á hafn- arbakkanum þar sem það hefur verið fyrri ár. Að sögn Jörundar mun þar verða að finna a.m.k. 10 tæki, 8 skot- bakka og ýmislegt fleira. Miðaverð verður hið sama og síðustu ár. Miðinn kostar 100 krónur. I hvert tæki get- ur kostað allt upp í 4 miða. Unglingar við vinnu í Kópavogi. Morgunblaðið/RAX „Það vilja engir vera í útivinnu að fegra bæinn“ Kópavogur „Það vilja engir vera í úti- vinnu að fegra bæinn,“ segir Signý Sigurjónsdóttir, skrif- stofustjóri Vinnuskóla Kópa- vogs. Líkt og í Reykjavík sækj- ast nú mun færri unglingar eftir störfum þeim sem vinnuskólinn býður upp á. I fyrra störfuðu um 500 ungl- ingar við margvísleg störf á vegum vinnuskólans. Þeir voru þó nokkuð færri en ár- inu áður. Nú hefur enn fækkað í röðum unga fólksins sem eyðir hluta sumars við að fegra og bæta bæinn. Skráð eru 439 ungmenni í Vinnu- skóla Kópavogs. 101 fædd árið 1984, 141 fædd 1985 og 197 árið 1986. Að sögn Signýjar heltast þó mörg þeirra úr lestinni. Nú þegar hafa um 30 ungmennanna haldið til annarra starfa og búist er við að enn fleiri geri slíkt hið sama á næstunni. Vinnutíminn er breytileg- ur eftir aldri. Þeir sem fæddir eru 1984 fá að vinna átta vikur, sjö tíma á dag fjóra daga vikunnar, en þrjá og hálfan tíma á fostudög- um. ’85-árgangurinn starfar sjö vikur, sjö tíma á dag, fjóra daga vikunnar en þeir yngstu sex vikur, þrjá og hálfan tíma á dag, fjóra daga vikunnar. Þeim sem starfa við Vinnuskóla Kópavogs mun gefast kostur á að fá vinnu- tímann lengdan. Fáir sækj- ast þó eftir því, segir Signý. Boðið var upp á þennan möguleika í fyrrasumar en ekki var algengt að hann væri nýttur. Hugmyndir um járnbraut í Reykjavík Gæti orðið kost- ur eftir 10-20 ár Reykjavík ALFREÐ Þorsteinsson, formaður stjórnar veitu- stofnana Reykjavíkurborg- ar, telur að járnbraut sem lægi hringinn í kringum Reykjavík gæti orðið raun- hæfur möguleiki innan 10- 20 ára. Vaxandi umferð inn- an borgarmarkanna og auk- in loftmengun kalli á raun- hæfan valkost við einka- bílinn. Jámbraut gæti verið íysilegur kostur. Hugmyndin, sem er enn á frumstigi, er til athugun- ar hjá Orkuveitu Reykja- víkur en hún tengist hug- myndum um hraðlest á milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. „Tíminn vinnur mjög með þessari Iausn“ Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir og Alfreð segir að nokkuð erfitt sé að meta hve mikið járnbrautin muni kosta. Þannig hafi tilgátur manna um kostnað við hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur legið á bilinu 6-50 milljarðai' króna. Því sé mikilvægt að menn kanni málin vel. Alfreð segir að þó svo að járnbraut hring- inn í kringum Reykjavík verði ekki að veruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir 10-20 ár, verði menn engu að s£ð- ur að hafa þennan mögu- leika í huga og gæta þess að loka engum leiðum. Borgar- búum fjölgi stöðugt auk þess sem mikil aukning sé á fjölda flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. Því sé mikilvægt að efla almenn- ingssamgöngur. „Menn þurfa að fá raunhæfan og góðan valkost við einkabfl- inn þannig að menn komist fljótt á milli staða í Reykja- vík, sem er varla hægt að segja að sé í dag vegna þess að Strætisvagnar Reykja- víkur hafa engan forgang í umferðinni," segir Alfreð. Myndi tengjast hraðlest til Keflavíkur Járnbrautarlestin, sem yrði knúin rafmagni, yrði hluti af almenningssam- göngukerfi borgarinnar. Hún myndi tengjast stræt- isvagnakerfi borgarinnai' og hugsanlegri hraðlest á milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. Alfreð segist hafa orðið var við mikinn áhuga á hugmyndinni. Islendingar séu farnir að ferðast mun meira en áður og þekki því þennan ferðamáta. í Kaup- mannahöfn, London og París sé t.d. hægt að taka lest frá flugvelli niður í mið- borg. Úr Mjódd um Foss- vogsdal í miðbæinn Hugsanleg leið járn- brautarinnar gæti orðið frá Mjóddinni, niður Fossvogs- dal, með Hlíðarfæti syðst í Öskjuhlíðinni og þaðan nið- ur £ miðbæ. Úr miðbænum færi lestin norður með ströndinni að Kleppsvfk og þaðan með Sundabraut yfir £ Grafarvog. Þaðan færi lestin yfir á Höfðabakka og endaði í Mjódd aftur. Eins mætti sjá fyrir sér að enda- stöð lestarinnar yrði i Smárahvammi i Kópavogi og tengdist Reykjavik með jarðgöngum í gegnum Kópavogshæð. Hluti leiðar- innar yrði að öllum líkind- um neðanjarðar, t.d. í Foss- vogsdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.