Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Byggingafulltrúinn Páll S. Pálsson og Ingimundur Guðnason, formaður bygginganefndar, í hinu nýskipulagða landi í út-Garðinum en þar munu rísa á þessu og næsta ári 10 raðhús á vegum Búmanna. Stórauknar byggingar- framkvæmdir í Garðinum Garði - Fyrir nokkrum dögum var endanlega samþykkt deiliskipulag að þremur byggðarkjömum í Garð- inum. Var farið í þessa framkvæmd í framhaldi af mikilli sölu á húsnæði í bænum, þar sem segja má að allt húsnæði, sem til sölu var, hafi selzt og ljóst var að aukinn áhugi var fyrir að byggja í bænum. Þessir staðir sem nú er verið að undirbúa byggingarsvæði á era bæði í út- og inn-Garðinum og efst í byggðarkjamanum sem byggðist upp á áranum milli 1974 og 1982. í út-Garði hefir verið skipulagt 48 íbúða hverfi og þar munu rísa á þessu og næsta ári 10 parhús með bflskúr sem félagið Búmenn munu byggja. Verður hafist handa við skólplagnir og vegagerð næstu daga. Era samningar á lokastigi við heima- menn bæði um vegagerðina og bygg- ingu húsanna. Þá er byggingaverktakinn Bragi Guðmundsson að byggja fjögur par- hús við Lindartún sem hann hefir auglýst þau til sölu en bygging þeirra gengur mjög vel. Einnig hefir Hjalti Guðmundsson byggingaverk- taki fengið úthlutað lóðum undir tvö fjögurra íbúða hús við Silfurtún en einu fjölbýlishúsin í bænum standa einmitt við þessa götu. Vonast er til að Hjalti hefji byggingu þessara húsa fljótlega. Þá má geta þess að þessa dagana er verið að leggja götu ofan gamla byggðarkjamans í mið- bænum en þar er nú verið að steypa grann undir kanadískt einbýlishús. Fleiri íbúðarhús era komin á kopp- inn ef svo má að orði komast og er Ijóst að það mun fjölga í bænum á næstu áram. Mjög hagstætt er að byggja í Garðinum. Byggingarleyfisgjöld eru mjög lág og má nefna sem dæmi að aðili sem byggir 190 fin. einbýlishús á 900 fm. lóð greiðir 320 þúsund krónur í byggingar- og gatnagerðar- gjöld. Nánar verður sagt frá hinu nýja deiliskipulagi og því sem er að gerast í byggingarmálum Garð- manna í Fasteignablaði Morgun- blaðsins. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rauði krossinn gefur hjólahjálma Fagradal - Rauða kross deildin í Vík í Mýrdal gaf öllum bömum sem vora í fyrsta bekk Grannskóla Mýrdals- hrepps síðastliðinn vetur reiðhjóla- hjálma á skólaslitum skólans nú í vor til að auka öryggi bama í umferð- inni. Á myndinni afhendir Þorgerður Einarsdóttir 6 ára börnunum hjóla- hjálmana. Ljósmynda- sýning á Húsavík SVIPMYNDIR úr sögu Húsavíkur 1900-2000 er yfirskrift ljósmynda- sýningar sem opnuð verður í Safna- húsinu á Húsavík á laugardag, 10. júní. Sýningin er sérannin í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Húsavíkur og verður hún opin til loka ágúst- mánaðaðar. Sýningin er þáttur í sýn- ingarhaldi Safnahússins í tilefni af- mælisins. Hún verður opin alla daga frá kl. 10 til 18. Sungið í veðurblíð- unni Fáskrúðsfirði - Árshátíð og útskrift barnanna í leikskól- anum Kærabæ á Fáskrúðs- firði fór fram nýlega. Gott veður var og sungu börnin fyrir viðstadda í veðurblíð- unni. Foreldrafélagið sá um að grilla fyrir krakkana og gesti en einnig voru til sýnis mynd- ir og munir sem börnin höfðu gert í vetur. Morgunblaðið/Hafdís Nýjung hjá félaginu er rekstur knattspymuskóla á Eiðum fyrir 5. og 6. flokk og tóku þessir hressu strákar þátt í einu af þeim námskeiðum sem haldin eru. Framkvæmdir við íþrótta- mannvirki á Egilsstöðum Egilsstöðum - Framkvæmdir era í gangi við íþróttamannvirkin á Egils- stöðum og má þar nefna að við Knatt- spymuvöll við Skógarlönd fara fram miklar framkvæmdir en Landsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum árið 2001. Langþráðum framkvæmd- um við íþróttahús mun ljúka nú í sumar og má segja að það skipti sköpum fyrir íþróttastarfið á Egils- stöðum, en íþróttahúsið rúmar orðið engan veginn það starf sem því er ætlað að þjóna. Eins og fram kom mun Landsmót UMFÍ verða haldið á Egilsstöðum árið 2001. Er það eðlilega mikil lyfti- stöng fyrir annars gott starf íþrótta- félagsins Hattar. Nýjung hjá félaginu er rekstur knattspymuskóla á Eiðum fyrir 5. og 6. flokk. Hófst sú starfsemi sl. sumar og þótti takast mjög vel. Var skólinn vel sóttur af bömum al- staðar að. Munu næstu námskeið hefjast í byrjun júní og er skólinn op- inn öllum og er hann rekinn í sumar- búðaformi. Það er Dragi Pavlov sem sem kemur frá Makedoníu sem hefur yfiramsjón með starfinu. Dragi var um árabil atvinnumaður í knatt- spymu í efstu deildum í Frakklandi og Júgóslavíu, þar til hann flutti sig og er nú knattspymuþjálfari hjá íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum. Bjóða handverk til sölu í sumar Stykkishólmi - íslenskt handverk hefur eflst mjög á síðustu áram. Fólk sinnir margs konar handavinnu heima hjá sér og býr til fallega muni. Á mörgum stöðum hefur handverks- fólk bundist samtökum til að koma framleiðslu sinni á framfæri. Svo er í Stykkishólmi. Þar rekur handverks- fólk verslun sem heitir Gallery- Lundi og starfar yfir sumarmánuð- ina. Hópurinn hefur aðstöðu í Freyjulundi sem er í eigu Kvenfé- lagsins Hringsins og er húsið í kven- félagsgarðinum við Aðalgötu. Það era á milli 15 og 20 einstaklingar sem eiga muni sem era til sölu. Til sölu er afrakstur vetrarstarfsins og kennir þar margra grasa, sem ferðafólk hef- ur gaman af að skoða þegar það heimsækir Stykkishólm. Gallery-Lundi er opið kl. 14-16 frá fimmtudegi til sunnudags til að byija með, en þegar kemur fram á sumar verður opið daglega. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Hluti hópsins sem stendur að Gallery-Lundi í Stykkishólmi. Verið var að Ijúka við að stilla upp munum sem einstaklingar hafa verið duna sér við búa til á köldum vetrarkvöldum. Myndin gefur það vel til kynna að ár- angurinn hefur verið góður REYKjAVÍK-EGILSSTAÐIR-REYKIAVÍK Þrisvar sinnu Bókaðu í síma 5703030 og 4711210 ...fljúgðu frekar vefðfrá9.7jokr . með flu^vallarsköttutn FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.