Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 18

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Finnur Starfsmenn Alls í járnum ehf. og Þórbergs ehf. fjarlægja lýsistankinn. Gamall lýsistank- ur fjarlægður Tálknafirði - Fyrir skömmu var unnið að því að fjarlægja gamlan lýs- istank sem var ofan við Hraðfrysti- hús Tálknafjarðar. Unnið hefur ver- ið að því að hluta tankinn niður og breyta honum í fiskeldisker. Tankurinn var settur upp fyrir u.þ.b. 30 árum, þegar loðna var brædd í fiskimjölsverksmiðju sem þá var starfrækt af Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar. Hafði hann lokið því hlutverki sínu fyrir mörgum árum. Brautskráning frá Fj ölbrautaskólanum á Sauðárkróki FJÖLBRAUTASKÓLA Norður- lands vestra var slitið við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag að við- stöddu fjölmenni. Skólameistari, Jón F. Hjartarson, kynnti dagskrána sem flutt var, en síðan söng kór skólans nokkur lögu undir stjórn Hilmars Sverrissonar. Þá tók til máls Ársæll Guðmundsson, aðstoð- arskólameistari, og flutti vetrarstikl- ur skólaársins, en þar kom fram að nemendur í skólanum voru 547, þar af rúmlega 100 í heimavist. Þá voru 42 nemendur skráðir í al- mennt meistaranám á báðum önn- um, en kennsla í þessari grein var fjarkennsla sem fram fór með svo- nefndum fjarfundabúnaði, en það merkir að nemendurnir eru staddir á hinum ýmsu stöðum í kjördæminu og sameinuðust með hjálp hinnar nýju tækni, sem væru allir i einni kennslustofu. í ræðu Ársæls kom fram að náms- framboð skólans hafi verið með hefð- bundnu sniði þetta skólaárið, en hinsvegar var veturinn nýttur til að aðlaga námsframboðið breyttum að- stæðum um skipan námsbrauta. Þá kom fram að á næsta skólaári verður boðið upp á nám í grunndeild tréiðna og er þegar hafinn undirbún- ingur fyrir þá kennslu, en einnig standa vonir til þess að hafin verði kennsla í öldungadeild, námsbraut í hestamennsku og sjúkraliðanám í tengslum við heilbrigðisstofnanir á svæðinu. Einnig ræddi Ársæll félagslíf nemenda og störf tengd þeim og rakti merka áfanga sem náðst hefðu á skólaárinu og þakkaði nemendum góðan árangur bæði í starfi og leik. Að lokinni ræðu aðstoðarskóla- meistara léku fjórhent á flygil syst- urnar Signý og Unnur Sigurðardæt- ur, en þær systur eru nemendur skólans. Guðný M. Bragadóttir, einnig nemandi skólans, sagði frá reynslu sinni af erlendum samskipt- um í skólalífinu. Guðmundur St. Ragnarsson flutti kveðju frá tíu ára stúdentum og ávarp nýstúdenta flutti Atli Bjöm Eggertsson Levy, forseti nemenda- félagsins. Verðlaun fyrir námsárangur Þá afhenti skólameistari viður- kenningar til brautskráningarnema. Viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur í ensku, dönsku og frönsku auk árangurs í sérgreinum málabrautar hlaut Ambjörg Kristín Konráðsdóttir. Atli Bjöm Eggerts- son Levy hlaut viðurkenningu fyrir árangur í sérgreinum eðlisfræði- brautar, Árni Geir Valgeirsson fyrir árangur í sérgreinum náttúmfræði- brautar, Birna Eiríksdóttir fyrir árangur í efnafræði og þýsku, Efem- ía R. Sigurbjömsdóttir fyrir árangur í skólaíþróttum, Fríður F. Sigurðar- dóttir fyrir námsárangur í sérgrein- um hagfræðibrautar og í íslensku, Guðmundur F. Matthíasson fyrir árangur í ensku, Inga N.S. Jóhanns- dóttir fyrir árangur í sérgreinum viðskiptafræðibrautar, Ingvar Þ. Kristjánsson fyrir árangur í al- mennu meistaranámi, María Hjalta- dóttir íyrir árangur í þýsku, Ólöf K. Daníelsdóttir fyrir framúrskarandi skólasókn, Sólveig Þórarinsdóttii- fyrir árangur í sérgreinum hag- fræðibrautar, Stefanía G. Bjama- dóttir fyrir árangur í þýsku og Sverrir Bergmann Magnússon fyrir árangur í stærðfræði. í ávarpsorðum sínum til braut- skráðra nemenda þakkaði skóla- meistari nemendum og kennuram ágæta samvinnu, en hann fer nú í ársleyfi og mun Ársæll Guðmunds- son gegna störfum skólameistara þann tíma. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Mjög hefur aukist að skólaböm á vorferðalögum sínum komi í heimsókn og fylgist með hefðbundnum bústörf- um og þá ekki sfst meðan sauðburður stendur yfir. Akranesi - Á bænum Bjarteyjar- sandi 2 á Hvalfjarðarströnd hefur verið rekin fjölbreytt ferðaþjónusta undanfarin ár ásamt hefðbundnum búskap. IV^jög hefur aukist að skólabörn á vorferðalögum sínum komi í heim- sókn og fylgist með hefðbundnum bústörfum og þá ekki sfst meðan sauðburður stcndur yfir. Vorið 1999 komu um 800 nemendur í fjár- húsin og fylgdust með daglegum störfum heimafólksins. í vor hefur verið umtalsverð aukning gesta og hafa um 1500 manns komið í fjárhúsin. Einnig hafa leikjanámskeiðshópar sýnt slfkum heimsóknum áhuga og stefnt er að því að bjóða slíkt í auknum mæli. Allir fjölskyldu- meðlimir á Bjarteyjarsandi 2 hafa verið virkir þátttakendur í þessari starfsemi en nú í vor var gerð sú áherslubreyting að yfirumsjón með starfseminni er í höndum Arnheið- ar Hjörleifsdóttur sem hefur BS próf í landafræði frá Háskóla fs- lands ásamt kcnnslufræði. Sam- hliða námi sfnu starfaði hún sem landvörður f þjóðgarðinum á Þing- Ferða- þjónusta í Hvalfirði völlum og hefur m.a. tekið þar á móti hópum skólabarna. Arnheiður segir að með þessari áherslubreytingu geti þau skipu- lagt starfsemina á markvissari hátt og mun auðveldara só að taka tillit til sérþarfa hvers og eins. Þannig fá skólahóparnir tækifæri til að dvelj- ast lengur á staðnum og upplifa og kynnast fleiru á sama tíma og aðrir í fjölskyldunni einbeita sér að hefð- bundnum störfum þrátt fyrir heim- sóknirnar. Þegar fréttaritara bar að á dög- unum var fjölmennur hópur nem- enda frá Háteigsskóla í Reykjavík en heimsókn þeirra var þríþætt. I fyrsta lagi var farin Qöruferð, þá í fjárhúsin og að lokum enduðu þau í gamalli hlöðu, hlýddu á sögur og léku sér að leggjum og öðrum gullastokksmunum. Arnheiður segir að upphaf ferða- þjónustu á staðnum megi rekja til ársins 1992 þegar tveir leikskóla- hópar komu í heimsókn. Frá árinu 1995 hefur verið rekin formleg ferðaþjónusta sem hefur vaxið og dafnað siðan. Þar er til útleigu vel búinn sumarbústaður og sjö önnur sumarhús. Jafnframt eru til leigu lóðir fyrir sumarbústaði. Þá er góð aðstaða fyrir aðra hópa, svo sem starfs- mannafélög, ættarmót og erlenda ferðamenn. Ágæt inniaðstaða er fyrir hópana og eins er tjaldstæði til staðar. í sumar verður boðið upp á gönguferðir undir leiðsögn, enda ágætar gönguleiðir og útsýni fög- ur. Bjarteyjarsandur er jörð við inn- anverðan Hvalfjörð. Jörðin hefur verið í ábúð sömu ættar sfðan 1887 en núverandi ábúendur eru hjónin Sigurjón Guðmundsson og Kolbrún Eiríksdóttir og hófu þau búskap ár- ið 1973. Á Bjarteyjarsandi er stund- aður sauðfjárbúskapur og eru um 500 Qár á fóðrum. Höttur á Egilsstöðum með knattspyrnuskóla Egilsstöðum - íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum heldur Knattspyrnu- skóla Hattar í annað sinn nú í sumar. Skólinn hefur aðsetur í Grannskól- anum á Eiðum. Knattspyrnuskólinn er bæði fyrir stelpur og stráka sem spila í 5. og 6. flokki og tekur um 5 daga fyrii' hvorn flokk. Markmið með skólanum er að bæta tækni og leikskilning þátttak- enda og veita þeim gott veganesti í knattspymu inn í sumarið. Á milli boltaæfinga verður farið í sund, göngutúra, veiðiferðir o.fl. Þjálfari skólans er Dragi Pavlov, sem hefur verið þjálfari hjá Hetti undanfarin misseri. Dragi hefur há- skólagráðu í fjótboltaþjálfun frá há- skólanum í Belgrad og mikla reynslu sem leikmaður en hann spilaði með efstu deildum fyrrverandi Júgóslav- íu og í Frakklandi. Hann hefur leikið 6 landsleiki fyrir ólympíulandslið fyrrum Júgóslavíu. Hvatningarganga á Egilsstöðum Egilsstöðum - Nemendur í 3ju bekkjum í Egilsstaða- og Eiðaskóla gengu hvatningargöngu um Egils- staðabæ. Tilefnið var að hvetja bæj- arbúa til betri umgengni við náttúr- una og að sýna dýrum umhyggju. Börnin höfðu útbúið spjöld eða skilti með ýmsum áletrunum í hvatningarskyni, s.s.: „Skiljum bíl- inn eftir heima“, „Notum minni pappír“, og „Verum góð við dýrin“. Eftir langa göngu um Egilsstaðabæ var stefnan tekin á bæjarskrifstof- urnar þar sem Birni Hafþóri Guð- mundssyni bæjarstjóra og Þórhalli Pálssyni, forstöðumanni umhverfis- sviðs, vora afhent hvatningar- spjöldin. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sævar Jónsson frá Nökkva afhendir Sævari Guðjónssyni og Jóni Inga Kristjánssyni í björgunarsveitinni Gerpi gjöfina. Nökkvi gaf Gerpi til bátakaupa Neskaupstað - Nýlega gáfu félagar í smábátafélaginu Nökkva í Neskaup- stað björgunarsveitinni Gerpi tvær og hálfa milljón króna, sem varið skal til bátakaupa fyrir sveitina. Upphæðin er andvirði sumarhúss sem Nökkvi átti í Hellisfirði. Sigur- jón Sighvatsson kvikmyndagerðar- maður keypti nýlega stóran hluta Hellisfjarðar og sumarhús þeirra Nökkvamanna með. Gjöfin var form- lega afhent á sjómannadaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.